Morgunblaðið - 09.09.2008, Page 23

Morgunblaðið - 09.09.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 23 ANDRI Snær Magnason rithöf- undur skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 1. september sl. undir heitinu: „Hvenær er komið nóg?“ Nóg af virkjunum á Íslandi. Þetta er góð spurn- ing. Almenna svarið við spurningunni hvenær sé komið nóg af einhverju er: Þá er komið nóg þegar smávegis viðbót af því sem sóst er eftir er nákvæmlega étin upp af því sem fórna þarf til að ná henni. Þetta almenna svar er sjaldnast fullnægjandi, en samt ekki gagnslaust, því að það leiðir hugann að því sem máli skiptir. Ef bæði það sem sóst er eftir og það sem fórna þarf er mælanlegt í sömu einingum, til dæmis krónum, er hægt að nota þessa reglu til að reikna beinlínis út svarið. Það er stundum hægt en langt frá því alltaf. Stundum er ávinningurinn mælanlegur en fórnin ekki. Stund- um hvorugt. Tilefni greinar Andra Snæs var að Björk Guðmundsdóttir söng- kona hafði látið í ljós þá skoðun að tvö eða þrjú álver á Íslandi væri nóg. Nú ætti að beita sér að því að vinna á Íslandi neytendavörur úr álinu og selja bæði innanlands og úr landi í stað þess að selja álið óunnið. Hún hafði jafnframt lýst andstöðu við fleiri álver. Ég ræddi þessar hugmyndir hennar í grein í Morgunblaðinu 2. september þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki raunhæfar efna- hagslega vegna smæðar íslenska markaðarins. Smæð hans er í rauninni eina ástæðan til þess að þær eru óraunhæfar. En jafnvel þótt ekkert hráál væri flutt út, en einungis unnar ál- vörur, stendur sú spurning eftir hve mikið ál skuli fram- leitt. Andri kemst að þeirri niðurstöðu að á Íslandi verði eftir nokkur ár framleitt 14.000 sinnum meira ál en flug íslensku flugfélaganna þarf. En við notum ál ekki bara í flugvélar. Við notum það í bíla sem fyrir bragðið spara okkur bensín og endast lengur í okkar raka loftslagi. Við notum það í klæðningar á húsum, í bús- áhöld og margt fleira eins og önn- ur iðnríki. Talan 14.000 er því vill- andi. En það er rétt að við framleiðum nú þegar meira ál en notað er á Íslandi. Ekkert er óeðlilegt við það. Við framleiðum líka mun meira af fiskafurðum en neytt er á Íslandi. Bæði Sádi- Arabar og Norðmenn framleiða miklu meiri olíu en þeir nota sjálf- ir. Brasilíumenn meira kaffi en þeir drekka sjálfir. Það er ein- kenni viðskiptabúskapar, borið saman við sjálfsþurftarbúskap, að framleiðsla einstakra landa á vörum er ekki í samræmi við neyslu þeirra á sömu vöru. Það er hentugra fyrir alla að vörur séu framleiddar þar sem bestar að- stæður eru til þess. Við Íslend- ingar erum ekki eftirbátar neinna í kaffidrykkju. En mér litist ekki á blikuna ef við ættum að rækta sjálfir allt það kaffi. Þar njótum við Brasilíumanna á sama hátt og aðrir njóta okkar í fiskafurðum og áli. Virkjun vatnsorku og jarðhita á Íslandi hefur áhrif á umhverfið sem kallast mega neikvæð ef þau eru skoðuð út af fyrir sig. Engin leið er að leggja peningalegt mat á þau því að enginn markaður er til fyrir ósnerta náttúru. Pen- ingalegt mat er ekki raunhæft ef markaður er ekki fyrir hendi. Í stað markaðar kemur þá pólitísk ákvörðun yfirvalda í umboði al- mennra kjósenda. Hér