Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eiga stjórn-málamennog emb- ættismenn að þiggja gjafir og fyrirgreiðslu frá fyrirtækjum? Hvar liggja mörk eðlilegra samskipta og hagsmunaárekstra? Eiga kjörnir fulltrúar að þiggja boð í laxveiði eða á knattspyrnu- leiki í útlöndum? Ýmis álita- mál hafa komið upp í þessum efnum og nýlegar fréttir af laxveiðiferð, þar sem stjórn- málamenn voru boðnir, eru aðeins eitt dæmi af mörgum. Siðareglur hafa verið settar víða í nágrannalöndunum. Markmiðið er að draga úr spillingu og auka trúverðug- leika. Í opnu samfélagi þurfa hagsmunatengsl að liggja fyr- ir og hægt verður að vera að rekja hvernig ákvarðanir eru teknar þegar mikið er í húfi. Skýrar siðareglur eru ekki fjötrar, heldur leiðarljós fyrir stjórnmála- og embættis- menn. Með slíkum reglum verður líka auðveldara að segja nei við boði án þess að móðga þann sem býður, svo dæmi sé tekið. Trúverðugleikinn er fjör- egg stjórnmálamannsins. Glati hann trúverðugleikanum stendur lítið eftir. Það er ekki tilviljun að í lok ársins 2006 voru samþykkt lög um fjárframlög stjórnmála- samtaka og til stjórnmála- starfsemi með það að mark- miði að draga úr hættunni á hags- munaárekstrum og auka gagnsæi. Í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks segir að á kjör- tímabilinu verði „ráðherrum, alþingismönnum og stjórn- sýslu ríkisins settar siða- reglur“. Ekkert bólar á þeim enn, en eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag safnar starfshópur forsætisráðherra nú gögnum til að semja slíkar reglur og er búist við að hann skili af sér í upphafi næsta árs. Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn, leiddi gerð siða- reglna fyrir kjörna borgarfulltrúa. Þessar reglur hafa þrisvar verið lagðar fyrir borgarráð, en ekki verið stað- festar enn. Flestir hafa innbyggðan barómeter, sem segir þeim muninn á réttu og röngu; sið- ferðiskennd. Gráu svæðin má reyndar víða finna, en með siðareglum má afmá vafa, þótt vitaskuld sé aldrei hægt að gera ráð fyrir öllum hugs- anlegum möguleikum í slíkum reglum. Ríkisstjórnin hefur boðað siðareglur. Hjá borg- arráði bíða siðareglur stað- festingar. Slíkar reglur eru í allra þágu og því fyrr, sem þær verða settar, þeim mun betra. Beðið eftir boðuðum siðareglum hjá ríki og borg } Gjafir og hagsmunir Almenningimunu á næstu mánuðum bjóðast rafræn skilríki, sem hægt verður að nota til að undirrita ýmis skjöl og sækja um þjónustu sveitarfélaga og fyrirtækja. Skilríkin munu spara sporin og draga úr skriffinnsku og umstangi í stofnunum. Eins og fram kemur í máli Bergsveins Þórarinssonar, framkvæmdastjóra innleið- ingar rafrænna skilríkja, mun fólk geta notað þau til að und- irrita ýmis bindandi skjöl og eyðublöð. Tilraunir hafa verið gerðar um notkun kortsins og hafa skattyfirvöld notað þau og Tryggingastofnun er að hefjast handa. Sömuleiðis eiga þessi skilríki að vera gerð samkvæmt Evrópusam- þykktum og -stöðlum þannig að þau gildi milli landamæra. Þetta hljómar allt mjög vel og vissulega til fyrirmyndar að auðvelda eigi almenningi lífið. Hins vegar vekur spurn- ingar með hvaða hætti þetta er gert. Skilríkin verða nefnilega aðgengileg á de- betkortum. Skil- ríkin hafa verið unnin í samstarfi fjár- málaráðuneytisins fyrir hönd ríkisins og Auðkennis fyrir hönd banka og sparisjóða. Með þessum hætti eru ný raf- ræn skilríki tengd banka- viðskiptum einstaklinga. Ein- staklingur getur því ekki fengið rafræn skilríki nema eiga debetkort. Hvað á þá sá einstaklingur að gera, sem ekki er með de- betkort og hefur ekki áhuga á að nota slíkt kort? Það er ekk- ert athugavert við að bjóða upp á að rafræn skilríki verði á debetkortum, en það er ekki hægt að gera það að skilyrði. Hér er gott mál á ferðinni, en framkvæmdinni ætlar að verða ábótavant. Opinber skilríki hafa