Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 29
við hann og ekkert grín að verða við-
skila. Kalli bauðst þá til að taka við
akstrinum, en það varð úr að Davíð
lofaði að keyra hægar og við komumst
heilu og höldnu til France. Við kom-
um víða við á leiðinni og Kalli festi allt
á filmu. Þegar heim var komið setti
hann þetta allt inní albúm og skrifaði
inná upplýsingar um stað og stund.
Myndirnar hafði hann svo gaman af
að skoða aftur og aftur og rifja upp
þessa ferð samt öðrum sem þau fóru á
þessum árum.
Kalli minn, minningarnar eru
margar. Ég þakka þér fyrir allt og
minnist þín með þakklæti. Guð styrki
þig, Dísa mín.
Þín tengdadóttir
Kolbrún Edda.
Elsku afi, við systkinin sitjum hér
við gamla eldhúsborðið þitt í Álfheim-
um og leitum að réttu orðunum.
Minningarnar streyma fram frá ótelj-
andi heimsóknum í gegnum tíðina.
Við nánast heyrum pípið úr taflborð-
inu sem þú sast svo oft við þegar við
komum, en úti var friðurinn þegar
barnabörnin komu í heimsókn. Þá
þurfti skákin að láta í minni pokann
fyrir kaffi og bakkelsi. Minnisstæðar
eru ferðirnar í litla rauða bílnum. Við
vorum ekki fyrr sest í sætin, sem alla
tíð voru með plastinu yfir, en þú skip-
aðir öllum að festa á sig sætisbeltið.
Sjaldnast var farið beint á áfangastað
heldur eftir krókaleiðum til að forðast
umferðarljós og umferðarteppur.
Þegar svo á áfangastaðinn var komið
þá sat amma ávallt kyrr með töskuna
í kjöltunni meðan þú gekkst hringinn
og opnaðir fyrir henni bíldyrnar eins
og sannur herramaður. Þú varst alla
tíð mjög trúaður og munum við þá
sérstaklega vel eftir einni fallegri
bæn sem mamma lærði af þér og fór
alltaf með fyrir okkur á kvöldin, fyrir
svefninn. Við viljum því kveðja þig
með sömu bæn nú þegar þú leggst til
þinnar hinstu hvílu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Með hatt, staf, trefil og inniskó í
poka, þannig munum við ávallt minn-
ast þín, elsku afi.
Þín barnabörn,
Snjólaug, Bára og Karl Óli.
Elsku afi Kalli, núna ertu farinn og
okkur langar til að minnast þín með
nokkrum orðum.
Þegar við lítum til baka koma upp
ótal minningar sem seint gleymast.
Þú varst alltaf svo góður og vildir allt
fyrir alla gera. Þegar við vorum litlar
komum við oft í pössun til þín og
ömmu í Álfheima. Alltaf var nú nóg til
af góðgæti og vel hugsað um mann.
Svo var auðvitað fastur liður að fara í
ísbúðina að kaupa ís. Hjá ykkur var
mikið fjör og alltaf hægt að finna eitt-
hvað að gera. Þar voru litabækur og
lego-kubbar, okkar sérgrein á meðan
þú hafðir gaman af því að tefla og
spila á harmóniku. Svo var um mikið
úrval að ræða þegar velja átti mynd
til að horfa á, því þú varst svo dugleg-
ur að taka upp allt sem þér þótti
áhugavert í sjónvarpinu. Síðan horfð-
um við á sömu myndirnar aftur og aft-
ur. Þú fylgdist líka mikið með fótbolta
og þegar æstist í leiknum, þá varðst
þú svo spenntur að þú æptir og hend-
ur og fætur tókust á loft. Þú varst svo
hrifinn af dýrum og talaðir sífellt um
hundinn Gutta, sem þið áttuð. Svo var
það fuglinn Símon sem við gáfum
ykkur, sem vakti einnig mikla lukku.