á landi er það iðnaðarráðuneytið sem veitir virkjunarleyfi. Andri Snær bendir réttilega á að það á sér stað umtalsverð sóun á áli sem vel mætti endurnýta. Jafnvel oftar en einu sinni. Allir hljóta að vera sammála um að vinna beri gegn slíkri sóun. Hún á sér að heita má eingöngu stað í núverandi iðnríkjum þar sem 25% mannkynsins búa. Þegar Kína og Indland hafa iðnvæðst búa 62% mannkynsins í iðnvæddum lönd- um. Álnotkun í heiminum mun því stórlega aukast þótt tekið verði fyrir núverandi sóun á áli. Það skiptir miklu máli fyrir baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifunum að sem mest af því áli verði framleitt með annarri orku en úr eldsneyti. Með engu öðru móti geta Íslend- ingar betur stutt þá baráttu en með því að hýsa hér allan þann ál- iðnað sem þeir frekast mega. Við verðum að venja okkur af þeirri hugsun að það muni ekkert um okkur. Það eru einstaklingar sem bera ábyrgð en ekki nafnlaus fjöldi. Hvenær er komið nóg af virkj- unum á Íslandi? Þegar meirihluti kjósenda á Íslandi hefur með at- kvæði sínu í þingkosningum ákveðið að nóg sé komið. Fyrr ekki. Já! Hvenær er komið nóg? Jakob Björnsson svarar grein Andra Snæs Magnasonar »Hvenær er komið nóg af virkjunum á Íslandi? Þegar meiri- hluti kjósenda á Íslandi hefur með atkvæði sínu í þingkosningum ákveð- ið að nóg sé komið. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. MIKIL ógn steðjar að Reykvíkingum og gestum höfuðborg- arinnar að mati brúnaþungra og húmorsnauðra kven- þingmanna Vinstri grænna og annarra siðferðisbjargandi hópa. Smuga hefur fundist í lögum og reglugerðum svo allt stefnir í að nektardans ungra kvenna verði leyfður við Austurvöll, að norð- anverðu að sjálfsögðu. Það kemur sannarlega ekki á óvart að fyrr- nefndar kjarnakonur vilji koma í veg fyrir það sem þær álíta ósóma. En það er vissulega gam- an að fylgjast með viðbrögðum annarra, aðallega karlpeningsins sem á eitthvað undir sér, valda- lega séð. Þeir eru nefnilega svo hræddir um sitt góða álit að hvað sem líður þeirra sönnu skoðun þorir varla nokkur maður að láta það í ljós að þeir sjái ekkert at- hugavert við það að karlar horfi á fagurskapaðar og naktar konur. Þeir óttast að þeir verði þar með stimplaðir „perrar“ eins og sagt er á slæmu máli og þarf bréfrit- ari víst ekki að bíða lengi eftir stóradómi. Sá eini sem ekki hefur tekið þátt í hræsninni fram að þessu er hinn umdeildi bæj- arstjóri í minni gömlu heimasveit og hefur hann að sjálfsögðu feng- ið að heyra það hjá hinum heil- ögu en slíkt hristir hann af sér áreynslu- laust. Hvað er svona skelfilegt við nekt, hvað er svo skelfilegt við það að sjá mannslíkama í sinni tærustu mynd án þess að hann sé hul- inn? Hinar heilögu full- yrða að í skjóli nekt- ardans þrífist vændi. Það má vissulega segja að afbrot geti þrifist í skjóli ýmiskonar atvinnu- rekstrar. Það tekst víst að koma eiturlyfjum til landsins með Póst- inum, með Norrænu, með vöru- sendingum, með farþegaflugi. Á þá ekki að setja algjört ferðabann á landann, eigum við ekki að loka Póstinum, hætta öll- um ferðum milli landa? Þar sem hér er lýst fylgi við að nektardans sé leyfður er eindreg- ið lýst yfir stuðningi við jafnrétti kynjanna. Auðvitað á þá að leyfa og reka staði þar sem ungir fag- urlimaðir karlar dansa og að sjálfsögðu fyrir konur, þær eiga fullan rétt á því og þá má búast við að fjör færist í leikinn svo um munar. Það hefur lengi loðað við sterk öfl í okkar litla þjóðfélagi að vilja leysa allt með boðum og bönnum. Fyrir nær einni öld var sett á al- gjört vínbann á Íslandi. Var það ekki til bóta, voru Ís- lendingar ekki edrú árum saman meðan bannið stóð? Það var víst lítið um það að landinn drykki minna á bann- árunum. Aðallega björguðu menn sér á eigin spýtur og það var bruggað áfengi í öllum þorpum og út um allar sveitir. Til að uppræta bruggið, sem aldrei tókst, var stofnað sérstakt embætti brugg- eftirlitsmanns. Hann ferðaðist stanslaust um allt land, kom þorsbúum og bændum að óvörum, greip marga við bruggiðju, kærði og dró fyrir dómara. Á einum bæ fann hann bruggtæki en ekki dropa af áfengi. Eigi að síður var bóndi kærður og dreginn fyrir dómara. Bóndi mótmælti og kvaðst aldrei hafa bruggað þó hann ætti þessi tæki. En dómari sat við sinn keip og sagði að hann væri ákærður fyrir brugg þar sem hann hefði tólin til þess. Bóndi spurði hvort ekki ætti að kæra hann fyrir nauðgun? Hefurðu framið nauðgun, spurði dómarinn undrandi? Nei, svaraði bóndi, en ég hef tólin til þess. Hræsnin ríður ekki við einteyming Sigurður Grétar Guðmundsson skrif- ar um nektardans- staði » Þar sem hér er lýst fylgi við að nekt- ardans sé leyfður er ein- dregið lýst yfir stuðn- ingi við jafnrétti kynjanna. Auðvitað á þá að leyfa og reka staði þar sem ungir fagurlim- aðir karlar dansa... Sigurður Grétar Guðmundsson Höfundur er pípulagningameistari, búsettur í Þorlákshöfn. MORGUNBLAÐ- IÐ svarar gagnrýni minni á virkj- anastefnu blaðsins (Ný virkjunarstefna Morgunblaðsins, 5. september) í leiðara hinn 7. september og fullyrðir að til sé meðalvegur; segir „… að nýta eigi auð- lindir Íslands, vatns- föllin og jarðhitann, til að framleiða orku. Það eigi hins vegar að gera með þeim hætti að umhverfi landsins beri sem minnstan skaða af.“ Stefna blaðsins hafi ekki breyst í þeim efnum. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 6. júlí sl. spyr blaðið: „Hvaða nýju verkefni geta komið hjólum atvinnulífsins í snún- ing á nýjan leik?“ og svarar sjálfu sér: „Álver og virkjanir. Aðrir kostir í atvinnuuppbyggingu, sem ræddir hafa verið að undanförnu, eru engan veginn í hendi. Hins vegar er skýr og ákveðinn vilji af hálfu álfyrirtækja að reisa álver bæði í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Það liggur í stórum dráttum fyrir hvernig hægt er að afla orku til beggja þessara álvera. Fjármögnun verkefnanna er sömu- leiðis að öllum líkindum mun auð- veldari en flest önnur fjármögnun umsvifa á Íslandi á næstunni. Að tryggja álverunum útblásturskvóta er verkefni, sem er hægt að leysa.