Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 16

Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING AKUREYRARAKADEMÍAN, félag sjálfstætt starfandi fræði- manna á Norðurlandi, hleypir fyrirlestraröð sinni af stað á ný. Verða fyrirlestrarnir haldnir á fimmtudögum kl. 17 í vetur, alls 10 fyrirlestrar yfir árið. Fyrsta fyrirlesturinn heldur Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur hinn 11. september og fjallar hann um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Fyr- irlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í akademíunni og aðrir áhugasamir. Akademían er til húsa í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunn- arstræti 99. Fyrirlestur Vinsælir fyrirlestr- ar norðan heiða Tryggvi Hallgrímsson KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir í kvöld kvikmyndina Land og syni frá árinu 1980, í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Sýn- ingin hefst kl. 20 og verður myndin einnig sýnd á laug- ardaginn, 13. september, kl. 16. Handrit myndarinnar var skrifað eftir samnefndri skáld- sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Myndin fjallar í stuttu máli um flótta fólks úr dreif- býlinu til þéttbýlis. Með aðalhlutverk í myndinni fóru Sigurður Sigurjónsson, Guðný Ragnarsdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Miðaverð er kr. 500 og er miðasala opnuð um hálftíma fyrir sýningu. Safnið er að Hvaleyrarbraut 13 í Hafnarfirði. Kvikmyndir Land og synir í Kvikmyndasafninu Úr Morgunblaðinu, 25. jan. 1980. SVIÐSLISTAHÓPURINN 16 elskendur opnaði um liðna helgi ferðaskrifstofuna ÍKEA- ferðir í húsnæði í Örfirisey. Á sýningunni gefst áhorfendum kostur á að kynna sér starf- semi nýrrar ferðaskrifstofu sem fer eftir hugmyndafræði sænska húsgagnarisans IKEA um „magninnkaup og flatar umbúðir“, eins og segir í til- kynningu. 16 elskendur skipa sex ungir sviðslistamenn. Staðsetning sýningarinnar fæst upp gefin við miðakaup. Miða má panta með því að senda tölvu- póst á 16lovers@gmail.com eða hringja í síma 659 4263. Leiklist Ferðaskrifstofan ÍKEA í Örfyrirsey Verslunin IKEA með I-i, ekki Í-i. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HAFNARGATA 22 í Reykjanesbæ er lítið og grátt einbýlishús við aðalverslunargötu bæjarins. Starfsemin er þó æði ólík því sem gerist í hús- unum í kring því frá haustinu 2004 hafa um 40 myndlistarsýningar verið settar þar upp undir merkjum metnaðarfulls starfs Suðsuðvesturs. Á föstudaginn var opnuð ein viðamesta sýn- ingin til þessa í húsinu. Verkin eru í hinu hefð- bundna sýningarrými en einnig undir stigum, í kjallaranum, í ónotaðri íbúð á efri hæðinni og und- ir rjáfri. Á grasflötinni bak við hús hefur verið grafin gryfja, sem vísar á framkvæmdagleði heimamanna og þar stendur líka gulllituð eft- irmynd söngkonunnar Leoncie sem bjó í Sand- gerði. Myndlistarmaðurinn Inga Þórey Jóhannsdóttir er umsjónarmaður Suðsuðvesturs og við ræðum saman á efri hæðinni þar sem grjót er í ferðatösku á gólfinu og eldhúsið fullt af sjónvarpsskjám sem sýna skurðgröfur að verki. „Við Thelma Jóhannesdóttir stofnuðum þetta haustið 2004, í kennararaverkfalli,“ segir Inga Þórey. „Þá var ég að kenna á listmámsbrautinni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og myndmennt við grunnskólann. Ég hafði lesið aftur og aftur námskrána þar sem fram kom að hluti kennsl- unnar í grunnskólanum væri að fræða börnin um samtímalist. Það var sjaldan tækifæri til þess hér. En við opnuðum þetta með þá hugsjón að leiðar- ljósi að gefa nemendum á svæðinu tækifæri til að kynnast samtímalist.