Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 37
ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGT SÆTI Á:K ...OG VELUR SVO TIL VIÐBÓTAR EINA AF EFTIRFARANDI SÝNINGUM: Systur PARS PRO TOTO KYNNIR: „Við förum um hann höndum í huganum“ DAUÐASYNDIRNAR GUÐDÓMLEGUR GLEÐILEIKUR ÓVITAR FOOL FOR LOVE DAUÐASYNDIRNAR LÁPUR, SKRÁPUR & JÓLASKAPIÐ SYSTUR MÚSAGILD RAN SKOPPA OG SKRÍTLA Í SÖNGLEIK CREATURE V 08/09 Nýtt leikár ÁSKRIFTARKORT FYRIR UNGA FÓLKIÐ Á AÐEINS 3.950 kr.* Landsbankinn greiðir niður áskriftarkort fyrir ungt fólk svo nú geta allir verið flottir á því og gerst fastagestir í leikhúsinu Frá haustinu 2004 þegar LA og Landsbankinn buðu ungu fólki í fyrsta skipti áskriftarkort á kostakjörum hefur yngri leikhúsgestum fjölgað svo um munar hjá LA. Háskóla- og framhaldsskólanemendur hafa nýtt sér þetta einstaka tilboð og notið þess að sjá sýning- ar LA. Verkefnaskráin er valin sérstaklega með það fyrir augum að hún höfði til yngri leikhúsgesta ekki síður en þeirra sem eldri eru. Í vetur er fjöldi spennandi sýninga í boði *Tilboðið gildir fyrir 25 ára og yngri. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 37 Hvað ber hæst á skólaárinu sem er að hefjast, með tilliti til félagslífs? „Árlegir viðburðir, eins og árshá- tíð skólafélagsins eða frumsýning leikfélagsins á Herranótt, eru alltaf mjög áberandi í félagslífinu. Gott gengi í keppnum eins og Gettu bet- ur og MorfÍs skapar líka alltaf góða stemningu innan skólans. Það er þó aldrei að vita hvað stendur upp úr í lok skólaárs. Það gæti allt eins verið Rave-busaballið eða LAN-mót Töl- vuakademíunnar, allt eftir tíðarandanum hverju sinni.“ Hverjar eru helstu hefðirnar í skólanum? „Í MR er sagt að ef eitthvað gerist oftar en einu sinni, þá sé það orðið að hefð. Þetta hefur skapað margar og misgóðar hefðir. Við höldum að sjálfsögðu Tolleringar, Gangaslag og Herranótt er elsti hefð- bundni viðburðurinn. Þá má ekki gleyma einni af nýrri hefðum okkar, en hún felst í að MR-ingar veiti Hljóð- nemanum viðtöku á vormisseri. Sú hefð er algjörlega ómissandi.“ Hvaða hefðir eru skemmtilegastar? „Ég held að það sé nokkuð persónubundið. Mér þykir skemmtilegast þegar nýr árgangur er boðinn velkominn í skólann með okkar sérstaka hætti. Eft- irvænting mín eftir þessum degi er jafnmikil í ár og hún var fyrir þremur árum.“ Hefur eitthvað farið úrskeiðis tengt þessum hefðum? „Gangaslagurinn er alltaf líklegur til að fara aðeins úr skorðum. Skólayfirvöld neyddust til þess að breyta fyrirkomulagi hans eftir að það hafði gerst einum of oft. Fyrir nokkrum árum munaði minnstu að ein- hverjir yrðu undir í öllum troðningnum og því þurfti að blása slaginn af. Sjöttubekkingar höfðu olíuborið sig fullákaft fyrir átökin og leiddi það til þess að ein- hverjir runnu niður á gólf, undir alla þvöguna. Bless- unarlega sluppu þessir einstaklingar við alvarleg meiðsl en þó missti einn meðvitund, annar sneri sig á fæti og enn aðrir þurftu áfallahjálp. Allt þetta olli því að nú eru sleipiefni bönnuð í Gangaslag. Síðan þá hef- ur slagurinn gengið áfallalaust fyrir sig, sem er afrek út af fyrir sig.“ Hvernig er dæmigerður busi? „Dæmigerður busi er smeykur en spenntur í senn. Hann er dekraður eftir grunnskólanámið en er yf- irleitt mikil skynsemismanneskja. Enda valdi hann MR.“ Hvernig getur lítill og varnarlaus busi búið sig undir busavígslu? „Skömmu eftir skólasetningu eru hengdar upp sér- stakar busareglur á veggjum skólans og er það hverj- um busa mjög hollt að fara eftir þeim.“ Hvað er svona frábært við MR? „MR sameinar krefjandi nám, langa og glæsilega sögu og frábært félagslíf sem fáir aðrir skólar geta jafnað. MR-ingar njóta þess að vera betur undirbúnir fyrir háskólanám en flestir jafnaldrar þeirra eins og sést til dæmis árlega á inntökuprófum í háskólum. Þrátt fyrir krefjandi nám höfum við alltaf tíma til að stunda félagslífið af krafti. Fjölmargir MR-ingar koma að skipulagningu félagslífsins á hverju ári og hefur starfsemi nemendafélaganna sjaldan verið í eins mikl- um blóma og nú. Í stuttu máli er MR skóli fyrir fólk sem vill bestu menntun sem völ er á samhliða kraftmiklu og fjöl- breyttu félagslífi sem á sér fáa, ef einhverja, jafnoka á Íslandi.“ Gangaslagur og Herranótt Gísli Baldur Gíslason Morgunblaðið/Ásdís Tollerað Nýnemar eru boðnir velkomnir í M.R. með toll- eringu. Nemendur í 6. bekk klæðast toga og sjá um að fleygja busum hátt upp, mörgum til geðshræringar. Menntaskólinn í Reykjavík Slagur! Gangaslagur í Menntaskólanum í Reykjavík. Þessa glæsilegu mynd af látunum á ganginum tók Gísli Baldur Gíslason, inspector scholae í M.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.