Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 9
Opið mánud.-föstud. 10-18
Opið í Bæjarlind laugard. 10-16
Opið í Eddufelli laugard. 10-14
NÝJAR VÖRUR
í báðum búðum
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 9
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
BROTUM gegn lögreglumönnum
hefur fjölgað nokkuð á undanförnum
árum og segir Snorri Magnússon,
formaður Landssambands lögreglu-
manna (LL), að það sé mat lögreglu-
manna að ofbeldið hafi orðið grófara
og árásirnar hættulegri. Hann vill að
lögreglumenn fái aukna þjálfun í
sjálfsvörn eftir að lögregluskóla lýk-
ur og að Útlendingastofnun vísi fleiri
útlendingum sem brotið hafa af sér af
landi brott.
Á undanförnum árum hefur tölu-
vert verið fjallað um aukið ofbeldi
gegn lögreglumönnum og sú umræða
var meginástæða þess að Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra lagði
til árið 2006 að refsingar við ofbeldi
gegn lögreglumönnum og öðrum
stéttum sem geta þurft að beita valdi
í störfum sínum yrðu hertar – úr sex
ára hámarksrefsingu í átta ára fang-
elsi. Ráðherrann tók jafnframt fram
að sér þætti sem mikið hefði skort á
að dómstólar hefðu litið árásir á lög-
reglumenn nægilega alvarlegum aug-
um. Björn kvaðst jafnframt vonast til
að hertar refsingar hefðu varnaðar-
áhrif.
Það getur að sjálfsögðu vel verið að
hertar refsingar hafi haft einhver
varnaðaráhrif, um það er ekki hægt
að fullyrða, en á hinn bóginn er ljóst
að ofbeldi gegn lögreglumönnum hef-
ur aukist frá því lögin voru sett,
a.m.k. ef miðað er við upplýsingar um
brotin sem fengust hjá embætti rík-
islögreglustjóra. Jafnframt er al-
gengara að lögreglumanni sé hótað
ofbeldi og enn færist í vöxt að fyr-
irmælum lögreglu sé ekki hlýtt.
Telja ofbeldið grófara
Í fyrra birti ríkislögreglustjóri ít-
arlega rannsókn sem gerð var á of-
beldi gegn lögreglumönnum á árun-
um 1998-2005. Á því tímabili fækkaði
ofbeldisbrotum lítillega en á hinn
bóginn varð algengara að vopnum
væri beitt. Þó var munurinn ekki
mikill. Ekki hefur verið gerð viðlíka
rannsókn síðan en Snorri Magnús-
son, formaður Landssambands lög-
reglumanna, hefur það eftir fjölda
lögreglumanna að ofbeldistilvikunum
hafi ekki aðeins fjölgað heldur hafi of-
beldið einnig orðið grófara. „Þetta er
orðið tilefnislausara og þetta er orðið
meira og grófara ofbeldi sem lög-
reglumenn verða fyrir. Nærtækust
er auðvitað árásin á starfsmenn fíkni-
efnadeildarinnar [á Laugavegi í jan-
úar á þessu ári] og síðan þetta atvik
um helgina þegar lögreglumaður var
skallaður og síðan tekinn hálstaki.“
Snorri bætti við að ofbeldi af þessu
tagi tengdist útlendingum í auknum
mæli. Árásir þeirra væru fólskulegri
og grófari. „Þeir virðast ekkert víla
það fyrir sér að hjóla í lögreglu,“
sagði hann.
Inntur eftir því hvernig bregðast
mætti við þessari öfugþróun sagði
Snorri að mikilvægt væri að efla for-
virkar rannsóknaraðgerðir, að gera
lögreglu kleift að fylgjast betur með
undirheimunum svo hún verði betur í
stakk búin til að takast á við brota-
menn. Í öðru lagi ætti Útlendinga-
stofnun að nýta betur heimildir sínar
til að vísa útlendingum sem gerast
brotlegir við lögin af landi brott. Ís-
lendingum hefði verið vísað frá lönd-
um, þ. á m. frá öðrum Norðurlöndum.
Í þriðja lagi þurfi að auka þjálfun
lögreglumanna. „Þjálfunin er lítil eft-
ir að skóla lýkur, það verður að segj-
ast eins og er, mjög lítil. Og það vita
það allir sem hafa stundað sjálfsvörn
eða einhverjar slíkar æfingar að þú
verður ekki góður í því nema æfa
mikið,“ sagði hann. Slík þjálfun yrði
að vera skipulögð og standa allt árið
um kring. Til að þetta sé mögulegt
verði að veita fjármuni í þetta sér-
staklega.
Í fjórða lagi þyrfti að efla búnað
lögreglu og á höfuðborgarsvæðinu
hafi t.a.m. verið ákveðið að festa kaup
á svokölluðum hnífavestum, þ.e. vest-
um sem verja lögreglumenn gegn
hnífstungum. „Þetta segir sitt um
ástandið,“ bætti hann við.
