Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@ml.is
F
yrsta heila starfsár Kalk-
þörungaverksmiðjunnar
á Bíldudal er meira en
hálfnað. Starfsemin hef-
ur gengið vel þetta ár og
verið lyftistöng fyrir staðinn, en ekki
hafði verið um auðugan garð að
gresja í atvinnumálum staðarins. Þá
hefur gengislækkun krónunnar stutt
við bakið á fyrirtækinu eins og öðrum
útflutningsfyrirtækjum.
Níu manns starfa hjá fyrirtækinu
undir forystu Guðmundar Valgeirs
Magnússonar framkvæmdastjóra.
Sanddæluskipið Perlan dælir seti
með kalkþörungum upp úr sjónum úr
fjörðum í botni Arnarfjarðar og kem-
ur vestur 2-3 sinnum á ári til að sinna
þessu verkefni. Þörungunum er dælt í
hráefnisþró eða lón sem útbúið var
framan við aðstöðuna á Bíldudal. Það-
an er efninu mokað inn í verksmiðj-
una eftir þörfum.
Kalkþörungarnir eru áþekkir
litlum skeljum og fara í gegnum
þurrkara eins og var í gömlu loðnu-
bræðslunum. Þar eru þeir bæði
þurrkaðir og gerilsneyddir áður en
þeir fara í gegnum myllu sem malar
þá niður í fínt duft, ekki ólíkt sementi.
Þar með er framleiðsluferlinu í raun
lokið og varan tilbúin. Hún kallast
AcidBuf; fæðubótarefni fyrir búfén-
að, aðallega nautgripi.
„Við höfum framleitt að jafnaði um
40 tonn af fæðubótarefni á dag og
gengið ágætlega“, segir Guðmundur
Valgeir. „Varan fer frá okkur til Ír-
lands, þar sem systurfyrirtæki okkar
er með mikil tengsl við viðskiptavini
og gott vöruhús þaðan sem varan er
send áfram.“
Mest af framleiðslunni á Bíldudal
hefur farið til Sádi-Arabíu, en einnig
til Frakklands og víðar. Í Sádi-Arabíu
er efni úr þörungum úr Reykjafirði
og af Langanesgrunni notað til að
bæta fóður nautgripa. Eins og nafnið
ber með sér eru kalþörungarnir ríkir
af kalki sem er kúnum nauðsynlegt
við mjólkurframleiðsluna og til að
koma í veg fyrir sjúkdóma eins og
doða.
Tvö skip eru væntanleg til Bíldu-
dals þessa dagana og flytja þau fram-
leiðslu síðustu vikna til Írlands. Eitt
skip kom í byrjun júlí, þrjú í maí og
svo er næst væntanlegt skip fyrir ára-
mót. Skipin sigla tóm til Bíldudals.
Gæti sent gáminn hringinn
í kringum hnöttinn með skipi
„Okkar draumur er að koma vör-
unni í gám hér á Bíldudal og flytja
með skipi til kaupenda hvar sem er í
heiminum,“ segir Guðmundur Val-
geir. „Skortur á möguleikum í flutn-
ingum hrjáir okkur hins vegar veru-
lega. Við byrjuðum þessa starfsemi
þegar Kísilverksmiðjan á Mývatni
var að hætta og þar með lögðust
strandflutningar eiginlega endanlega
af.
Ekki er gerlegt að senda fram-
leiðsluna með vöruflutningabíl til
Reykjavíkur vegna kostnaðar. Gefum
okkur að bíllinn kæmi hingað með
tóman gám, sem við myndum fylla
hér og flytja suður. Þessir flutningar
myndu kosta okkur um 25-30 þúsund
krónur á tonnið og við stefnum að því
að framleiða um 20 þúsund tonn í ár.
Nei, þetta er verð sem við ráðum
engan veginn við. Fyrir þennan pen-
ing geturðu eiginlega sent gáminn
hringinn í kringum hnöttinn með
skipi,“ segir Guðmundur Valgeir.
Tækjabúnaður tvöfaldaður
Á síðasta ári var mikið af kalkþör-
ungunum, sem dælt var upp úr sjón-
um, sent lítið unnið til Írlands og
Frakklands. Í ár verður hins vegar
mun meira af þörungunum unnið á
Bíldudal og stefnt er að því að þetta
hlutfall aukist enn meira. Meðal ann-
ars er rætt um að tvöfalda tækjabún-
að verksmiðjunnar til að auka
vinnslugetuna. Um leið myndu fleiri
störf verða í boði á staðnum.
