Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 15 ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is YFIR 50.000 gestir hafa flykkst til Denver til flokksþings bandaríska Demókrataflokksins sem hófst í gær og stendur fram á fimmtudag. Á þinginu munu flokksfulltrúar demó- krata staðfesta útnefningu Baracks Obama sem forsetaefnis flokksins. Flokksþingið er talið gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir Obama til að bæta stöðu sína og skýra helstu áhersluatriði og málaflokka fyrir áframhald baráttunnar gegn repú- blikanum John McCain fyrir forseta- kosningar í nóvember. Frambjóðendur beggja flokka munu reyna að ná óákveðnum almennum kjósendum á sitt band á flokksþing- unum, en stór hluti bandarískra kjósenda byrjar fyrst að fylgjast með framboðsmálum í gegnum fréttir af þingunum. Samkvæmt nýrri könnun ABC og Washington Post sögðu tveir þriðju hlutar kjósenda að flokksþingin yrðu þeim mikilvæg hjálpartæki við ákvarðanatökuna. Stuðningsmenn Hillary ósáttir Mikill fjöldi stuðningsmanna Hillary Clinton hefur ekki enn snúist á sveif með Obama en barátta þeirra um útnefningu var löng og jöfn. Fjöldi stuðningsmanna Clinton virð- ist ósáttur og segir að hún hafi verið sniðgengin þegar Obama íhugaði möguleg varaforsetaefni og valdi að lokum Joseph Biden. Samkvæmt nýrri könnun Gallup og USA Today sögðust 47% stuðn- ingsmanna Clinton styðja Obama heilshugar, 23% sögðust hins vegar styðja hann en gætu skipt um skoð- un fyrir kosningar. Enn hyggjast 30% stuðningsmanna Hillary Clinton styðja repúblikanann John McCain, einhvern annan frambjóðanda, eða jafnvel alls engan. Ólíklegt þykir að Obama nái að vinna svo stóran hluta stuðningsmanna Hillary Clinton á sitt band fljótlega. Clinton, sem held- ur ræðu á þinginu í kvöld, er sögð munu hitta stuðningsmenn sína úr röðum flokksfulltrúanna á miðviku- dag. Þar muni hún sleppa takinu af stuðningsmönnum sínum, hvetja þá til að styðja Obama og staðfesta út- nefningu hans þá um kvöldið. Obama býr sig undir harðnandi baráttu Reuters Á ferð og flugi Obama mun gera hlé á ferðalögum sínum til að taka við út- nefningu Demókrataflokksins og ávarpa flokksþingið á fimmtudagskvöld. KAÞÓLSKUR prestur á Ítalíu segist vera að skipuleggja fyrstu fegurðar- samkeppni nunna í heim- inum. Presturinn Antonio Rungi segir að sam- keppnin eigi að hefjast á vefsetri hans í september. Hann hefur beðið nunnur að senda myndir af sér og segir að netverjar eigi að velja sigurvegarann. „Nunnur eru fyrst og fremst kon- ur og fegurð er gjöf frá Guði,“ hafði ítalska dagblaðið Corriere della Sera eftir klerkinum. Hann lagði áherslu á að ekki væri ætlast til þess að nunnurnar væru í baðföt- um. bogi@mbl.is Fegurðarsam- keppni nunna skipulögð Fengu fegurðina að gjöf frá Guði. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SAMSTEYPUSTJÓRN Pakistans sprakk í gær þegar flokkur Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráð- herra, gekk úr stjórninni vegna ágreinings um hvenær skipa ætti að nýju 60 dómara sem Pervez Mushar- raf, fyrrverandi forseti, vék frá. Flokkur Sharifs, næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, hafði gefið stjórninni frest, sem rann út í gær, til að skipa dómarana að nýju. Þjóðarflokkur Pakistans, stærsti flokkur landsins, sagði hins vegar að ekki væri hægt að gera það strax vegna ýmissa „hindrana“ en áréttaði að hann hygðist standa við það loforð sitt að skipa dómarana að nýju. Flokkurinn er nú undir forystu Asifs Zardaris, ekkils Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pak- istans, sem var myrt í desember. Stjórnin getur haldið velli Þjóðarflokkur Pakistans óttast að verði allir dómararnir skipaðir í dómstólana að nýju kunni þeir að ógilda sakaruppgjöf sem greiddi fyr- ir því að Zardari og Bhutto sneru aft- ur til Pakistans úr útlegð í fyrra. Það gæti síðan orðið til þess að Zardari yrði sóttur til saka fyrir spillingu. Þjóðarflokkur Pakistans er með nógu marga bandamenn á þinginu til að stjórnin geti haldið velli án