Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er þriðjudagur 26. ágúst, 239. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, held- ur þann sem sendi mig.“ (Jh. 12, 44.) Víkverji hefur ekki látið sig vantaá menningarnótt hafi hann á annað borð átt heimangengt. Einu sinni varði hann tíma sínum úti í Við- ey fjarri margmenni hátíðarinnar. Á laugardag var meginviðfangsefnið að skemmta ungu barnabarni. x x x Eftir að hafa hlustað á borgar-stjórann setja hátíðina og borgarskáldið lesa ljóðið þar sem Víkverji gat ekki annað skilið en skáldið fyndi að nafni hátíðarinnar, var farið að leita að leiktækjum handa snáðanum. Þau fundust ekki í fyrstu atrennu. En á Lindargötunni varð á vegi Víkverja hefðbundinn leikvöllur og naut snáðinn lífsins fjarri erli hátíðarinnar. x x x Það er ótrúlegt hvað miðbærinngetur verið kyrrlátur. Innan um gamlar byggingarnar er eins og menn færist nokkra áratugi aftur í tímann ef þeir láta ekki útsýnið trufla minningarnar. Göturnar eru þröngar, lítil umferð bifreiða og ákveðin kyrrð yfir öllu. Eftir að hafa notið lífsins á leik- vellinum var haldið upp í Hallgríms- kirkju og numið þar staðar um stund. Þaðan hélt Víkverji út í slag- viðrið og ók heim í strætisvagni, en það er ein af uppáhaldsskemmt- unum litla snáðans. x x x Það gaf auga leið að ekki var fariðá Miklatúnið til þess að njóta tónleikanna enda er Víkverji dagsins lítill poppmaður. En viti menn. Eftir að Víkverji hafði skipst á orðum við nokkra bloggara rölti hann inn í stofu og kveikti á útvarpinu. Stillti hann á rás 2. Þá stóðu sem hæst tón- leikar Nýdanskrar og verður að segja hverja sögu sem er að hjartað tók kipp. Mörg laganna voru hríf- andi, flutningurinn sannfærandi og ýmsir textarnir allvel ortir. Nokkru síðar gladdi flugeldasýn- ingin augu og eyru flestra sem búa á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Keflavík Árdís Eva fæddist 15. júlí kl. 7.49. Hún vó 15 merkur og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Lilja Hrafndís Maríudóttir og Halldór Jóhannsson. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 sóps, 4 lipur, 7 bogin, 8 krók, 9 skyggni, 11 dugleg, 13 forboð, 14 heldur, 15 fíkniefni, 17 yfirhöfn, 20 liðamót, 22 talar, 23 haldast, 24 kvenfugl- inn, 25 blómið. Lóðrétt | 1 dinguls, 2 náði í, 3 mjó gata, 4 gleðskapur, 5 snjókoma, 6 leiktækið, 10 skortur- inn, 12 sundfugl, 13 stjórnpallur, 15 skán, 16 gutls, 18 skeiðtölts, 19 skyldmennið, 20 fall, 21 borðar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 undanhald, 8 getið, 9 örgum, 10 nýr, 11 senna, 13 tærir, 15 leggs, 18 strók, 21 vik, 22 byssa, 23 akkur, 24 knattleik. Lóðrétt: 2 nýtin, 3 auðna, 4 hjört, 5 lýgur, 6 uggs, 7 smár, 12 nag, 14 ætt, 15 labb, 16 gisin, 17 svart, 18 skafl, 19 rakti, 20 kurl. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is STAÐAN kom upp í stórmeistara- flokki skákhátíðarinnar í Olomouc í Tékklandi sem lauk fyrir skömmu. Svíinn Nils Grandelius (2366) hafði hvítt gegn íslenska stórmeistaran- um Hannesi Hlífari Stefánssyni (2566). 34. Be5! Df7 svartur hefði orðið mát eftir 34… Bxe5 35. Hd8#. 35. Da8+ Kg7 36. Bxf6+ Kxf6 37. Dd8+ De7 38. Hd6+ Kf7 39. Hd7 hvítur vinnur nú drottn- ingu svarts og nokkru síðar skák- ina. 39…Hb1+ 40. Bf1 Hxf1+ 41. Kg2 Hg1+ 42. Kh3 Dxd7 43. Dxd7+ Kf6 44. Dc6+ Kf7 45. Db7+ Kf8 46. Db8+ Ke7 47. Da7+ Ke8 48. Dg7 Hc1 49. Dxg6+ Kd8 50. Dxf5 Rg1+ 51. Kg2 Rf3 52. Dxe4 Re1+ 53. Kh3 c4 54. Dd5+ Kc7 55. Dc5+ Kd7 56. e4 c3 57. De3 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þriðja og fimmta hæsta. Norður ♠D74 ♥D84 ♦ÁG3 ♣KG103 Vestur Austur ♠K9632 ♠ÁG10 ♥53 ♥92 ♦9854 ♦K1062 ♣76 ♣Á952 Suður ♠85 ♥ÁKG1076 ♦D7 ♣D84 Suður spilar 4♥. Frá upphafi bridstímans (1925) hafa menn spilað út „fjórða hæsta“ gegn grandsamningum. Lengi vel var sama aðferð viðhöfð gegn trompi, en svo kom að tímamótum í kringum 1960, þegar framsæknir spilarar fóru að prófa sig áfram með svokölluð journalist-útspil, sem Jeff Rubens, annar ritstjóra The Bridge World, var einkum í forsvari fyrir. Skemmst er frá því að segja að þriðja/fimmta-reglan reyndist betur gegn litarsamningum og hefur verið mikið notuð síðan. Í spilinu að ofan kemur vestur út með ♠2 og austur fær slaginn á tíuna. Austur reiknar með að útspilið sé frá fimmlit og spilar því spaðagosa í öðrum slag yfir á kóng makkers. Vestur skilur til hvers er ætl- ast og skiptir yfir tígul. Þannig nær vörnin í fjórða slaginn á ♦K áður en sagnhafi fríar laufið. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Himintunglin gefa í skyn að í dag sé rétti dagurinn til þess að auka lífsgæði sín. Það lukkast hugsanlega með því að sjá hlutina í öðru ljósi í huga sér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Sál nautsins er eirðarlaus. Eitthvað bærist undir yfirborðinu sem þú áttar þig ekki fyllilega á. Þú veist að ef þú heldur áfram að vera á ferðinni finnurðu svarið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú situr uppi með sjálfan þig, til viðbótar við þá sem þú kýst að vera sam- vistum við. Vertu eins og manneskjan sem þú vilt eyða ævinni með. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vertu á varðbergi gagnvart vinum eða fjölskyldu sem á í deilum. Forðaðu þér, þó að þig blóðlangi til þess að leggja eitthvað til málanna. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Reiðin er ekki neikvætt afl ef hún er nýtt á jákvæðan hátt, eins og listir eða líkamsrækt sem kemur þér á flug á framabrautinni. Ástvinir hringja í kvöld. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Að hugsa langt fram í tímann gerir þig ekki íhaldssaman, heldur raunsæjan. Þú tekur ótrúlega skynsamlegar ákvarð- anir í dag ef þú hugsar til langs tíma. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Einhver sem trúir á þig segir þér hversu sérstök þú sért og er til í að létta af þér byrðunum – er hægt að biðja um meira? Ef þú ert svona lánsöm, skaltu halda upp á það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einungis þeir sem reyna við erfið verkefni eiga fyllilega eftir að meta dirfsku þína núna. Ekki taka það nærri þér ef aðrir gera það ekki. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það væru mistök af þinni hálfu að leita að einhverjum til að halda uppi fjörinu, því þú ert sá sem ýtir undir hlát- ur og svall um þessar mundir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Settu þig í samband við ein- hvern sem gegndi þýðingarmiklu hlut- verki í þroska þínum – hvort sem um er að ræða píanótíma eða fyrrverandi ástvin. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Tilhneiging þín til þess að dreyma dagdrauma verður þér til happs. Haltu áfram að hugsa um það sem kemur á morgun. Hugmyndir sem virðast lifa sjálfstæðu lífi öðlast eigið líf. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hreinsaðu til á yfirborðsflötum í kringum þig og fyrst þú ert byrjaður skaltu skrúbba þá svo þú sjáir hvað er eftir ógert. Það mun renna upp fyrir þér ljós. Stjörnuspá Holiday Mathis 26. ágúst 1950 Vegurinn um Óshlíð, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, var vígður við hátíðlega at- höfn. „Sérstæð og erfið vega- framkvæmd um hrikalegt landslag,“ sagði Morgun- blaðið. 26. ágúst 1984 Keppt var í fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoni, alþjóð- legu maraþonhlaupi. Sigurður P. Sigmundsson sigraði í maraþonhlaupi karla og Leslie Watson í kvennaflokki. Þátttakendur voru 214 en síð- ustu ár hafa yfir tíu þúsund tekið þátt. 26. ágúst 1991 Ísland stofnaði fyrst ríkja formlega til stjórnmálasam- bands við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Ritað var undir yfir- lýsingu um sambandið í Höfða. Í kjölfarið viðurkenndu aðrar þjóðir þessi ríki. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Sólveig Guð- finna Stígsdóttir Sæland, Máva- hrauni 25, Hafn- arfirði, er áttræð í dag 26. ágúst. Hún heldur upp á afmælisdaginn með fjölskyldu og vinum. 80 ára Svavar Sigur- jónsson verður sjötugur í dag 26. ágúst. Af því til- efni tekur hann á móti vinum og vandamönnum í Oddfellowhús- inu, Vonarstræti 10, frá kl. 18. 70 ára SJÓNVARPS- og útvarpsmaðurinn, leikarinn og húsasmiðurinn Gunnlaugur Helgason fagnar í dag að eigin sögn 25 ára afmæli sínu. Gunnlaugur hyggst ekki gera mikið úr deginum en reiknar með að halda minniháttar kökuboð fyrir útvalda. Þá stendur til að halda garðveislu um helgina. Gunnlaugur hefur að undanförnu unnið við sjón- varpsþáttinn Hæðina en þar kemur húsasmiðs- menntunin sér vel. Þessa dagana má segja að Gunnlaugur hafi vinnuna með sér heim því hann stendur í ströngu við að endurnýja heimili sitt, „brjóta niður veggi og hreinsa allt út.“ Þá segir hann leiklistarmenntunina koma sér vel; „Er maður ekki alltaf að leika? Lífið er leikhús og öll höfum við okkar hlutverk,“ segir afmælisbarnið fram úr hófi spekingslega. Milli vinnu, barna og framkvæmda heima við gefst Gunnlaugi ekki mikill tími fyrir áhugamál. Þó nefnir hann ferðalög og fjölskylduna en hann hefur farið nokkuð út á land með sínum nánustu í sumar. „En ég búinn að prófa allt, ég hef verið á skíðum, seglbrettum og í golfi.“ Gunnlaugi þykir ekki mikið til áfangans koma og er þeirrar skoð- unar að í heilu tugunum felist stærri tímamót. Auk þess hafi hann náð 25 ára aldri að minnsta kosti einu sinni áður. „Aðalmunurinn er sá að tíminn líður miklu hraðar en síðast þegar ég var 25 ára, þetta er hætt að vera fyndið!“ skulias@mbl.is Gunnlaugur Helgason 45 ára „Hætt að vera fyndið“ ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.