Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ MAMMA MIA kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ KUNG FU PANDA kl. 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:40D - 5:50D - 8 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL GET SMART kl. 5:50 - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 5 - 8 B.i. 12 ára LÚXUS VIP Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. "EIN BESTA GRÍNMYNDIN Í LANGANTÍMA" -GUÐRÚN HELGA - RÚV"ÓBORGANLEG SKEMMTUNSEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN." -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Upplifðu Star Wars eins og þú hefur aldrei gert áður Anakin, Obi Wan, Yoda og allir hinir er mættir aftur Saga George Lucas heldur áfram GET SMART kl. 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL STAR WARS: CLONE WARS kl. 6:20D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 8:30 sýnd í sal 1 vegna eftirsp. B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Stærsta mynd ársins 2008 - 82.000 manns.SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI ÞRIÐJUDAGUR 26.ÁGÚST • KL 18 Vonarsalur Efstaleiti – Agnar Már og tríó í tónleikahljóðritun Kr2200 Agnar vakti verðskuldaða athygli fyrir síðasta geisladisk sinn Láð og auk þess að fylla húsið á síðustu Jazzhátíð Reykjavíkur vann hann einnig verðlaun fyrir bestu tónsmíð á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nú tekur hann upp þráðinn frá fyrstu sólóplötu sinni 01 og hljóðritar með sama mannskap, Bill Stewart á trommur og Ben Street á kontrabassa. • KL 20 Setning Jazzhátíðar í Iðnó Frítt – Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. • KL 21 Iðnó – K tríó. Kristján Martinsson píanó, Pétur Sigurðsson bassi, Magnús Trygvason Elíassen trommur Kr1500 K tríóið er skipað efnilegustu jazzleikurum landsins, en þeir eru allir nýútskrifaðir úrTónlistarskóla FÍH og jafnframt meðal eftirsóttustu hljóðfæraleikara landsins. Kristján hefur einnig stundað nám í Svíþjóð og þeir félagar munu halda uppi merkjum Íslands áYoung Nordic Jazz Comets í Kaupmannahöfn í haust. • KL 22 Vonarsalur Efstaleiti – Agnar Már og tríó í tónleikahljóðritun Kr2200 • KL 23 Bítbox á Glaumbar – Pönkrokklúðrasveit íslenska lýðveldisins Frítt Kári Hólmar Ragnarsson: Básúna, Leifur Jónsson: Básúna, Sturlaugur Jón Björnsson: Alt horn, Ívar Guðmundsson: Trompet, Jóhannes Þorleiksson:Trompet, MagnúsTrygvason Eliassen:Trommur Bítbox á Glaumbar er heimavöllur fyrir ýmiskonar bíttónlist sem starfræktur hefur verið í sumar undir handleiðslu Samma úr Jagúar. BítBoxinu er ætlað að verða heimavöllur fyrir ýmiskonar bíttónlist. Með bíttónlist er átt við Funk, Soul, Reggí, Jazz, Disko, Afro, Latin, hip hop og aðra góða Groove tónlist. DAGSKRÁIN Í DAG GLEÐILEGA JAZZHÁTÍÐ N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R IÐ N Ó F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N G L A U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ REYKJAVÍK w w w. m idi .is G L A U M B A R PO RT hö nn un Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is MIÐARNIR 300 á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur, með Jónasi Sen, Wonderbrass, Schola Cantorum og Mark Bell í Langholtskirkju í kvöld, seldust upp á klukkustundu í gær. Þegar blaðamaður náði tali af Jónasi Sen píanóleikara í gærkvöldi var hann að koma af æfingu fyrir tón- leikana, sem hann segir að verði talsvert frábrugðnir því sem tón- leikagestir hafi upplifað á tónleika- ferð Bjarkar og félaga um heiminn. „Við æfðum í kvöld og æfðum í gær, þannig að þetta á að vera orðið gott. Ég vona að við séum tilbúin,“ sagði Jónas. „Þetta er ný nálgun. Alls engin rútína. Á tónleikaferðinni vorum við með 40 lög tilbúin og aldrei með alveg sömu dagskrána, en tónleikarnir í Langholtskirkju verða eflaust mjög sérstakir.“ Heyrði af þessu 15. ágúst Það kom Jónasi ekkert á óvart að miðarnir seldust upp á svo skömm- um tíma, enda sé þetta lítil kirkja. Ákvörðunin um að halda þessa síð- ustu órafmögnuðu tónleika hér í Reykjavík var tekin með skömmum fyrirvara. „Ég heyrði fyrst af þessu eftir lokatónleikana okkar á Spáni 15. ágúst. Ég held að hugmyndin hafi komið upp þá. Schola Cantorum-kórinn kom inn í þetta með ennþá styttri fyrirvara, fyrir nokkrum dögum. Hann kemur fram í um það bil þriðjungi dag- skrárinnar. Þar af syngur Björk eitt eða tvö lög ein með kórnum.“ Þá kemur Mark Bell, sem talsvert hefur starfað með Björk á liðnum ár- um, að tveimur lögum. Jónas segir að þótt tónleikarnir séu sagðir órafmagnaðir, þá séu þeir það að mestu leyti. „Við notum smávegis rafmagn til að lyfta ákveðnum hlutum upp. Ég leik til að mynda tvö lög á sembal og það heyrist ekkert í honum án hljóð- kerfis.“ Hann leikur einnig á flygil og pípuorgel kirkjunnar, sem hann segir hafa fallegan hljóm. Tónleikarnir í Langholtskirkju verða kvikmyndaðir og er fyr- irhugað að efni frá þeim verði á nýj- um DVD-diski sem væntanlegur er á markað innan nokkurra mánaða. Tónleikar í 66 borgum Tónleikaferðin með Björk, sem er nú að enda, var langt og umfangs- mikið ævintýri. „Túrinn sjálfur hefur staðið í um það bil 17 mánuði. Svo vann ég að undirbúningi í nokkra mánuði áður, þannig að þetta eru að verða tvö ár.“ Jónas segist ekki muna hvað hann drap niður fæti í mörgum löndum á þessum tíma en hann minnir að þau hafi komið fram í 66 borgum og að tónleikarnir í kvöld séu númer 75. „Við erum búin að fara um nánast allan heim. Afríka fórst bara fyrir. Það stóð til að flakka þar um í tvær vikur í júní, en það gekk ekki upp af einhverjum ástæðum.“ Stundum heyrist sagt að fólk nái ekki að sjá margt á svona ferðum. „Við höfum alltaf haft góðan tíma og frídaga á milli tónleika. Maður hefur getað verið túristi af og til, og skoðað eitthvað.“ Jónas segir að fyrir sitt leyti sé við hæfi að ljúka tónleikaferðinni svona – við orgelið í Langholtskirkju. Við hæfi að ljúka ferðinni svona  Órafmagnaðir lokatónleikar Bjarkar og félaga eru þeir 75. á 17 mánuðum  Jónas Sen segir hugmyndina að tónleikunum hafa fæðst á Spáni fyrir aðeins tíu dögum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Organisti Bjarkar „Maður hefur getað verið túristi af og til, og skoðað eitt- hvað,“ segir Jónas, sem leikur á flygil, sembal og kirkjuorgelið í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Litrík Björk með Wonderbrass á sviði. Þær leika í Langholtskirkju í kvöld. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.