Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 13
            !  "  # $"               !      "                          !      "                      !      "                          !      "                          !      "          %& %' (& )* (( (+ ,' %* %) ,* %+ (* &( %- %.              !"""#$$% & '( )$$ '*+  ,- .  + /$$ 012 '*+  ( ( 34  ( *(  +*    $$     + ,-      !"""#$$% 3        (  556 /7 !7 !1 ( ( 7  ++ (    MST byggist einmitt á ítarlegri að- stoð við börn og unglinga og fjöl- skyldur þeirra inni á heimilum. Barnaverndarstofa lagði til við fé- lagsmálaráðuneytið árið 2004 að taka upp MST, en það er fyrst að verða að veruleika núna. Meðferðin mun ekki geta nýst öll- um en að mörgu leyti er það þó sami hópur og Stuðlar og langtíma- meðferðarheimilin sinna. Hópurinn er þó fjölbreyttari því þar geta einn- ig komið inn börn og unglingar sem aldrei yrðu send á stofnun, en eiga engu að síður við vanda að stríða. MST hentar þó ekki krökkum með væg hegðunarfrávik eða sem eru að byrja að fikta með vímuefni, og önn- ur úrræði eru fyrir þau. „Barnið þarf að vera komið með hegðunarerfiðleika sem kemur niður á skólasókn. Samskipti á heimilinu orðin slæm og það komið í félagskap sem þykir ekki góður. Einnig að það sé farið að nota fíkniefni eða fikta al- „MST er góð viðbót við þau úrræði sem fyrir eru. Hún er ekki reist til höfuðs öðrum meðferðum, s.s. stofn- anameðferðum, heldur er hún fyrst og fremst góð viðbót. Þjónustu sem þessa hefur vantað mjög lengi,“ seg- ir Halldór Hauksson, sálfræðingur og verkefnisstjóri MST hjá Barna- verndarstofu. Farið verður af stað með þjónustuna í nóvember nk. MST stendur fyrir Multisystemic Therapy eða fjölþáttameðferð á ís- lensku. Rannsóknir hófust árið 1975 á því sem síðar varð MST og fyrstu niðurstöður rannsókna voru birtar árið 1986. Innleiðing MST hófst hins vegar ekki fyrr en árið 1994, þá í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur meðferðin náð mikilli útbreiðslu og er t.a.m. stunduð víða í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Hollandi og á Norðurlönd- unum. Níu ár eru síðan Norðmenn ákváðu að innleiða MST og hefur meðferðin gefið afar góða raun þar. (sbr. meðfylgjandi töflu). MST hefur einnig verið innleitt í Danmörku og Svíþjóð. Nýtist ekki öllum „Við erum löngu búin að við- urkenna í heilbrigðiskerfinu, að við leggjum fólk ekki inn á deildir nema það sé mjög veikt. Að sama skapi ætti ekki að senda barn á meðferð- arstofnun nema vandinn sé mjög al- varlegur og óhugsandi að meðhöndla hann á heimavelli,“ segir Halldór en varlega við þau. Þessir þættir fylgj- ast raunar oft að og við erum oft með ungmenni sem falla í alla þessa flokka.“ Byggist á stuðningi við foreldra Fjölskyldan þarf að vilja fara í meðferðina enda byggist hún að miklu leyti á stuðningi við foreldra. Að þau læri að hjálpa sér sjálf. Sér- stakur meðferðarfulltrúi kortleggur styrkleika og þarfir barnsins, for- eldranna og umhverfisins. „Ávallt er hugsað um skólaumhverfið, fé- lagaumhverfið, tómstundaum- hverfið, heimilið og barnið sjálft. Þess vegna er þetta nefnt fjölþátta- meðferð. Það er unnið í öllum kerf- unum.