Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir fæddist á Vatnsdals- hólum í Vestur- Húnavatnssýslu 13. júní 1939. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans hinn 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hólm- fríður Halldóra Magnúsdóttir, f. 23.11. 1915, d. 24.3. 1995, og Sigurður Halldórsson, f. 12.9. 1915, d. 21.7. 1980. Systkini Ingi- bjargar eru Guðrún, Guðlaug Pál- ína, Kristján, Maggý Stella, Hall- dór P., Jónína og Sverrir. Börn Ingibjargar eru Páll Hag- bert Guðlaugsson, f. 9.9. 1959, Íris Berglind Kjartansdóttir, f. 5.3. 1961, gift Júlíusi H. Jónssyni, Snæbjörn Aðils, f. 15.8. 1963, kvæntur Duangduean Thongs- anthiah, Ragnhildur H. Ólafs- dóttir, f. 24.5. 1965, Bjarki Þröstur Leifsson, f. 4.4. 1970, í sambúð með Önnu Björk Thongsanthiah, og Linda Mjöll Leifs- dóttir, f. 5.4. 1975, gift Joachim Fritz. Barnabörn Ingi- bjargar eru Bergur Pálsson, Ómar Páls- son, Sóley Eva Páls- dóttir, Inga Rós Júl- íusdóttir, Jóhanna Ýr Júlíusdóttir, Ar- on Þór Júlíusson, Anja Elísabet Snæbjörnsdóttir, Linda Andrea Mikaelsdóttir, Ingibjörg Sara Sævarsdóttir, Fjóla Bjarkadóttir, Anna Sóley Fritz og Glódís Mía Fritz. Barnabarnabarn hennar er Katrín Edda Guðlaugsdóttir, dótt- ir Ingu Rósar Júlíusdóttur. Ingibjörg verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mig langar að minnast móður minnar með örfáum orðum. Mamma var dugleg og vinnusöm kona sem sá alltaf til þess að börnin hefðu nóg mat á diskinum og heim- ili að koma til. Hún var elst af átta systkinum, flutti ung að heiman, hún eignaðist sex börn. Dugnaður, vinnusemi og myndarskapur mömmu kom meðal annars fram í að hún vann langan vinnudag og saumaði og prjónaði í vinnu sem frí- tíma. Sem barn áttaði maður sig ekki á hvað mamma þurfti að vinna mikið og af hverju, samt fannst mér mamma ótrúlega dugleg og tók ég hana til fyrirmyndar. Veganestið sem hún gaf var vinnusemi og dugnaður. Hún var skemmtileg, góður vinur og átti ráð undir rifi hverju. Það var hægt að ræða alla hluti við mömmu hvort sem umræð- an snerist um alvöru eða grín. Hún kunni að meta stríðni, hafði gaman af mannlífinu og var mikill húmor- isti. Vinátta okkar styrktist með ár- unum, mamma hjálpaði mér mikið með börnin mín og studdi mig í einu og öllu. Mamma reyndist börnun- um mínum góð amma og eiga stelp- urnar margar ljúfar minningar í farteskinu. Saman höfum við allar átt notalegar stundir sem eru okkar ómetanlegar, má þar m.a. nefna ferð til Ítalíu sumarið 2007. Við er- um virkilega þakklátar fyrir allar samverustundir sem mamma átti með okkur. Það var ánægjulegt að upplifa að á seinni árum fór mamma að gera meira fyrir sjálfa sig. Hún stundaði dans af fullum krafti sín síðustu ár og ferðaðist, en það átti hún virkilega skilið eftir að hafa al- ið upp sex börn og komið þeim til manns. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað lagt mitt af mörkum og stutt mömmu í veikindunum, sá tími er mér ómetanlegur. Mamma var hvíldinni fegin eftir fárra mánaða glímu við krabbamein, verð ég því að unna henni þess þótt söknuður- inn sé sár. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Ragnhildur Ólafsdóttir. Í janúar 2008 lagðist á Ingi- björgu hörð lungnabólga sem ekki virtist ætla að gefa sig þrátt fyrir ítrekaðar sýklalyfjameðferðir. Það kom svo í ljós hinn 16. apríl að skuggi reyndist vera á vinstra lunga Ingibjargar. Um var að ræða lungnakrabbamein. Skömmu seinna var ljóst, þar sem krabba- meinið hafði dreift sér, að ekki væri um neitt annað að ræða en líknandi meðferð. Var ferlinu svo hleypt af stað í lok apríl með lyfjameðferð. Ef til vill var það hreysti Ingibjarg- ar eftir dansinn í öll þessi ár eða já- kvæðnin og sposka brosið sem leiddi hana í gegnum þetta erfiða tímabil. En fyrst og fremst var það sáttfýsi Ingibjargar við lífið og til- veruna sem hughreysti hana. Það heillaði mig er hún fullyrti að þar sem hún hefði eignast sex heilbrigð börn og yndisleg barnabörn og fram til þessa aldrei þurft að glíma við nein veikindi, þá krefðist hún einskis annars. Allir sem virkilega þekkja Ingibjörgu sjá þar aftur traustu móðurina sem alltaf hefur borið hag