Morgunblaðið - 09.09.2008, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
- kemur þér við
Sérblað um vinnuvélar
fylgir blaðinu í dag
!
" #$
% " $
"&
'
(
(
" )
$ +
$
%(
(
% "
, -
!
#) ( %
.
!
$ /!
% ( "
!"
!#$!$%&' ( )*++ !
,$!"-+$./"0$
Kirkjan stefnir ríkinu
vegna tveggja kirkju-
jarða
Erlendir fangar sexfalt
fleiri nú en um aldamót
SP-fjármögnun vill
rannsókn vegna MEST
Skoðuðu fjallagórillur í
Afríku
Monitor, ársafmælið og
Nöglin
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Fyrir tveimur árum,
þegar ég var í mennta-
skóla, var opnaður
skemmtistaður rétt
hjá skólanum mínum
við Lækjargötu. Var
þar um að ræða mjög
sérstakan klúbb hvar
skálað var í kampavíni
og fljóðin flykktust að
mönnum með rétt
sambönd og þykkt
veski. Bauð þessi staður upp á vissa
þjónustu aðgengilega herramönnum
í umsjón faglærðra kvenna frá ýms-
um heimshornum. Í fyrsta sinn í
sögu Reykjavíkur gátu menntskæl-
ingar farið og fengið sér pulsu,
námsráðgjöf og mannvígslu og allt
innan þriggja húsaraða.
Á nýafstöðnum borgarstjórn-
arfundi var afnumið bann við
rekstri nokkurra þekktra nekt-
ardansstaða í höfuðborginni. Olli
umræddur fundur nokkurra daga
umróti á bloggsíðum landsmanna,
hvar háðfuglar úr embættis-
mannakerfinu sem og virðulegt
blaðafólk lýsti á misþungan hátt yfir
hneykslan sinni og ímugusti á ofan-
greindum rekstri. Svo kom helgi,
fólk gleymdi þessu bara og skrapp á
Tropic Thunder.
En Reykjavík er nú ekki ein um
rekstur nektardansstaða. Kópavog-
ur býður einnig upp á fjörugt og
spennandi næturlíf fyrir vel stæða
herramenn og þar á bæ er þetta sko
látið í friði. Ber þar hæst stað hvers
nafn ég nefni þó ekki, en sá ágæti
staður nýtur mikillar hylli fyrir iðn-
grein þá er þar er
stunduð af natni. Er
þar fyrir að þakka eig-
anda staðarins sem vel
er reyndur í rekstri
skemmtistaða og í dag-
legu máli við staðinn
kenndur. Fer sá aðili
fullkomlega að gildandi
lögum samkvæmt því
sem ég best veit og
ekkert slæmt um hann
að segja. Einnig má
þakka hinni ágætu
bæjarstjórn Kópavogs
hvers leiðarljós er okkur öllum fyr-
irmynd í siðgæði og löghlýðni. Ég
spyr því gagnrýnisraddirnar, hvað
er ólöglegt hérna?
Vændi er löglegt á Íslandi, sem
og nektardans. Þó líta margir á
þessar iðngreinar sem samfélags-
mein og vilja þær burt. Svo sem
gott og blessað, en hver eða hvað á
þá að losa okkur við þetta? Nú,
væntanlega Alþingi, þjóðkjörið lög-
gjafarþing Íslendinga og rúmur
helmingur þingmanna þess og
þ.á m. einhverjir þingmenn rík-
isstjórnarflokkanna. Og hvaða
flokkar skyldu greiða fyrir banninu?
Yrði það Samfylkingin, sem í lífstíð
Kaffibandalagsins málaði sig and-
stæðing vændis en seldi sig svo sjálf
X-D? Nei, varla. Eða þá fulltrúar
Sjálfstæðisflokks, sem draga málin
bara á langinn og í gleymsku og
halda hlífiskildi og lögvernd yfir
eigendum vændis og strippiðnaðar-
ins sem yfirleitt eru vinir þeirra og
skólabræður? Já, kannski, þegar
helvíti frýs.
