Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 16
● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tilkynnti í gær
að vöxtum af útlánum sjóðsins yrði
haldið óbreyttum. Vextir af íbúðalána
með uppgreiðsluákvæði verða áfram
4,9% en 5,4% af íbúðalánum sem
eru án uppgreiðsluákvæðis.
Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs
byggist á niðurstöðu útboðs íbúða-
bréfa sem haldið var 22. ágúst síð-
astliðinn. Þá bárust gild tilboð að
nafnvirði 21 milljarður króna. Til-
boðum að virði fimm milljarðar króna
var tekið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði hefur sjóðurinn heim-
ild til að efna til eins útboðs í viðbót
á þessum ársfjórðungi. Fjöldi og um-
fang útboðanna fylgir að miklu leyti
eftirspurn eftir lánum sjóðsins, en
hún hefur verið töluverð undanfarna
mánuði eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum. halldorath@mbl.is
Sömu vextir hjá ÍLS
Ákvörðun Vextir ákvarðast í útboði.
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
BYR sparisjóður hagnaðist um 216
milljónir á fyrri helmingi ársins. Það
er 95% samdráttur frá 4,3 milljarða
króna hagnaði á sama tímabili í
fyrra. Þann hagnað mátti að miklu
leyti rekja til 4,2 milljarða króna
tekna af fjáreignum og -skuldum. Í
ár var jafnmikið tap af þessum þátt-
um rekstrarins.
Sé litið á afkomu sjóðsins fyrir
skatta var hins vegar þriggja millj-
arða króna tap, en á móti kom já-
kvæð tekjuskattsfærsla upp á 3,2
milljarða.
Hreinar vaxtatekjur fimmfölduð-
ust og námu 4,4 milljörðum en hrein-
ar rekstrartekjur minnkuðu milli ára
úr 6,7 milljörðum í 925 milljónir. Í til-
kynningu frá Byr segir að helsta
ástæða þess hve rekstrartekjurnar
dragist saman séu varúðarniður-
færslur á eignasafni sparisjóðsins.
Að stærstum hluta sé um óinnleyst
tap að ræða. Varúðarframlagið var í
ár aukið verulega til að mæta hugs-
anlegum útlánatöpum í ljósi versn-
andi efnahagsaðstæðna.
Eignir Byrs námu 226 milljörðum
króna á miðju ári, sem er 22,4%
aukning frá áramótum. Aukninguna
má helst rekja til sameiningar við
Sparisjóð Norðlendinga, verðbólgu
og veikingar krónunnar. Eiginfjár-
hlutfall er 23,5%. halldorath@mbl.is
„Óinnleyst tap“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Uppgjör Hreinar vaxtatekjur stóðu undir rekstrargjöldum og virðisrýrnun
útlána. Stefnt er að því að hagræðingar Byrs skili lægri rekstrarkostnaði.
Hagnaður og rekstrartekjur Byrs
minnkuðu verulega á fyrri árshelmingi
/
01
&
'#
(#)*+#, -./0#
0. 1
23 #"4
"
#
8 9
8
+ :
5
; ++ *
:
5
<=
:
& +
3<+5 4
>9
:
5
? 5. ; +
@ & +
,
-ABC
-
;
(
D'
&
E
5 3 /
8 98
F
8 9A
AGD
<+; +
DH
; 6
'
(*(
I*(
2
6
7
J
8J
3;:
3 5('
8
9
"#$%
&#'%
($#)&
*#%'
+&#&%
+'#((
+,#$&
$%*#%%
()#,%
*&#,%
)#"%
,#'&
,%#&%
(%)#%%
+$)%#%%
("&#%%
+&"#%%
(+#,%
(#(,
*#&%
)$'%#%%
#$ ## #
% &
'('')
'(*+)
'(*)
(,-)
'(.)
'(! )
'(!-)
'(".)
'(! )
'(" )
.('-)
'(*!)
'('')
.("-)
'(*!)
*,(*)
*( )
I & ( + ? 5- /$)$$$
!/)$$$$
!)/)$$
)"!$$%
%$$)!%
!)
)//%"L/
)$)%%"%
%)/%%L"L
!//$$$$
!1!/1!"
)!!"))L
!1""1
$
!)"L!""
)"%))L
)!L
$)))
LL$$$$
/7/"
7)1
%7!