hingað til ekki verið tengd viðskiptum við fyrirtæki. Er ástæða til að svo verði nú? Opinber skilríki hafa hingað til ekki verið tengd viðskiptum við fyrirtæki} Skilríki með skilyrðum G röndalshús stendur enn á sínum stað, en það mun fara. Á horni Vesturgötu og Norðurstígs á að rísa bílastæðahús, nema hvað. Enn eitt klúðrið í skipulagsmálum Reykjavíkur. En spurningin er hvert Gröndalshús fer. Lengi stóð til að flytja húsið í Árbæjarsafn. Það má aldrei verða. Hús sem þangað fara deyja. Þau verða að safngripum. Árbæjarsafn er húsakirkjugarður. Það er vitnisburður um mis- heppnaða tilraun til þess að halda lífi í menn- ingarverðmætum og sögu. Ef húsin sem þar eru eiga að öðlast nýtt líf þarf að flytja þau aft- ur inn í borg og bæi þar sem eitthvert líf er fyr- ir. Þar þurfa þau að fá nýtt hlutverk. Það var satt að segja mikill léttir að lesa í Morgunblaðinu á miðvikudaginn ummæli Mar- grétar Þormar, arkitekts hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, sem sýndu þennan sama skilning á Árbæjarsafni. Hún sagði að því markmiði að hafa lifandi starfsemi í Gröndalshúsi yrði augljóslega ekki náð með því að flytja það í Árbæjarsafn. Hún lagði áherslu á að húsinu yrði að bjarga. Eina leiðin til þess að bjarga Gröndalshúsi er að halda lífi í því. Uppi hafa verið hugmyndir um að flytja það í Gjótaþorpið en þær hafa strandað á mótmælum íbúa. Mál- ið liggur nú hjá skipulagsráði borgarinnar. Borgarráð virðist bíða niðurstöðu þess til að geta tekið ákvörðun. Grjótaþorp er augljóslega mjög góður kostur, sennilega næstbesti kosturinn. Húsinu hafði verið valinn staður hjá brunasárinu í Grjótaþorpi þar sem Glasgowhöllin stóð í Fischersundi en hún var í eigu bróður skáldsins, Egils. Þar kom Gröndal oft, bæði til að skemmta sér og öðrum. Þaðan er stutt að Vesturgötu 16. Í tíð Gröndals stóð hús hans við fjörukambinn. Hann þurfti því ekki að fara langt til að afla sér sýnishorna í náttúrugripasafn sitt sem var hið fyrsta á land- inu. Annar ágætur kostur er að flytja húsið að Vesturgötu 24. Þar hefur staðið brunasár í rúman áratug og ekki virðist standa til að hefja neinar framkvæmdir á næstunni. Lóðin er í eigu einkaaðila en borginni yrði vart skota- skuld úr því að festa kaup á henni. Hús Grön- dals myndi fara vel á lóðinni með jafnaldra sér við hlið. Rúmt yrði um húsið. Það væri jafnvel hægt að láta það standa innarlega í lóðinni eins og það gerði á sínum upprunalega stað. Gröndalshús er og verður eins konar prófsteinn á það hversu mikla virðingu borgaryfirvöld bera fyrir fortíðinni og sögunni. Sem betur fer virðast fleiri og fleiri á þeirri skoðun að Árbæjarsafn sé ekki góður kostur. En ekki er ólíklegt að það eigi eftir að kosta borgina óþægindi og jafnvel talsvert fjármagn að koma þessu sögufræga húsi til bjargar. Vonandi stenst borgin prófið. Það væri vont að hafna manni sem orti: Reykjavík í veraldarkrík,/voldug ertu og fögur!/Hvergi eru ríki heims þér lík,/herma það allar sögur. throstur@mbl.is Þröstur Helgason Pistill Gröndalshús er prófsteinn Hungraður björn í leit að fornri frægð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is S tefið hefur verið leikið svo oft að það hefur orðið að viðteknum sannindum, eða hér um bil: Rússland er aftur orðið að stórveldi og olíuauðurinn, sem flæðir nú um allar hirslur Moskvuborgar, gert valdhöfunum kleift að vígvæðast og greiða niður erlendar skuldir miklu mun hraðar en ráð var fyrir gert. Varast skyldi að túlka þróun mála í austurvegi á þennan veg. Veruleik- inn er miklu flóknari og það yfir- bragð auðsins sem glæsibyggingum er ætlað að ljá Moskvuborg fremur gagnsær huliðshjúpur þeirra gíf- urlegu vandamála sem hvarvetna blasa við í rússnesku þjóðlífi. Byrjum á heilbrigðismálum. Við fall Sovétríkjanna 1991 voru allir innviðir rússnesks samfélags í