Alþingismenn leggja fram frum-
vörp um lækkun hátekjuskatts,
hækkun eigin eftirlauna og reisa
gettógirðingu kringum bílastæðið
sitt en aðhafast ekki neitt í málum
tengdum kynlífsiðnaðinum. Þetta
ástand gengur ekki til lengdar. Ég
er sjálfur ekki að hvetja beint til
neinnar einnar sérstakrar nið-
urstöðu en í guðanna bænum gerðu
eitthvað, kæri lesandi. Annaðhvort
er hægt að banna þessar atvinnu-
greinar með öllu með velferð man-
salsþolenda að leiðarljósi og klára
málið þannig eða þá að feta í fótspor
Þjóðverja og einfaldlega verkalýðs-
væða vændið, þ.e. skrá atvinnuheit-
in í símaskrána, greiða föst laun og
láta drósirnar og sykurstrákana
greiða skatt eins og aðrir. Alþingi
hefur valdið, ekki ég.
Hvað mig undirritaðan varðar, þá
er ég frekar áhugalítill um þetta
sérstaka mál. Það eru önnur og
meira aðkallandi mál sem venjulegt
fólk þarf að glíma við í gráma
hversdagsins, t.d. leikskólar, kenn-
aralaun og húsnæði handa rónunum
og fíklunum. En svo lengi sem lög-
gjafarvaldið slórar við setningu
skýrs banns við mansali sem og
setningu laga um verndun þeirra
einstaklinga sem flýja mansal, þá
fer ég nú varla að missa svefn yfir
því að kaupa mér eitthvað mjúkt og
slavneskt. Ég má það alveg. Þing-
maðurinn þinn líka.
Herramenn og fagkonur
Arnar Þór Krist-
jánsson skrifar um
rekstur nektarstaða
» Svo kom helgi, fólk
gleymdi þessu bara
og skrapp á Tropic
Thunder.
Arnar Þór Kristjánsson
Höfundur er myndlistarnemi.
ÞJÓÐIN er ný-
vöknuð af draumi;
sannkölluðum ólymp-
íudraumi. Stórkost-
legur árangur ís-
lenska
handknattleiksliðsins
er með eindæmum,
en afrek þess mun
veita íþróttamönnum
sem og þjóðinni allri
innblástur um ókomna tíð.
Á slíkum íþróttaviðburði er
takmark þátttakenda vitaskuld að
standa á verðlaunapalli. Þó má
ekki gleyma því sem aldrei er of
oft kveðið: „Aðalatriðið er að vera
með“. Reyndar er hugsjón sam-
stöðu og jafnréttis ekki aðeins
gömul klisja til huggunar þeim
sem ekki hreppa verðlaun, heldur
á sama tíma lög fest í Ólympíu-
sáttmálann, sbr. fimmtu grein:
5. Hvers konar mismunun með
tilliti til þjóðernis, kynþáttar, trú-
ar, stjórnmálaskoðana, kyns eða
annarra þátta samræmist því
ekki að tilheyra Ólympíu-
hreyfingunni
Jafn réttur til íþróttaiðkunar
er því ekki aðeins almenn viðmið-
unarregla, heldur ein af for-
sendum Ólympíuleikanna.
Sú afstaða að mótmæli mann-
réttindabrota eigi ekki heima á
Ólympíuleikum er oft studd þeim
rökum að pólitík eigi ekki samleið
með ólympíuhugsjóninni. Hæst-
virtur menntamálaráðherra talaði
um friðarhátíð og sagði enn frem-
ur mikilvægt að leikarnir yrðu
„haldnir með sóma“.
Hins vegar virðist einn aðili
hafa notið friðhelgi gagnvart
þeirri kröfu að leikarnir ættu að
vera óháðir stjórnmálum.
Vert er að minnast þess að kín-
versk stjórnvöld fengu að halda
Ólympíuleika með skilyrðum. Þau
skilyrði voru samþykkt og
ákvörðunin um að hýsa leikana
þar í landi var tekin með hliðsjón
af þeirri skuldbind-
ingu. Skilyrðin fólust
fyrst og fremst í því
að staða mannrétt-
indamála færðist til
betri vegar í landinu
og að erlendum fjöl-
miðlum yrði gefið
fullt frelsi til að
miðla fréttum á með-
an leikunum stæði.
