Morgunblaðið - 09.09.2008, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SKJÓTUR frami
Frank-Walters
Steinmeiers inn-
an SPD hefur
vakið nokkra at-
hygli.
Hann á stuttan
feril að baki sem
stjórnmálamað-
ur, en hann var
embættismaður á
vegum flokksins
allt þar til hann tók við embætti ut-
anríkisráðherra árið 2005. Útnefn-
ing hans sem kanslaraefnis þykir því
sæta nokkrum tíðindum. Steinmeier
starfaði þétt með Gerhard Schröder,
bæði áður og á meðan hann gegndi
embætti kanslara.
Hann þykir ein bjartasta von jafn-
aðarmanna í Þýskalandi og er nú
einn vinsælasti stjórnmálamaður
landsins. Vinsældir hans þykja
sterkasta vopn hans í komandi kosn-
ingabaráttu og gætu þær vegið upp
á móti reynsluleysi hans. jmv@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
UMSKIPTI urðu innan þýska jafn-
aðarflokksins (SPD) undir lok
flokksþingsins á sunnudag, þegar
kanslaraefni flokksins var kynnt.
Utanríkisráðherra Þýskalands,
Frank-Walter Steinmeier, var út-
nefndur kanslaraefni og mun því
etja kappi við Angelu Merkel kansl-
ara í kosningum að ári.
Svo vill þó til að Steinmeier er
jafnframt núverandi aðstoðarkansl-
ari Þýskalands í samsteypustjórn
CDU og SPD og gæti barátta hans
við Merkel því reynst stjórnarsam-
starfinu hættuleg.
Þá var nýr formaður flokksins
einnig valinn vegna óvæntrar upp-
sagnar fyrrverandi formanns, Kurts
Becks. Jafnaðarmenn hafa átt í
langvinnum innanbúðardeilum und-
anfarna mánuði og hefur Kurt Beck
verið sem holdgervingur þeirra
deilna.
Franz Müntefering tekur við
flokksforystunni eftir útnefningu
flokksins, en líklegt þykir að það
verði á næstu vikum. Müntefering
gegndi áður embætti flokks-
formanns frá 2004-2005.
Verður SPD ógn á ný?
Tvíeykið Steinmeier og Müntefer-
ing voru nánir samstarfsmenn Ger-
hards Schröders, fyrrverandi kansl-
ara. Með tilkomu þeirra innan
forystu flokksins þykir margt benda
til þess að SPD gæti á ný orðið raun-
verulega ógn við flokk Angelu Mer-
kel, kristilega demókrata (CDU).
Frank-Walter Steinmeier hefur
notið mikilla vinsælda sem utanrík-
isráðherra og kemst nærri Merkel
að vinsældum. Haldi Steinmeier og
Müntefering fyrri pólitískum
áherslum sínum þykir líklegt að
flokknum verði stýrt lengra inn á
miðjuna, en flokkurinn þótti hafa
rásað nokkuð yfir til vinstri undir
forystu Becks. Það verði til þess að
minnka svigrúm CDU á miðjunni.
Til mótvægis hefur þó verið bent
á að þótt Merkel og Steinmeier
verði keppinautar sjái hvorugt hag
sinn í því að enda stjórnarsam-
starfið. Slíkt yrði bara til hagsbóta
fyrir smærri flokkana. Kristilegir
demókratar hafa krafið forystu SPD
um að hún lýsi yfir eindregnum vilja
til að halda áfram stjórnarsamstarf-
inu. Að sögn Volkers Kauders, þing-
flokksformanns CDU, gæti barátta
Merkel og Steinmeiers reynst
stjórnarsamstarfinu hættuleg. Mik-
ilvægt sé að Steinmeier skilgreini
sig áfram sem hluta af ríkisstjórn-
inni.
Merkel fær verðugan andstæðing
Tvíeykið Steinmeier og Müntefering
talið eiga eftir að sækja hart að CDU
Reuters
Leiðtogar Franz Müntefering og Frank-Walter Steinmeier ávarpa blaða-
mannafund í kjölfar útnefningar þeirra sem kanslaraefni og formaður SPD.
SPENNAN fer nú ört vaxandi í
kosningabaráttunni í Bandaríkj-
unum og á mánudag komst John
McCain í fyrsta sinn fram úr Barack
Obama í skoðanakönnunum.
Könnun á vegum USA Today og
Gallup sýndi að McCain leiddi með
50% á móti 46% á meðal skráðra
kjósenda. Fyrir landsþing Repúblik-
anaflokksins í síðustu viku sýndi
samskonar könnun hins vegar sjö
prósentustiga forskot Obama.