“ Forsvarsmönnum Reykjanesbæjar leist strax vel á hugmyndina og lögðu fram húsnæðið. Val- gerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi bæj- arins, hefur verið dyggur stuðningsmaður og seg- ir Inga Þórey Listasafn Reykjanesbæjar einnig hafa veitt mikinn stuðning. „Það hefur verið ánægjulegt að finna þessa hvatningu frá bænum. Þótt þessi sýning sé til að mynda pólitísk og gagnrýnin á ýmislegt sem verið er að gera hér kom Árni Sigfússon bæjarstjóri í gær og var hrifinn. Hann skoðaði verkin af mikl- um áhuga.“ Vinnuferlið sést á sýningunni Inga Þórey hefur síðustu misserin séð ein um reksturinn en með henni í stjórn eru listamenn- irnir Eygló Harðardóttir og Huginn Þór Arason. Strax í upphafi var lagt upp með það að Suðsuð- vestur væri sýningarrými þar sem listamenn ynnu á rannsakandi hátt og glögglega má sjá þær hugmyndir birtast í sýningunni núna. „Kannski er það vegna þess að þetta er rekið án gróðasjónarmiða að listamennirnir eru frjálsir í vinnu sinni hér. Þeir leggja gjarnan í að fara þessa leið, að fara í einskonar vinnuferli sem sést síðan á sýningunni. Við höfum líka sýnt listamenn sem hafa ekki verið í slíku ferli, en flestar sýninganna hafa verið í þeim anda.“ Meðal listamanna sem sýnt hafa í Suðsuðvestur eru Hreinn Friðfinnsson, Gjörningaklúbburinn, Kristinn G. Harðarson, Magnús Pálsson og Olga Bergmann. Óskar að bæjarbúar taki betur við sér En hvernig skyldi aðsóknin vera? „Það er misjafnt. Aðsóknin dettur niður í vond- um veðrum á veturna,“ segir Inga Þórey og bros- ir. „En það er ómögulegt að spá í aðsókn fyr- irfram. Stundum er hún ansi dræm. Ég óska þess stundum að bæjarbúar hér taki betur við sér. Þeir eru ennþá feimnir við að stíga hingað inn, þótt ákveðinn hópur komi núorðið á flestar sýningar. Ég held samt að hlutfallslega sé það álíka stór hópur og kemur á samtímalistsýn- ingar í Reykjavík.“ Morgunblaðið/Einar Falur Rannsakandi list „Aðsóknin dettur niður í vondu veðri,“ segir Inga Þórey Jóhannsdóttir, umsjónarmaður sýningarsalarins Suðsuðvestur í Reykjanebæ. Listamenn eru frjálsir  Í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ vinna listamenn að rannsakandi myndlist  Suðsuðvestur var stofnað til að kynna samtímalist fyrir nemendum LJÓSANÆTUROPNUN sýning- arrýmisins Suðsuðvesturs var sýningin „Gæti tafið fram- kvæmdir – Umhverfissóðar láta enn til sín taka.“ Er það samstarfsverkefni sem 15 manns taka þátt í, myndlist- armenn og nemar við Listahá- skóla Íslands. Einn sýnend- anna er Anna Líndal, prófessor við LHÍ, en hinir hafa verið um- sjónarnemendur hennar. Síðustu þrjú ár hefur hópurinn heimsótt og skoðað Suður- nesin á rannsakandi hátt, sett fram spurningar og útilokað aðrar. Efnistökin eru margþætt og unnið er úr efninu á fjölbreyti- legan hátt, í ýmsum miðlum: teikningum, skúlptúrum, mál- verkum, myndböndum, út- saumi, hljóði og gjörningum. Hópurinn hefur lagt undir sig allt húsið við Hafnargötuna, og garðinn að auki, ekki bara