Guðmundur Valgeir segir að stefnt
sé að því að framleiða bætiefnin undir
eigin merki. Í lok síðasta mánaðar
var á Bíldudal fulltrúi frá vott-
unarfyrirtæki í Írlandi, PAI. Stefnan
er að fá svonefnda FEMAS-vottun
þannig að fyrirtækið megi selja þessa
vöru fyrir búpening undir eigin
merkjum. Úttektin var umfangsmikil
og athugasemdirnar fáar að sögn
Guðmundar Valgeirs. Áður hafði
framleiðslan fengið lífræna vottun frá
vottunarstöðinni Túni.
Hins vegar barst nýlega at-
hugasemd frá Umhverfisstofnun
vegna útblásturs frá verksmiðjunni.
„Starfsemin er starfsleyfisskyld og
eftir mælingar á útblæstri kom í ljós
að of mikið ryk fór út í loftið. Við þurf-
um að útbúa síubúnað verksmiðj-
unnar betur og minnka það ryk sem
fer út í loftið. Það er ekkert annað að
gera en bregðast við þessari at-
hugasemd og endurhanna kerfið, en
búnaður verksmiðjunnar er ekki
nýr,“ segir Guðmundur Valgeir.
Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum
Fyrirtækið framleiðir yfir fjörutíu tonn á dag af bætiefnum fyrir nautgripi
BJARTSÝNI: Til athugunar er að tvöfalda
vélasamstæðu verksmiðjunnar og yrði þá
mun meira af kalkþörungum fullunnið á
Bíldudal með tilheyrandi fjölgun starfs-
fólks.
VERKEFNI: Athugasemd hefur borist
vegna mengunarvarna og er til skoðunar
að setja upp vothreinsibúnað við verk-
smiðjuna eða bæta síur til að koma í veg
fyrir að ryk berist út í andrúmsloftið.
VANDAMÁL: Kostnaður við flutninga frá
Bíldudal hefur verið talsvert vandamál og
sakna ráðamenn verksmiðjunnar strand-
flutninga sárlega.
Kalkþörungar úr Arnarfirði
bæta kúafóður í Sádi-Arabíu
Ljósmynd/Guðmundur Valgeir
)2
'(
)
2 #
)
+ #
3
!"
"
!&-
!
"
3
#
42
"#$
(&
UM 180 manns eru nú skráðir með lögheimili á Bíldudal og þar af búa um
100 þeirra í plássinu allan ársins hring. Bíldudalur er hluti af Vesturbyggð
en þar búa ríflega 900 íbúar.
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að vissulega sé
kalkþörungaverksmiðjan mikil lyftistöng fyrir Bíldudal. „Starfsemin
skiptir mjög miklu máli og á vonandi eftir að eflast enn þegar fram í sæk-
ir. Hráefni hefur þó að einhverju marki verið tekið í fjörðunum og flutt
óunnið út, en við vonum að það verði ekki þannig til frambúðar. Við telj-
um okkur reyndar hafa fengið fullvissu um að svo verði ekki. Þessu miðar
í rétta átt og fyrirtækið er að þróast og byggja sig upp,“ segir Ragnar.
Auk verksmiðjunnar er fyrirtækið Perlufiskur starfandi á Bíldudal.
Sveitarfélagið beindi byggðakvóta til að koma vinnslunni á Bíldudal aftur
í gang og þar starfa nú um 10 manns. Eftir bann við rækjuveiðum í Arn-
arfirði í nokkur ár fékkst leyfi til veiða síðastliðinn vetur, en þó ekki það
mikið að svaraði kostnaði að koma rækjuvinnslunni af stað á ný. Rækjan
var því flutt óunnin af staðnum. Vonir eru bundnar við að rækjuleiðangur
í næsta mánuði skili jákvæðum niðurstöðum.
„Það sem skiptir sköpum fyrir þetta byggðarlag er tilkoma olíu-
hreinsistöðvar við Hvestu fyrir utan Bíldudal,“ segir Ragnar bæjarstjóri.
„Málið virðist vera í þeim farvegi að ég sé enga ástæðu til að véfengja að
það verði að veruleika. Annaðhvort er að hrökkva eða stökkva fyrir okkur.
Fólksfækkun hefur verið stöðug og þetta svæði verður sem nýjar Horn-
strandir eftir 100 ár ef engin innspýting verður í byggðarlagið. Ég er alls
ekki smeykur við að fá hingað svona stóran vinnustað með 500 störfum.