Á meðal þeirra sem þóttu líkleg-
astir til að kjósa var munurinn meiri,
eða 54% á móti 44% McCain í vil.
29% þátttakenda könnunarinnar
sögðu að val McCains á Söru Palin
sem varaforsetaefni sínu hefði
breytt afstöðu þeirra og aukið lík-
urnar á því að þeir kysu hann. 21%
sagði hins vegar að líkurnar hefðu
minnkað á því að það gæfi McCain
atkvæði sitt. Önnur Gallupkönnun
sýndi að McCain hafði farið í 48% úr
45% fylgi sem er mesta fylgi hans
síðan í maí.
Valið á Palin segir til sín
Sérfræðingar segja að áhrif
vegna nýafstaðins landsþings repú-
blikana og óvænt val McCains á Pal-
in séu nú að segja til sín. „Hann er í
mun betri stöðu á þessum tíma-
punkti en innanbúðarmenn hans
höfðu þorað að vona,“ sagði stjórn-
málafræðingurinn Larry Sabato frá
háskólanum í Virginíu við AFP-
fréttastofuna. Hann sagði þó jafn-
framt að aðeins um helmingur
þeirra skoðanakannana sem fylgt
hefðu í kjölfar landsþinga flokkanna
síðustu 30 árin hefði reynst spá rétt
um endanleg úrslit. „Það er í raun
ótrúlegt hversu stutt áhrifin frá
þingunum vara,“ sagði Sabato.
jmv@mbl.is
Reuters
McCain Valið á Palin virðist hjálpa.
McCain
sækir á
F-4E Phanto-orustuflugvél í eigu suðurkóreska
hersins undirgengst snjó- og frostþolsmælingar
af hálfu varnamálaráðuneytis í Seosan, sunnan
við Seúl. Suður-Kórea opnaði á mánudag nýja
miðstöð til slíkra prófana og verður það í fyrsta
sinn sem kóreski herinn getur mælt getu flug-
flotans og annarra herfarartækja með tilliti til
öfgakenndra veðurskilyrða, líkum þeim sem hér
er við að líkja eftir. jmv@mbl.is
AP
Suður-kóresk ísvél
uppfylltu sett skilyrði fyrir því í
gær og undirrituðu yfirlýsingu
þess efnis að þeir myndu ekki beita
hervaldi gegn Abkasíu.
Medvedev sagði jafnframt að al-
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
FRIÐARGÆSLULIÐAR á vegum
Evrópusambandsins munu taka sér
stöðu í nágrannahéruðum Abkasíu
og Suður-Ossetíu í næsta mánuði
og í kjölfarið munu Rússar draga
herlið sitt til baka frá öllum svæð-
um Georgíu, nema Abkasíu og S-
Ossetíu. Þetta kom fram í máli
Dímítrís Medvedevs Rússlandsfor-
seta eftir fund hans með Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseta. Jafn-
framt verður rússneskt herlið kall-
að frá höfninni í Poti og nágrenni
innan sjö daga, en Georgíumenn
þjóðlegar viðræður um málefni
Georgíu myndu eiga sér stað í Genf
hinn 15. október næstkomandi.
Medvedev lagði áherslu á að
Rússar hefðu að fullu virt vopna-
hléssamkomulagið sem Frakkar
áttu milligöngu um og tók gildi í
síðasta mánuði.
Nicolas Sarkozy sagði að sátta-
fundurinn með Medvedev hefði
verið erfiður. „Það reyndist ekki
unnt að leysa allt á fjórum klukku-
stundum,“ sagði Sarkozy. Hann
sagði niðurstöðuna þó mikilvæga
og þá sérstaklega með tilliti til
íhlutunar friðargæsluliða á vegum
ESB.
200 friðargæsluliðar til Georgíu
Medvedev segir Rússa munu draga allt herlið sitt til baka frá
Georgíu, að undanskildum Abkasíu og Suður-Ossetíu Í HNOTSKURN
»Auk Sarkozys og Medve-devs voru Javier Solana,
sem fer með utanríkismál
ESB, og José Manuel Barroso,
forseti framkvæmdastjórnar
ESB, á fundinum.
»200 friðargæsluliðar ávegum ESB verða sendir
til Georgíu fyrir 1. október og
í kjölfarið draga Rússar sitt
herlið til baka.
»Georgískar hersveitirverða að hafa dregið sig til
baka fyrir þann tíma.
Dímítrí
Medvedev
Nicolas
Sarkozy
Bjargvætturinn
Steinmeier?
Frank-Walter
Steinmeier