83% voru ölvuð
Meðal þess sem fram kom í rann-
sókn á ofbeldi gegn lögreglumönnum
og nefnt var hér að ofan, var að í 83%
tilvika voru ofbeldismenn ölvaðir. Í
7,1% tilvika voru ofbeldismenn alls-
gáðir, í 3,5% tilvika voru þeir undir
áhrifum fíkniefna og áfengis og 3,1%
tilvika voru fíkniefni eini vímuvaldur-
inn. Árásirnar voru aðallega framdar
að nóttu til um helgar. Lögreglumenn
hlutu áverka í 39% brota, í fjórum til-
vikum hlutu þeir höfuðáverka og í sex
tilvikum fengu þeir mikla áverka s.s.
öxl úr lið, brotið rifbein, nefbrot o.þ.h.
Lögregla fái meiri
þjálfun í að verjast
Ofbeldi gegn lögreglu eykst á milli ára Grófari tilvik
!
" # "$ Í HNOTSKURN
»Dómsmálaráðherra sagði ífebrúar að undirbúningur
væri hafinn að því að flytja tvo
Litháa sem afplána dóma hér
á landi til Litháens þar sem
þeir myndu ljúka afplánun.
»Litháarnir eru enn á Litla-Hrauni.
»Samkvæmt upplýsingumfrá dómsmálaráðuneytinu
er stjórnsýslan ytra mun hæg-
virkari en hér heima en verið
er að efla tengslin til að slíkt
gangi hraðar í framtíðinni.
HEIMILDIR Útlendingastofnunar til að vísa útlend-
ingum sem tilheyra einhverju ríkja Evrópska efnahags-
svæðisins eru mun þrengri en þær heimildir sem stofn-
unin hefur til að vísa öðrum útlendingum á brott
(borgurum þriðja ríkis).
Þannig kemur t.d. fram í lögum um útlendinga að
heimilt sé að vísa útlendingi frá þriðja ríki úr landi ef
hann hefur verið dæmdur hér á landi til refsingar sem
getur varðað fangelsi lengur en þremur mánuðum. Út-
lendingi sem hefur dvalarleyfi eða norrænum ríkisborg-
ara má aðeins vísa af landi brott ef brotið varðar eins
árs fangelsi eða meira.
Líkt og á við um aðra útlendinga má vísa útlend-
ingum frá EES á brott ef þeir hafa ekki fullnægjandi
ferðaskilríki eða eru í endurkomubanni. Einnig ef þeir
hafa sýnt af sér háttsemi sem ætla megi að feli í sér
„raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart
grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum“. Hafi viðkomandi
verið dæmdur fyrir afbrot má aðeins vísa honum af
landi brott ef um er að ræða háttsemi sem getur gefið
til kynna að útlendingurinn muni fremja afbrot á ný.
Að sögn Hauks Guðmundssonar, setts forstjóra Út-
lendingastofnunar, er ríkt tillit tekið til tengsla EES-
borgara við landið. Brottvísun geti verið mjög léttvægt
úrræði gagnvart manni sem hefur engin tengsl við
landið en afar þungbær gagnvart þeim sem hafa búið
hér lengi. Burðardýrum fíkniefna sé jafnan vísað úr
landi, líka þeim sem koma frá EES-ríkjum. „Við höfum
fullan hug á því að beita þessum heimildum til hins ýtr-
asta,“ segir hann.
Mun þrengri heimildir til að vísa EES-borgara af landi brott
Röng kynning
Í kynningu á grein eftir Auði Ólafs-
dóttur í blaðinu í gær segir að
greinin fjalli um störf sjúkraliða.
Þar hefur prentvillupúkinn verið á
ferð því greinin fjallar um störf
sjúkraþjálfara. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á mistökunum.
Óvíst með Bond
Fram kom í frétt í Morgunblaðinu
s.l laugardag, að til stæði að sýna
nýja James Bond mynd í nýrri bíó-
aðstöðu í Egilshöll í byrjun nóv-
ember.
Hið rétta er að ekki hefur verið
ákveðið hvort myndin verður sýnd í
Egilshöll. Í tilkynningu frá Senu
segir að staðfest sé hins vegar að
myndin verði frumsýnd 7. nóv-
ember n.k. í Smárabíói, Laug-
arásbíói, Háskólabíói, Regnbog-
anum og Borgarbíói Akureyri.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-56
Nýjar vörur
frá
Flestir eyða ævinni í leit að hamingju og tilgangi en með misjöfnum árangri. Allir vilja finna til frelsis, vera
sjálfsöruggir og fullir af lífi og orku. Á námskeiðinu verður fjallað um aðferð sem getur gert þennan draum að
veruleika, aðferð sem notuð er af fjölda manns víðs vegar um heim. Leiðbeinandi er Pétur Guðjónsson, höfundur
marga bóka, m.a. „Bókin um hamingjuna“, „Að lifa er list“. Þetta ferli hentar öflugum einstaklingum sem sætta
sig ekki við meðalmennsku og vilja láta gott af sér leiða.
Kynningarnámskeið um aðalatriði lífsins
Áhugasamir bóki þátttöku á petur@islandia.is
Staður: Grand Hotel
Stund: Fim. 11. sept. kl. 20-23.
Verð: 2.500 kr.
innifalið kaffi og meðlæti
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Ný sending
Flottir bolir, heilar og hnepptar peysur
Laugavegi 63 • S: 551 4422
LÉTTAR
HAUSTYFIRHAFNIR
MEÐ HETTU
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fréttir í
tölvupósti