Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 34
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is STRÆTÓBÍLSTJÓRI með fullan vagn af fólki nauðhemlar svo að allir farþegarnir lenda í einni kös á gólfinu. Hópknús! æpir bílstjórinn aftur í vagninn og hefur svo upp raust sína í laginu „Áfram, áfram, áfram bílstjórinn“ með bros á vör á meðan farþegarnir liggja með skelfingarsvip aftur í vagninum. Þetta er sögu- þráðurinn í einni af myndasögunum sem Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hefur gert fyrir Strætó. Eldri borgarar eru oft í aðalhlutverki í myndasögum hennar og það gildir líka um aug- lýsingarnar. „Ég dett alltaf inn í eitthvað gömlukallagrín, en ég stend samt ekkert úti á götu og bendi á gamalt fólk og hlæ að því,“ seg- ir Lóa. Gömlukallagrín Lóu  Teiknar myndasögur fyrir Strætó og er með bók í fullri lengd í smíðum  Lá í MAD-blöðum og bókunum um Viggó viðutan sem krakki Morgunblaðið/hag Fjölhæf Lóa Hjálmtýsdóttir gerir myndasögur, er annar stofnenda FM Belfast og myndskreytir barnabækur. Lóa er enginn nýgræðingur í myndasagna- gerð, hún hefur fengist við hana meðfram öðr- um verkefnum síðan hún útskrifaðist úr LHÍ fyrir fimm árum. „Ég fór á fyrsta myndasög- unámskeiðið sem var haldið í Myndlistaskóla Reykjavíkur,“ segir Lóa. Áhugann má þó rekja lengra aftur, því þegar hún var lítil lá hún í MAD-blöðum pabba síns og bókunum um Viggó viðutan. Allt nema ofurhetjur Lóa les ennþá myndasögur og er næstum því alæta á þær. „Ég les í rauninni allt nema ofur- hetjusögur. Ég bjó úti í Stokkhólmi fyrir nokkr- um árum og þar eru þeir með teiknimynda- sögusafn. Þar datt ég inn á allar konurnar, ég hafði aldrei pælt í því, en fram að því hafði ég bara lesið karlhöfunda. Þá þræddi ég mig í gegnum fullt af myndasögum eftir konur eins og Renee French og Aline Kominsky Crumb.“ Á leið í tónleikaferðalag Auk þess að búa til myndasögur er Lóa í hljómsveitinni FM Belfast sem er að gera plötu og er á leiðinni í tónleikaferðalag um Mið- Evrópu í september. Lóa myndskreytir líka barnabækur og vinnur á veitingahúsi í hjáverk- um. Tíminn sem hún hefur til þess að skrifa og teikna myndasögur er því af skornum skammti. „Ég er að reyna að semja langa sögu, heila bók, en ég hef ekki haft tíma fyrir það ennþá. Mig langar að skrifa sögu sem er ekki nein brand- arabók, heldur eins og skáldsaga í myndasögu- formi. Það er svo oft litið á þetta bara sem skrípó, því að hér heitir þetta allt saman myndasögur.“ Allt þetta olli því að nú eru sleipiefni bönnuð í gangaslag … 36 » reykjavíkreykjavík  Brasilíska gít- arhetjan Thiago Trinsi sem búsett- ur er á Ólafsfirði og sagt var frá í Morgunblaðinu á föstudaginn er nú kominn í sjöunda sæti í gítarkeppn- inni Get Your Wings Shredder Search sem fer fram á netinu, en um 550 gítarleikarar víðs vegar að úr heiminum taka þátt í keppninni. Thiago var í 19. sæti þegar greinin birtist, og því má ætla að Íslend- ingar hafi verið duglegir að kjósa kappann eftir að hafa séð umfjöll- unina í Morgunblaðinu. En betur má ef duga skal og eru lesendur því hvattir til þess að kjósa kappann á toppinn – nú duga engin silfurverð- laun. Heimasíða keppninnar er deanguitars.com/shredder. Koma svo! Brasilíski Íslending- urinn bætir við sig  Síðasta sólóplata Ragnheiðar Gröndal heitir Þjóðlög, plata sem kom út árið 2006. Að sögn bróður Ragnheiðar, Hauks Gröndals, verð- ur farið aftur af stað með það verk- efni í vetur, þá í formi tónleika- sveitar. Plata er ekkert endilega í spilunum, þó að loku sé ekki fyrir það skotið. „Við erum í raun að endurvekja þetta í annari mynd,“ segir Haukur. „Við erum búin að fá slagverksleik- ara og gítarleikara til liðs við okkur og ætlum að takast á við þennan arf með öðru sniði en heyrist á plöt- unni.“ Ragnheiður hóf vinnu við nýja sólópötu á síðasta ári með Guð- mundi Kristni Jónssyni, Kidda Hjálm, en sú vinna virðist hafa dott- ið upp fyrir. Þar var um frumsamið efni að ræða. Ragnheiður ku þá vera í hljóðveri nú um stundir að vinna plötu en upplýsingar um hvernig plötu og hvenær hún komi út liggja ekki fyrir. Gröndal aftur í þjóðlögin LÓA nefnir nokkrar myndasögur sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni og eiga það sameiginlegt að vera skrifaðar af konum.  Fun Home: A Family Tragi- comic eftir Al- ison Bechdel.  Cinderalla og Hansel and Gretel eftir Junko Miz- uno.  Marbles in my Under- pants og The Ticking eftir Renée French.  Blue Monday eftir Chynna Clugston.  My New York Diary eftir Julie Doucet.  Need More Love: A Graphic Memoir sjálfsævisaga Aline Kominsky Crumb. Í uppáhaldi Cinderalla Need More Love  Og meira af væntanlegum plötum því hljómsveitirnar góðkunnu Jeff Who? og Motion Boys munu senda frá sér plötur á sama tíma í byrj- un október. Fyrrnefnda sveitin sendir þá frá sér sína aðra plötu, en Motion Boys sína fyrstu. Mikill vinskapur er á milli meðlima sveitanna, og því verður blóðug barátta um hylli plötukaupenda að teljast ólíkleg. Samstiga sveitir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.