Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 31
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EIRÍKUR RÓBERT FERDINANDSSON
skósmíðameistari,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
4. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 10. septem-
ber kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í
Hafnarfirði, deild 3-B, reikn. 0545-14-606801, kt. 491177-0129.
Steinunn Eiríksdóttir,
Ármann Eiríksson, Sigrún Gísladóttir,
Ferdinand Róbert Eiríksson,
Jóhanna Erla Eiríksdóttir, Jón Pétur Svavarsson
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskuleg kona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
LILJA ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Litlanesi
á Gjögri í Strandasýslu,
Áshamri 5,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
fimmtudaginn 4. september.
Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn
13. september kl. 14.00.
Brynjúlfur Jónatansson,
Halldór Guðbjarnason,
Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Smári Grímsson,
Hjálmar Brynjúlfsson, Margrét Ársælsdóttir,
Anna Brynjúlfsdóttir,
Rúnar Páll Brynjúlfsson, Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir,
Brynhildur Brynjúlfsdóttir, Rafn Pálsson,
Steinunn Jónatansdóttir, Óðinn Steinsson,
ömmubörn
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR KJARTAN BRYNJÓLFSSON,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. september.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
fimmtudaginn 11. september kl. 13.00.
Einar Sigurðsson, Jarþrúður Guðnadóttir,
Auður G. Sigurðardóttir, Frosti Richardsson
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR BIRNU HAFSTEINSDÓTTUR,
Reykholti,
Skagaströnd.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki Heilbrigðis-
stofnunarinnar Blönduósi fyrir alúð og umhyggju.
Stefán Jósefsson, Sigríður Gestsdóttir,
Rúnar Jósefsson, Súsanna Þórhallsdóttir,
Jón Jósefsson, Ásta Helgadóttir,
Líney Jósefsdóttir, Sveinn Ingi Grímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og hluttekningu við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓRU ABIGAEL ÞORVARÐARDÓTTUR,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Hafsteinn Viðar Halldórsson, Erla S. Engilbertsdóttir,
Hafdís Abigael Gunnarsdóttir, Garðar S. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Benný Sigur-geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. september 1929.
Hún lést á e-deild
Sjúkrahúss Akra-
ness 3. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurgeir Björns-
son, f. 25. október
1899, d. 18. nóv-
ember 1943 og
Fanney Jónsdóttir,
f. 7. mars 1909, d.
26. október 1943 .
Börn þeirra voru 9 talsins og var
Benný þriðja í röðinni. Systkini
Bennýjar eru: 1) Guðrún, f. 25.
ágúst 1926, 2) Rósa, f. 27. mars
1928, 3) Jónbjörn, f. 2. mars 1931,
d. 5. ágúst 1951, 4) Fanney, f. 29.
maí 1932, 5) María, f. 30. ágúst
1933, 6) Friðgeir, f. 18 júní 1935,
7) Margrét, f. 1. september 1936,
8) Sigvaldi, f. 16. febrúar 1939.
Benný giftist 3. júlí 1954 eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Bjarna
Stefánssyni, f. 24. október 1928.
Foreldrar hans voru Stefán Jóns-
son, f. 14. febrúar 1900, d. 19.
desember 1977 og Elísabet Sigur-
björnsdóttir, f. 20. apríl 1902, d.
14. september 1990. Benný átti
fyrir soninn Jóhann þegar hún
Helga, f. 26. desember 1981,
Baldvin Þór, f. 28 október 1982.
Barnabörn þeirra eru 5 talsins.
Benný ólst upp hjá foreldrum
sínum til 13 aldurs þegar þau
féllu frá með aðeins 23 daga
millibili. Benný hafði sínu hlut-
verki að gegna innan heimilisins
og sá meðal annars um móður
sína í veikindum hennar. Eftir
fráfall foreldranna var systkina-
hópnum skipt upp í fóstur til
skyldmenna og vina. Benný fór í
fóstur til móðurbróður síns Bene-
dikts Jónssonar og konu hans
Jóhönnu Jóhannesdóttur og var
hún þeim ætíð þakklát.
Benný vann á sínum yngri ár-
um meðal annars sem starfs-
stúlka á Landakoti en eftir að
hún flutti til Akraness árið 1953
vann hún lengst af sem dagmóðir
og áttu börn hug hennar allan.
Benný lét af störfum sökum ald-
urs árið 2000. Um það leyti sem
Benný hættir störfum greinist
hún með Alzheimers-sjúkdóminn.
Fyrstu árin eftir greiningu bjó
Benný heima með eiginmanni
sínum en síðustu 3 árin dvaldi
hún á e-deild Sjúkrahúss Akra-
ness.
Útför Bennýjar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
kynnist Bjarna.
Bjarni gekk honum
strax í föðurstað og
ól upp sem sinn son.
Jóhann er fæddur 4.
júlí 1948, kvæntur
Guðlaugu Aðal-
steinsdóttur, f. 8.
mars 1949. Börn
þeirra eru: Aðal-
steinn Davíð, f. 26.
júlí 1972, d. 16. júlí
2007, Bjarni Borgar,
f. 25. maí 1973,
Benedikt Heiðar, f.