flokks Sharifs. Nokkrir stjórnmálaskýr- endur sögðu þó að erfitt yrði fyrir Þjóðarflokkinn að stjórna landinu með Sharif í stjórnarandstöðu. Aðrir töldu að brotthvarf flokks Sharifs úr stjórninni þýddi að Þjóð- arflokkur Pakistans gæti treyst sig í sessi sem valdaflokkur og einbeitt sér að því að takast á við vandamálin, svo sem efnahagslægð og hættuna sem stafar af íslömskum ofstækisöfl- um. Nær 100 manns biðu bana í sprengjutilræðum talibana í vikunni sem leið. Deila um dómara sprengdi samsteypustjórn Pakistans Ekkill Bhutto tregur til að skipa dómara að nýju af ótta við að hann verði saksóttur Í HNOTSKURN » Flokkur Nawaz Sharifshefur valið fyrrverandi forseta hæstaréttar Pakistans sem forsetaefni sitt í kosning- um á þingi landsins og héraðs- þingum 6. september. » Áður hafði Þjóðarflokk-urinn tilkynnt að Zardari, leiðtogi hans, yrði í framboði í kosningunum. Flokkarnir höfðu samþykkt að minnka völd forsetans. RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær tillögu um að viðurkenna sjálf- stæði Georgíuhéraðanna Suður- Ossetíu og Abkasíu. Niðurstaðan telst þó ekki lögfest fyrr en Dimítrí Medvedev Rússlandsforseti hefur staðfest hana. Staðfesti forsetinn til- löguna verður Rússland fyrsti með- limur SÞ til að viðurkenna sjálfstæði héraðanna. Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, brást við samþykkt rúss- neska þingsins með því að segja hernað Rússa í Georgíu ólöglegan: „Hann er ekki hægt að réttlæta fremur en innrás Stalíns í Finnland eða hernám nasista í Evrópu.“ Leiðtogar Abkasíu og Suður- Ossetíu ávörpuðu þingið áður en kosningin fór fram og hvöttu þingmenn til að styðja tillöguna. „Þetta er sögu- legur dagur fyrir Abkasíu […] og Suður-Ossetíu,“ sagði Bagapsh, leiðtogi Abkasíu og bætti við að Abkasía yrði aldrei aftur hluti af Georgíu. Medvedev hefur ekki gefið upp hvort hann muni styðja tillöguna en hefur áður sagt að Rússar styðji vilja yfirvalda í héruðunum. jmv@mbl.is Styður sjálfstæði S-Osseta og Abkasa Dímítrí Medvedev Rússneska þingið þrýstir á Medvedev Hver verður áherslan á þinginu? Lögð verður áhersla á að skýra áherslur Obama enn frekar. Búist er við að mælendur þingsins muni sækja hart að John McCain. Það þóttu mistök á flokksþinginu árið 2004, þegar John Kerry var í fram- boði, er bann var lagt við því að fara út í gagnrýni eða samanburð við frambjóðanda repúblikana, George W. Bush. Um hvað verður rætt? Aðstoðarmenn Obama segja að litið verði til ársins 1992 þegar Bill Clin- ton þótti nýta sér flokksþingið af- bragðsvel til að ræða spurningar sem höfðu vaknað um einkalíf hans og hvað hann myndi taka sér fyrir hendur sem forseti. Síðustu vikur hafa þótt Obama erfiðar og and- stæðingarnir úr búðum Johns Mc- Cain hafa sótt hart að honum. S&S ÍSRAELAR slepptu í gær 198 pal- estínskum föngum til að sýna Mah- mud Abbas, forseta Palestínu- manna, samstarfsvilja. Nokkrum klukkustundum síðar kom Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Ísraels í átjándu heimsókn sína á tveimur árum til að beita sér fyrir friðarviðræðum. Fangarnir fóru fyrst til Ramall- ah á Vesturbakkanum, þar sem þúsundir manna fögnuðu þeim, áð- ur en þeir héldu til heimabæja sinna. Aron Björn Kristinsson, sjálf- boðaliði á Vesturbakkanum, var í Nablus þegar fangarnir, sem komu þaðan, sneru heim við mikinn fögn- uð heimamanna. „Fólk með fána, kafíur, fyllti torgið og fagnaði ákaft þegar bílalestin kom. Menn og konur föðmuðust og kysstust, hlógu og grétu, enda tilfinninga- þrungin stund. Samstaðan var mik- il og fögnuðurinn fór vel fram,“ segir Aron Björn. Á meðal fanganna voru Hussam Khader, formaður nefndar sem berst fyrir rétti palestínskra flótta- manna, og Said Al-Atabeh, sem var dæmdur fyrir að verða ísraelskri konu að bana og sat í fangelsi í 32 ár, lengur en nokkur annar palest- ínskur fangi í Ísrael. Ljósmynd/Aron Björn Kristinsson Frjáls Hussam Khader fagnað í Nablus eftir að Ísraelar slepptu honum. Ísraelar sleppa nær 200 föngum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.