mið- hæðina þar sem sýningar í Suðsuðvestri eru venjulega. Myndverk um framkvæmdagleði Suðurnesjamanna EKKI er sjálf- gefið að fá frídag þótt maður eigi afmæli. En að halda risatónleika á fimmtugs- afmælinu sínu hlýtur að teljast óvanalegt. Kannski voru þó tónleikar þar sem Anna Guðný Guð- mundsdóttir spilaði Tillit til Jesú- barnsins eftir Messiaen táknrænir. Verkið er í tuttugu köflum og tekur vel á þriðja tíma. Að flytja slíkt stór- virki á afmælinu sínu er í anda pí- anóleikara sem hefur í gegnum tíð- ina verið einn mest áberandi tónlistarmaðurinn í listalífinu hér. Það liggur við að Anna Guðný komi fram á öðrum hvorum kammertón- leikum hér og á þriðja hverjum geisladiski. Hún er einhver dugleg- asti tónlistarmaður landsins. Og ekki bara sá duglegasti. Tutt- ugu tillit til Jesúbarnsins er flókin tónsmíð og aðeins á færi hæfustu pí- anóleikara. Það segir sína sögu að enginn íslenskur píanóleikari hefur áður leikið verkið í heild sinni á tón- leikum, a.m.k. ekki hérlendis. Anna Guðný er afreksmanneskja. Um hvað er tónlistin? Hún er, eins og sagði í tónleikaskránni, hugleið- ing um Jesúbarnið út frá mismun- andi sjónarhornum. Allt frá „óum- ræðilegu tilliti föðurins til hins margfalda tillits kirkju kærleikans, og þar á milli fordæmislaust tillit anda fagnaðarins, ásamt ofurljúfu tilliti meyjarinnar, síðan englanna, vitringanna og óefniskenndra eða táknrænna vera …“. Til að holdgera í tónum þennan ósýnilega veruleika trúaðs manns notaði Messiaen sérstætt tungumál sem hann þróaði sjálfur, en byggði að nokkru á indverskum og grískum hefðum. Seiðandi, annarsheimslegir hljómar eru áberandi. Oftar en ekki mynda þeir leiðarstef, táknmyndir lykilhugtaka er síðan þróast og um- myndast í tónlistinni. Anna Guðný kynnti þessi stef áð- ur en hún hóf leik sinn og það var vel til fundið. Það skipti miklu máli fyrir hlustandann að átta sig á horn- steinum verksins, þekkja hringitóna guðlegrar kraftbirtingar – ef svo má að orði komast – og skynja hvernig tónskáldið svaraði þeim. Vissulega er tónlist Messiaens ekki allra og ég varð var við að nokkrir tónleikagestir létu sig hverfa í hléinu. Hugsanlega má gagnrýna tónskáldið fyrir að kunna sér ekki hóf; kannski hefði hann get- að sagt það sem þurfti á skemmri tíma. Auk þess er píanóið gætt ákveðnum takmörkunum, það er ekki eins og orgelið sem býr yfir ótal röddum. Rödd píanósins getur því virkað einhæf, a.m.k. fyrir suma. Túlkun Önnu Guðnýjar var samt allt annað en einhæf. Leikur hennar var áreynslulaus en ávallt merking- arþrunginn. Vandaður ásláttur og úthugsuð hendingamótun, ásamt kraftmiklum andstæðum í hraða og styrkleika, mynduðu hina fegurstu liti sem tóku sífelldum breytingum. Hinn guðlegi heimur Messiaens birtist manni ljóslifandi í tónlistinni. Þetta voru frábærir tónleikar. Nánast um leið og Anna Guðný hafði lokið leik sínum stóðu tónleikagestir á fætur og hylltu hana. Maður verð- ur ekki oft var við þvílíka skýlausa aðdáun. Hún átti hana fullkomlega skilið. Hvílík afmælisveisla! Hringi- tónar Guðs TÓNLIST Langholtskirkja Anna Guðný Guðmundsdóttir flutti Tutt- ugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen. Laugardagur 6. september. Píanótónleikarbbbbb Jónas Sen Anna Guðný Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.