Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 25
BIRGIR Sigurðs-
son, sviðsstjóri skipu-
lags- og umhverf-
ismála
Kópavogsbæjar, stað-
festir í Morgunblaðinu
13. ágúst sl. þann al-
varlega misskilning
sem er ríkjandi hjá
bæjaryfirvöldum hvað
varðar samráð í skipu-
lagsmálum, góða
stjórnsýslu og faglega
skipulagsvinnu. Íbúa-
samtökin Betri byggð
á Kársnesi (BBK) hafa
um nokkurt skeið
reynt að leiðrétta
þennan misskilning,
en án árangurs. Ferlið
allt vekur áleitnar
spurningar um heilindi
forsvarsmanna bæj-
arins.
Menn breyta
ekki eftir á
Birgir segir skipulagsbreytingar á
Kársnesi vera að forminu til hug-
myndir og enn í mótun. Hvernig má
það þá vera, að bæjarstjórn Kópa-
vogs samþykkti á fundi sínum hinn
22. júlí sl. að auglýsa tillögur að nýju
aðalskipulagi? Svör við háværri
gagnrýni BBK voru þau að íbúar
gætu áfram komið viðbrögðum sín-
um á framfæri í gegnum vef bæj-
arins. Er verið að hafa fólk að fífl-
um? Hvers vegna í ósköpunum er
verið að biðja um athugasemdir þeg-
ar búið er að taka ákvörðun um að
auglýsa? Lítur Kópavogsbær
kannski svo á að breytingar á að-
alskipulagi komi íbúunum ekki við
og að það eina sem heimskur almúg-
inn á að fá að hafa skoðun á er út-
færsla í deiliskipulagi.
Einbeittur ásetningur
bæjaryfirvalda
Birgir segir að samráðsferli
standi yfir með mótun nýja skipu-
lagsins að markmiði. Hvernig má
það þá vera, að á kynningarfundi
bæjarins 8. júlí sl. um fyrirhugaðar
skipulagsbreytingar voru hvorki
fyrirspurnir íbúa né lýðræðislegar
umræður leyfðar? Hvernig stendur
á því að aðeins viku síðar átti að
keyra tillögurnar í gegnum bæj-
arráð, og svíkja þar með loforð um
að íbúar fengju að segja sitt álit? Og
hvernig má það vera að þær ábend-
ingar og athugasemdir sem íbúa-
samtökunum hefur þó tekist að
koma á framfæri við bæjayfirvöld,
rötuðu aldrei í hugmyndasmiðju
sviðsstjórans? Og hvers vegna slitu
bæjaryfirvöld einhliða svonefndum
„samráðsfundum“ við íbúasamtökin,
að loknum þeim eina fundi sem sam-
tökin leyfðu sér að gera alvarlegar
athugsemdir við forsendur og út-
færslur „skipulagshugmyndanna“?
Eða eru samráðsyfirlýsingarnar að-
eins áróðursbragð til þess eins falln-
ar að breiða yfir þann einbeitta
ásetning bæjaryfirvalda að keyra
mestu þéttingu sem um getur á höf-
uðborgarsvæðinu yfir gamalgróið
íbúðahverfi gegn vilja íbúanna –
hvað sem tautar og raular? Snýst
þetta kannski um að keyra þetta allt
í gegn nógu löngu fyrir kosningar í
þeirri von að við verðum öll búin að
gleyma þegar þar að kemur hvernig
var valtað yfir okkur?
Skipulagðar umferðarteppur
Birgir segir það á ábyrgð bæj-
aryfirvalda í Kópavogi að stuðla að
skynsamlegri og hagkvæmri nýt-
ingu lands og landgæða innan marka
sveitarfélagsins og má af orðum
hans skilja að svonefnt íbúasamráð
verði að taka mið af því.
Hvernig má það vera
„skynsamleg og hag-
kvæm nýting“ að tvö-
falda umferð á Kársnesi
með hörmulegum af-
leiðingum fyrir íbúa og
vegfarendur, gangandi
og akandi? Gatnakerfi
hverfisins ber ekki
þessa aukningu. Um
það er í sjálfu sér ekki
deilt. Með opin augu
eru bæjaryfirvöld að
skipuleggja umferð-
arteppur, aukna slysa-
hættu og óviðunandi
mengun af völdum svif-
ryks, útblásturs og há-
vaða. Er það þetta sem
menn meina þegar þeir
segja að það sé gott að
búa í Kópavogi?
Gangi vilji Kópavogs-
bæjar eftir á Kársnes-
inu verða bæjaryfirvöld
líklega þau fyrstu á
byggðu bóli, sem telja
landgæði sín best nýtt
undir fyrirfram skipu-
lagðar umferðarteppur. Hvaða
hagsmunir geta búið raunverulega
að baki slíkum áformum, sem ganga
þvert á góða stjórnsýsluhætti og
faglega skipulagsvinnu?