Þegar við bjuggum í Danmörku, kom-
uð þið til okkar í heimsókn. Við fórum
á Himmelbjerget, til Skagen og í
Lego-land. Best þótti þér í Lego-landi
og þar varstu með myndavélina á lofti
allan tímann og fannst voðalega gam-
an. Þegar við fluttum heim var Edda
mikið hjá ykkur. Þá voruð þið með
kartöflugarð í Mosfellssveitinni og
þangað fóruð þið með hana og Báru á
sumrin. Þú sóttir þær, Báru í Hafn-
arfjörðinn og Eddu í Árbæinn. Þetta
var rosalegur bíltúr, þar sem þú vildir
helst sleppa við vinstri–beygjur, og
fórum við þá svaka krókaleiðir í gegn-
um Kópavoginn og stóran hring í
Hafnarfirði áður en þið komuð loksins
til Báru. Okkur er minnistætt hvað
þér var alltaf kalt. Þegar maður labb-
aði inn um dyrnar var það eins og að
koma inn í gufubað. Við laumuðumst
til að lækka í ofninum og opna
gluggann en þú varst fljótur að
breyta því aftur í fyrra horf.
Já, oft gat maður hlegið að því sem
þú gerðir og sagðir, þó svo að það
hefði ekki verið þín ætlun.
Elsku afi, við vonum að þú hafir
fundið hlýjuna. Við gleymum þér
aldrei og þú lifir ávallt í hjörtum okk-
ar. Við vottum ömmu okkar innilegu
samúð á þessum erfiðu tímum. Þínar
Brynja Sif og Edda
Karen Davíðsdætur.
Fyrstu kynnin af Kalla tengdaföð-
ur mínum áttu sér stað alltof snemma
á sunnudagsmorgni þegar inn um
kjallaragluggann á Fálkagötunni
heyrðist: „Gutti Gutti, komdu hérna
grallarinn þinn.“ Ég gat ekki stillt
mig um að gægjast út og virða fyrir
mér pabba hennar Diddu. Hávaxinn
og grannur opnaði hann rauða amer-
íska drossíu og hundurinn stökk inn.
Ískrandi viftureimin vakti mig end-
anlega og ég virti manninn fyrir mér
þar sem hann talaði blíðlega við hund-
inn í aftursætinu meðan hann ók
burtu. Eftir þessa andartakssýn
kveið ég ekki fyrir að hitta manninn
sem mig grunaði að yrði tengdapabbi
minn þegar fram í sækti. Yfir honum
var algjörlega hrekklaus ára sem
ljómaði af góðmennsku og hógværð.
Þetta reyndist rétt mat hjá mér þenn-
an eftirminnilega morgun.
Ein af jákvæðu hliðunum við það að
búa erlendis árum saman er sú merki-
lega þverstæða að kynnin við tengda-
fólkið verða dýpri en ella. Á náms-
árunum í Noregi komu þau Kalli og
Dísa og bjuggu hjá okkur í nokkrar
vikur. Þar tengdumst við Kalli nánum
böndum sem héldu alla tíð. Ég kynnt-
ist víðlesnum manni sem var sögu-
fróður og áhugasamur um hin
smæstu atriði. Við fórum í lengri
ferðalög um Noreg og áhuginn á um-
hverfinu, fólkinu og menningunni var
óþrjótandi. Á kvöldin tókumst við síð-
an hressilega á, en þar komu svartir
reitir og hvítir við sögu. Við taflborðið
kom í ljós að í honum bjó keppnismað-
ur. Hraðskákirnar skiptu hundruðum
og leikurinn var jafn. Þegar hitnaði í
kolunum greip hann til stóru orðanna:
„Fari það nú í hoppandi skoppandi.“
Hógværðin var slík að öllu kjarnyrt-
ari varð hann ekki.
Erfitt er að segja Kalli án þess að
orðið Dísa komi þar sjálfkrafa á eftir.
Svo samrýnd voru þau hjónin. Þegar
Dísa kom ein út til okkar hafði hún
áhyggjur af Kalla sínum einum
heima. Nú hefur Kalli farið í langferð
og Dísa er ein heima. Karl og Ásdís
reyndust börnum okkar Diddu, Snjó-
laugu Dís, Karli Óla og Báru Dís, frá-
bærlega. Það var ekki að ástæðulausu
að þau bera öll nöfn frá þeim gæða-
hjónum.
Síðast þegar ég hitti Kalla var
„óhræsis minnið“ farið að gefa sig.
