Morgunblaðið - 09.09.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.09.2008, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björgvin Ingi-mar Friðriks- son, framkvæmda- stjóri, fæddist á Selá á Árskógsströnd 31. janúar 1951. Hann lést á heimili sínu 29. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Friðrik Þor- steinsson frá Litlu- Hámundarstöðum, f. 15.8. 1905, d. 5.8. 1982 og Anna Soffía Sigurðardóttir frá Brattavöllum, f. 17.8. 1911, d. 3.3. 1983. Systkini Ingimars eru Anna Friðrika, f. 2.1. 1935, Svanhildur Agnes, f. 9.12. 1937, Sigurlaug Valdís, f. 20.6. 1940, Soffía Júnía, f. 21.6. 1942, Bryndís, f. 28.12. 1943, Þóra Sig- rún, f. 8.4. 1945, Þorsteinn Valtýr, f. 11.8.46 og Freygerður, f. 10.7. 1953. Ingimar giftist 15. júní 1974 Aðalbjörgu Baldvinsdóttur, f. 4.3. 1952. Foreldrar hennar eru Bald- vin Ásgeirsson frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, f. 23.9. 1917 og Hekla Ásgrímsdóttir frá Akureyri, f. 25.3. 1919, d. 4.9. 2004. Börn Ingimars og Aðalbjargar eru: 1) Elvar, f. 9.9. 1973, sambýliskona hjá foreldrum sínum á Selá. Frest- aði hann útskrift um eitt ár vegna veikinda föður síns til að sjá um búið í fjarveru hans. Um haustið 1972 hóf Ingimar nám við lækna- deild Háskóla Íslands og stundaði hann læknisfræðinám í 2 ár. Næstu 19 árin starfaði hann á rannsókn- arstofu hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri og lauk samhliða því prófi í rekstrarfræði frá Há- skólanum á Akureyri. Þegar hann hætti hjá Sjöfn var honum falið að opna byggingavöruverslunina Metró á Akureyri þar sem hann starfaði næstu 4 árin en árið 1996 ákvað hann að fara í eigin rekstur og opnaði Litaland málning- arvöruverslun að Furuvöllum 7 á Akureyri. Þar hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri síðan en með nokkrum hléum síðustu ár vegna erfiðra veikinda sem hann greindist með í júlí 2005. Einnig átti hann og rak verslunina Lita- land að Egilsgötu 3 í Reykjavík síð- ustu mánuðina. Samhliða störfum sínum hefur hann stundað kennslu við bæði Verkmenntaskólann á Akureyri og Háskólann á Akur- eyri. Einnig tók hann virkan þátt í ýmsum störfum fyrir íþrótta- félagið Þór á Akureyri og sat m.a. í aðalstjórn félagsins á tímabilinu 1985-1995. Útför Ingimars fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Aldís Ósk Óladóttir, f. 25.8. 1981, sonur þeirra er Nökkvi, f. 14.2. 2007. Sonur Elv- ars og Kristínar Þóru Jónsdóttur, f. 12.5. 1975, frá fyrra sam- bandi er Natan Þór, f. 5.4. 1998. 2) Eva, f. 28.8. 1975, gift Andr- ési Þór Björnssyni, f. 30.9. 1977, börn þeirra eru Andrea Marín, f. 10.10. 2000, Benoný Breki, f. 3.8. 2005 og Björgvin Brimi, f. 3.7. 2008. 3) Ómar, f. 13.12. 1979. Kvæntist Sigrúnu Ás- dísi Sigurðardóttur, f. 29.5. 1978. Þau skildu. Synir þeirra eru Ingi- mar Andri, f. 14.1. 2001 og (fóstur- sonur) Sigurður Orri, f. 29.12. 1997. Ingimar sleit barnsskónum á Ár- skógsströnd og lauk þar barna- skóla áður en hann hélt til Dalvík- ur þaðan sem hann lauk gagn- fræðaprófi. Síðan lá leið hans til Akureyrar og útskrifaðist hann með stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1972. Meðfram skólagöngunni sinnti hann hinum ýmsu störfum og þá aðallega sjómennsku og bústörfum Elsku besti pabbi minn, þrátt fyr- ir erfið veikindi þín og stöðuga bar- áttu við sjúkdóminn þá vorum við sem elskuðum þig mest, ákveðin í því að þú myndir komast yfir þetta og verða frískur á ný. Það var okkur því mikið áfall þegar þú kvaddir okkur fyrir fullt og allt. Ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku pabbi, þú varst ekki bara góður pabbi heldur svo miklu meira. Ég er og hef alltaf verið mikil pabbastelpa, og þegar ég kom lítil upp í rúm til ykkar mömmu, kom ég alltaf upp í þín megin, það var svo hlýtt og notalegt að kúra hjá þér. Þó að þú hafir alltaf unnið mikið þá hafðirðu samt alltaf tíma til að leika við okkur börnin þín og hjálpa okk- ur við heimalærdóminn. Það var líka mikið atriði fyrir þig að ég færi í MA á sínum tíma. Þú hafðir sjálfur út- skrifast úr þeim skóla og þér fannst því ekkert annað koma til greina hjá mér. Enda varstu duglegur að halda mér við efnið og oft hjálpaðir þú okkur vinkonunum við heimalær- dóminn. Það hefur alltaf verið gott að leita til þín og þú varst mikill viskubrunnur. Ef einhverjar spurn- ingar komu upp í hugann á mér, var ég vön að hringja fyrst í þig, sama hvað málið var. Þegar við Andrés fluttum til Ítal- íu, vorum við oft við það að gefast upp á að búa með lítið barn í landi þar sem við kunnum ekki tungu- málið, hvað þá meira. En þú tókst það ekki í mál að við kæmum heim, svo við þraukuðum og sjáum ekki eftir því. Takk, pabbi minn. Barnabörnin hafa alltaf átt stórt pláss í hjartanu þínu og þú varst mjög vinsæll hjá litla fólkinu, sér- staklega fannst þeim gaman að spila með afa á orgelið og syngja. Þau eru enn að setjast við orgelið þitt og biðja um að fá að spila með afa. Þú varst duglegur að leika við þau þeg- ar þú varst frískur og hafðir burði til og þú gafst þeim öllum þín eigin nöfn, ýmist Litli Sveppur, Minnsti Sveppur, Gúsulína eða eitthvað álíka. Þetta fannst þeim gaman. Þú varst líka mjög stoltur þegar ég skírði yngsta son minn Björgvin, í höfuðið á þér. Ein af bestu minningum mínum um þig er þegar þú og mamma kom- uð út til Ítalíu að sækja okkur Andr- és eftir útskrift okkar árið 2004. Þá fórum við í nokkurs konar útskrift- arferð, m.a til Feneyja. Við skemmt- um okkur konunglega. Eitt kvöldið fórum við á gondóla, ræðarinn var ekki alveg til í að syngja fyrir okkur, var bara ekki í stuði til þess, svo var orðið frekar framorðið í Feneyjum. Þá tókst þú upp á því að syngja sjálfur fyrir okkur, og söngst hástöf- um: „o sole mio, bjóddu mér í bíó!“ Fljótlega kviknuðu ljós í flestum gluggum Feneyjabúa, enginn skildi hvaðan þessi ærandi hávaði kom! En við hin skemmtum okkur kon- unglega og hlógum mikið. Þú hafðir lag á því að skemmta fólki og grín- ast, og það er það sem við munum sakna mikið. Þrátt fyrir langvarandi og mikil veikindi þá lést þú aldrei á neinu bera og kvartaðir aldrei út af neinu, við vissum að þér leið oft mjög illa en það var eins og þú vildir hlífa okkur við kvölum þínum. Þú varst einstakur maður og ótrúlega sterk- ur andlega. Meira að segja sögðu margir læknarnir að þeir hefðu aldrei haft annan eins sjúkling og þig. Minning um fallegan og yndisleg- an pabba lifir í hjartanu mínu og með þessum orðum kveð ég þig með miklum söknuði, elsku pabbi minn, nú ertu kominn í góðar hendur og nú líður þér vel. Ég sakna þín óend- anlega mikið og elska þig að eilífu. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín Eva. Elsku pabbi minn er farinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þetta er mikið högg og reiðarslag fyrir alla fjölskylduna, það gerði sér enginn grein fyrir því hversu veikur hann var orðinn því hann sagði aldr- ei neitt og lét okkur aldrei finna hversu illa honum virkilega leið. Dagurinn sem pabbi fór var rosa- lega skrítinn og er greyptur í minnið að eilífu. Stundin þegar ég kom úr mat og labbaði inn í Litaland þar sem lögreglumaður og prestur tóku á móti mér og sögðu mér að þeir hefðu slæmar fréttur, að faðir minn væri látinn, gleymist aldrei. Það er ekki hægt að ímynda sér áður en maður lendir í því að missa einhvern hvernig tilfinning það er en maður er algjörlega tómur og tilfinninga- laus hreinlega. Sérstaklega þar sem maður átti engan veginn von á þessu. Þrátt fyrir sjúkdóminn þá kom aldr- ei annað til greina en að pabbi myndi klára hann með stæl eins og áður og vorum við fjölskyldan farin að plana framtíðina þegar pabbi yrði orðinn frískur og allt sem við ætluðum að gera saman. En nú er búið að taka það allt