Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 18
Mér finnst gaman að lesabækur og lærði bók-menntafræði í Tókýó.Ég kann hins vegar ekki að skapa, hef aldrei kunnað að skrifa sögur eða neitt slíkt svo það lá beinast við að fara að þýða,“ segir Akiko Haji, japanskur bókmennta- fræðingur og þýðandi íslenskra bók- mennta. „Mig langaði að gera eitt- hvað sem ekki margir gera og ég hafði ekki orðið vör við þýðingar á ís- lenskum bókmenntum í Japan. Ég átti íslenska pennavinkonu og hafði mikinn áhuga á norrænum bók- menntum og má því segja að það tvennt hafi dregið mig til Íslands,“ segir Akiko. Akiko líkar búsetan á Íslandi vel en hún hefur búið hér í áratug. „Fyrsta árið var erfiðast en síðan hefur dvölin orðið betri og betri.“ Hún segir lítið samfélag Íslands gera það að verkum að auðvelt sé að komast í samband við rithöfunda. „Þegar ég hef áhuga á að þýða bók hef ég einfaldlega hringt í höfund hennar. Allir sem ég hef hringt í hingað til hafa leyft mér að þýða bækurnar sínar með ánægju.“ Skugga-Baldur á japönsku í vinnslu Akiko þarf þó líklegast ekki að hafa fyrir verkefnunum þegar fram líða stundir því nú þegar eru rithöf- undar byrjaðir að hafa samband við hana. „Ég er núna að vinna í þýðingu á Skugga-Baldri en Sjón bað mig um að þýða hana. Skugga-Baldur er afar erfið bók að þýða, hún er skrifuð á nokkuð flókinni íslensku og í sögunni býr svo margþættur skilningur sem er erfitt að endurspegla á japönsku.“ Akiko segir vanda þýðinga milli þessara tveggja ólíku tungumála margþættan. „Í íslensku eru til dæmis mörg lýs- ingarorð yfir svipaða hluti. Ég get nefnt orð eins og mjög, rosalega, gíf- urlega, býsna, feikilega og afar. Jap- anskan er ekki með svo mörg lýsing- arorð.“ Nú þegar prýða bækur á borð við Bláa hnöttinn, Dimmalimm og Blómin á þakinu japanskar bóka- verslanir, þökk sé þessum metn- aðarfulla þýðanda. „Íslenskar barnabækur eru heillandi, þær hafa einfaldan en sterkan söguþráð og búa yfir mjög djúpum boðskap,“ segir Akiko og bætir við að uppáhaldsbókin sín sé Blíðfinnur eftir Þorvald Þor- steinsson og hefur hún að sjálfsögðu þýtt söguna. „Ég er búin að þýða um tuttugu barnabækur og íslenskar þjóðsögur,“ segir Akiko sem hefur mikið dálæti á þjóðsögum og ævin- týrum. „Mig langar að kynna ís- lenskar þjóðsögur fyrir japönskum lesendum en þjóðsögur og ævintýri eru mjög vinsælt lesefni. Ævintýrið um geiturnar þrjár er til dæmis ein mest lesna þjóðsagan í Japan,“ segir Akiko og sýnir mér sitt eintak af æv- intýrinu sem fyrst var gefin út 1965. Akiko á bók frá 115. útgáfu og hefur því sannarlega rist djúpt í japanska þjóðarsál. „Draumur minn er að þýða sögu sem verður svona vinsæl,“ segir Akiko og hlær. Íslenskar bókmenntir vandaðar Akiko útskrifaðist úr íslensku- námi fyrir erlenda stúdenta í vor en auk þess að þýða vinnur hún á elli- heimilinu Grund. „Þýðingastarfinu fylgir svo mikil einvera að það er nauðsynlegt að komast út á meðal fólks líka. Það er því voðalega gott að koma á Grund nokkrum sinnum í viku og njóta félagsskaparins sem þar er,“ segir Akiko sem var valin starfsmaður mánaðarins í júlí á Grund. Akiko segist reyna að fara tvisvar á ári til Japans og gengur þá á milli útgefenda og reynir að koma þýð- ingum sínum á framfæri. Hún segir íslenska höfunda þurfa að vera dug- legri að kynna sig. „Mér finnst ís- lenskir höfundar skrifa mjög vand- aðar sögur sem gætu náð til margra lesenda. En þeir eru ekki nógu dug- legir að kynna verkin sín erlendis.