Þoka var yfir heimsóknum til Frakk-
lands en Noregsferðin var honum
ljóslifandi í huga. Það voru fagnaðar-
fundir og ég gerði mér grein fyrir því
að traustaböndin sem við bundumst,
höfðu aldrei slitnað.
Ég sé Kalla fyrir mér, kallandi á
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð, stuðning og hlýjar
kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ÁRNA F. VIKARSSONAR,
Kirkjugarðsstíg 8.
Sérstakar þakkir til starfsmanna á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut fyrir umhyggju þeirra
og alúð í veikindum Árna.
Hrefna Sigurðardóttir,
Oddlaug Sjöfn Árnadóttir, Alberto Capanna,
Svanhvít Thea Árnadóttir,
Karen Þóra Sigurkarlsdóttir,
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Elvar Már Kjartansson,
Ólafur Elvar Stefánsson,
Oddlaug Marín Svanhvítardóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
JÓNÍNA HREFNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Kirkjulækjarkoti,
sem lést á Vífilsstöðum föstudaginn 15. ágúst,
verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 29. ágúst kl. 16.00.
Hildur Magnúsdóttir, Jóhann Birkir Steinsson,
Hjálmar Magnússon, Sigrún Björg Ingþórsdóttir,
Hans Guðni Magnússon, Auðbjörg Vordís Óskarsdóttir,
Ingigerður Magnúsdóttir, Sigurhans Wium Hansson,
Daníel Magnússon, Annkatrine Nilsson,
Benjamín Magnússon, Una Björg Gunnarsdóttir,
Erling Magnússon, Erla Kristín Birgisdóttir,
Hlynur Magnússon, Gerður Árnadóttir.
✝
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR HELGI JÓNASSON
frá Hátúni,
Neskaupsstað,
verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn
27. ágúst kl. 15.00.
Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson,
Þórunn María og Valgerður Anna.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
GUÐNÝ GRENDAL MAGNÚSDÓTTIR,
Krossnesi,
sem lést þriðjudaginn 19. ágúst, verður jarðsungin
frá Borgarneskirkju föstudaginn 29. ágúst
kl. 15.00.
Jóhannes Magnús Þórðarson,
Kolfinna Jóhannesdóttir, Magnús Skúlason,
Jóhann Helgi Jóhannesson, Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir,
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir,
Magnús Jóhannesson,
Þorsteinn Jóhannesson,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Andrew Gosling
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG SVANHVÍT STEINDÓRSDÓTTIR,
Borgarheiði 17h,
Hveragerði,
lést laugardaginn 23. ágúst á Landspítalanum við
Hringbraut.
Jarðarför auglýst síðar.
Sigurbjörg Gísladóttir, Hannes Kristmundsson,
Magnea Ásdís Árnadóttir,
Svanhvít Gísladóttir, Reynir Gíslason
og fjölskyldur.
✝
ESTHER HELGA HARALDSDÓTTIR,
Hólum,
Rangárvöllum,
lést laugardaginn 16. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Systkini og fjölskyldur þeirra.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð sína og hluttekningu með
heimsóknum, kortum, skeytum og
blómasendingum við fráfall
ÁGÚSTU SKÚLADÓTTUR,
Vallholti 39,
Selfossi.
Kjartan T. Ólafsson,
Jökull Veigar Kjartansson, Elín Sigmarsdóttir,
Ólafur Helgi Kjartansson, Þórdís Jónsdóttir,
Skúli Kjartansson, Nancy Barrish,
Hjálmar Kjartansson, Guðný Anna Arnþórsdóttir,
Bergdís Linda Kjartansdóttir, Þórður Kristjánsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir minn og afi,
ÍSLEIFUR JÓNSSON
málari
frá Húsavík í Vestmannaeyjum,
Gnoðarvogi 46,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
21. ágúst.
Elísabeth Vilhjálmsdóttir,
Vilborg L. Ísleifsdóttir,
Martha Sigurðardóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Kirkjulundi 8,
Garðabæ,
áður Heiðargerði 90,
Reykjavík,
sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá
Vídalínskirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 15.00.
Erla Fríður Sigurðardóttir, Ingvar Friðriksson,
Fríður Sigurðardóttir, Ari Guðmundsson,
Guðmundur Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SJÁ NÆSTU SÍÐU