Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
NÚ ÞEGAR grunnskólarnir eru
farnir af stað er hver að verða síð-
astur að kaupa sólarlandaferð fyrir
fjölskylduna í lok október næstkom-
andi, þegar flestir grunnskólar á höf-
uðborgarsvæðinu og víða um land
fara í vetrarfrí. Uppselt er í margar
ferðir á þessum tíma, samkvæmt
samtölum við forsvarsmenn nokkurra
ferðaskrifstofa, og er verið að skoða
möguleika á að bæta við ferðum. Þeg-
ar komið er fram í lok október eru fáir
sólarlandastaðir í boði, aðallega Ten-
erife og fleiri sólarstrendur á Kan-
aríeyjum, og einnig staðir eins og
Alicante á Spáni og Benidorm.
Sala á borgarferðum á þessum tíma
hefur einnig gengið mjög vel og al-
mennt virðist vera góð sala í utan-
landsferðir um jól, áramót og páska,
hvort sem það eru sólarlanda- eða
skíðaferðir. „Kreppan sem allir eru að
tala um er ekki komin hvað þetta
varðar, landinn er þá að spara við sig í
einhverju öðru,“ sagði einn talsmanna
ferðaskrifstofanna.
Á vef menntasviðs Reykjavík-
urborgar kemur fram að langflestir
grunnskólar lengja síðustu helgina í
október með vetrarfríi föstudaginn
24. október og mánudaginn 27. októ-
ber. Einnig eru nokkrir skólar með frí
dagana á undan. Aðeins tveir skólar;
Hólabrekkuskóli og Hvassaleitisskóli,
taka ekki vetrarfrí en á móti er þeim
slitið fyrr í vor. Misjafnt er eftir skól-
um hvort vetrarfrísdagar séu teknir í
lok febrúar.
Ferðir settar aftur á dagskrá
Svipað gildir um sérskóla og einka-
skóla, flestir eru með vetrarfrí þessa
októberdaga nema Ísaksskóli sem er
ekki með vetrarfrí. Grunnskólarnir í
Kópavogi eru flestir með vetrarfrí
síðustu tvo daga októbermánaðar, svo
dæmi sé tekið.
„Það eru margar ferðir uppseldar
hjá okkur og við erum að velta því
fyrir okkur hvað við getum bætt við
af vélum. Vandinn er hvað fáir staðir
eru í boði á þessum árstíma,“ segir
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóra Sumarferða, um ásókn í sólina
þegar skólarnir taka vetrarfrí. Auka-
flug var sett upp til Alicante á Spáni
23. október til 27. október og er sú
ferð við það að seljast upp, að sögn
Helga.
„Á síðustu fjórum vikum höfum við
selt meira af ferðum en á sama tíma á
síðasta ári, sem var þá metár. Þetta
er meira en við áttum von á. Í öllu
krepputalinu vorum við búin að setja
okkur í stellingar með að draga sam-
an. Núna erum við að endurvekja
flugferðir sem við höfðum áður ætlað
að hætta við,“ segir Helgi og tekur
dæmi um ferð til Madeira í Portúgal í
lok október. Þar runnu út 400 sæti á
skömmum tíma, eftir að ferðin var
sett í sölu á dögunum. Nýlega hafi
verið prófað að bjóða ferð til Túnis í
sölu.
Þorsteinn Guðjónssson, fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, hefur
svipaða sögu að segja. Þar hafi geng-
ið vel að selja í ferðir á þessum árs-
tíma. Eftirspurnin sé gríðarleg á
vetrarfrístíma grunnskólanna og
ferðirnar hafi farið út strax og daga-
tal skólanna lá fyrir.
Fríin mættu dreifast meira
Hann segir ferðaskrifstofur gjarn-
an vilja að vetrarfrí skólanna dreifist
betur yfir tímabilið, þannig að álagið
verði jafnara. „Vandi“ þeirra hafi
aukist þegar margir skólar hættu við
vetrarfrí í febrúar og lengdu októ-
berfríið. En verði þessi frítími stöð-
ugur og fastur í skólastarfinu næstu
misserin ættu allir að geta skipulagt
sig betur; hvort sem það eru heimilin,
ferðaskrifstofur eða aðrir geirar at-
vinnulífsins.