molum. Framúrskarandi vísinda- menn gátu ekki stundað rannsóknir vegna aðstöðuleysis og allur bún- aður til lækninga í mörgum tilvikum áratugum á eftir því sem best gerð- ist í vestrænum ríkjum. Og þótt tryggja ætti öllum aðgang að heil- brigðisþjónustu fækkar Rússum um allt að 800.000 á ári (þetta er ekki prentvilla), eða sem nemur ríflega íbúafjölda Danmerkur það sem af er þessum áratug. Á sama tíma fjölgaði Bandaríkjamönnum um 30 milljónir. Margt skýrir fólksfækkunina. Kynslóðin sem ólst upp við perest- rojka Míkhaíls Gorbatsjovs á níunda áratugnum þekkir vel þá nauð að hafa hvorki til hnífs né skeiðar og ekki bætir úr sök að fjöldi karla sem eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða mælist víða í tugum prósenta. Áratugum eftir Vesturlöndum Margir þættir heilbrigðisþjónust- unnar eru áratugum á eftir því sem best gerist á Vesturlöndum og óvíða skortir á sjálfsögð meðferðarúræði, svo sem gagnvart þolendum heim- ilis- og kynferðisofbeldis. Ófáum dætrum Moskvuborgar sem ólust upp á munaðarleysingjahælum var vísað á götuna á fimmtánda afmæl- isdeginum. Margar hafa ekki þolað við til sextán ára aldurs. Raunar hefur ástandið víða verið svo slæmt að mælt hefur verið með því að mæður taki ekki þátt í hjálparstörfum fyrir munaðarlaus börn, af því að þær þoli ekki að upp- lifa þá eymd sem fyrirfinnst á munaðarleysingjahælunum. Þetta er sá veruleiki sem kirfilega er sneitt hjá í heimsóknum erlendra gesta, rétt eins og á tímum Sovétríkjanna. Tífalt smærri en Bandaríkin Þrá margra Rússa eftir stöðug- leika kemur ekki á óvart. Fyrir áratug misstu ófáir aleiguna þegar gengi rúblunnar hrundi. Síðan hefur hagvöxturinn verið í kringum sjö prósentin að meðaltali og Rússar hagnast gífurlega af hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu. Þrátt fyrir allan olíugróðann er rússneska hagkerfið engu að síður smátt í samanburði við það banda- ríska, sem er tífalt stærra. Herinn hefur einnig úr mun minna fé að spila: Bandaríkjamenn verja sjöfalt meira fé til varnarmála en Rússar. Einhæfni rússneska hagkerfisins er augljós veikleiki og vitna áhrif ol- íuverðslækkanna að undanförnu á gengi rússneskra hlutabréfa um það hversu háð hagkerfið er olíunni, svo ekki sé minnst á gasið, sem gegnir lykilhlutverki í orkubúskap margra Evrópuríkja. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að olían fer þverrandi og verður að teljast afar ólíklegt að hægt verði að viðhalda tæplega tíu milljóna tunna olíuvinnslu á dag. Og ef sú spá Valerí Krjúkov, ráð- gjafa stjórnvalda í olíumálum, reyn- ist rétt að vinnslan muni að óbreyttu dala eftir nokkur ár má ljóst vera að grynnka mun í hirslum stjórnarliða. Morgunblaðið/Baldur Arnarson Við Rauða torgið Kommúnistar af eldri kynslóðinni koma saman í Moskvu. Bak við nýfenginn auð í höfuðborginni leynast gífurleg félagsleg vandamál. RÚSSNESKI gasrisinn Gazprom hefur verið fyrirferðarmikill á orkumarkaðnum á síðustu miss- erum og umsvif hans þótt til vitnis um aukinn slagkraft Rússa á al- þjóðavettvangi. Svo gæti hins vegar farið að Evrópusambandið gripi til aðgerða gegn einokunartilburðum fyrirtæk- isins, sem seilst hefur í evrópsku dreifikerfin, að sögn Kurt Volker, sendiherra Bandaríkjanna hjá Atl- antshafsbandalaginu, NATO, sem minnir á aðgerðir Bandaríkja- stjórnar gegn einokunartilburðum Microsoft. Forsetaframbjóðandinn John McCain hefur lagt til að tekið verði til skoðunar að vísa Rússum úr G8, samtökum átta helstu iðnríkja heims, vegna framferðis þeirra í ut- anríkismálum. Spurður um tillög- una segir Volker að í ljósi atburða síðustu missera sé eðlilegt að end- urmeta stöðu Rússa í slíkum sam- tökum. En aðild Rússa að G8 er þeim mikið keppikefli, enda að eig- in mati til vitnis um áhrif landsins. EINOKUN GAZPROM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.