Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gangsetti í gær nýja
endurvinnslu PET-Baltija í Ríga í Lettlandi. Fékk hún til þess góða aðstoð
frá Raimonds Vejonis, umhverfisráðherra Eistlands, og Maris Simanovics,
stjórnarformanni PET Baltija. Verksmiðjan, sem er að meirihluta í eigu
Gámaþjónustunnar, er stærsta verksmiðja sinnar tegundar í Eystrasalts-
löndunum og mun endurvinna plastflöskur, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu. Gangsetningin er eitt embættisverka Ingi-
bjargar Sólrúnar sem er í opinberri heimsókn í Lettlandi. Við opnunina
minnti utanríkisráðherra m.a. á þann fjölda íslenskra fyrirtækja sem starf-
ar nú í Lettlandi. Ingibjörg mun í dag funda með forseta landsins.
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Endurvinnsla í gang
„ÞAÐ hafa engar
þreifingar verið
og engin sam-
skipti af neinu
tagi,“ segir Bára
Hildur Jóhanns-
dóttir, formaður
kjaranefndar
ljósmæðra.
Fundað verður
klukkan 13 í dag
um launaleiðréttingu ljósmæðra, en
Bára segir stöðuna nákvæmlega þá
sömu nú og hún var fyrir verkfall í
síðustu viku, ekkert hafi heyrst frá
samninganefnd ríkisins í millitíðinni
og ljósmæður hviki hvergi frá sínum
kröfum. „Við teljum okkur hafa
teygt okkur eins langt og mögulegt
er. Auðvitað vonumst við eftir ein-
hverju útspili frá þeim, en við eigum
samt ekki von á því.“ Hún segir ljós-
mæður því búnar undir að hefja
verkfall að nýju á miðvikudag eins og
boðað hefur verið. unas@mbl.is
Búast við
verkfalli
að nýju
Fundað aftur í dag
um kjör ljósmæðra
Bára Hildur
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HELSTA orsök dauðsfalla ungs
fólks á aldrinum 15-24 ára í OECD
löndunum árið 2004 var umferð-
arslys. Af þeim sem létu lífið í um-
ferðarslysum í OECD löndunum var
hlutfall ungra ökumanna á milli 18
og 30%, en sami hópur þó ekki nema
9-13% af mannfjöldanum. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í skýrsl-
unni Ungir ökumenn – leiðin að ör-
yggi (e. Young drivers – Road to saf-
ety).
Á morgunverðarfundi Lýð-
heilsustöðvar, Slysavarnaráðs og
Umferðarráðs sem fram fer í dag
verða athyglisverðar niðurstöður úr
skýrslunni kynntar, en þær miða að
því að auka öryggi ungra ökumanna.
Meðal þeirra tillagna er að setja
ýmsar reglur fyrir yngsta aldurs-
hópinn, s.s. að banna akstur á kvöld-
in, nóttunni og um helgar, en þá eru
mörg slys ungra ökumanna skráð.
Einnig virðist slysum fjölga ef ungir
ökumenn eru með farþega á svip-
uðum aldri í bíl sínum. Því er einnig
stungið upp á því að takmarka slíkan
akstur.
Í skýrslunni er jafnframt komið
inn á tæknibúnað sem getur og hef-
ur komið í veg fyrir slys hjá ung-
mennum. Meðal annars er minnst á
hljóðmerki sem bíllinn gefur frá sér
séu bílbelti ekki notuð, en eins svo-
nefndan alkólás, sem ekki er eins al-
gengur. Samkvæmt skýrslunni verð-
ur of mikið af slysum vegna
ölvunaraksturs ungmenna, og of
mikið líkamstjón vegna ónógrar
notkunar bílbelta.
Þá er talið vænlegt að setja öku-
rita í bíla hjá ungmennum og jafnvel
hraðatakmarkanir.
Engin ein leið dugar til
Ljóst er að engin ein leið dugar til
að fækka umferðarslysum hjá
yngsta aldurshópnum. En besta
leiðin er að grípa til fjölþættra að-
gerða sem miðað er að þeim mörgu
áhættuþáttum sem eru til staðar.