“ Þegar búið er að kortleggja alla þessa þætti er forsjáraðilum hjálpað við að byggja upp óformlegt stuðn- ingsnet, til þess að þeir verði ekki háðir meðferðarfulltrúunum. Er þannig reynt að virkja nánustu fjöl- skyldu, aðra ættingja og jafnvel ná- granna. Reynt er að skoða alla möguleika sem fyrir hendi eru. MST er engin töfralausn og ef meðferðin sýnir ekki árangur, barnið heldur t.d. neyslu áfram, þá er henni sjálfhætt. Líklegt næsta skref er þá að vista það í meðferð á stofnun. MST-meðferðin sjálf á ekki að vara lengur en í fimm mánuði og vel er fylgst með árangrinum, frá viku til viku. Fjölþætt gæðaeftirlit Barnaverndarstofa fer af stað með eitt meðferðarteymi í haust og ráð- gert er að annað hefji störf í vetur. Í hverju teymi eru fjórir meðferð- arfulltrúar og einn teymisstjóri. Hver meðferðarfulltrúi er með fjórar til sex fjölskyldur. Gæðaeftirlit MST er mjög strangt og margþætt. Í hverri viku fer teym- isstjórinn kerfisbundið yfir mál allra meðferðarfulltrúanna, og skoðað er hvort markmiðin séu að nást. Í fram- haldinu er haldin símafundur með erlendum MST sérfræðingi, sem fengið hefur sendar upplýsingar um framgang mála. Þar er aftur farið yf- ir hvort verið sé að vinna hlutina rétt. Meðferðarfulltrúarnir fá því mikinn stuðning. Auk þess að afar vel er fylgst með á meðan meðferð stendur er einnig athugað með árangurinn eftir með- ferðina, s.s. eftir sex, tólf og átján mánuði. Athugað er hvort barnið búi enn heima hjá sér, hvort það stundi skóla eða vinnu, hvort það sé í vímu- efnaneyslu og hvort það sé að kom- ast í kast við lögin eða beiti ofbeldi eða yfirgangi. Fyllir ákveðið tómarúm Greinilegt er að innleiðing MST verður góð viðbót við önnur meðferð- arúrræði og ljóst að margir vonast til að meðferðin fylli ákveðið tómarúm, þ.e. heildræna meðferð á heimilum. Þjónusta sem hefur vantað mjög lengi MST – Fjölþáttameðferð Barnaverndarstofa innleiðir nýtt meðferðarúrræði HVAÐ á að kalla ungmenni sem velja frekar að búa hjá vinum sínum, í bílnum eða í dóp- greni en á heimili sínu? „Þegar einstaklingur velur götuna frekar en heimili sitt er hann í sjálfu sér á götunni, og það þótt hann sé með lögheimili og mat einhvers staðar úti í bæ,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, sem stundum hefur kallað þessi ungmenni götu- börn. Mummi sendi sveitarfélögum á og við höfuðborgarsvæðið nýverið erindi um til- raunaverkefni til eins árs, þess efnis að reka þurfi neyðarathvarf fyrir unglinga upp að tvítugu. Alls staðar fékk hann góð viðbrögð en einnig alltaf sömu spurninguna: „Hvaða götubörn ert þú að tala um?“ Götubörn er sennilega ekki réttnefni, enda er það í huga flestra tengt fátækum eða mun- aðarlausum börnum sem búa á götunni. Fæst íslenskra „götubarna“ þurfa nefni- lega að dvelja á götunni og þá varla til langs tíma. En þau eru utangarðs. Panta sér ekki tíma hjá félagsráðgjafa „Þetta er ósýnilegur hópur að mörgu leyti. Þau eru að væflast um borgina og þeir sem eru hávaðasamastir lenda upp á kant við lög- in. Þetta eru krakkar sem byrja oftast að rápa á milli vina, gista hér og þar, fara aftur heim, en þau sækja sífellt oftar út á göt- urnar,“ segir Mummi. „Ég er sjálfur þannig krakki, og það var allt til alls heima hjá mér.“ Mummi segir að það verði að vera til at- hvarf fyrir unglinga og spyr: „Hvert fer 13-14 ára unglingur sem er að flýja heimilisofbeldi, hvort sem um er að ræða andlegt eða lík- amlegt? Unglingur sem hefur það svo slæmt hringir ekki í þjónustulínu hverfismiðstöðvar og pantar sér tíma hjá félagsráðgjafa.“ Það sem helst háir málstað Mumma er Mikil þörf fyrir neyð- arathvarf skortur á upplýsingum. Engar nýlegar stað- festar upplýsingar eru til um hversu mörg börn eru í þessum aðstæðum og myndu nýta sér athvarfið. Hins vegar er auðvelt að bera hugmynd Mumma saman við Rauðakross- húsið sem starfrækt var frá 1985-2004. Þar var flest árin mikil eftirspurn eftir fáum plássum og gafst starfið afar vel. Sextán pláss á 30 milljónir króna Mummi leggur áherslu á að athvarfið verði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. „Þessir krakkar taka ekki strætó eða leigubíl á nóttunni upp í eitthvert athvarf í Grafarvogi. Þau koma alltaf í miðborgina.