18. september 1978,
fyrir átti Guðlaug son. Barna-
börn þeirra eru 5 talsins. Saman
eignuðust Benný og Bjarni 2 dæt-
ur. Þær eru: 1) Jóna Birna, f. 18.
desember 1953, gift Guðmundi
Reyni Reynissyni, f. 9. október
1951. Börn þeirra eru: Benný, f.
12. september 1973, Valdimar
Bjarni, f. 27. september 1974,
Jóhann Benedikt, f. 21. júní 1978,
Hafþór, f. 2. ágúst 1982, fyrir átti
Guðmundur Reynir son. Barna-
börn þeirra eru 9 talsins. 2) Elín,
f. 19. nóvember 1955, gift Guð-
mundi Teitssyni, f. 26. janúar
1954, d. 26 janúar 2006. Börn
þeirra eru: Þórdís Bjarney, f. 21.
febrúar 1975, Sigurgeir Fannar,
f. 18. desember 1978, Rannveig
Benný amma var amma allra,
hvort sem þar áttu í hlut börn eða
fullorðnir. Hefur hún passað ófá
börnin í gegnum tíðina og alltaf átti
ég jafn bágt með að meðtaka það að
önnur börn kölluðu hana ömmu. Ég
man eftir einni stelpu sem var hjá
henni í pössun. Kallaði hún á ömmu
Benný og lét ég hana strax vita það
að þetta væri sko amma mín og fékk
hún að fljúga niður stigann á Suður-
götunni. Seinna meir þegar ég var
orðin eldri og stelpurnar kölluðu
hana ömmu, þá sagði ég þeim með
fyrirlitningarsvip að þetta væri ekk-
ert amma þeirra.
Það er margt sem ég á ömmu
minni að þakka. Mest er ég þó þakk-
lát fyrir hversu þolinmóð hún var í
veikindum föður míns, alltaf gaf hún
sér tíma til að hlusta í þessum ófáu
heimsóknum hans. Ég held að þess-
ar heimsóknir hafi breytt öllu fyrir
hann. Það var margt sem amma
kenndi mér í gegnum tíðina, þar á
meðal að hafa nú ekki of miklar
áhyggjur af lífinu, þetta bjargast,
var hún vön að segja, einhvernveg-
inn hurfu allar heimsins áhyggjur
þegar hún var nærri. Hún hjálpaði
mér mikið með Steinar þegar hann
var lítill enda hafði ég nú ekki mikla
uppeldisþekkingu aðeins 16 ára
gömul, og fyrir það er ég henni inni-
lega þakklát. Hún var nú ekki há í
lofti, hún amma, en mér fannst hún
alltaf stór, innihaldið af ást, kærleika
og umhyggju í þessum litla skrokki
var á við margra hæða blokk.
Með þessum örfáu orðum kveð ég
í hinsta sinn með miklum söknuði og
virðingu hana Benný ömmu og ég
veit að pabbi mun taka vel á móti
þér, amma mín.
Rannveig og fjölskylda.
Upp er runnin sú stund sem ég hef
kviðið fyrir frá því ég var barn, sú
stund að þurfa að kveðja þig amma
mín. Í dag hefðir þú orðið 79 ára
værir þú á lífi og í stað þess að færa
þér rósina mun ég leggja hana á leiði
þitt.
Amma var mér svo miklu miklu
meira en bara amma mín, heimili
hennar og afa var mitt annað heimili
þegar ég var að alast upp og ég fór til
þeirra daglega, stundum oft á dag.
Amma tók alltaf vel á móti mér, hún
kallaði mig oft Grjónuna sína og iðu-
lega sagði hún við mig: „Viltu ekki
bara koma og fá þér að borða,“ ef ég
kom eitthvað illa fyrirkölluð inn og
það var ekki að spyrja að því; alltaf
lagaðist skapið eftir að hafa borðað
hjá ömmu. Þau eru ófá kvöldin sem
við tvær áttum saman og sátum inni í
eldhúsi í lönguvitleysu og ólsen-ól-
sen sem dæmi. Þau eru ófá púslin
sem við púsluðum saman inni í stofu,
allt frá þeim smæstu og upp í þau
stærstu. Þau eru ófá skiptin sem við
sátum og hlustuðum á tónlist. Og
þær eru ófáar stundirnar sem við
nutum þess að tala saman og hlæja –
þessar minningar og svo miklu miklu
fleiri mun ég geyma vel um ókomna
tíð.
Amma starfaði sem dagmóðir um
margra ára skeið, allt þar til hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir og þau
eru mörg börnin sem kölluðu ömmu
„Benný ömmu“. Aldrei gerði hún
upp á milli sinna eigin barnabarna og
þeirra barna sem hún gætti á dag-
inn.
Ég ákvað snemma að amma ætti
að gæta barnanna sem ég myndi
eignast þegar ég yrði stór, en þegar
ég svo loksins eignaðist kraftaverkin
mín tvö var amma löngu hætt sem
dagmóðir og komin með Alzheim-
ersjúkdóminn, sjúkdóm sem hún
hvarf sífellt lengra og lengra inn í.
