Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Barnagæsla Get tekið börn í gæslu frá kl. 07:45- 16:15. Býð upp á heitan mat í hádeginu. Uppl. veitir María í síma 588 4088 og gsm 847 1478, einnig er hægt að senda fyrirspurn á mariasol1012@hotmail.com Bækur Enska með gátum og skrýtlum Skemmtilegar verkefnabækur handa byrjendum í enskunámi. Pantanir: barnabokautgafan@hive.is eða í síma 862 2077. Dýrahald Svartir og dökkgulir labrador- hvolpar til sölu. Allar nánari upplýsingar á: www.pointinglab.tk. Gisting Íbúð til leigu í Kaupmannahöfn Íbúð fullbúin húsgögnum, svefnpláss fyrir 4. Verðdæmi, 4500 DKK fyrir vik- una. Hafið samband: michael@har- toft-nielsen.com eða 822 4841. Heilsa GRUNNNÁMSKEIÐ Í EFT (Emotional Freedom Techniques) Námskeið verða: Helgarnar 13.–14. sept., 4 –5. okt, 1.–2. nóv. í Rvk., 11.–12. okt. á Ísafirði. EFT er árangursrík leið til sjálfsstyrk- ingar. Hentar leikum sem lærðum sem vilja styrkja og vinna að betri líðan hjá sér og öðrum. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT www.theta.is. sími 694 5494. Heimilistæki SOS Þvottavél óskast Vinkonu mína, sem er einstæð 5 barna móðir, bráðvantar mjög ódýra en góða þvottavél, gamla vélin henn- ar er ónýt og hún verður að þvo allt í höndunum. Er einhver þarna sem getur hjálpað henni? Uppl. trausti@best.is Hljóðfæri Píanó til sölu Euterpe píanó til sölu. Í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 861 3121. Húsnæði í boði 2 íbúðir / herbergi til leigu í 101 Rvk. 125 fm, 5 herbergja íbúð/skrif- stofa til leigu. Hin íbúðin er 80 fm, 3 herbergja íbúð. Líka með herbergi til leigu. Húsgögn fylgja. Uppl. í síma 587 2292 / 692 2991. Til leigu í Bjallavaði 1-3 110 Rvík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bíl- geymsla og lyfta í húsinu. Langtíma- leigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Til leigu í Hafnarfirði Ný 105,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2 hæð. Glæsileg íbúð í alla staði. Þvottahús og geymsla inn í íbúð, bílastæði í bíla- kjallara. Sjá www.leigulidar.is - s: 517-3440 Húsnæði óskast 26 ára heiðarleg námsmær óskar eftir að leigja 2 herb. eða stúdíóíbúð nálægt Háskóla Íslands eða í 101 Rvk. Greiðslugeta 55-65 þús. S: 660 5727 eða bog4@hi.is Er reglusöm og skilvísum greiðslum heitið. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýlegt, steypt 76 fm endabil með kaffistofu, wc, 3 fasa rafmagn, stórt malbikað plan, stór iðnaðarhurð ásamt venjulegri hurð, hátt til lofts, bjart og snyrtilegt. Leigist á 85 þús. plús vsk., rafm. og hiti. Uppl. í síma 862 2505 - 892 4608. Sumarhús Glæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Heitur pottur. Upplýsingar í síma 841 0265. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Til sölu Nýkomnir vandaðir dömu götuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum gúmmísóla. Sérlega mjúkir og þægi- legir. Margar gerðir og litir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 8.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur Gámur óskast Einangraður 40 ft gámur óskast 85 km í Grímsnes. Tilboð helst með flutningi. 899-6480. www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Bílar Toyota árg. '95 ek. 173 þús. km Toyota Corolla 5 dyra. Skoðaður '09, smurður reglulega og gott viðhald. Skipt um tímareim í 120 þúsund km. Verð 120.000. Upplýsingar í síma: 822 3539. Íbúð í Njarðvík Íbúð í Njarðvík, öll nýtekin í gegn, mjög flott íbúð, ca. 60 fm og er ásett verð 12,4, áhvíl. 10 m, til í að taka bíl/hjól upp í. Sími 695 2015. Atvinnuhúsnæði í Sandgerði Gott iðnaðarhús í Sandgerði 224 fm (stutt í álverið), góð lofthæð, 2 inn- keyrsludyr, stór lóð, verð 15,9. Áhvílandi gott lán. Til í að taka bíl/hjól upp í. Sími 695 2015. Bílavörur Dekk til sölu! 4 stykki negld og míkróskorin 33" dekk á felgum sex gata til sölu á 60.þ. Upplýsingar í síma 863-9902. Mótorhjól Húsviðhald Ertu leið á eldhúsinu? breytum og bætum. Upplýsingar í s: 899- 9825. Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. Þjónustuauglýsingar 5691100 Spangarlaus en þétt aðhald í CD skálum á kr. 2.950,- Spangarlaug, teygjanlegur og mjúkur í DE skálum á kr. 2.950,- Spangarlaus í BCD skálum á kr. 2.