“ Morgunblaðið upplýsir ekki hvernig afla megi útblásturskvóta fyrir tvö ný álver sem stæðust skuldbindingar Íslands um að tak- marka útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda. Hvað þá heldur hvernig þau samræmdust stefnu ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun um 50-75% fyrir miðja þessa öld. Morg- unblaðið upplýsir ekki heldur hvernig megi afla ríflega 1.000 MW sem tvö ný álver þarfnast án þess að valda umtalsverðum skaða á náttúru lands- ins; orka sem nemur 1,5 Kárahnjúkavirkj- un. Er þetta með- alvegur Morgunblaðs- ins? Alcoa stefnir á að reisa 346 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík. Stuðn- ingur Morgunblaðsins við áform Alcoa virðist fyrirvaralaus. Styður Morgunblaðið virkjun Skjálfandafljóts, Jök- ulsár austari og Jök- ulsár vestari í Skaga- firði? Þessi fallvötn yrðu að öllum lík- indum virkjuð til að afla orku fyrir svo stórt álver. Er það meðalvegurinn sem Morgunblaðið talar um? Í grein minni hinn 5. september benti ég á að í forustugrein Morg- unblaðsins hinn 21. maí síðastlið- inn, segir: „Það er áreiðanlega víð- tæk samstaða meðal þjóðarinnar um að útiloka frekari fram- kvæmdir á miðhálendinu, hvort sem um er að ræða virkjanir eða aðrar framkvæmdir svo sem vega- framkvæmdir. Þar með þrengist mjög um möguleika á nýjum vatnsaflsvirkjunum. Og jafnvel þótt þær séu ekki í óbyggðum eru þær umdeildar eins og sjá má af deilunum, sem standa um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.“ Nú hefur Morgunblaðið aftur á móti lýst eindregnum stuðningi við gríðarlegar virkjanaframkvæmdir til að framleiða orku fyrir tvö ný álver, að ógleymdri stækkun ál- vers Rio Tinto/Alcan í Straumsvík. Er þetta meðalvegurinn? Meðalvegur hvers? Árni Finnsson fjallar um stefnu Mbl. í virkj- anamálum Árni Finnsson »Nú hefur Morg- unblaðið aftur á móti lýst ein- dregnum stuðn- ingi við gríð- arlegar virkjanafram- kvæmdir til að framleiða orku fyrir tvö ný ál- ver. Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. HVÍ skyldi þjóðin fjarlægjast Sjálfstæð- isflokkinn, flokk allra stétta? Sjálfsagt margar ástæður fyrir því, hvað mig varðar til dæmis þessi: Lífs- nauðsynleg starfsstétt lækkar í launum við að auka við skilyrta menntun sína. Óhæfur fjár- málaráðherra, að mín- um dómi, þrjóskast við að leiðrétta kjör stéttarinnar, þrátt fyr- ir þveröfuga vilja- yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Ef ráðherra er svo dómgreind- arlaus að leggja út í stríð við ljós- mæður, eina vinsælustu stétt landsins, til að viðhalda óréttlátum launakjörum hennar, er mál að linni. Þjóðinni ofbýður. Kjörorð flokksins; Gjör rétt, þol ei órétt, al- gjörlega gleymt eða að minnsta kosti sveigt út á flughála braut. Stríðið er allt í senn: óréttlátt, heimskulegt og vonlaust. Flokkurinn virðist hálf for- ustulaus eftir formannsskipti. Það þarf sterk bein til að vera leiðtogi. Nú er lag að taka í taumana. Mín tillaga er að fjár- málaráðherra verði lát- inn víkja og ekki settur yfir Landsvirkjun eins og hugsanlega stendur til. Hefur þjóðin ekki þjónað Árna Mathiesen nógu lengi? Þetta yrði skref í að flokkurinn endurheimti traust sitt hjá lands- mönnum, alla vega mér. Það fyrsta sem nýr ráðherra flokksins á að læra er að hlusta á þjóðina. Á næsta flokksþingi ætti svo flokkurinn að setja fjármálaráðherra sín- um einfalda reglu: Hann má ekki vera gráðugur. Gjör rétt – þol ei órétt Tryggvi P. Frið- riksson skrifar um stjórnmál Tryggvi P. Friðriksson » Stríðið er allt í senn: órétt- látt, heimsku- legt og von- laust. Höfundur er listmunasali. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.