Morgunblaðið - 09.09.2008, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Soffía Ólafs-dóttir fæddist í
Tandraseli í Borg-
arfirði 11. október
1911. Hún lést á
Grund 28. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Ólafur
Kristjánsson frá
Garðsenda í Eyr-
arsveit, f. 23. sept-
ember 1880, d. 7.
júní 1963, og Ágúst-
ína Guðmundsdóttir
frá Litla-Fjalli í
Borgarhreppi, f. 21.
ágúst 1884, d. 21. desember 1965.
Börn þeirra: 1) Axel, f. 1909, d.
1993; 2) Soffía, f. 1911; 3) Sig-
urborg, f. 1916; 4) Hans Kristján,
f. 1918, d. 1939; 5) Stefán Geir, f.
1919, d. 1989; 6) Karl Ágúst, f.
1923 d. 1999 og 7) Sigríður, f.
1927.
Soffía ólst upp í Múlaseli í
Hraunhreppi í Mýrarsýslu en
fluttist um tvítugt til Reykjavíkur.
Árið 1937 giftist Soffía Ingólfi
Finnbogasyni húsasmíðameist-
ara, f. 12. júlí 1911, d. 29. maí
2003, syni Finnboga G. Lárus-
sonar, kaupmanns og útgerðar-
manns í Gerðum í
Garði og síðar á
Búðum í Staðar-
sveit, f. 1866, d.
1945, og Bjargar
Bjarnardóttur, f.
1875, d. 1915. Soffíu
og Ingólfi varð
fimm barna auðið.
Þau eru: 1) Björg, f.
1936, ekkja Har-
aldar Gíslasonar,
börn þeirra eru
Soffía, Ingólfur og
Björn Hlynur. 2)
Ágústa, f. 1940. 3)
Ólafur, f. 1943, kona hans er
Bjarghildur Jósepsdóttir, börn
þeirra eru Ágústa, Soffía, Hildur
og Harpa. 4) Hrafnhildur, f. 1949,
maður hennar er Magnús Ágúst
Magnússon, börn þeirra eru Ing-
ólfur Arnar og Kristín. 5) Finn-
bogi, f. 1952, kona hans er Kristín
Birna Jakobsdóttir, börn þeirra
eru Hrund, Ingólfur og Pétur.
Soffía og Ingólfur héldu alla tíð
heimili í Reykjavík, lengst af í
Mávahlíð 4 og Viðjugerði 12.
Útför Soffíu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Soffía Ólafsdóttir, tengdamóðir
mín, er farin í sína hinstu ferð.
Henni varð langs lífs auðið og óhætt
að segja, að hún hafi lifað og munað
tímana tvenna; heimskreppu, heit
og köld stríð, fátækt og velmegun, í
stuttu máli allt sem einkenndi síð-
ustu öld. Hennar kynslóð færði ís-
lenskt samfélag úr torfbæjunum
inn í nútímann, eins og við þekkjum
hann í dag og skapaði þannig þá
nauðsynlegu undirstöðu, sem vel-
megun okkar byggist á.
Lífsstarf Soffíu var hússtjórn á
sínu heimili. Í þeirri list voru fáir
henni fremri. Allt átti og var í röð
og reglu, listilega var raðað í skápa
og skúffur og gólf og gluggar skín-
andi af hreinlæti.
Tengdamamma var einstakur
persónuleiki og átti í raun fáa ef
nokkra sína líka. Hún var fyndin,
uppátæki hennar komu manni oftar
en ekki í opna skjöldu. Hún notaði
orðfæri, sem fáir ef nokkrir vissu að
væru til, enda margt af því áreið-
anlega heimatilbúið og hefði án efa
verið hægt að gefa út langa nýyrða-
bók um þetta sérkennilega orðfæri
ásamt viðamiklum skýringum. Hún
vann aldrei utan heimilis eins og
nútímakonurnar gera og var ekki í
útrás eins og nú er í tísku. Hún var
fjölskyldukona, húsmóðir og sú
þungamiðja sem fjölskyldulífið
snerist um. Barnabörnin og síðar
barnabarnabörnin hændust að
henni enda var hún hrókur alls
fagnaðar í þeim hópi, tók þátt í gleði
þeirra og sorgum og fylgdist með
þeim af áhuga í leik og starfi.
Það er óhætt að segja að tengda-
mamma hafi verið heilsuhraust allt
sitt líf. Henni hrakaði þó verulega
þegar tengdapabbi, eiginmaður
hennar í rúmlega 65 ár, lést árið
2003. Aldrei var þó langt í góða
skapið og skemmtilega orðfærið var
á sínum stað.