Nú blasir við sú stað-
reynd að þau loforð
voru ekkert annað en
blygðunarlausar lyg-
ar. Leikarnir voru gerðir að tylli-
ástæðu til að brjóta enn frekar á
fólki og í stað frjálsar miðlunar
frétta var á elleftu stundu til-
kynnt ritskoðun allra ólympíu-
frétta.
Með því að neita hinum ýmsu
hópum þátttöku á leikunum, (þar
á meðal rómversk-kaþólskum í
Kína, Falun Gong-iðkendum, öll-
um sem hafa hlotið varanleg ör-
kuml eftir uppreisnir t.d. náms-
mönnum á Torgi hins himneska
friðar 8́9 og geðfötluðum) hefur
Ólympíusáttmálinn verið brotinn
og með því hafa kínversk stjórn-
völd gert Ólympíuleikana að póli-
tískum vettvangi.
Ekki þarf að rýna lengi í stofn-
skrá Ólympíuleikanna til að átta
sig á að hún hafi verið algerlega
hunsuð á sjálfum leikunum þetta
árið. En fyrsta og önnur grein
hennar hljóða svo:
1. Ólympíuhugsjónin er lífs-
afstaða sem hefur í heiðri sam-
hljóm heildrænna eiginleika
manneskjunnar, líkama, huga og
vilja. Með samþættingu íþrótta og
menningar á Ólympíuhugsjónin
að efla jákvæða lífsafstöðu,
menntandi gildi íþrótta, tækifæri
til að vera öðrum góð fyrirmynd
og virðingu við algildum siðferð-
isviðmiðum.
2. Markmið Ólympíuhugsjónar-
innar er að íþróttir styðji heild-
ræna þróun manneskjunnar, frið-
armenningu og varðveislu
manngildisins.
Eitt besta dæmið um viðsnún-
ing á gildum ólympíuhugsjónar-
innar er að kínverski komm-
únistaflokkurinn skilgreindi mestu
„hryðjuverkaógn“ leikanna í sum-
ar svo, að hún stafaði af Falun
Gong-iðkendum, sem eru þekktir
fyrir að hafa aldrei beitt illu á
móti illu heldur alltaf minnt á
mannréttindabrot í Kína á frið-
samlegan hátt. Á sama tíma hafa
þessi yfirvöld ítrekað reynt að
koma sök á Falun Gong-iðkendur
með fölsuðum sönnunargögnum og
beitt áróðri af mikilli hörku í fjöl-
miðlum.
Ólympíuleikarnir sjálfir voru
notaðir til réttlætingar grimmd-
arlegra ofsókna saklausra borgara
en þúsundir „óæskilegra“ hafa
verið handteknar og pyndaðar, án
gefinnar ástæðu, í nafni öryggis
leikanna.
Á meðan valdaklíkan baðar sig í
dýrðarljóma heimsviðburðar sem
byggist á fagurri hugsjón og
krefst þess af alþjóðasamfélaginu
að fullt tillit sé tekið til ólíkra
menningarheima, þvingar hún
leynt og ljóst fram samþykki okk-
ar fyrir því að mannréttindi séu
afstæð.
Að sjálfsögðu styðjum við
íþróttafólk okkar heilshugar og
hyllum það fyrir framlag sitt;
tímamótaviðburður hefur átt sér
stað í íslenskri íþróttasögu sem
verður skráður í bækur sögunnar.
Enn stærri er þó sigurinn ef
þjóðin hefur færst nær þeirri hug-
sjón og þeim gildum sem er for-
senda leikanna. Setjum ólympíu-
hugsjónina í fyrsta sæti; hún er
gulls ígildi.
Gulls ígildi
Hafþór Sævarsson
skrifar um ólympíu-
hugsjónina
»Kínversk stjórnvöld
hafa notið friðhelgi
gagnvart þeirri kröfu að
Ólympíuleikarnir ættu
að vera óháðir stjórn-
málum.
Hafþór Sævarsson
Höfundur er Falun Gong-iðkandi.