17$L
!7L
!L7
!"7%$
%$17$$
)71
17L$
)7
"7L
"$7L$
$!7$$
!%!7$$
$7$$
!)7$
7"
)%!7$$
!$7$$
/7%L
7L
%7)
17!$
!7
!L7)$
!"7%
%!$7$$
)7"$
1/7)$
)7/"
"7)
"!7$$
$L7$$
!%$7$$
7$$
!/7$$
!7"$
7"
17$
)%%$7$$
!$7$
7$$
D'*
!
!
1
!
)
))
!
/
/
!
)
!
!
L
M (+
(
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
$1$$1
1$$1
1$$1
1$$1
!/%$$1
1$$1
/!$$%
)/$$1
1$$1
!L1$$1
%)$$1
8
8
C,N:
C,N
'+)
*&(
-%#'
-+#&
C,N
;;N
()"(
'+"
-(#&
-+#%
M FO
++)*"
()""
-(#+
-(#%
D-<
M8N
&&%"
"(,$
%#%
-%#$
C,N<!
C,N6L$
'(&$
,*+
-%#&
-+#(
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á
Íslandi lækkaði um 0,5% í gær og er
lokagildi hennar 4.257 stig. Við-
skipti í kauphöllinni námu tæpum
sjö milljörðum króna og þar af voru
viðskipti með hlutabréf fyrir 840
milljónir.
Mest lækkun varð á hlutabréfum
Century Aluminum, en þau lækkuðu
um 3,6%, og mest hækkun á bréfum
Atlantic Petroleum, en þau hækk-
uðu um 4,9%.
Gengi krónunnar veiktist um 1,3%
á gjaldeyrismarkaði í gær. Við upp-
haf viðskipta stóð gengisvísitalan í
156,70 stigum en í lok dags var hún
158,70 stig. Gengi Bandaríkjadals
er 82,4 krónur og evru 121,9 krónur.
gretar@mbl.is
Lækkun í kauphöllinni
● STARFSEMI JB byggingafélags
breytist í kjölfar eigendaskipta sem
urðu nýlega á INNOVA, móðurfélagi
JB og byggingafélagsins RIS.
„JB verður fyrst og fremst sölubat-
terí og þróunarfélag en RIS verður
áfram framleiðslufyrirtæki,“ segir
Þorgeir Jósefsson, forstjóri RIS. „Nú
er verið að flytja skrifstofur beggja
fyrirtækjanna í Garðabæ þótt JB
verði áfram með lögheimili í Kópa-
vogi.“
Þorgeir hefur starfað hjá RIS síðan
í ágúst og var í forsvari þeirra sem
keyptu allt hlutafé INNOVA af Eddu
Sólveigu Úlfarsdóttur. Kaupin voru
fjármögnuð í gegnum VBS fjárfest-
ingabanka, en kaupverðið er trún-
aðarmál. Óráðið er hver sest í for-
stjórastól INNOVA. halldorath@mbl.is
Breytt hlutverk JB
SEÐLABANKI Evrópu ætlar á
næstu vikum að tilkynna um breyt-
ingar á reglum varðandi viðskipti
fjármálafyrirtækja við bankann, að
því er fram kemur í frétt Bloom-
berg-fréttastofunnar. Er haft eftir
Yves Mersch, sem situr í stjórn
seðlabankans, að markmiðið sé að
koma í veg fyrir hættuna á því að
fjármálafyrirtæki misnoti reglur
sem gilda um lántökur fjármála-
fyrirtækja hjá seðlabankanum.
Segir í fréttinni að áhyggjur
starfsmanna seðlabankans hafi
aukist að undanförnu um að fjár-
málafyrirtæki hafi verið að notfæra
sér gloppur í reglum bankans. Telji
þeir meðal annars hættu á því að
bankar reyni að koma varhuga-
verðum skuldabréfum yfir á seðla-
bankann, en jafnframt að þeir verði
of háðir fjármögnun frá seðlabank-
anum.
Mersch segir að stjórn seðla-
bankans hafi rætt þessi mál í heild
og komið sér saman um tilteknar
breytingar á reglum bankans.