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Til leigu snyrtileg stúdíóíbúð í góðu hverfi í Grafarvogi. Aðgangur að þvottahúsi og þurrkara. Sími: 696 0288. s8920287@simnet.is Bréf til eldri bridsspilara Einn af velunnurum blaðsins og þáttarins, Stefán Friðbjarnarson, sendi okkur eftirfarandi klausu: Eftir hlýtt og fréttaríkt sumar horfa margir, einkum „heldri borg- arar“, til fjölþætts félagslífs, sem haust- og vetrarmánuðir bjóða upp á. Stjórn Bridsdeildar FEBK í Gullsmára í Kópavogi hefur þær fréttir að færa eldri bridsurum á höfuðborgarsvæðinu að vetrarstarf deildarinnar hefst mánudaginn 1. september í félagsheimilinu Gull- smára kl. 13.00 með tvímenningi. Spilað verður alla mánu- og fimmtudaga í vetur. Mæting og skráning rétt fyrir kl. 13.00. Björt húsakynni og gott andrúmsloft. Stjórnandi verður sem fyrr Ólafur Lárusson. Tölvuútreikningur og úrslit birt á skjá eftir hverja um- ferð. Allir eldri borgarar eru hjartalega velkomnir. Vel verður tekið á móti öllum nýliðum. Stjórn Bridsdeildar FEBK hvet- ur allt eldra áhugafólk um þessa vinsælu hugaríþrótt, bridsinn, til að mæta í Gullsmárann í haust og vetur. Verið öll hjartanlega vel- komin mánudaginn 1. september og alla mánu- og fimmtudaga vetr- armánuðina. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 21. ágúst. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 261 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 257 Oddur Halldórss – Magnús Oddss. 239 Árangur A-V Tómas Sigurjónss. – Auðunn Guðmss. 254 Björn E. Péturss – Hilmar Valdimarss. 243 Oddur Jónsson – Stefán Ólafsson 234 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 22 ágúst var spilað á 11 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 257 Ólafur Ingvarss. – Ármann Lárusson 239 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 234 A/V Stefán Ólafsson – Oddur Jónsson 256 Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 249 Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 247 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.ismælalaust verið sett á nám og störf á þeim vettvangi, áhuginn mikill og hæfileikarnir ótvíræðir. En að þeirra tíma tíðaranda var ekki hægt að lifa af músík og lauk hann námi í húsgagna- bólstrun og varð sú iðn hans dagvinna alla starfsævina en tónlistin átti alltaf allar hans frístundir. Var starfi hans bæði við hljóðfærakennslu, undirleik, útsetningar og hljómplötugerð mikill. Kynni mín af þeim Dísu og Kalla hófust þegar sonur minn Lúðvík Börkur fór að gera hosur sínar græn- ar fyrir einkadóttur þeirra, Gauju Sigríði (sem ber nöfn fóstrunnar og móðurinnar ungu, en Guðríður Sig- ríður fannst þeim hjónum heldur stirðbusalegt). Stúlkan er svo reynd- ar gjarnan kölluð Didda. Búskapur þeirra Diddu og Barkar var lengst af erlendis. Fyrst í Tromsö og síðar í París. Margar ferðir vorum við Jón búin að fara heim til Dísu og Kalla á Fálkagötuna þegar ýmist þau eða við höfðum verið í heimsókn hjá ungu hjónunum. Voru þá skoðaðar myndir, sagðar fréttir og frægðarsög- ur af barnabörnunum, hlegið og spjallað. Þau hjón Dísa og Kalli höfðu ekki verið mikið í ferðalögum um æv- ina og nutu vel þessara ferða, sérlega hafði Kalli gaman af að ferðast um Noreg. Í vor hitti ég Kalla minn síðast heima hjá dóttur hans, var minni hans þá nokkuð farið að gefa sig en Nor- egsferðirnar voru ljóslifandi í minn- ingunni. Þegar hann sagðist muna eitthvað frá Tromsö „eins og það hefði gerst í gær“ brostu barnabörnin, því það var nú einmitt það sem gerðist í gær sem farið var í óminnishítina. Við kveðjum í dag grandvaran sómamann sem af samviskusemi sinnti sínum verkum og hugsaði um sitt fólk. Lítillátur fyrir sjálfan sig, dagfarsprúður og vandaður til orðs og æðis. Kalli var óvenju trúhneigður mað- ur og ræktaði sína trú. Vonandi verð- ur honum að trú sinni því þá á hann vísa góða heimkomu. Ég sé hann nú reyndar ekki fyrir mér við hörpuleik en annað mál með harmónikkuna og e.t.v. raular Jón minn (eða syngur við raust) með honum t.d. „Suður um höf- in...“ og þá hafa þeir það aftur gaman saman, afarnir. Elsku Dísa mín, þinn mikli sálar- styrkur og þín góða og glaða lund hjálpar þér vonandi á þessum erfiðu tímum eftirsjár og saknaðar. Ég votta allri fjölskyldu Karls Adolfssonar mína innilegustu samúð. Guðrún Jónsdóttir. Gutta sinn á ný og eiga fagnaðarfundi við þá sem áður eru gengnir. Ég þekki einn í þeim hópi sem hefur tekið honum fagnandi. Dísu, Diddu og öðr- um aðstandendum votta ég samúð mína. Börkur. Ekki þekkti ég hann Kalla þegar hann var hljómsveitargæi og sjarmör á Norðurlandi, spilandi á nikkuna og sjálfsagt þau hljóðfæri sem í boði voru og haldandi uppi stuðinu á sveitaböll- unum og vissulega líka í höfuðstaðn- um Akureyri. En þá kynntist hún Dísa frá Húsavík honum Kalla, heill- aðist og sá ekki aðra unga menn eftir það. Það var hans mikla gæfa. Sam- vistir þeirra hafa nú varað í 60 ár. Karl Adolfsson var ekki fæddur með silfurskeið í munni, sonur heilsu- lítillar ungrar móður og föður sem ekki bar gæfu til að hlynna að þessum syni sínum. Við fráfall móður sinnar var Kalli ungur tekinn í fóstur af frænku sinni Guðríði, alltaf kallaðri Gauju, og þar ólst hann upp og naut hlýju og góðvildar. Tónlistarhæfileikar Kalla komu fljótt í ljós og í dag hefði stefnan tví- Karl Adolfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.