annarra fyrir brjósti, allt- af haft góðan mat fyrir börnin sín, pönnukökur og kaffi fyrir vinina trúu. Stolt fyllir hjarta mitt er litið er til hugrekkis hennar í baráttunni við veikindi sín. Laxness sagðist einungis hafa góðan sitjanda en Ingibjörg var að sama skapi ósveigjanleg í atorku sinni á hlaup- unum. Hún hreinlega gafst aldrei upp og getur verið fyrirmynd margra er kemur að lífsgleði og já- kvæðni. Hún hunsaði niðurstöður sneiðmyndatöku er í ljós kom að lyfjameðferð hefði brugðist, og er æxlið virti engin landamæri virtist hún jafnvel hunsa það líka. Líklega vissi hún vel við hvað bjó, en hlífði aðstandendum og vinum sínum og kveinkaði sér þar með ekki til að verða engum til ama og óþæginda. Hjúkrunarkonurnar töluðu ósjald- an um það að þær skildu ekkert í því hversu sterk hún væri og áttu þær því í erfiðleikum með að stilla verkjalyfin hennar þar sem hún sagðist aldrei finna neitt til. Ætli lífið hafi ekki mótað hana Ingi- björgu og kennt henni að eftir skin og skúrir kemur regnboginn og að maður verður bara að vera vel klæddur og þrauka. Það gerði hún svo sannarlega dugnaðarkonan, hún þraukaði uns henni var veittur, eftir rúmlega þriggja mánaða strit, hinn verðskuldaði friður, athafna- sömu konunni sem ávallt var á hlaupum. Það er tómarúm og myrk- ur sem umlykur mig, en í hjarta mínu varðveiti ég ljósið, minn- inguna um ástkæra móður mína. Linda Mjöll Leifsdóttir. Það er sárt að kveðja góðan vin sem Ingibjörg Sigurðardóttir var mér. Fyrir einu ári hefði mig ekki órað fyrir því að Inga eins og hún var oftast kölluð yrði ekki meðal okkar í dag. Þá fékk ég tækifæri til að vinna með henni í fatasaumi sem var eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum. Hitt áhugamálið var dansinn sem Inga stundaði af kappi síðustu árin. Við slíkt tækifæri sá ég Ingu í fyrsta sinn. Ég tók strax eftir henni fyrir áberandi snyrtileg- an og smekklegan klæðnað. Þar fór kona sem kunni að klæða sig. Inga vakti eftirtekt hvar sem hún kom vegna glæsileika. Hún var samt hógvær og prúð kona sem kallaði ekki á athygli. Það var ekki hennar stíll. Á þessu eina ári sem kynni okkar Ingu stóðu urðum við trúnaðarvin- ir. Hún gaf mér stutta mynd af lífs- hlaupi sínu sem sannarlega var ekki dans á rósum. Inga hafði upplifað tímana tvenna. Ung flutti Inga úr sveitinni sinni á mölina. Hún fædd- ist ekki með silfurskeið í munni. Hún varð að vinna hörðum höndum til að koma börnum sínum sex á legg – og þá oft sem einstæð móðir. Inga varð fyrir þungum áföllum í lífinu sem margir hefðu kiknað und- an. En það var ekki hennar eigin- leiki. Hún var traust eins og klett- ur. Hún hafði þann eiginleika að taka lífinu með æðruleysi eins og það brotnaði á henni. Inga átti þó sínar góðu stundir á lífsleiðinni en þær hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Inga var heiðarleg, hreinskiptin, vinnusöm – og verklagin við hvað eina er hún tók sér fyrir hendur. Hún var ákveðin í skoðunum og stóð föst á sínu. Það var alveg sama hvað verkefnið var, lagfæring eða hönnun. Inga var ekki lengi að átta sig á hvernig bæst væri að afgreiða það. En skjótt skipast veður í lofti. Loksins þegar Inga virtist geta siglt á lygnum sjó og einbeitt sér að áhugamálum sínum kom reiðars- lagið. Á vordögum greindist Inga með krabbamein – illvígan sjúkdóm sem fáum tekst að sigra. Það kom í ljós að meinið var of langt gengið til að við yrði snúið þrátt fyrir hetju- lega baráttu til hinstu stundar. Barátta Ingu við veikindin var aðdáunarverð og æðruleysi hennar undir lokin sýndi glöggt styrk hennar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það er gulls ígildi að eiga góðan vin og minningin mun lifa. Ég kveð Ingu með þökk fyrir vináttu og hlýju sem aldrei gleymist. Með trega kveð ég góða vinkonu í dag. Við höfum nú lokið ferð okkar um þetta líf. Ástvinum hennar, börn- um, barnabörnum og systkinunum sendi ég samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Björn Blöndal. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig að kveðja mína góðu og tryggu vinkonu Ingu. Þakka þér, elsku Inga mín, fyrir þína vináttu og tryggð í minn garð. Það er svo erfitt að meðtaka það að þú sért farin. Við sem töl- uðum saman oft í viku og stundum daglega, svo ert þú horfin og eftir situr sorg, söknuður og tómleiki. En margs er að minnast, til dæm- is allra þeirra skemmtilegu og góðu stunda sem við áttum saman í dansi og samveru á ýmsum stöðum og ég veit að þín er sárt saknað af mörg- um þínum dansfélögum. Hver hefði trúað því fyrir örfáum mánuðum þegar þú varst á fullu í þínu áhugamáli, dansi, að þú værir nánast að kveðja. Ég held ég geti sagt það með sanni, að varla hafi ég kynnst á minni lífsleið duglegri og ósérhlífn- ari konu en þér, sem aldrei gafst upp og ekki varst þú að kvarta, á hverju sem gekk og víst er óhætt að segja, að þitt líf hafði ekki verið neinn dans á rósum. Lengi vel gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu veik þú varst, því þú varst svo sterk og svo æðrulaus, gerðir ekki mikið úr hlutunum, ég áttaði mig einn daginn í sumar, við vorum að tala saman í síma þegar þú þakkar mér fyrir vinátt- una og segir hvað hún hafi verið þér mikils virði, þá gerði ég mér grein fyrir því að þú varst kveðja. Elsku Inga mín, ég gæti skrifað langt mál um hvað þú varst frábær manneskja, en ég geymi það með sjálfri mér. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þinni fjölskyldu, börnum, barna- börnum, og barnabarnabarni þínu votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að geyma þau. Þín vinkona, Helena. Ingibjörg Sigurðardóttir Ég sá þig fyrst, elsku Maggi minn, þegar ég var að vinna í Tómstundabúðinni hjá föður mínum. Síð- an kynntumst við betur í gegnum Hildi systur þína og þá varð ekki aftur snúið, því það var ást við fyrstu kynni. Eftir þá miklu upp- lifun trúlofuðumst við ári síðar og Magnús Guðmundsson ✝ Magnús Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 26. ágúst 1949. Hann lést á Landspítal- anum 2. ágúst síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Laugarneskirkju 11. ágúst. læstum hjörtum okk- ar saman, ég þá að- eins 16 ára og þú tveimur árum eldri. Eftir góðan og yndis- legan tíma saman eignuðumst við síðar þrjú dásamleg börn og seinna bættust svo tvö yndisleg barna- börn í hópinn sem þú sást ekki sólina fyrir og þóttir óendanlega vænt um. Á þessum árum dvaldir þú löngum stundum úti á sjó og var þá ávallt einmanalegt án þín en vissan um að þú kæmir til baka gerði fjarvistirnar léttbærari. Eftir allan þennan góða tíma hélt ég að við myndum eyða allri ævinni saman en þá varst þú skyndilega tekinn frá mér. En ástin mín, þó að þú sért farinn lifir þú í minning- unni, elsku Maggi minn, og ég mun alltaf geyma þig í mínu hjarta. Þín að eilífu Þuríður. Kæri vinur minn Magnús. Ég er ekki sáttur við að þú sért farinn héðan. Ég átti góðan vin í þér og varst þú og fjölskylda þín alltaf tilbúin að bjóða mig velkominn um jól og áramót, eða í ferðalög, það skipti engu máli. Svo man ég eftir okkar góðu stundum úti á sjó. Þínum góða húmor og hvað þú varst góður kokkur. Kæri Maggi minn. Ég bið Guð að styrkja Þuríði og börnin. Þeirra missir er mikill. Þinn vinur, Pétur Gíslason. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA PETRÍNA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Háaleitisbraut 155, Reykjavík, lést á Droplaugastöðum föstudaginn 22. ágúst. Birna María Eggertsdóttir, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Ingigerður Eggertsdóttir, Unnur Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Hrefna Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Pétur Eggert Eggertsson, Sigurborg Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA INGIMARSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Valborg Svavarsdóttir, Haukur Valtýsson, Agnes Tulinius Svavarsdóttir, Ottó Tulinius, Guðmundur Þorsteinsson og ömmubörnin. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, ÓLAFUR Þ. HAFBERG fyrrverandi bifreiðastjóri, Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórarinn Hafberg, Ásthildur Halldórsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Þ. Hafberg, Leifur E. N. Karlsson, Engilbert Þ. Hafberg, Janina Hafberg, Krystyna Brzeziak og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.