Sem dæmi get ég nefnt að ekki er fjarri lagi að um 150 manns bíði eftir
tækifæri til að koma aftur heim,“ segir Ragnar Jörundsson.
Viðkvæmt ástand í atvinnumálum
Hverjir eiga Íslenska kalkþör-
ungafélagið og þá um leið verk-
smiðjuna á Bíldudal?
Íslenska kalkþörungafélagið er í
eigu írska fyrirtækisins Celtic Sea
Minerals, sem á 75% hlut, og Björg-
unar í Reykjavík, sem á 25%.
Hefur bætiefnið ekkert verið not-
að í landbúnaði hér á landi?
Gerð var óformleg tilraun á kúm á
Hóli í Önundarfirði. Kalkþörungum
var blandað við annað fóður í fóð-
urvagni og gaf tilraunin góða raun.
Til athugunar er að fara í vísinda-
legar tilraunir um gagnsemi kalþör-
unganna með íslenskum aðilum.
S&S
STUTT
ÁSVALLALAUG í Hafnarfirði hóf
starfsemi í fyrradag og voru að lík-
indum um 800 manns við vígsluna
auk þess sem þúsundir nýttu sér
þessa glæsilegu sundlaug fyrsta
daginn. Laugin fyrir fullorðna fólk-
ið er 50x25 m að stærð auk þess
sem þar er glæsileg aðstaða fyrir
börn.
Laugin prófuð Margir fór í sund.
Ný sundlaug
EMBÆTTI ríkissáttasemjara hefur
verið auglýst laust til umsóknar.
Skipað er í embættið til fimm ára
frá 1. nóvember nk., en þá mun Ás-
mundur Stefánsson, núverandi rík-
issáttasemjari, láta af störfum eftir
fimm ára starf.
Ríkissáttasemjari annast sátta-
störf í vinnudeilum milli launafólks
og félaga þess annars vegar og at-
vinnurekenda og félaga þeirra hins
vegar. Skal þess gætt að afstaða
hans er slík að telja megi hann óvil-
hallan í málum launafólks og at-
vinnurekenda.
Umsóknir skulu berast félags- og
tryggingamálaráðuneytinu ekki
síðar en 1. október nk.
Staða sátta-
semjara á lausu
FJÖLDI eldri borgara sækir tíma í
leikfimi og íþróttum á hverju ári og
bendir flest til að þeim fari fjölg-
andi ár frá ári skv. upplýsingum
Morgunblaðsins.
Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi
er nú að byrja haust- og vetr-
arstarfið en félagið hefur boðið
eldri borgurum upp á íþróttatíma í
allmörg ár. Fyrsti leikfimitíminn í
haust verður haldinn í dag kl. 11 í
Digraneskirkju. Æfingar fara fram
tvisvar í viku.
ÍAK æfingar
BORGARBÚAR eru hvattir til að
klippa gróður sem vex út fyrir lóða-
mörk svo hann hindri ekki umferð
utan lóðamarka eða skyggi á um-
ferðarmerki. Samkvæmt bygging-
arreglugerð Reykjavíkur er íbúum
skylt að gæta að þessum þáttum. Ef
að þessu er ekki sinnt innan ákveð-
ina tímamarka og áminningu ekki
sinnt geta borgaryfirvöld látið fjar-
lægja þennan gróður á kostnað lóð-
areiganda.
Gróður fjarlægður
BJÖRGVIN G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra leggur í dag upp í
fundaherferð um landið um neyt-
endamál. Er tilgangurinn m.a. að
fylgja eftir útgáfu skýrslunnar Ný
sókn í neytendamálum og leita sam-
starfs við fólk um allt land. „Neyt-
endamál snerta alla íbúa landsins
og því mikilvægt að sem flestum
gefist kostur á að láta sín sjónarmið
í ljós og þannig taka virkan þátt í
stefnumótun á þessu sviði. Markmið
fundanna er bæði að kynna það
stefnumótunarstarf sem þegar hef-
ur farið fram og að kalla eftir sjón-
armiðum fólks um allt land. Fjöl-
margir góðir gestir munu leggja
Björgvini G. Sigurðssyni lið, til að
mynda fulltrúar allra þingflokka á
Alþingi og ýmsir frammámenn á
sviði neytendamála,“ segir í frétt
viðskiptaráðuneytisins.
Fundaferð um
neytendamál