Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fyr getur nú brunnið til ösku, og þið segið bara allt í lagi, þó það finnist ekki svo mikið sem
túkall með gati í rústunum.
Ögmundi Jónassyni, þingflokks-formanni Vinstri grænna, lízt
ekkert á frumvarp heilbrigð-
isráðherra um sjúkratryggingar.
Ögmundur skrifaði í Morg-unblaðið á
sunnudaginn og
kallaði til vitnis um
það hversu ómögu-
legt frumvarpið
væri, „færustu sér-
fræðinga á sviði
heilbrigðismála“,
sem Bandalag
starfsmanna ríkis
og bæja, þar sem
hann er líka for-
maður, hefur boðið til landsins.
Ámeðal sérfræðinganna eru Gör-an Dahlgren frá Svíþjóð og Ally-
son Pollock frá Bretlandi.
Dahlgren er sérlegur ráðgjafistjórnvalda í Alþýðulýðveldinu
Víetnam um heilbrigðismál.
Pollock gagnrýnir brezka Verka-mannaflokkinn frá vinstri og er
í miklu uppáhaldi hjá róttækum
hreyfingum sósíalista í Bretlandi.
Með öðrum orðum skoð-anasystkin Ögmundar og fé-
laga í VG, bæði tvö.
Og bæði boðin hingað á kostnað fé-lagsmanna í BSRB, sem sömu-
leiðis hafa kostað útgáfu bæklinga
með erindum „sérfræðinganna“.
Fjölmargir starfsmenn hins op-inbera eiga ekki annan kost en
að vera í BSRB og greiða þar fé-
lagsgjöld. Ætli þeir séu allir sam-
mála því að peningarnir þeirra séu
notaðir til að fjármagna vinstri
grænan áróður?
Væri ekki bara nær að þingflokk-urinn borgaði?
STAKSTEINAR
Ögmundur
Jónasson
BSVGRB?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!! "
#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
$# %
!!
&!
&
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? & & & & & & &
*$BC
!
"#$
*!
$$B *!
'( ) !
!( !
%
#
*#
<2
<! <2
<! <2
'% )
!+
"
,!-#.
D$ -
<7
$ #
%&
'
'%
( ))
* ( '
<
$ #
%
+ ' , '%
#
" "% '-'
#$
! .
/0!!#11
# !!2 #
#!+
"
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
EINAR Stefáns-
son prófessor við
læknadeild Há-
skóla Íslands og
yfirlæknir við
augndeild Land-
spítalans fær svo-
kölluð Jules Gon-
in verðlaun. Þessi
verðlaun eru ein
hin merkustu sem
veitt eru í heiminum á sviði augn-
læknisfræði, samkvæmt upplýsing-
um Háskóla Íslands. „Þetta er mikill
heiður fyrir Einar, Háskóla Íslands,
Landspítalann og íslenskt vísinda-
samfélag. Jules Gonin-verðlaunin eru
veitt annað hvert ár þeim einstak-
lingum í heiminum sem þykja hafa
staðið sig öðrum framar í augnrann-
sóknum og lækningum, sérstaklega á
sviði sjónhimnusjúkdóma,“ segir í
frétt HÍ.
Gonin-verðlaunin eru veitt ein-
staklingum sem þykja hafa lagt mikið
til augnlækninga og augnrannsókna
á ferli sínum. Talið er að í þessu tilviki
sé m.a. horft til rannsókna Einars á
sviði súrefnisefnaskipta augans og
skýringa á því hvers vegna leisi-með-
ferð er hjálpleg við augnsjúkdómi í
sykursýki og æðalokunum.
„Þetta
er mikill
heiður“
Einar Stefánsson fær
Gonin-verðlaunin
Einar Stefánsson
SJÖ MÓTMÆLENDUR sem allir tengdust sam-
tökunum Saving Iceland á einn eða annan hátt
voru í gær dæmdir til að greiða samtals 550 þús-
und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna mótmæla við
jarðborinn Tý uppi á Skarðsmýrarfjalli. Ekki var
ágreiningur um að ákærðu í málinu fóru að Hellis-
heiðarvirkjun, og ekki var ágreiningur um að tveir
þeirra fóru upp á stjórnhús borsins, einn mótmæl-
enda hlekkjaði sig við námubifreið og annar ofan á
bómu á skurðgröfu.
Ákærðu í málinu báru við að engar girðingar
hefðu verið kringum vinnusvæðið eða borinn. Þau
hefðu ekki fylgt vegi heldur gengið frá tjaldbúðum
Saving Iceland og um nokkra dali. Engar merk-
ingar hefðu verið á þeirri leið, né í kringum borinn
sjálfan. Því hefðu þau talið sig í rétti til að vera þar.
Lítið gefið fyrir málatilbúnað
Héraðsdómur Suðurlands gaf lítið fyrir þessar
skýringar og segir m.a. svo í dómnum: „Breytir
engu þó svo að girðingar hafi ekki verið í kringum
[borinn] eða skilti á þeim stað sem sneri út á víða-
vang. Það er hverju mannsbarni ljóst að þar er um
mikið mannvirki að ræða og engum verður talin
trú um að fullorðnu fólki, sem meðal annars stund-
ar háskólanám, megi ekki vera það ljóst, þó svo að
ekki hafi verið skilti við þann stiga sem þau fóru
um, að þau hafi þurft sérstakt leyfi til að fara þar
um.“
Bótakröfu Orkuveitu Reykjavíkur og Klæðn-
ingar ehf. vegna vinnutaps var vísað frá dómi þar
sem þær voru ekki studdar neinum gögnum. Fjór-
um sakborninga var gert að greiða 100 þúsund
krónur í sekt til ríkissjóðs og þremur 50 þúsund
krónur. Þeim var einnig gert að greiða allan sak-
arkostnað, alls 444 þúsund krónur. andri@mbl.is
Dæmd fyrir mótmæli við jarðbor
Þurfa að greiða samtals 550 þúsund kr. í sekt auk 444 þúsund kr. í sakarkostnað
Blönduós | Magnús Pétursson, bóndi
í Miðhúsum í Vatnsdal, náði þeim
stóra áfanga að ljúka sínum fimm-
tugustu göngum á Grímstungu- og
Haukagilsheiði í haust. Magnús sem
er fæddur árið 1944 fór í sínar
fyrstu göngur 14 ára gamall og hef-
ur farið í göngur hvert haust síðan.
Magnús sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði einnig nær
alltaf farið í aðrar göngur og jafnvel
í eftirleitir. Þessar ferðir Magnúsar
á Grímstungu- og Haukagilsheiði
eru því orðnar vel á annað hundrað.
Síðustu tuttugu árin hefur hann
verið gangnaforingi á Gríms-
tunguheiði. Spurður um það hvort
eitthvað sérstakt standi upp úr eftir
allar þessar ferðir sagði Magnús svo
ekki vera. „Maður hefur oft orðið
áttavilltur og lent í misjöfnum veðr-
um en aldrei svo að orð sé á ger-
andi. Það eina sem maður getur
gert þegar maður er villtur er að
bíða og ná áttum. Ég er nýbúinn að
læra á farsímann og ekki kominn
svo langt að læra á GPS-tækin
þannig að eðlisávísunin mun ráða
næstu árin um það hvar leið skuli
liggja til byggða.“
Varlega má áætla að Magnús hafi
verið að lágmarki eitt ár á fjöllum
við smalamennsku fyrir sig og sitt
samfélag þegar allt er talið.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Göngugarpur Magnús Pétursson hefur farið í göngur í samfellt 50 ár.
„Oft áttavilltur og lent
í misjöfnum veðrum“