frá okkur og sorgin er yf- irþyrmandi. Kannski var þetta af- neitun en er það ekki bara eðlilegt? Það er ekki langt síðan þetta gerðist og við erum varla ennþá farin að trúa þessu eða átta okkur á þessu. Það getur ekki verið að pabbi sé farinn og að við sjáum hann aldrei aftur. Þessi stoð og stytta fjölskyldunnar sem maður hefur getað reitt sig á alla ævi er allt í einu horfin. Þetta er hreinlega óraunverulegt. Pabbi er einn besti og mesti mað- ur sem ég hef vitað um. Þvílíkur viskubrunnur og snillingur sem þessi maður var. Hvort sem það var í vinnunni eða lífinu sjálfu þá gat mað- ur alltaf leitað til hans með góð ráð og þó ég hafi ekki alltaf verið sam- mála því sem hann sagði og gerði þá hef ég alltaf rekið mig á það eftir á að hann hafði í raun alltaf rétt fyrir sér. Þvílíkt skarð sem þessi maður skilur eftir sig. Við kveðjum pabba með miklum söknuði og eftirsjá og vonum að hann hafi það betra þar sem hann er í dag og sé laus við allt erfiðið sem hann er búinn að standa í síðustu mánuði og ár. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og hafðu það gott. Ómar Ingimarsson. Elsku tengdapabbi, ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Þegar Elli hringdi í mig föstudaginn 29. ágúst og tilkynnti mér það að þú værir farinn þá hrundi allt hjá mér þann dag, ég vildi ekki trúa því að þú væri virkilega allur. Sumarið 1999 fékk ég þann heiður að kynnast þér þegar ég var að slá mér upp með Evu. Þvílíkur og annar eins snillingur sá ég að þarna var á ferð. Fljótlega var það siður hjá okk- ur að þegar við komum norður í heimsókn þá var ávallt kaldur gyllt- ur Viking-bjór í ísskápnum og þú með þinn volga Viking í stofuskápn- um. Við fórum í sólstofuna og rædd- um um lífið og tilveruna og fann ég strax að þarna var mikill visku- brunnur á ferð. Þetta var einn besti skólabekkur sem hægt var að setjast á, með kald- an bjór og hlusta á þig var það þægi- legasta og besta sem ég vissi um. Þú varst ávallt til staðar og hvattir okk- ur Evu áfram hvort sem það var við nám eða eitthvað annað. Þó svo að maður hafi sungið My way með Si- natra alveg hræðilega þá þótti þér það vera besti söngur sem þú hafðir heyrt. Það var ávallt stuð og stemn- ing í kringum þig og okkur þótti ekki leiðinlegt þegar þú skelltir þér á bak við hljómborðið og spilaðir og við sungum eins og vitleysingar öll sam- an. Það voru góðar og eftirminnilegar stundir þegar þú og Systa komuð og heimsóttuð okkur til Ítalíu þegar við bjuggum þar og mun ég aldrei gleyma þeim stuðningi sem við feng- um þar frá ykkur. Það skemmtilega við þetta allt saman var að sama hvað þú sagðir og gerðir þá hafðir þú alltaf rétt fyrir þér. Stundum hristum við hausinn og hlógum þegar heimspekiræðurnar þínar byrjuðu, umræður eins og að bjórinn eigi að vera volgur og bíllinn ykkar væri besti bíll í heimi, en að lokum var alltaf vit í öllu sem þú sagðir. Síðustu árin hafa verið sérstök og erfið, og sá ég enn og aftur hvers konar harðjaxl þú varst, sama hvað þér leið illa þá átti öllum í kringum þig að líða vel, fjölskyldan var alltaf nr. 1, 2 og 3. Þér þótti alveg gríð- arlega vænt um börnin og Andreu og Benoný þótti ekkert eins skemmti- legt og að fara norður og hitta afa og ömmu. Ég er svo þakklátur fyrir því að þú varst viðstaddur í skírninni hjá Björgvini Brima, nýjasta meðlimi fjölskyldunnar og að hann sé skírður í höfuðið á höfðingja eins og þér. Allar okkar stundir munu lifa í minningunni, ég mun alltaf minnast þín með virðingu og hlýju. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allar góðu stundinar sem við áttum saman og fyrir þá væntumþykju og hlýju sem þú veittir mér, það er mér ómetanlegt, ég verð ævinlega þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð geymi þig. Þinn tengdasonur, Andrés Þór. Elsku afi, þú ert besti afi í öllum heiminum. Við vorum alltaf saman, svo kom þessi sjúkdómur. Ég vildi að þú værir til ennþá en þú ert ennþá hjá okkur en við sjáum þig ekki. Það var leiðinlegt að þú fékkst þennan sjúkdóm. Það var bara svo skemmtilegt að vera saman. Við fórum mikið til Ítal- íu og ég var í leikskólanum, þú sóttir mig stundum í leikskólann, svo fór- um við oft á torgið og þú keyrðir mig í kerru, þar sáum við allskonar hluti. Svo þegar við vorum á Akureyri þá spilaðir þú á orgel og ég söng og svo dansaði ég líka. Mér fannst gaman að koma til ykkar ömmu í Litaland. Þar var ég bara að leika mér. Ég sakna þín mikið og þú varst bara bestur. Stundum passaðir þú og amma mig þegar mamma og pabbi fóru eitthvert út. Ég elska þig alltaf, afi minn, þín besta gúsulína. Andrea Marín. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sól. (Tómas Guðmundsson.) Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann þegar við kveðjum okkar kæra bróður, Björgvin Ingimar Friðriks- son. Ingimar sem átti svo margt ógert, hans tími var sannarlega ekki kom- inn. Við héldum að það væri sumar og langt til hausts en það kom fyrr en varði. Ingimar greindist með bráðahvít- blæði fyrir þremur árum en náði ótrúlega góðum bata og við trúðum því að hann ætti mörg góð ár fram- undan. En hinn óboðni gestur bank- aði aftur uppá og þrátt fyrir góðar horfur um bata kom kallið fyrirvara- laust. Ingimar var næstyngstur okkar systkinanna frá Selá á Árskógs- strönd og ólst þar upp með okkur í skjóli foreldra okkar. Við munum Ingimar sem fallegan, glaðlegan og snyrtilegan dreng sem ávallt var vandlega greiddur og vel til hafður. Við munum hann, svo stoltan á fyrstu dráttarvélinni og ógleyman- legt er þegar hann var að baða kis- urnar fyrir háttinn og þá var hart barist eins og hefur verið hans hlut- skipti síðustu árin. Við munum hann við afgreiðslu í LitaLandi, brosandi og bjóðandi kaffisopa og leysandi úr hverskyns vandamálum varðandi málningu og allt sem til þurfti. En umfram allt munum við hann sem ljúfan og góðan dreng, vin og bróður. Ingimar var fluggáfaður og átti auðvelt með að læra. Hann var alltaf tilbúinn að takast á við ný verkefni, var hugmyndaríkur en einnig kröfu- harður við sjálfan sig og allt sem hann gerði varð að vera óaðfinnan- legt. Ingimars mesta gæfa í lífinu var þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinn, henni Aðalbjörgu eða Systu eins og hún er kölluð af vinum og vandamönnum. Þau hafa alltaf verið mjög samhent og fljótlega eftir að þau stofnuðu verslunina LitaLand fór Systa að vinna þar í fullri vinnu og saman gerðu þau verslunina að því sem hún er í dag með dyggri að- stoð fjölskyldu sinnar. Þegar Ingi- mar veiktist fyrir þremur árum flutti Ómar sonur þeirra til Akureyrar og tók við rekstrinum og hefur unnið þar síðan. Og í veikindum Ingimars núna flutti Elvar sonur þeirra norð- ur líka og saman sjá þeir um rekst- urinn ásamt Systu og þeirra frábæru samstarfsmönnum. Systa hefur stað- ið eins og klettur við bakið á Ingimar í öllum hans veikindum og er aðdá- unarvert hve sterk hún hefur verið allan þennan tíma. Alltaf hefur hún haldið vel utan um fjölskylduna sína og hjá henni eiga börnin hennar, Ingimar Friðriksson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, MAGNÚS AÐALSTEINSSON, Sólvallagötu 18, Reykjavík, lést á líknardeildinni Landakoti að morgni laugar- dagsins 6. september. Beatrice Aðalsteinsson, Einar Magnússon, Þorbjörg Grímsdóttir, Guðrún Ása Magnúsdóttir, Kristinn Magnússon. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG M. RÖGNVALDSDÓTTIR, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði miðvikudaginn 3. september, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. september kl. 13.00. Bjarni Ásgeirsson, Ásgeir Bjarnason, Modesta Conzales Cano, Rögnvaldur Bjarnason, Berþóra Garðarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.