Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar 18 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sparnaður. Orðið eitt geturfyllt margan kvíða og víst aðfæstum þykir gaman aðþurfa að draga saman seglin og minnka eyðsluna. Einhverjir eru þess líka efalaust fullvissir að þeir geti ómögulega farið sparlegar með fjár- muni sína en þeir gera nú þegar. Velflest getum við þó engu að síður minnkað eyðsluna á ýmsan hátt. Þannig reyna sumir að nota bílinn minna, dusta jafnvel rykið af gamla góða hjólinu eða fara ferða sinna á tveimur jafnfljótum. Eins er hægt að sameinast um bílferðir, draga með því úr bensíneyðslu og gera náttúrunni í leiðinni greiða með því að losa minni koltvísýring út í andrúmsloftið. Rekst- ur bílsins er enda oft stór hluti af fjár- útlátum heimilis. Bakaði sjálf allt brauðmeti Stærsti þáttur hins daglega heimilisbókhalds hjá flestum fjöl- skyldum er þó væntanlega matarinn- kaupin og fyrsta skrefið í sparnaði á þeim vettvangi er t.d. að gera öll inn- kaup í lágverðsverslunum. Gott er líka að skipuleggja sig vel og gera jafnvel magninnkaup og ekki er úr vegi að hafa gamalt heilráð í huga – að fara aldrei út í búð svangur. Fyrir rúmum 20 árum ákvað Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi að reyna að lækka matarreikninginn. Með vandlegri skipulagningu og nokkrum breytingum tókst henni að lækka mat- arútgjöldin um 40% og segir hún að þau ráð sem hún greip til þá gangi alveg jafn vel í dag. Vigdís byrjaði á því að halda ná- kvæmt heimilisbókhald í nokkra mán- uði. Hún áttaði sig fljótlega á því að brauðmeti var stór útgjaldaliður. Hún hóf því að baka sitt eigið brauð, pítsur, smábrauð, snúða o.s.frv. og segir mat- arreikninginn hafa „snarlækkað“ við það. Í kjölfarið ákvað hún að gera enn betur og fór að skrá hvaða fæðuteg- undir væru oftast á borðum fjölskyld- unnar. „Hvaða matur var í uppáhaldi, hvaða matur borðaðist ekki eins vel og hvað það var sem af einhverjum ástæðum lenti í ruslafötunni í stað þess að lenda í svöngum mögum heim- ilisfólks,“ segir Vigdís. Þegar hún var síðan komin með góða yfirsýn yfir matarinn- kaupin samdi hún fjög- urra vikna matseðil og gerði innkaupalista í samræmi við hann. Á matseðlinum var ekki aðeins kvöldmatur heldur geymdi hann allar máltíðir dagsins og á innkaupalistann fór því allt sem Vig- dís gat ímyndað sér að þyrfti, þ.m.t. fyrir gesti sem litið gætu óvænt í heimsókn. Bakari á ráðherralaunum Vigdís prufaði sig síðan áfram með matseðilinn og tók það út sem ekki gekk nægilega vel og setti inn það sem virkaði betur. Eftir nokkra mánuði tók hún saman sparnaðinn. „Hann var ótrúlegur. Bara við það að skipu- leggja, við að vita hvað ætti að kaupa og reyna að geyma umframbirgðir í búðinni en ekki í búrskápnum. Mig minnir að matarreikningurinn hafi lækkað um 40% eða svo við þessar að- gerðir.“ Töluverð vinna fór í skipulagn- inguna, en að sögn Vigdísar var það alls ekki erfitt eftir að hún byrjaði á því. Hún segir brauðbaksturinn hafa vegið nokkuð þungt í lækkun mat- arreikningsins. „Ég reiknaði út að ég hefði sennilega ráðherralaun á tímann við að baka ofan í fjölskylduna,“ segir hún og bætir við að þótt hveiti hafi hækkað í verði síðan þetta var sé enn hægt að kaupa brauðhveiti á viðráð- anlegu verði og spara dágóðar fjár- hæðir. „Það er ljóst að meira að segja dýra hveitið er enn ekki svo dýrt að það borgi sig ekki að baka brauð.