“ Í kostnaðaráætlun er lagt upp með að sveit- arfélögin, frá Akranesi og til Keflavíkur, deili með sér kostnaðinum, þar sem Reykjavík myndi greiða hlutfallslega mest. Hann segir það ekki háar upphæðir sem sveitarfélögin þurfi að reiða af hendi, árlegur kostnaður við athvarfið myndi verða um 30 milljónir króna. Er þá miðað við að opið yrði allan sólarhring- inn og sextán pláss til reiðu. Í samtölum blaðamanns við menn í með- ferðargeiranum komu fram skiptar skoðanir um hugmynd Mumma. Meðal annars var bent á neyðarvistun Stuðla sem úrræði, aðrir ef- uðust um að ungmenni myndu nýta sér þessa þjónustu og enn aðrir efuðust um að börn í þessum aðstæðum væru yfirleitt til. Einn sagði hugmyndina góða en eflaust myndu sveitarfélögin vera treg til, enda erfitt að reka mál ofan í þau. Einhverjum sveit- arstjórnarmanninum þyrfti að detta þetta í hug. Unnið í samráði við foreldra Ekki þarf annað en að fylgjast nokkuð reglulega með vefmiðlum til að sjá tilkynn- ingar um týnd ungmenni. „Af hverju láta þessir krakkar ekki vita ef heimilið er svona gott? Af hverju gera krakkar þetta?“ segir Mummi. „Grunnpælingin er að ná sambandi við þessa krakka. Þetta eru utangarðsbörn. Þau eru út úr rammanum. Það er ekki hægt að giska á neinn fjölda krakka sem eru í þess- um aðstæðum og verður ekki hægt fyrr en at- hvarf verður opnað.“ Hann segir auk þess að unnið verði í góðu samráði við fjölskyldur barnanna og barna- verndarnefndir. Utangarðsbörnin í borginni Morgunblaðið/Eyþór Starfsemi Rauðakrosshússins var hætt 1. maí 2004, en þá hafði það verið athvarf fyrir unglinga í vanda frá árinu 1985. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum var sú ástæða gefin að gestakomum hefði fækkað verulega og önnur úrræði fyrir ungt fólk hefðu bæst við. Fyrrver- andi starfsmaður í athvarfinu segir það rangt, og að starfsmenn allir hafi verið afar ósáttir þegar starfseminni var hætt. „Húsið var dýrt í rekstri og kannski verið að sinna fáum einstaklingum í senn. En það var verið að sinna ein- staklingum á annan máta en stofn- anakerfið gerði. Við náðum betur til þeirra. Einnig var samstarfið við barna- verndarnefndir mjög gott og hvöttu barnaverndarfulltrúar ungmenni til að leita til okkar. Þeir voru mjög ánægðir með að geta vísað til okkar krökkum, ef málin voru þess eðlis,“ segir starfsmað- urinn sem vildi síður láta nafns getið. Til Rauðakrosshússins leituðu ung- mennin sjálfviljug, öfugt við t.d. neyð- arvistun á Stuðlum, og tengingin við starfsfólk var mjög góð. „Það var aldrei nema einn starfsmaður á nóttunni og um helgar, því að þessir krakkar voru ekki árásargjarnir.“ Hann segir að starfsmenn hafi gert skýrslu eftir að húsinu var lok- að þar sem fram kom óánægja með að- gerðirnar, enda hafi verið þörf á athvarf- inu. Skýrslunni hafi hins vegar verið stungið undir stól. Samskiptaörðugleikar ástæðan Í grein sem Haukur Hauksson og Eiríkur Örn Arnarson rituðu og birtist í Lækna- blaðinu árið 2003 var fjallað um ung- menni sem leituðu athvarfs í Rauða- krosshúsinu. Unnið var úr gögnum um 318 ungmenni, 12-21 árs, sem gistu í at- hvarfinu árin 1996-2000. Þar kom fram að samskiptaörðugleikar á heimilum voru helsta ástæðan fyrir komu ungmenn- anna. Meirihluti þeirra hafði jafnframt verið í tengslum við félagslegar stofn- anir. Eftirspurn fór ekki minnkandi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.