Tómas Gestsson, framkvæmda-
stjóri Heimsferða, segir vel hafa selst
í ferðir til Kanaríeyja, Tenerife og
Dómíníska lýðveldisins. Eftirspurnin
í lok október hafi verið mjög mikil,
sem og fyrir jólin og páskana. Einnig
hafi skíðaferðir í vetur selst vel. Tóm-
as segir eftirspurnina fyrir veturinn
hafa verið mun meiri en reiknað var
með.
Sólin heillar í skólafríi
Uppselt í flestar ferðir í lok október Góð sala í sól og skíði um jól og áramót
Ferðaskrifstofur bæta við ferðum og kannast ekki við kreppu í þjóðfélaginu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sólin Gríðarleg eftirspurn hefur verið í sólarferðir dagana sem grunnskólarnir taka sér vetrarfrí í október nk.
Eftir undanúrslitaleikinn í hand-
bolta í Peking á föstudag, þegar Ís-
land lagði Spánverja að velli með
eftirminnilegum hætti, urðu síma-
línurnar rauðglóandi á ferðaskrif-
stofu Úrvals-Útsýnar. Ekki var ver-
ið að panta ferðir til Peking, heldur
bara eitthvað út fyrir landstein-
ana, að sögn Þorsteins Guðjóns-
sonar hjá Úrvali-Útsýn.
„Það voru engar bókanir í gangi
fram yfir leik, en síðan tók þetta
ótrúlegan kipp. Yfirleitt er föstu-
dagur rólegur hvað bókanir varðar
en þetta varð söluhæsti dagur vik-
unnar,“ segir Þorsteinn og hefur
enga aðra skýringu á söluaukning-
inni en úrslitin gegn Spánverjum.
Þau hafi fyllt íslensku þjóðina
ákveðinni bjartsýni.
Landinn tók við sér eftir Spánarleikinn
ALLS sögðust 47% þátttakenda í
könnun Capacent fyrir Stöð 2 mjög
andvíg meirihlutasamstarfi Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í
borgarstjórn og tæp 15% aðspurðra
eru frekar andvíg. Jafngildir þetta
því að um tveir þriðju aðspurðra séu
andvígir nýja meirihlutanum.
Rúm 9% prósent aðspurðra eru
hins vegar mjög fylgjandi og um
14% frekar fylgjandi.
Könnunin var gerð á sjö daga
tímabili og hófst daginn sem nýr
meirihluti sjálfstæðismanna og
Framsóknarflokksins var kynntur
hinn 14. ágúst. Samkvæmt könn-
uninni eru 14,6% hvorki fylgjandi né
andvíg. Í könnuninni var athuguð af-
staða 730 Reykvíkinga á aldrinum
18-75 ára. Svarhlutfall var 55,1%.
Borgarstjórn
með 25% fylgi
Í MORGUNBLAÐINU í gær var
fjallað um boð og gjafir til embættis-
og stjórnmálamanna. Boðsferð
Landsbankans í umræddri frétt var
eingöngu fyrir viðskiptavini bankans
og í ferðinni voru engir stjórnmála-
eða embættismenn. Lögmaður, sem
var í ferðinni, gegndi ekki opinberu
embætti á þeim tíma sem ferðin var
farin. thorbjorn@mbl.is
Árétting
vegna fréttar
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
UNG kona frá ónefndu ríki í Vestur-
Afríku hefur beðið örlaga sinna á
Íslandi síðan í lok maí. Hún hefur
sótt um pólitískt hæli hérlendis af
mannúðarástæðum og vonar það
besta en óttast hið versta. „Ég vona
að ég fái að búa hérna og halda
áfram háskólanámi, en ég veit ekki
hvað gerist,“ segir Esther, sem vill
hvorki koma fram undir fullu nafni
né geta þjóðernis þar sem hún ótt-
ast afleiðingarnar í heimalandi sínu.