“ Hún er sannfærð um að með betri kynningu gætu íslenskar bók- menntir náð mun meiri útbreiðslu. „Sem dæmi varð sýning á myndum eftir myndlistarmanninn Brian Pilk- ington í Tókýó til þess að salan á Blómunum á þakinu jókst til muna.“ Akiko á sér háleita drauma. „Stefnan mín er að halda áfram að þýða góðar bókmenntir og draumur minn er að eiga metsölubók sem síð- ar verður að teiknimynd í Japan,“ segir þessi metnaðarfulli þýðandi að lokum. gudrunhulda@mbl.is Dreymir um að íslenskt skáldverk verði að japanskri teiknimynd Morgunblaðið/G.Rúnar Þýðandi Akiko Haji, sem hefur verið búsett hér í áratug, er iðin við að þýða íslenskar barnabækur, þjóðsögur og ævintýri. Hún er í hlutastarfi við umönnun á elliheimilinu Grund og væntanlega grunar fæst heimilisfólk að eftir hana liggi þýð- ingar á tuttugu íslenskum skáldverkum yfir á jap- önsku. Guðrún Hulda Pálsdóttir ræddi við bók- menntafræðinginn Akiko Haji, sem er iðin við að kynna íslenskar bók- menntir í Japan og dreym- ir um að eiga þýðingu á íslenskri metsölubók sem síðan rati yfir á japanskt teiknimyndaform. Í japanskan búning Dimmalimm, Blái Hnötturinn og Blómin á þakinu. Íslenskir höfundar eru ekki nógu duglegir að kynna verkin sín erlendis. |þriðjudagur|26. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf ÞEGAR fjölskylda vinnur að því að skipta út slæmum ávönum fyrir heilsusamlegri venjur er mikilvægt að skapa umhverfi sem styður markmiðin. Munið að besta leiðin til að fá börnin til að tileinka sér heilsusamlegar venjur er að vera góð fyr- irmynd. Gjörðir foreldranna skipta sköp- um. Foreldrar eru fyrirmyndir með því að borða næringarríkan mat og sleppa skyndibitum, borða sætindi aðeins við sér- stök tilefni, slökkva á stjónvarpinu og finna frekar aðra afþreyingu. Einnig með því að hreyfa ykkur daglega og vera já- kvæð. Hafið hollt á borðum Fyllið eldhúsið af ávöxtum, grænmeti og fjölkorna fæðu. Kastið gosdrykkjum, sykruðum mat og skyndibitum á dyr. Borðið heima Dragið úr skyndibitaleið- öngrum og veitingastaðaferðum. Eyðið frekar matmálstímum með fjölskyldunni. Hollar fyrirmyndir Morgunblaðið/G.Rúnar Af fullum krafti Látið reglulega hreyfingu vera hluta af daglegu lífi fjölskyldunnar. Þið getið prófað nýjar aðferðir við mat- reiðslu og lært saman að elda nýstárlega rétti. Munið þó að hafa skammtastærðir skynsamlegar. Hvetjið börnin til að vera með í verslunarleiðöngrum og taka þátt í matreiðslunni. Hreyfið ykkur daglega Látið reglulega hreyfingu vera hluta af daglegu lífi. Skipuleggið útiveru með fjölskyldunni sem inniheldur hreyfingu, t.d. göngutúra, sundlaugaferðir og hjólaferðir. Takið börnin með að þrífa bílinn og viðra hund- inn. Hvetjið börnin til að stunda íþróttir eða að hreyfa sig með vinum sínum. Takmarkið sjónvarpstíma Setjið sann- gjarnar reglur um tíma fyrir framan sjón- varp og tölvur, t.d. einn eða tvo klukku- tíma fyrir fjölskyldumeðlimi. Setjið blátt bann á að borða fyrir framan sjónvarp og tölvur. Athugið að foreldrar þurfa að fylgja reglum eins og börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.