Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LEIKSKÓLAPLÁSS fyrir tugi barna í Hafnarfirði eru í uppnámi eft- ir að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi úr gildi leyfi fyrir staðsetningu og framkvæmdum við færanlegar kennslustofur við leikskólana Hvamm og Norðurberg. Anna Sigurborg Harðardóttir, leikskólastjóri Norðurbergs, segir að enn eigi eftir að taka inn 20 börn og óvissa ríki um hvort og hvenær þau komist inn. 31 barn til viðbótar, sem sé í leikskólanum, hafi átt að fara í þetta nýja húsnæði og öll starfsáætl- un hafi miðast við það. „Þau börn eru líka komin í óöruggt ástand,“ segir hún. Til stóð að taka nýja húsnæðið í notkun um næstu mánaðamót. Anna Sigurborg segir að reynt verði að finna lausn á vandanum, en það verði ekki auðvelt. „Þetta er ótrygg staða fyrir foreldra þessara 50 barna og að- allega þessara 20 barna sem ekki eru komin inn,“ segir hún. Rætt í fræðsluráði Á Hvammi var gert ráð fyrir 40 börnum í nýja húsnæðinu, en þar sem færa átti einhver þeirra úr því gamla vantar ekki pláss fyrir svo mörg börn. Ásta María Björnsdóttir, leik- skólastjóri, segir að málið sé mjög viðkvæmt og vill ekki tjá sig um það. Minnihlutinn tók málið upp á fundi í fræðsluráði í gær og í bókun hörm- uðu fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks ríkjandi ástand í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar. Þeir skoruðu á meirihluta Samfylkingarinnar að vinna úr mál- inu á grundvelli sátta og eins kom fram í bókuninni að fulltrúunum þætti miður að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda nágranna um- ræddra leikskóla svo komist hefði verið hjá kærum þeirra. „Framgang- ur málsins ber ekki vott um að meiri- hluti Samfylkingarinnar hafi raun- verulegt íbúalýðræði í Hafnarfirði að leiðarljósi,“ segir einnig í bókuninni. Tugir leik- skólaplássa í uppnámi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Færanlegu stofurnar í leikskólanum Hvammi. Í HNOTSKURN »Styr hefur staðið um fær-anlegar kennslustofur við leikskólana Hvamm og Norð- urberg í Hafnarfirði. »Fellt hefur verið úr gildileyfi fyrir staðsetningu stofanna. »Enn á eftir að taka inn 20börn á Norðurbergi og enn fleiri börn eru í óvissu. »Minnihlutinn í fræðsluráðiskorar á meirihlutann að ráða bót á málinu. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VINNSLULÍNA sem annast hreinsun jarð- hitagass með lífrænum hætti, verður sett upp við jarðgufuvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Rammasamningur þessa efnis á milli líftæknifyrirtækisins Prokatíns ehf. og Orkuveitunnar var undirritaður í gær. Gert er ráð fyrir að vinnslan hefjist næsta vor en við vinnsluna verða til hágæðaprótín sem nýta má í fóðurframleiðslu. Aðferðafræðin er sú að nota vetni og brenni- steinsvetni í gufunni frá jarðvarmaorkuverum sem orkugjafa við ræktun örvera. Slíkar örver- ur geta bundið koltvísýring andrúmsloftsins og nýtt hann til myndunar á lífmassa sem inni- heldur prótín. Þannig er unnt skv. upplýsing- um Prokatín að framleiða hágæða prótínmjöl úr örverum til ýmissa nota svo sem í fiskafóður og dýrafóður. „Við höfum mikla trú á þessu verkefni,“ seg- ir dr. Jakob K. Kristjánsson, stjórnarformaður Prokatín ehf. Að sögn Jakobs hafa vísinda- menn Prókatíns unnið að tilraunaframleiðslu prótíns með aðstoð hveraörvera á Nesjavöllum en það verkefni hófst árið 2005. Hefur tilraunin gefist vel. Binda vonir við að hægt verði að framleiða fjögur þúsund tonn á ári Að sögn Jakobs er mikill skortur á gæða- prótíni og miklar vonir bundnar við mögu- leikana til framleiðslu á t.d. fiskimjöli. Takist að fullnýta lofttegundir í gufunni sem frá virkj- ununum koma standa vonir til að hægt verði að framleiða um 4 þúsund tonn á ári. Má reikna með að verðmæti framleiðslunnar gæti þá numið 2-300 milljónum króna á ári. „Höfum mikla trú á þessu verkefni“ Í HNOTSKURN »Prokatín mun stýra framleiðsluferliörveranna og reka vinnslulínuna. »Fyrri framlögum OR til rannsókn-anna hefur þegar verið breytt í hlutafé og gerir rammasamningurinn ráð fyrir að hlutur OR geti aukist frek- ar. »Prokatín er sprotafyrirtæki semstundar rannsóknir og þróun með það markmið að nýta örverur í iðnaðar- skyni. Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Framkvæmdir við snjó- flóðavarninar í Tvísteinahlíð í Ólafsvík standa nú sem hæst. Ný- verið kom TF-Líf, þyrla Landhelg- isgæslunnar, til Ólafsvíkur til þess að flytja stoðvirkin upp á Tví- steinahlíð og er þetta fyrsti áfangi af þrem. Þyrlan flutti 21 stoð- stykki sem hvert um sig vegur 1.200 kíló. Kristinn Jónasson bæjarstjóri fylgdist með verkinu og sagði að kostnaður við þessar framkvæmdir væri um 200 milljónir og er það ofanflóðasjóður sem greiðir mest- an kostnaðinn en Snæfellsbær greiðir 10% af kostnaðinum. Segir Kristinn að snjóflóðavarn- ir eigi að vernda heilsugæslustöð- ina, blokkirnar og leikskólann og taka krapaflóð sem gætu myndast á vetrum. Auk þess var byggð ný göngubrú yfir Gilið í staðinn fyrir ræsi sem þar er nú. Einnig var nýr grjótgarður lagður niður að sjó og ný brú var byggð á Engihlíðina. Morgunblaðið/Alfons Varnirnar efldar í Ólafsvík 1.200 kíló flutt í snjóflóðavarnir MAÐURINN sem fannst með mikla höfuðáverka við gatnamót Höfða- túns, Skúlagötu og Laugavegar snemma á laugardagsmorgun er enn í lífshættu. Samkvæmt upplýs- ingum frá svæfingalækni á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi er honum haldið sofandi í öndunarvél og hefur ástand hans ekkert breyst, þrátt fyrir að hann hafi undirgengist aðgerðir. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er höfuðkúpubrotinn auk þess að vera með brotin rifbein. Ekki er vit- að hvort um slys hafi verið að ræða eða líkamsárás. Talið er að hann hafi hlotið áverkana síðla nætur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu höfuðborgarsvæðisins hafa engin vitni gefið sig fram og er enn lýst eftir þeim. Hægt er að hafa samband við lögregluna í síma 444- 1100. andri@mbl.is Enn haldið sofandi á gjör- gæsludeild „VIÐ erum á fleygiferð að vinna í þessu. Ég hefði viljað skila þessu í gær,“ segir Vil- hjálmur Eg- ilsson, en hann fer fyrir nefnd sem falið hefur verið að fjalla um rekstur Landspítala og framtíð sjúkrahússins, skipulag þess og hlutverk. Vilhjálmur segir að til hafi stað- ið að nefndin skilaði af sér til- lögum í sumar. Það hafi ekki gengið eftir en því valdi „praktísk atriði“. Vinna hópsins hafi reynst mjög umfangsmikil og verið meiri en hann bjóst við, en hún hafi starfað í tæpt ár. Vilhjálmsnefnd á fleygiferð Vilhjálmur Egilsson SEX þúsund nemar í framhalds- skólum og háskólum sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu hafa sótt um nemakort hjá Strætó bs á þeim 3 vikum sem liðnar eru frá því að opnað var fyrir umsóknir. Um 4.000 til viðbótar hafa hafið umsóknarferlið á Netinu en það er í fjórum skrefum og endar með því að senda inn mynd af korthafa til að prenta á kortið. Þetta er um þriðjungur náms- manna í framhalds- og háskólum á svæðinu. „Fjöldi umsókna er í samræmi við áætlanir okkar og ljóst að margir nemendur á höf- uðborgarsvæðinu eru afar áhuga- samir um að nýta sér strætó sem valkost við einkabílinn,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs. 10 þúsund strætókort UNDIR jafnaðarmenn sendu í gær frá sér ályktun þar sem skorað er á þingflokk Samfylkingarinnar að af- greiða ekki að svo stöddu frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratrygg- ingar. Vilja ungir jafnaðarmenn að málinu verði frestað til næsta þings og það hljóti frekari meðferð og um- ræðu. Í ályktuninni lýsa þeir undrun á því að þingflokkurinn ætli að stuðla að því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt á yfirstandandi þingi. Frum- varpið geri m.a. ráð fyrir að hægt verði að fela einkaaðilum rekstur heilbrigðisþjónustu án þess að tryggt sé að þær reglur sem gilda um opinbera þjónustu séu látnar gilda. Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkinguna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.