Nú er tengdamamma búin að
hitta „kallinn sinn“ aftur og þar
verður áreiðanlega glatt á hjalla.
Við, sem eftir sitjum munum eftir
sómakonunni Soffíu, sérstakri konu
eins og að framan er lýst. Hún veit
ábyggilega núna, hvernig sofið er
að Helgastöðum, svo vitnað sé í
dæmi um málfar hennar.
Elsku tengdamamma, hvíl í friði.
Magnús Magnússon
Soffía tengdamamma mín var
einstök kona. Mín fyrstu kynni af
henni urðu fyrir tæplega 40 árum.
Finnbogi sonur hennar bað mig
um að greiða henni því hún var að
fara á fínt ball. Ég taldi það vera lít-
ið mál, mætti með hárlakkbrúsann
og greiðu í Mávahlíð 4. Heimsóknir
mínar í Mávahlíð 4 urðu talsvert
fleiri og eru mér minnisstæðar.
Soffía og Ingólfur byggðu sér hús
í Viðjugerði 12. Viðjugerðið hefur
alla tíð verið aðalviðkomustaður
stórfjölskyldunnar. Við Finnbogi
byrjuðum okkar búskap á neðri
hæðinni í Viðjugerði. Mínar minn-
ingar eru bara góðar frá þeim ár-
um.
Soffía var bráðdugleg og féll
sjaldan verk úr hendi. Hún hafði
mikla kímnigáfu, sagði skemmti-
lega frá og notaði sín orð og orða-
sambönd. Unga fólkið í fjölskyld-
unni hafði gaman af henni, hún tók
alltaf málstað þess og ef einhver
kvartaði yfir unglingastælum sagði
hún bara: „Þetta er ungt og leikur
sér“.
Vorið var komið þegar fannhvítur
þvottur blakti á snúrunum í Viðju-
gerði, Soffía komin út í garð á létt-
um og liprum kjól að fjarlæga kal-
kvisti af trjám og runnum.
Soffía átti góða og langa ævi, ein-
stakan eiginmann og samrýnda fjöl-
skyldu.
Takk fyrir öll góðu árin sem ég
átti því láni að fagna að þekkja þig.
Guð blessi minningu tengdafor-
eldra minna, Soffíu Ólafsdóttur og
Ingólfs Finnbogasonar.
Kristín Birna Jakobsdóttir.
Tók eftir því nú um daginn að
gamla rafstöðin efst í Viðjugerðinu,
rétt við bensínstöðina, var allt í einu
farin. Þetta stóra dularfulla hús
sem enginn vissi eiginlega í gegnum
árin hvað hýsti var horfið. Vafalaust
eiga samt sem áður margir eftir að
sakna þessa húss þrátt fyrir að hafa
mögulega aldrei komið þangað inn á
lóðina eða hvað þá heldur inn fyrir
dyr. Húsið var hulið dulúð sem ég
vildi helst ekki komast að sannleik-
anum um. Sumir hlutir eiga bara að
fá að vera eins og þeir eru án þess
að þurfa endilega að vera brotnir til
mergjar eða útskýrðir. Þetta hús
var eins og skúlptúr eða málverk
sem þú botnar ekkert í en finnst
samt sem áður notalegt að hafa í
kringum þig.
Það er annað óútskýranlegt lista-
verk sem er ekki lengur til staðar.
Hvernig er hægt að lýsa þessari
konu? Það er varla hægt. Hún átti
engan sinn líka. Hún var orginal
eintak. Hún fór algerlega í einu og
öllu sínar eigin leiðir. Hún sá hlut-
ina í nokkuð öðru ljósi en við hin.
Hún var súrrealísk í hugsun án þess
þó að hún hafi nokkurn tímann velt
því fyrir sér hvað það þýðir. Hvað
er hægt að segja um konu sem til
dæmis klæddist tveimur kjólum í
einu. Þeir voru báðir uppáhalds og
henni fannst það þægilegt og þá
bara gerði hún það. Hún var rebel.
Henni var slétt sama um hvað öðr-
um fannst.
Hún reyndi aldrei að ala okkur
krakkana upp. Hún trúði á algert
frjálsræði. Hún kenndi okkur að
reykja pípu. Hún var hinn eini sanni
hippi og síðast en ekki síst heim-
spekingur enn og aftur án þess að
hafa nokkuð velt því fyrir sér hvað
það þýðir. Það sem stendur upp úr í
öllum þessum minningum um hana
ömmu sem hafa flogið í gegnum
hugann upp á síðkastið eru stund-
irnar við eldhúsborðið með henni í
gegnum árin. Bara tvö í ró og næði,
drekka kaffi og steinþegja. Að
þurfa ekki að vera símalandi út í
eitt. Í dag virðast allir þurfa að tala
sig í gegnum allt. Allt verður að
ræða. Þú getur ekki komist að
neinu um sjálfan þig án þess að
þurfa að heyra þig segja það upp-
hátt. Það voru aðrar aðferðir not-
aðar við eldhúsborðið í Viðjugerði.