“ Segist Vigdís varla hafa stigið fæti inn í bakarí síðan. Hún mælir einnig með að nýta mat- arafgangana vel. T.d. megi nota þá sem fyllingu í bökudeig eða setja á pítsubotn sem vafalaust veki mikla lukku hjá yngri fjölskyldumeðlim- unum. Eins megi finna margar mat- reiðslubækur eða uppskriftir á netinu sem leggi áherslu á ódýran og góðan mat. ylfa@mbl.is Skipulagning lykillinn að sparnaði Nú þegar snörp efnahags- lægð gengur yfir landið leita margir leiða til að spara. Ylfa Kristín K. Árnadóttir hitti konu sem náði að lækka mat- arútgjöldin um 40%. VIGDÍS býr líka yfir sparnað- arráðum ótengdum matarinn- kaupum og brauðbakstri. Hún segir til að mynda gott að hafa í huga að á öllum heim- ilum séu rafmagnstæki sem eyði orku. Þótt orka hér á landi sé vissulega ódýr í samanburði við ýmsar aðrar þjóðir er engin ástæða til að eyða henni í óhófi. Á heimasíðu Orkuveitunnar, www.or.is, má þannig finna mörg góð orkusparandi ráð. Þá ætti fólk að forðast að skulda og reyna að kaupa ekki hluti nema það hafi efni á þeim. „Stundum er í lagi að bíða bara aðeins lengur eftir því sem mann langar í,“ segir Vigdís en viðurkennir að stundum sé ein- faldara að segja það en fram- kvæma. Forðist orkubruðl og skuldir Fjölmörg sparnaðarráð bárust blaðamanni þegar hann leitaði eftir slíkum. Þau voru m.a.:  Að drekka vatn með matnum í staðinn fyrir mjólk, djús eða gos. Dagleg gosneysla getur kostað fjög- urra manna fjölskyldu hátt í hundrað þúsund krónur á ári.  Að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum, kaupa grænmeti í áskrift beint frá bónda og kaupa kjöt í skrokkum og frysta til vetrarins.  Í stað þess að nota greiðslukortin, sem oftar en ekki blinda fólk á eyðslu sína, á frekar að skammta sér reiðufé einu sinni í viku.  Að skoða tilboðin í matvörubúðunum og kaupa þá í nokkrar máltíðir af tilboðsvörunni.  Að laga matinn heima frekar en að kaupa tilbúið.  Að fækka bæjarferðum þegar áfengi er haft um hönd. Ekki aðeins er sopinn dýr á skemmtistöðum heldur fyllir ölið fólk oft óvenjumiklu örlæti í garð náungans sem getur orðið dýrt þegar upp er stað- ið. Nokkur skynsamleg sparnaðarráð Það varð uppi fótur og fit þegarsonarsonur Hreiðars Karls- sonar á Húsavík komst að því sér til mæðu að afinn hafði gleymt að kaupa kremkex og kökur. Nokkuð sem afar mega ekki klikka á. Hreiðar orti: Það er von að blessað barnið spyrji og bíði eftir svari. Kexlaus afi er hvorki mikils virði hvunndags eða spari. Björn Ingólfsson á Grenivík áttar sig á alvöru málsins: Tóman skekur Hreiðar haus, hefur gleymt að kaupa inn. Krakkinn gónir kökulaus á kexruglaðan afa sinn. Og á sama tíma orti Hjálmar Freysteinsson á Akureyri, sem var með Birni og Hreiðari í Laugaskóla fyrir hartnær hálfri öld, svipaða vísu: Drengurinn komast mun til manns, mætur, hress og glaður. Aftur á móti er afi hans alveg kexruglaður. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum leggur orð í belg: Kringum afa oft er rex en ömmur þykja jafnan slyngar. Áfram munu kveða um kex kexruglaðir Laugskælingar. Hallmundur Kristinsson var í yngri deild í Laugaskóla og leit ákaflega upp til Hjálmars, Björns og Hreiðars. „Það hefur lítið lagast síðan,“ segir hann og yrkir: Eftir því sem vitið vex veikjast menn á taugum. Margir átu mikið kex, man ég var, á Laugum. Og Magnús klykkir út með: Allt má birta, ekkert rex, en að þeim köppum held ég stingi að alltaf fá nú úrvals kex afabörn í Húnaþingi. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af kexi og öfum Nákvæmt heimilis- bókhald eykur sýn yfir fjárútlátin. Morgunblaðið/Golli Heimabakstur Með því að baka allt brauðmeti fjölskyldunnar náði Vigdís Stefánsdóttir að lækka matarreikning heimilisins svo um munaði. Gott skipulag við innkaup fól svo í sér enn frekari lækkun á þessum útgjaldalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.