Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 17
Sandalar eða ökklaskór?
Óvenjulegur bræðingur frá Tibi.
Hippastemning Skrautlegir
skór Alexandre Herchcovitch.
Á stultum Alvöru hælar
frá Charlotte Ronson.
Reuters
Skórnir hennar Dóróteu Þeir ættu óneitanlega vel heima á
fótum Dóróteu í Oz, þessir kristalskreyttu skór frá A. Testoni.
New York-tískuvikanstendur þessa dag-ana yfir í Stóra epl-
inu og að venju kennir þar
margra grasa. Það eru þó
ekki bara vor- og sumar-
klæðin sem fanga athygli
tískufíkla á sýningunum,
heldur vekja skórnir stund-
um ekki síður athygli.
Skæðin sem sjást hér á
myndunum eru aðeins nokk-
ur dæmi um þann skóbúnað
sem þrammað hefur eftir
sýningapöllunum undanfarna
daga. Og sé mark takandi á
myndunum má telja nokkuð
ljóst að því óvenjulegra sem
skópar komandi sumars er
því betra.
Skrautlegir skór fyrir næsta sumar
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Uppáhaldsvélarnar mínar eru ONYX140 og YAK 54, en sú síðarnefndaer listflugvél og rosalega skemmti-leg. Ég get gert allar hundakúnstir
með henni, snúninga, fettur og brettur. Það er í
raun adrenalínkikk að vera með þetta fljúgandi
í loftinu. En það getur farið illa ef maður er að
rembast við eitthvað sem maður ræður ekki
við,“ segir Sigurður Rúnar Ingþórsson á Eski-
firði sem er mikill áhugamaður um módelflug.
Hann á um fimmtán flugvélar og játar fúslega
að hann sé með algjöra dellu. „Það eru ekki
nema tvö ár síðan ég féll fyrir þessu. Ég
átti mörg önnur áhugamál en hafði lengi
verið forvitinn um módelflug. Þegar ég
hafði prófað einu sinni lögðust flest önn-
ur áhugamál af. Maður getur endalaust
bætt sig í því að fljúga þessum flugvélum
og nú eru líka til svo öflugir tölvutengj-
anlegir hermar sem maður getur tengt
fjarstýringu við og æft sig þannig, frek-
ar en að vera að krassa vélunum úti á
velli.“
Fljúga langt úr sjónmáli
Siggi Rúnar hefur ekki verið í því að smíða
sjálfur flugvélamódelin, heldur hefur hann
keypt þau samsett hjá Módel Express á Ak-
ureyri. „Þeir eru með allar gerðir af vélum,
bæði eftirlíkingar af stórum alvöru flugvélum
og annars konar vélar. Það eru allskonar út-
færslur, bæði mjög léttar vélar og svo aðrar
miklu þyngri fyrir þá sem eru lengra komnir.
Þetta eru fjarstýrðar vélar og nokkuð stórar,
þær eru með tveggja metra vænghaf og eru um
það bil tveir metrar á lengd. Ég er með vélar
sem eru með allt að 40 kúbika bensínmótorum,
sem er ekki ólíkt því sem var í skellinöðrum hér
áður. Þannig að þessar vélar fljúga bæði langt
og hátt, maður er löngu hættur að sjá þær þó að
maður stjórni þeim enn með fjarstýringunni,
hún dregur mjög langt,“ segir Siggi Rúnar sem
flýgur vélunum líka á veturna, ekkert síður en á
sumrin.
Saknar kaffispjallsins
Siggi Rúnar er norðanmaður og bjó áður á
Akureyri. Þar átti hann marga félaga sem voru
í módelfluginu og þeir komu saman í hverri
viku. „Við hittumst í kaffispjalli að kvöldi til, all-
an ársins hring og svo hittumst við á Melunum
um helgar, þar sem er mjög góður tilbúinn völl-
ur og fín aðstaða til að fljúga vélunum. Hér á
Eskifirði er því miður algjört aðstöðuleysi fyrir
þetta sport. Ég stalst reyndar aðeins til að
fljúga á golfvellinum en það gengur ekki þegar
hann er kominn í fulla notkun og sláttumenn-
irnir farnir af stað. Þetta aðstöðuleysi gerir það
að verkum að maður gerir minna af því að
fljúga en maður vildi. Við erum líka svo fá sem
erum í þessu hér, ætli við séum nema um tíu
manns. Ég hef verið að hitta suma þeirra inni á
Norðfirði þar sem við höfum stundum verið
að fljúga módelunum saman. Þegar við verð-
um orðin tuttugu eða þrjátíu í þessu getum
við kannski beitt hópþrýstingi og fengið settan
upp völl fyrir okkur hér til að fljúga.“
Sjóari kominn í land
En breytingin í lífi Sigga Rúnars felst ekki
aðeins í því að hann hefur flust búferlum í ann-
an landshluta og að færri eru til staðar til að
deila með flugmódelaáhuganum. Hann starfar
líka á allt öðrum vettvangi. „Ég var meira og
minna sjómaður frá því ég var sextán ára en
núna vinn ég í kerskála hjá Fjarðaáli á Reyð-
arfirði og það er mjög fjölbreytt starf. Þetta er
allt annað líf og ég fer heim til fjölskyldunnar
minnar eftir vaktirnar sem mér finnst frábær
breyting frá því sem var þegar ég var sjómað-
ur. Ég sakna þess alls ekki að vera á sjónum.“
Fljúga
bæði langt
og hátt
Eskifjörður | Hann hefur verið
til sjós meira og minna frá því
hann var unglingur en er nú
kominn í land og hefur skipt um
starfsvettvang. Í frítíma sínum
horfir hann til himins því mód-
elflug á hug hans allan.
Þeir sem vilja kynna sér módelflug nánar eða
fjárfesta í vél geta fundið frekari upplýsingar
á: www.frettavefur.net
Listflugvélin Siggi Rúnar með eina af
uppáhaldsvélunum sínum, YAK 54.
|þriðjudagur|9. 9. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Margir telja módelflugið vera dýrt áhugamál en þar sem Siggi Rúnar var áður mikill
jeppadellukarl er samanburðurinn honum í hag. „Ein vél með öllu, klár í loftið til að
fljúga fyrir byrjendur, kostar jafn mikið og eitt þrjátíu og átta tommu dekk undir jeppa.
En svo eru sumir vissulega öfgakenndir í þessu, eins og kannski ég, sem á svona margar
vélar. Margir selja vélarnar eftir að þeir eru búnir að fljúga þeim í vissan tíma og fá sér
einhverjar aðrar. Fólk skiptist mikið á vélum og annað slíkt og fyrir sunnan eru mód-
elklúbbar. Þar eru lendingakeppnir og fleira í þeim dúr.“
Sumir skiptast á vélum
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Rafmagnsflugvél Þessa bláu er
gott að skjótast með í bílnum og
fara á flug með fjarstýringuna.