Þvinguð í hjónaband
Esther, sem er 23 ára, segir að til-
drög málsins séu þau að foreldrar
hennar og einkum faðir hafi í fyrra
þvingað hana til þess að giftast
eldri, fjárhagslega vel stæðum
manni, sem átti fyrir tvær konur og
börn. „Þau töldu hjónabandið gott
fyrir þau fjárhagslega,“ segir hún
og bætir við að hún hafi ekki þekkt
manninn. Fljótlega hafi komið í ljós
hvaða mann hann hafi haft að
geyma. „Hann drakk mikið, barði
mig stöðugt og tvisvar lá ég meðvit-
undarlaus eftir.“
Ungu eiginkonunni leist ekki á
blikuna og segist hafa sagt presti
sínum frá líkamlega og andlega of-
beldinu. Hann hafi ráðlagt henni að
fara til lögreglunnar og það hafi
hún gert þrisvar, en viðbrögðin hafi
ávallt verið þau að hún skipti sér
ekki af hjónabandserjum. Við
ástandið hafi ekki verið hægt að lifa
og prestur hennar hafi ekki séð
neina leið aðra en að fara úr landi
og sækja um hæli í Kanada. Hann
hafi ráðið henni frá því að sækja um
hæli í Evrópu og eftir að hafa komið
henni til Svíþjóðar hafi hann útveg-
að henni kanadískt vegabréf til að
fara til Kanada. Hún hafi verið
stöðvuð í Keflavík og í kjölfarið hafi
Útlendingaeftirlitið ráðlagt henni
að sækja um hæli á Íslandi. Það hafi
hún gert og bíði nú niðurstöðu yfir-
valda.
Sofa, biðja og borða
„Ég geri eiginlega ekkert annað
en sofa, biðja og borða,“ segir Est-
her. Hún er mjög trúrækin og segist
sækja kirkju reglulega auk þess
sem hún hlusti á kristilega tónlist í
útvarpi. Hún bætir við að sér líði vel
á Íslandi en biðin og óvissan séu
mjög erfið. Hún lifi í stöðugum ótta
við að verða skyndilega send úr
landi og þorir ekki að hugsa þá
hugsun til enda þurfi hún að fara
aftur til heimalandsins. „Það veit
enginn hvar ég er, ekki einu sinni
presturinn minn,“ segir hún og bæt-
ir við að hún fái alltaf sting þegar
hún sjái lögregluþjóna.
Meðan á biðinni stendur er Est-
her séð fyrir húsnæði og fæði auk
þess sem hún segist fá 2.500 krónur
á viku í eyðslufé og Rauði krossinn
hafi útvegað henni föt. Peningana
gefi hún hins vegar aftur til góð-
gerðarmála. „Ég þarf ekki peninga
heldur vernd,“ segir hún.
Esther vill halda áfram námi. „Ég
hætti í háskólanum þegar ég var
þvinguð í hjónabandið og ég vona
að ég fái hér hæli svo ég geti haldið
áfram námi án þess að þurfa að ótt-
ast um líf mitt. Það er mín helsta
ósk.“
Þarf ekki peninga heldur vernd
Morgunblaðið/Valdís Thor
Bið Esther bíður milli vonar og ótta eftir ákvörðun stjórnvalda.
Hefur sótt um
pólitískt hæli á Ís-
landi og vill í skóla
Þrjú þúsund íbúar
Sveitarfélagið Norðurþing var rang-
lega sett í hóp sveitarfélaga með inn-
an við 1.000 íbúa á korti sem birtist
með fréttaskýringu í blaðinu sl.
sunnudag. Íbúar þar eru nálægt
3.000. Beðist er velvirðingar á þessu.
Stígis ekki Nýhil
Í myndatexta um Menningarnótt
var í Morgunblaðinu í gær farið
rangt með hverjir aðstandendur
ljóðarisans voru. Risinn var eign-
aður Nýhil en rétt er að hann var á
vegum leynileikhópsins Stígis. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
!
ICELANDAIR Cargo flutti tvívegis
vopn til Georgíu fyrir Bandaríkja-
stjórn en þar var um að ræða riffla
án skotfæra að sögn Gunnars Más
Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra
félagsins. Fyrri vopnasendingin fór
fram fyrir 3-4 mánuðum og sú seinni
í júlí.
Að sögn Gunnars var aðdragand-
inn sá að félagið átti að hans trú hag-
stæðasta tilboðið í ótilgreinda flutn-
inga fyrir Bandaríkjastjórn sem
gerði félaginu ljóst skömmu fyrir
brottför hvers konar varning var um
að ræða. Aðspurður segir Gunnar
Már að þá hafi ekki farið fram um-
ræða innan félagsins um hvort sið-
legt væri að flytja varninginn og því
tók félagið að sér verkefnið eins og
ekkert hefði í skorist. „Þessi varn-
ingur flokkast ekki sem hættulegur
varningur og er að okkar mati því
venjulegur flutningur.“ Sótt hafi
verið um leyfi fyrir flutningnum til
þeirra landa sem málið varðaði, þ.e.
Georgíu og Bandaríkjanna, Íslands,
Kanada o.fl. orsi@mbl.is
Sá um riffla-
sendingu
til Georgíu