Persónulegt níð
sviðsstjórans
Birgir segir Þórarin Ævarsson,
varaformann BBK, ótrúverðugan
talsmann samtakanna þar sem hann
hafi leikið tveimur skjöldum um
ágæti „skipulagshugmyndanna“
gagnvart annars vegar sviðsstjór-
anum og hins vegar almenningi.
Hvernig má það vera, að sviðsstjór-
inn, sér sér hag í að draga heilindi
Þórarins í svaðið? Hvaða skilaboð
eru þetta frá háttsettum embættis-
manni til íbúanna sem hann kapp-
kostar að eigin sögn að hafa samráð
við? Að vel verði tekið undir gagn-
rýnar ábendingar? Og hvar voru
heilindi sviðsstjórans á íbúafund-
inum þegar hann lagði með tilþrifum
25 ha. landfyllingar á Kársnesi að
jöfnu við landfyllingar við Örfirisey
og Reykjavíkurhöfn? Veit sviðs-
stjórinn ekki að Geirsgata og Sæ-
braut fylgdu m.a. með í þeirri skipu-
lagsvinnu, svo að bílaumferð myndi
ekki flæða um allan vesturbæ
Reykjavíkur á leið sinni út á land-
fyllingarnar? Hvar eru samgöngu-
bæturnar á Kársnesinu? Eru menn
svo langt leiddir hjá skipulags-
yfirvöldum Kópavogs að þeir eru
farnir að ímynda sér að leikur að for-
sendum og endurreiknaðar umferð-
arspár teljist til samgöngubóta? Eða
vitagagnslaus húsagata við hluta
Kársnesbrautar sem kemst ekki
nema með afarkostum fyrir?
Að lokum langar mig til að taka
heils hugar undir með Birgi um þau
mörgu og góðu sóknarfæri sem nýtt
framtíðarskipulag fyrir Kársnes fel-
ur í sér. Eigi okkur að lánast að nýta
þau Kársnesingum og öðrum Kópa-
vogsbúum til hagsbóta, verða bæj-
aryfirvöld að falla af heilindum frá
fordæmalausu ofskipulagi og stefna
þess í stað að hóflegri þéttingu í sátt
við bæjarbúa.
Sannleikurinn
um „samráð“
á Kársnesi
Arna Harðardóttir
fjallar um skipu-
lagsmál í vesturbæ
Kópavogs
Arna Harðardóttir
»Er verið að
hafa fólk að
fífli? Hvers
vegna í ósköp-
unum er verið
að biðja um at-
hugasemdir
þegar búið er að
taka ákvörðun
um að auglýsa?
Höfundur er fjárfestingastjóri
og formaður samtakanna Betri
byggð á Kársnesi.
ÞAÐ eru nú að
verða 20 ár síðan ill-
ræmdasta níðings-
verk sem Alþingi Ís-
lendinga hefur framið
frá upphafi Íslands-
byggðar var fram-
kvæmt.
Ég er nú að ræða
um hinn svokallaða
ekknaskatt. Ég hef
sama og ekkert séð skrifað um
þennan hrylling í dagblöðum, en
það gæti þó hafa farið framhjá
mér.
Höfundur þessarar greinar er
nefnilega einn af þeim mörgu sem
fengu þessa köldu kveðju frá Al-
þingi Íslendinga.
Þegar þessi skattur var lagður
á, af alþingismönnum sem voru
allir kirfilega eiðsvarnir að
stjórnarskránni og áttu aðeins að
hlýða sinni eigin samvisku, þá var
höfundur þessarar greinar starf-
andi sem meðlimur í verkalýðs-
félagi á verslunarmannataxta.
Álagningin sem var í formi
eignaskatts og kom niður á mér
sem var þá fyrirvinna heimilisins,
með þrjú ung börn í skóla, yngsta
barnið sjö ára, reyndist vera
350.000 – þjúhundruðogfimm-
tíuþúsundkrónur –. Þessi eigna-
skattur var viðbót við
tekjuskattinn sem var auk þess
um 43% af launum staðgreitt.
Full dagvinnulaun verslunar-
manns í mínu starfi var þá 49.747
krónur á mánuði eftir 17 ára starf
hjá sama fyrirtæki. Þessi ekkna-
skattur sem ég fékk var full dag-
vinnulaun manns á mínum launa-
kjörum í rúmlega sjö mánuði – sjö
mánuði. Hvað skyldu margir Ís-
lendingar sætta sig við að vera
sviptir fullum launum í sjö mán-
uði? Hvað skyldu margir þing-
menn og ráðherrar sætta sig við
að starfa án launa í 7 mánuði og
greiða síðan 43% af 12 mánaða
launum? Samkvæmt núverandi
launataxta VR eftir 5 ára starf
væru 7 mánaðalaun 1.256.900 – ein
milljón tvöhundruð fimmtíu og sex
þúsund og níuhundruð.