Hún náði því aldrei að þekkja né
muna hver börnin mín eru, en alltaf
færðist bros yfir andlit hennar þegar
við Bjarni Snær kíktum á hana þau
tvö ár sem hann fékk að kynnast
henni.
Ég mun aldrei gleyma þeim tíma
þegar ég bjó í herberginu hjá ömmu
og afa eftir að ég kom heim frá
Bandaríkjunum. Ég mun aldrei
gleyma stundunum sem ég átti þar
þegar við Hanna vinkona vorum að
fara á skrall og hlógum eins og vit-
leysingar og heyrðum öðruhvoru
tístið í ömmu sem þá sat uppi í eld-
húsi og lagði kapal og hló innra með
sér að vitleysunni í okkur.
Síðustu þrjú árin dvaldi amma á
sjúkrahúsinu sökum Alzheimersjúk-
dómsins, hún var misjöfn frá degi til
dags og eftir að hún hætti að nefna
mig með nafni en minntist þess í stað
á gleraugun mín þá vissi ég að hún
vissi hver ég var í það og það skiptið.
Elsku hjartans amma mín, ég
kveð þig með söknuði. Takk fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum saman,
takk fyrir öll símtölin sem við áttum
þegar ég bjó í Bandaríkjunum og eft-
ir að ég flutti af Skaganum, takk fyr-
ir allt það sem þú hefur gert fyrir
mig um tíðina og umfram allt – takk
fyrir að hafa verið svo miklu miklu
meira en bara amma mín. Ég trúi að
pabbi, Alli frændi, foreldrar þínir og
bróðir hafi tekið á móti þér og kynni
þig nú fyrir veröldinni hinum megin.
Elsku afi, mamma, Jói og Gulla,
Birna og Reynir, systkini mín og
aðrir aðstandendur, ég votta ykkur
mína innilegustu samúð á þessari
stundu.
Þín Grjóna,
Þórdís Bjarney
Guðmundsdóttir (Dísa).
Kæra frænka, ekki datt mér það í
hug þegar ég kom á sjúkrahúsið
þriðjudaginn 2. september til að fara
með mömmu í gönguferð í góða veðr-
inu að þú yrðir farin daginn eftir.
Nokkrar ferðir höfum við farið sam-
an út að ganga síðast núna í júlí, þú
með barnavagninn og ég með hjóla-
stólinn.
Fyrstu minningarnar mínar um
þig eru frá Hnausunum, ég sett í
pössun hjá þér í litla húsinu ykkar
Bjarna. Þar stendur upp úr minn-
ingin um risastóran járnþvottabala
sem stóð í þvotthúsinu og við krakk-
arnir lékum okkur með. Síðan flytjið
þið á Suðurgötuna og áfram er farið
með krakkahópinn til ykkar þegar
farið er á Akranes.
Ógleymanlegar eru komur ykkar
á jólum í sveitina. Nokkrar stuttar
ferðir hafa verði farnar saman um
næsta nágrenni. Lengsta ferðalag
okkar var til Siglufjarðar fyrir um 5
árum er við Birna fórum með ykkur
mömmu í fermingu, það var stuð á
ykkur systrum þá.
Elsku frænka, kærar þakkir fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
mína fjölskyldu og sérstaklega
þakka ég hjálpina með stelpuna sem
enn talar um Benný mömmu. Set hér
að endingu lítið ljóð, Til frænku frá
lítilli stúlku.
Ég sendi þér frænka mín svolítinn óð
þegar sumarið kemur í bæinn,
með ósk um að vorgyðjan verði þér góð
er víkur hún norður um sæinn.
Hún vermi þitt hjarta við hörpunnar ljóð
er hjala við suðræna blæinn,
svo dreymi þig fegurð er hugsar þú hljóð
um hamingjusamasta daginn.
(Karl Halldórsson.)
Bjarna og fjölskyldu vil ég svo
votta samúð mína og biðja guð að
styrkja þau á þessum tímum.
Fanney Guðbjörnsdóttir.
Vertu hjá mér, halla tekur degi,
Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi.
Þegar enga hjálp er hér að fá,
hjálparlausra líknin, vert mér hjá.
(Stefán Thorarensen)
Elsku Benný mín, mig langar að
skrifa smákveðju til þín. Síðustu
mánuðina vorum við saman á SHA,
þú varst svo lítil og lasin en reyndir
þó oft að brosa, varst dugleg að
hreyfa þig. Ég minnist þín þó mest
sem yndislegrar barnfóstru. Þú
gættir dóttur minnar, hennar Rósu
Guðrúnar, um tíma fyrir u.þ.b. 20 ár-
um, á meðan ég var að kenna. Mér
varð oft lítið á þreyttar hendur þínar
og þú réttir mér þær oft og sagðir:
Sjáðu.
Nú veit ég að þú ert komin á góðan
og betri stað og það verður tekið á
móti þér opnum örmum.
Guð geymi þig elsku vinkona mín.
Gunnvör Björnsdóttir.
Benný Sigurgeirsdóttir