Í þessu ótrúlega húsi bjuggu
þessar mögnuðu andstæður, amma
og afi. Inni í stól hjá afa fékk maður
að heyra það óþvegið ef eitthvað var
ekki alveg að ganga upp hjá manni í
lífinu. Amma notaði talsvert öðrvísi
meðul. Það var eins og að ganga á
fund indjánahöfðingja þar sem hún
sat ein í horninu í eldhúsinu, reykti
pípu og sagði ekki eitt einasta orð
langtímum saman. En í þögninni
var samt fullkominn skilningur. Þar
var viskan. Þar var sannleikurinn.
En nú er hún farin frá okkur.
Mikið hefur sá gamli verið feginn að
fá hana til sín þarna uppi. Hann var
beygður án hennar þegar þau lifðu
eins og við hin núna sem þurfum að
halda áfram án hennar. En hún
verður alltaf með okkur því hún er
ógleymanleg. Hún sannar fyrir okk-
ur hvað mannskepnan getur verið
merkilegt, kostulegt og ekki síst
óhemju skemmtilegt fyrirbæri.
Það var á hátindinum á listræn-
um ferli Skaparans þegar hún fór á
striga þessi kona. Hún var hans
Móna Lísa. Hún var, er og verður
meistaraverkið.
Björn Hlynur Haraldsson.
Alveg hefði ég viljað hafa hana
ömmu hjá mér í 50 ár í viðbót en líf-
ið býður víst ekki upp á það. Það
eru forréttindi að hafa kynnst konu
eins og henni. Hún var ekki bara
amma mín heldur besti vinur minn.
Hún var þannig vinur að ég gat sagt
henni allt og treyst henni fyrir öllu
því hún var alltaf eins og jafnaldri.
Svo var það sem ég tel mikilvægast
þegar maður á góðan vin að við
þögðum saman. Við sátum stundum
við eldhúsborðið í Viðjó og það eina
sem okkur fór á milli voru hennar
ótrúlegu setningar eins og Ingi
glingi, ljótur ertu Konni – Konni þú
ert ljótur eða Tjörnes Tjörnes.
Þetta skildi enginn nema við sem
þekktum hana best.
Það var alveg ótrúlega gott að
vera hjá henni í Viðjugerðinu, hún
var mikill húmoristi, óhemju stríðin
og jákvæð. Hvað maður elti hana
oft inn í fataherbegi, sem var henn-
ar allra heilagasta, til þess að finna
súkkulaði sem hún keypti eftir hina
árlegu Ameríkutúra. Hún faldi það
vel af því hún hafði unun af að sjá
okkur frændsystkinin leita.
Dugnaðurinn í henni við heimilis-
störfin var ótrúlegur. Ef hún var
ekki í þvotti þá var hún að skúra og
þegar því var lokið fór hún að end-
urraða í búrinu eða í fyrrnefndu
fataherbergi og aldrei kvartaði hún.
Eftir að afi dó fyrir fimm árum
hvarf lífsneistinn smám saman og
hún fjarlægðist okkur með tíman-
um.
Hún hafði mjög mótandi áhrif á
mig og það verður erfitt að sætta
sig við að hún er farin. Nú mun hún
hvíla við hliðina á afa sem hefur
beðið hennar í nokkur ár og þá tel
ég hana vera komna í öruggar
hendur. Guð geymi þau bæði.
Ingólfur Arnar.
Ef við ættum að lýsa Soffu ömmu
í einu orði þá væri það húmoristi.
Lífsviðhorf hennar var okkur mikil
fyrirmynd því hún sá iðulega já-
kvæðu og skondnu hliðarnar á hlut-
unum. Hún var kannski ekki týpan
sem lagði mikið til málanna, heldur
hlustaði frekar og gat svo slegið
botninn í umræðurnar með einni
setningu sem sagði allt sem segja
þurfti. Heimatilbúnu málshættirnir
og orðaforðinn (soffískan), sem við
barnabörnin vorum alin upp við og
okkur fannst mjög eðlilegt tungu-
tak, var oft vægast sagt framandi
utan fjölskyldunnar. „Hvernig er
sofið á Helgastöðum? Það er fínt
hjá Siggu. Situr eins og Benónía.
Ég er svo alda hissa. Lifandis und-
ur.“ Þetta eru dæmi um frasa sem
hún notaði óspart og voru skírskot-
anir í atburði úr æsku hennar í
sveitinni.
Það var líf og yndi ömmu að
stjórna hinu myndarlega heimili í
Viðjugerðinu. Annað eins snyrti-
menni er vandfundið. Að sniglast í
kringum hana og fylgjast með
henni raða og njörva, eins og hún
kallaði það, eru í minningunni okk-
ar uppáhaldsstundir. Við frænkurn-
ar vorum kannski ekki þær vinsæl-
ustu þegar við lékum okkur í
búðarleik inni í fataherbergi – þar
sem allt var stífstraujað og á sínum
stað – búnar að dubba okkur upp í
samkvæmiskjóla og skreyta okkur
með perlufestum. En þrátt fyrir allt
umrótið kom aldrei styggðaryrði
frá henni, hún njörvaði bara einu
sinni enn og gerði ekki athuga-
semdir aðrar en: „Tjörnes, Tjör-
nes.“
Soffa amma var hamhleypa til
verka. Eftir að hafa bónað efri hæð-
ina með tuskurnar fastar við inni-
skóna og skúrað svalirnar, tók hún
til við að umraða inni í búri og fata-
herbergi eða huga að þvotti. Að
amstri loknu naut hún sín best við
eldhúsborðið með kaffi og molasyk-
ur að leggja kapal. Það var oft hin
mesta skemmtun að hlusta á beina
útsendingu hennar af framvind-
unni. Þá voru önnur orðaskipti
óþörf – það var svo ótrúlega gott að
þegja með henni og hlusta eftir ör-
lögum „gosagálunnar“ og „kengs-
ins“ á spilaborðinu. Það var líka
með ólíkindum hvað kapallinn gekk
alltaf upp hjá henni. Þegar við vor-
um yngri vorum við dugleg að
benda henni á að hún svindlaði en
hún vildi ekkert kannast við það.
Amma hafði lúmskt gaman af því að
stríða okkur barnabörnunum. Eftir
utanlandsferðir hennar og afa faldi
hún súkkulaðið á ólíklegustu stöð-
um og skemmti sér mikið við að
halda því fram að ekkert hefði verið
keypt á meðan hún fylgdist með
okkur hamast við að leita. Hún
hafði einnig einstakt lag á því að
vera vinur hvers og eins okkar. Hún
fylgdist vel með öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur og hlustaði af
áhuga þegar við vorum að segja
henni frá okkar daglega lífi. Hún
var stór persónuleiki sem hafði
mikil áhrif á okkur.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þínar
Kristín og Hrund.
Það er víst enginn eilífur en hins
vegar taldi ég hana ömmu mína
vera góðan kandídat í að láta reyna
á það.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að umgangast bæði ömmu og
afa þó nokkuð mikið í gegnum árin
og líkt og aðrir fjölskyldumeðlimir
þá var ég nánast daglegur gestur í
Viðjugerði 12. Það var alltaf
ánægjulegt að koma í heimsókn í
Viðjó og ég á margar góðar minn-
ingar frá því að spjalla við afa inni í
stofu eða gæða mér á súkkulaðikexi
hjá ömmu, sem bragðaðist stundum
eins og harðfiskur því hún átti það
til að taka matvæli úr pakkning-
unum og setja í krukkur sem var
óheppilegt ef sama krukkan var
notuð fyrst undir harðfisk og síðan
kex.
Ég var afa og ömmu oft innan
handar en aðstoð mín var oft á tíð-
um fólgin í að færa hluti til og frá í
bílskúrnum. Afi fékk mig oft til að
koma einhverjum hlut fyrir, t.d. í
bílskúrnum, en svo 10 mínútum
seinna kom amma og fékk mig til að
færa sama hlutinn aftur á þann stað
sem hún vildi hafa hann.
Amma var einstök manneskja
sem fór alltaf sínar eigin leiðir í öllu
því sem hún tók sér fyrir hendur og
lét ekki nokkurn mann segja sér
hvað hún mátti gera og hvað ekki.
Henni líkaði t.d. ekki að setja á sig
öryggisbelti í bíl og hélt því beltinu
alltaf í fanginu án þess að spenna
það, „bara til að plata lögguna“.
Amma hafði einstakan húmor en
hún átti það til að kalla okkur
barnabörnin hinum og þessum
nöfnum eins og Ingi glingi eða
Hrunna grunna. Einnig liggja ótal
skemmtilegir frasar og orðasam-
bönd eftir hana sem eru fyrir löngu
orðnir rótgrónir inn í orðaforða fjöl-
skyldunnar.
Það er víst ekki hægt að kalla það
sorg þegar svo gamalt fólk deyr en
söknuðurinn er samt sem áður mik-
ill. Ljóst er að ég mun aldrei
gleyma því eilífa augnabliki þegar
ég sat hjá ömmu á meðan hún tók
sinn síðasta andardrátt á lofti og
stimplaði sig þar með út úr þessari
veröld.
Ingólfur Finnbogason.
Þann 28. ágúst 2008 hættu klukk-
urnar í Viðjugerði 12 í Reykjavík að
tifa og lögðu vísum sínum, – útvarp-
ið þagnaði og það slokknaði á ofn-
unum, vatnið hætti að renna í krön-
unum og ljósin neituðu að loga.
Kaffikannan heldur ekki lengur
heitu og spilastokkurinn hnipraði
sig saman í skúffunni. Fætur eld-
húsbekksins buguðust og húsið
stendur nú hnípið í sorg. Húsmóðir
þess, sú er ljáði því líf og sál er
horfin,– eftir situr húsið og við hin
standandi á skörum þess á meðan
við hlustum eftir rödd hennar,
dragandi skref í inniskóm og
glampandi hlátri.
Viðjugerði 12 var yndislegt og ei-
lítið skrýtið hús, óvenju líflegt og ið-
andi þar sem allajafna varð ekki
þverfótað fyrir gestum og gang-
andi. Einnig varð þar ekki heldur
þverfótað fyrir spekúlasjónum um
hina undarlegustu hluti og ekkert í
þessari veröld heimilisfólki þess né
gestum óviðkomandi. Ekki var lífs-
gátan ráðin innan veggja þessa
heimilis en margar nýjar gátur
urðu þó til, – yfirleitt óvart og þá
eftir þverskonar og hverskonar
vangaveltur heimilisfólks og áhang-
enda.
Í þessu húsi bjuggu einstaklega
vel gerð og vönduð hjón, þau Soffía
Ólafsdóttir og Ingólfur Finnboga-
son, – hús fullt af gæsku, góðvild,
trygglyndi, uppátækjum og húmor.
Fyrir flestum uppátækjunum stóð
þó húsmóðirin Soffía, – með ein-
dæmum einstök, háöldruð kona
með glettnisglampa í augum sem
skemmti sér við það að eignast ný
og ný leyndarmál með barnabörn-
um sínum og viðhengjum á milli
þess sem hún notaði sukker og
gerði sætt, lagði kapalinn með gos-
agálum og keingjum, þuldi upp
málshætti sem að enginn kannaðist
við og stundaði sitt aðalleyndarmál
síðari ár að reykja pípó sem alls
enginn mátti vita um og enginn veit
enn… – ekki nokkur maður.
Soffía var afar sérstök kona, fá-
gæt sökum mannkosta, skarp-
skyggni, gáfna og einstaks húmors.
Hæglát en ákveðin með tifi sínu og
tindli, – kona er lét allajafna lítið yf-
ir sér en svo mótsagnakennt sem
það er þá hef ég aldrei hitt sterkari
persónu en hana, aldrei fundið
manneskju með eins mikla nærveru
og Soffíu Ólafsdóttur. Einstaklega
næm á fólkið í kringum sig og líðan
þess, – öll vera Soffiu var góð og
stór, hvort sem maður vildi spjalla,
leggja kapalinn eða bara fá að sitja
og þegja með sjálfum sér í eldhús-
inu í Viðjugerði, njóta þagnarinnar
með henni, þagnar sem maður kom
endurnærður frá og sagði og gerði
meira en mörg orð. Manneskja með
slíka nærveru er fágæt og fögur er
sú sál sem býður öðrum slíkt. Um
slíka persónu duga í raun engin orð
því í raun er mér orðafátt um Soffíu
því svo mikil og sterk áhrif hafði
hún á mig, – slíkar persónur þarf
maður að upplifa og finna en þá um
leið hverfa orðin til að lýsa og segja
frá og eftir sitja hljóðlát faðmlög
Soffíu Ólafsdóttur á sálinni.
Nú er roðaglampi pípunnar
slökktur, – síðasti ilmur reykjar-
slóðans hefur liðast út um eldhús-
gluggann en í gluggatjöldum minn-
inganna mun hann þó alltaf finnast,
ljúfur, glettinn „ – bambabamm og
íííhíííhí…“.
Elsku yndislega Soffía mín…
þakka þér fyrir, – ég mun aldrei
gleyma þér því mig langaði svo að
við myndum aldrei kveðjast og ég
ætti nærveru þína alltaf !
Andri Heide.
Soffía Ólafsdóttir