Á þessum tíma var
til forystu í fjár-
málaráðuneytinu
doktor í stjórn-
málafræðum og hafði
titil fjármálaráðherra,
að nafni Ólafur Ragn-
ar Grímsson. Hvað
skyldu margir
Íslendingar hafa
valið Ólaf til forseta
ef þeir hefðu fengið
svona lífskjör að til-
hlutun hans?
Ég reyndi allt sem
ég gat til að finna ein-
hvern aðila í þessu þjóðfélagi sem
ég gæti leitað til og leiðrétt svona
skattabrjálæði, en fann engan,
ekki einn einasta.
Ég talaði við skattstjóra í mínu
umdæmi og hann þurfti ekki nema
örfáar sekúndur til þess að segja
mér: „Þú hefur bara ekki nógu há-
ar tekjur.“ Ég hélt í minni ein-
feldni að þegar maður hefur ekki
nægar tekjur til að standa undir
sköttum þá væri verið að skatt-
leggja mann niður fyrir fram-
færslu. En auðvitað þarf skattsjóri
í þessu landi ekki að skilja svo
einfaldan sannleika.
Næst skrifaði ég fjármálaráðu-
neytinu og fékk svar sem tel vera
ruddalegasta svar sem ég hef
nokkru sinni fengið. Um leið og
nýr fjármálaráðherra tók við,
pantaði ég viðtal við hann til þess
að reyna að koma vitinu fyrir
stjórnvaldið í þessu landi, en það
tók sex mánuði að komast að hjá
honum. Svona sex mánaða bið eft-
ir leiðréttingu, sem aldrei kom,
kostaði mig strax 175.000 kr.
Þessi nýi fjármálaráðherra var
nefnilega höfðuðandstæðingur
frumvarpsins á þingi og mig minn-
ir að hann hafi gefið þessari
fáránlegu lagasetningu það nafn
sem festist við það, „ekknaskatt-
urinn.“ En hvað skeði þegar ég
reyndi að tala við ráðherrann?
Hann sagði mér strax án þess að
kynna sér mína aðstöðu í þessu
máli: „Ríkið stendur svo illa, við
getum ekki
afnumið þetta.“ Þingmaður sem
flutti ræðu á Alþingi árið 1989 og
talaði um þessa herfilegu ólaga-
setningu hafði talað við þingmenn
sem settu á þessa skelfingu og
þeir höfðu viðurkennt að þessi
ólagasetning hafi verið „mistök“.
En hvernig leiðréttir hið íslenska
stjórnvald svona „mistök“? Venju-
legir þjófar þurfa yfirleitt að skila
þýfinu en gildir önnur regla um
stjórnvaldið? Nú gætu einhverjir
haldið að þessi fáránleiki hafi
staðið í eitt ár en þessi ólög voru
látin standa árum saman, um það
bil 6 eða 7 ár ef ég man rétt. Hér
kemur að því að ígrunda málið út
frá mannréttindasjónarmiði.
Ég hefði fyrirfram reiknað með
að Stjórnarskrá Lýðveldisins Ís-
lands hefði það hlutverk að koma í
veg fyrir svona herfileg „mistök“.
Það er einmitt hlutverk hennar að
setja stjórnvaldinu takmörk sem
ekki er hægt að yfirstíga. Það
hlýtur að vera hverjum heilvita
manni auðvelt að skilja að svona
nokkuð er gjörsamlega óforsvar-
anlegt.
En stóreignaskattur var sam-
þykktur af Hæstarétti Íslands fyr-
ir um það bil 55 árum og síðan
hefur stjórnvaldið aldrei hikað við
að leggja á eignaskatt, þrátt fyrir
ákvæði í hinni íslensku stjórn-
arskrá um að „eignarétturinn er
friðhelgur“ Hvað er eignaskattur
annað en eignaupptaka og sem
slík ekkert annað en þjófnaður?
En þetta er skólabókardæmi um
það hvað á ekki og má ekki ske í
lýðræðisþjóðfélagi. Svona mistök
tilheyra lágkúrulegustu einræð-
isþjóðfélögum og harðræðiskúg-
urum.
Stjórnarskrá hvaða lands sem
er ver sig ekki sjálf fyrir rang-
túlkunum. Ef sú rangtúlkun hefur
komið frá Hæstarétti í þessu landi
og er hugsanlega kennd í Háskóla
Íslands, hlýtur að vera komið að
þeim tímamótum að setja upp
stjórnarskrárdómstól sem skilur
hvað það þýðir að eignarétturinn
er friðhelgur.
Hverjir eiga ekki að stela?