Breyttar reglur hér á landi
Frá því var greint í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins í síðustu viku að
stjórnendur Seðlabanka Íslands
hefðu breytt reglum bankans um
viðskipti fjármálafyrirtækja hér á
landi við bankann. Eiríkur Guðna-
son seðlabankastjóri sagði þá að
bankar hefðu farið að reglum seðla-
bankans en ástæða hefði þótt til að
yfirfara reglurnar í ljósi reynsl-
unnar og reglna og framkvæmd
þeirra í nágrannalöndunum.
gretar@mbl.is
Seðlabanki Evrópu
breytir lánareglum
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
DANSKI seðlabankinn tilkynnti síð-
astliðið sunnudagskvöld að hann
hefði yfirtekið Roskilde Bank, eða
Hróarskeldubanka, vegna slæmrar
fjárhagsstöðu hans. Vonar seðla-
bankinn að þessi aðgerð muni tak-
marka þau neikvæðu áhrif sem slæm
staða Roskilde muni hafa á danska
fjármálamarkaðinn, en hlutabréf á
markaðinum lækkuðu nokkuð í gær.
Roskilde Bank réð Danske Bank í
síðasta mánuði til að aðstoða við sölu
á bankanum. Þetta var gert að kröfu
seðlabankans, sem veitti Roskilde
neyðarlán í júlí að fjárhæð 750 millj-
ónir danskra króna. Bankinn hefur
orðið illa úti vegna stöðunnar á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum og
vegna lækkunar á fasteignaverði í
Danmörku, en Roskilde hefur verið
umsvifamikill á þeim markaði.
Engin tilboð í bankann
Í tilkynningu seðlabankans kemur
fram að endurskoðun á uppgjöri
Roskilde hafi leitt í ljós meira tap en
áður var talið, og að bankinn uppfylli
ekki kröfur um eiginfjárhlutfall.
Munu danski seðlabankinn ásamt
fjárfestum leggja til 4,5 milljarða
danskra króna til að auka eigið fé
Roskilde. Þá segir að þessi leið sé
farin því engin tilboð hafi borist í
Roskilde, hvorki frá erlendum né
innlendum aðilum.
Fram kemur í frétt á fréttavef
danska viðskiptablaðsins Børsen að
danski seðlabankinn greiði 37,5
milljarða danskra króna fyrir Ros-
kilde bankann. Rekstur hans muni
halda áfram í nýjum banka, sem þó
verður rekinn undir sama nafni.
Danska hagkerfið var það fyrsta í
Evrópu sem rann inn í formlegt
kreppuástand í apríl síðastliðnum en
svo er það skilgreint þegar sam-
dráttur verður í vergri landsfram-
leiðslu í tvo samhliða ársfjórðunga.
Erfiðleikar í Danmörku
Danski seðlabankinn yfirtekur Hróarskeldubanka Ætlunin er að reyna að
takmarka neikvæð áhrif af slæmri stöðu bankans á fjármálamarkaðinn í heild
Í HNOTSKURN
» Roskilde Bank hefur tap-að um einum milljarði
danskra króna mest vegna
lækkunar á fasteignaverði.
» Viðskipti með hlutabréfRoskilde í kauphöllinni
voru stöðvuð í gærmorgun en
þau hafa fallið um 75% það
sem af er þessu ári.
» Bankinn er tíundi stærstibanki Danmerkur, stofn-
aður árið 1884 og er með
höfuðstöðvar í Hróarskeldu.
● HAGNAÐUR byggðasamlagsins
Sorpu eftir skatta var nokkuð minni
á fyrri helmingi þessa árs en á sama
tímabili í fyrra. Hagnaður samlagsins
fyrir fjármagnsliði og afskriftir jókst
hins vegar töluvert milli ára.
Sorpa, sem annast meðhöndlun
úrgangs og er í eigu sjö sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu, hagnaðist
um tæpar 19 milljónir króna á fyrstu
sex mánuðum þessa árs eftir skatta
samanborið við tæpar 65 milljónir í
fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og
afskriftir nam hins vegar um 94 millj-
ónum í ár en um 45 milljónum í fyrra
og tvöfaldaðist því og vel það.
Rekstrartekjur samlagsins voru
tæplega einn milljarður króna og juk-
ust um 5% frá fyrra ári. Heildareignir í
lok júní síðastliðinn námu liðlega
1.900 milljónum. gretar@mb.is
Minni hagnaður Sorpu