Þar má nefna reynsluleysi auk
þeirra aðstæðna sem oftast leiða til
slysa, s.s. að aka undir áhrifum
áfengis og fíkniefna.
Áhættan mest
hjá ungu fólki
Umferðarslys voru helsta orsök dauðs-
falla ungs fólks innan OECD árið 2004
Morgunblaðið/Ómar
Hraðakstur Ungmenni eru gjörn á
að aka hratt í umferðinni.
Hverjir eru ræðumenn á
morgunverðarfundinum?
Karl V. Matthíasson, formaður um-
ferðarráðs, setur fundinn og Kristján
Möller, samgönguráðherra, flytur
ávarp.
Að því loknu tekur Divera Twisk,
sviðsstjóri rannsókna á mannlegri
hegðun hjá SWOV, við og á eftir
henni talar Willem Vlakveld rannsak-
andi hjá SWOV.
Holgeir Torp, verkefnastjóri ökunáms
hjá Umferðarstofu, er síðasti ræðu-
maður og fjallar um námskeið vegna
akstursbanns og árangur af því.
Hvað er SWOV?
SWOV er stofnun um umferðarrann-
sóknir í Leidschendam í Hollandi.
S&S
!" #
$
% %
# % &
' (
)
$ # % % '
+
$
,
'
* # &
, '% #
% * ---* * MAÐURINN
sem braust inn í
hús á Grettisgötu
í Reykjavík að-
faranótt laugar-
dags hefur verið
handtekinn. Hans
hefur verið leitað
síðan um helgina.
Hann komst
óséður inn í húsið
en húsráðendur
vöknuðu við ferðir hans og hröktu
hann á flótta.
Maðurinn er enn í haldi lögreglu,
að sögn Friðriks Smára Björgvins-
sonar, yfirlögregluþjóns hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Friðrik Smári staðfestir að mað-
urinn sé grunaður um að hafa framið
kynferðisbrot inni í húsinu áður en
komið var að honum. Fram hefur
komið að barn var meðal heimilis-
fólks, en ekki hafa fengist nánari
upplýsingar um hvað átti sér stað.
Braut gegn
heimilisfólki
Maðurinn var
handtekinn í gær.
MYNDSKREYTING á heimasíðu Ög-
mundar Jónassonar, þingflokksfor-
manns Vinstri grænna, hefur vakið
nokkra athygli, en þar skeytir hann
andliti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
heilbrigðisráðherra inn á mynd með
Moammar Gaddafi, Lýbíuforseta. Ög-
mundur segir Guðlaug og Gaddafi eiga
það sammerkt að þurfa ekki að færa
djúp rök fyrir afstöðu sinni þegar ráð-
ist er í breytingar á samfélaginu, og
vísar í nýja Sjúkratrygginga- og inn-
kaupastofnun á heilbrigðissviði. Ögmundur segir viðbrögð
við myndinni almennt góð frá þeim sem hafi húmor og
innsæi í hið pólitíska augnablik. Stöku sinnum verði hann
var við önuga lesendur. „Hinir eru miklu fleiri, sem kunna
að meta að lognmollunni sé blásið frá,“ segir Ögmundur
Aðpurður segist Guðlaugur Þór í gær hafa fengið sterk
viðbrögð frá fólki sem telur myndina óviðeigandi. „Að
spyrða mig saman við Gaddafi, sem er morðingi sem hefur
látið myrða konur og börn, það finnst mér ansi lágt lagst.
Mér finnst það mikið umhugsunarefni að formaður þing-
flokks stærsta stjórnarandstöðuflokksins sjái sóma sinn í
því að gera þetta,“ segir hann. Um gagnrýni Ögmundar í
pistlinum segir Guðlaugur af og frá að hann hafi veigrað
sér við umræðunni. Hann hafi haldið fundi um málið og
farið að óskum stjórnarandstöðu á þingi. Að hennar ósk sé
það klárað í haust en ekki sl. vor. „Menn hafa haft öll tæki-
færi til þess að ræða þetta einstaka mál.“ onundur@mbl.is
Guðlaugur settur á
mynd með Gaddafi
Ögmundur
Jónasson
Vinir? Ögmundur tekur ekki fram að myndin er tilbúin.