Bergsveinn Guð-
mundsson skrifar
um skattamál fyrri
tíma
»Hvað skyldu margir
Íslendingar hafa
valið Ólaf til forseta ef
þeir hefðu fengið
svona lífskjör?
Bergsveinn
Guðmundsson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
ÁFRAM Ísland.
„Við ætlum að selja
okkur dýrt,“ sagði
Guðmundur Guð-
mundsson landsliðs-
þjálfari og við gerðum
það. Ég fylltist yf-
irþyrmandi stolti er
ég horfði á strákana
okkar taka við silf-
urverðlaunum og ís-
lenska fánann vera dreginn að hún.
Væntingar fyrir mótið voru mis-
jafnar, sumir töldu að við myndum
ekki komast upp úr riðlinum, aðrir
að við kæmumst aðeins lengra og
enn aðrir trúðu að ef allt gengi upp
hjá strákunum kæmumst við á pall.
En þessi einstaki stórsigur fá-
mennrar þjóðar er merki um sam-
hug og vilja handboltamanna, þjálf-
ara og aðstoðarfólks sem lögðu
nótt við dag við undirbúning fyrir
leikanna. Ekki má gleyma stjórn
HSÍ, formanni sambandsins Guð-
mundi Ingvarssyni sem hefur átt
farsæla formannstíð frá því hann
tók við sambandinu á mjög erfiðum
tíma. Hann hefur á sinni formanns-
tíð byggt upp stöðugleika sem skil-
aði silfurverðlaunum á laugardag-
inn. Einnig verður að nefna
framkvæmdastjóra sambandsins
Einar Þorvarðarson sem með
krafti sínum og áhuga
hefur ávallt hugsað
fyrst og fremst um að
efla íþróttina, enda
fyrrum landsliðsmaður
sjálfur. Allir landsliðs-
mennirnir nema
Björgvin Páll búa er-
lendis. Þar eiga þeir
sitt heimili, vini og
börnin sína leikfélaga.
Það að koma til Ís-
lands fyrir allt sum-
arið þarf að undirbúa
vel. Hvar eiga fjöl-
skyldurnar að búa,
ekki er hægt að gera ráð fyrir að
þau flytji aftur heim til pabba og
mömmu? Nei, bara þetta að vera
ekki heima hjá sér svo vikum skipt-
ir er álag sem við gerum okkur
ekki grein fyrir. Síðan eru það
ferðalögin til að komast á æf-
ingamót, flug og aftur flug meðan
aðrir skella sér í rútuferð. Og ekki
má gleyma að leikmennirnir þurftu
að æfa stíft í vor til að vinna þátt-
tökurétt á leikana, þá nýbúnir með
keppnistímabilið með sínum fé-
lagsliðum. Allt þetta álag og þrot-
lausar æfingar sýna hversu sterkir
einstaklingar skipa nú íslenska
landsliðið. Hópur sem hefur ein-
stakan fyrirliða Ólaf Stefánsson,
okkar langbesta íþróttamann fyrr
og síðar og landsliðsþjálfara sem
með þrotlausri vinnu hefur fundið
rétta ferilinn til að skapa meistara.
Eftir allan undirbúninginn var
komið að þeim, hópurinn var tilbú-
inn og þrátt fyrir alla þá vinnu og
umstang sem fylgir því að vera ís-
lenskur landsliðsmaður, búandi er-
lendis, sýndu leikmenn aldrei neitt
annað en leikgleði í allt sumar.
Strákarnir fá enga hvíld eftir ÓL
en félagslið þeirra hefja keppni nú
strax í september. Við verðum því
miður ekki með á HM í janúar á
næsta ári en við ætlum að komast á
EM í janúar 2010. Ég vona að Guð-
mundur Guðmundsson verði áfram
landsliðsþjálfari. Einnig vona ég að
við eigum eftir að fá að njóta krafta
Ólafs Stefánssonar um langa hríð
enn. Þorgerður Katrín mennta-
málaráðherra á heiður skilinn fyrir
sinn stuðning til íþrótta, stefna rík-
isstjórnarinnar og samvinna ráðu-
neytisins við íþróttahreyfinguna er
til fyrirmyndar. Nú ætlar hún og
ríkisstjórnin að veita fjármuni til
að greiða upp í allan þann und-
irbúningskostnað sem ÓL kostuðu
sambandið, því ber að þakka þann
velvilja og kraft sem hún sýnir
íþróttahreyfingunni í landinu.
Áfram Ísland
Ásgerður Halldórs-
dóttir skrifar um
HSÍ og íslenska
handknattleiksliðið
»Ég vona að Guð-
mundur Guðmunds-
son verði áfram lands-
liðsþjálfari. Einnig vona
ég að við eigum eftir að
fá að njóta krafta Ólafs
Stefánssonar um langa
hríð.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fv. gjaldkeri HSÍ.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni