Morgunblaðið - 09.09.2008, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls
frétti, að Abner væri dauður í Hebron,
féllust honum hendur, og allur Ísrael
varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.-2.)
Víkverji kynntist því af eigin rauná dögunum að ökudólgar fyrir-
finnast í umferðinni í borginni. Að
vísu viðurkennir Víkverji að hann
gerði þau mistök að taka upp farsím-
ann er hann hringdi á versta tíma,
þ.e. á gatnamótum, en viðbrögð við
því frá ökumanni fyrir aftan bíl Vík-
verja voru ofsakennd og með hrein-
um ólíkindum. Lætin hófust með
flautugargi frá fyrstu sekúndu og
þegar Víkverji var kominn af stað
fór ökudólgurinn fram úr og stopp-
aði fyrir framan Víkverja, sneri sér
við í bílstjórasætinu og steytti hnef-
ann með einhverjum öskrum. Aðrir
bílstjórar voru farnir að flauta á
dólginn, enda kominn að öðrum
gatnamótum og hélt þar leið sinni
áfram. Víkverji var að fara sömu leið
og ók í humátt á eftir dólgnum, sem
ók um á gljáfægðum og fallegum
kagga, að því er virtist amerískum.
Er dólgurinn ók út í kant fór Vík-
verji upp að hlið hans, skrúfaði niður
rúðuna og spurði hvað gengi á. Þá
kom þessi líka reiðilesturinn og fúk-
yrðaflaumurinn, að Víkverji hefur
sjaldan heyrt annað eins um ævina
úr munni fullorðins manns, sem virt-
ist vera í þokkalega góðri stöðu og
áreiðanlega sæmilega menntaður.
Fæst af því sem dólgurinn sagði er
prenthæft en meðal þeirra mannlýs-
inga sem Víkverji fékk að heyra var
að hann væri „heilalaus hálfviti“.
Víkverji viðurkennir aftur mistök
sín að tala í farsímann á ferð, það er
bannað með lögum, en sú yfirsjón
réttlætti ekki þau ofsafengnu við-
brögð sem umræddur ökumaður
sýndi. Hann varð sér og sínum til
ævarandi skammar með hátterninu,
harðfullorðinn maðurinn. Hafi þetta
verið lögreglumaður á frívakt afsak-
ar það heldur ekki neitt.
x x x
Víkverja langar að endingu aðbenda hinum mæta útvarps-
manni, Sigurði G. Tómassyni, á að
láta af einum ósið; að hætta að botna
setningar hjá viðmælendum sínum.
Víst er að Sigurður er fróður en
hann verður að leyfa viðmælend-
unum að njóta sín. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 högni, 4 lítil-
fjörlega persónu,
7 kompa, 8 furða,
9 tvennd, 11 efnislítið,
13 orka, 14 játa, 15 listi,
17 dægur, 20 espa,
22 kipps, 23 þreytuna,
24 ok, 25 hindri.
Lóðrétt | 1 hestur,
2 ólyfjan, 3 lund, 4 durg-
ur, 5 smákvikindi, 6 lík-
amshlutirnir, 10 útskagi,
12 greina frá, 13 ambátt,
15 kalviður, 16 hirða um,
18 viljugt, 19 nes,
20 óska eftir, 21 bára.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fólskuleg, 8 leiti, 9 dugur, 10 pár, 11 suddi,
13 annan, 15 holls, 18 hrúts, 21 ein, 22 lofti, 23 alveg,
24 dapurlegt.
Lóðrétt: 2 ómild, 3 skipi, 4 undra, 5 engin, 6 glás, 7 hrín,
12 dul, 14 nár, 15 hali, 16 lyfta, 17 seigu, 18 hnall, 19 út-
veg, 20 segl.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
50/50.
Norður
♠Á873
♥D8
♦KD1076
♣D5
Vestur Austur
♠1095 ♠KD42
♥K542 ♥–
♦G983 ♦42
♣G8 ♣K976432
Suður
♠G6
♥ÁG109763
♦Á5
♣Á10
Suður spilar 6♥.
Vinningshorfur sagnhafa liggja ein-
hvers staðar í kringum 50%. Svíning í
trompi afgreiðir málið í eitt skipti fyrir
öll, en austur má þó ekki vera með
kónginn fjórða, sem lækkar svíningar-
líkur úr 50% í 45%. Á móti kemur að
útspilið gæti verið hagstætt – til dæmis
laufgosi! Og svo er ótalinn aukamögu-
leiki sem flest í legunni að ofan. Segj-
um að vestur sé ekki í neinu jólaskapi
og komi út með ♠10. Sagnhafi drepur
og spilar ♥D með því hugarfari að
svína. En aðstæður snarbreytast þegar
austur hendir laufi í slaginn. Nú þarf
að losna við svörtu tapspilin strax, áður
en vestur kemst að á ♥K. Sem er því
aðeins hægt að vestur sé með fjóra
tígla. Sagnhafi hugsar jákvætt, stingur
upp ♥Á og fer í tígulinn – tekur á ásinn
og svínar tíunni. (Betra en að treysta á
♦Gx í austur.)
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þig dreymir dagdrauma, líklega
muntu ekki hafa tíma til þess í eftirmið-
daginn. En það gerir lítið til, því draum-
arnir næstu nótt verða stórkostlegir.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þetta er eitt af þessum skiptum þar
sem það besta sem þú getur gert er að
hætta öllu. Sumir skilja það ekki, og ekki
reyna að útskýra það. Þeir skilja þegar þú
hefur leikinn að nýju.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert gjafmildur, ekki heimsk-
ur. Þú veist þegar einhver biður um eitt-
hvað sem hann getur vel aflað sjálfur, en
vill það ekki. Ekki taka þátt í því.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er sætt hversu tilfinninga-
næmur þú ert og kannt að tárast á réttu
augnablikunum. Líklega munu gamlar
myndir hræra mest við þér eða gamalt
dót í skúffum.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert ástmaður, ekki bardagamað-
ur. En þegar öllu er á botninn hvolft
muntu berjast fyrir því sem þú elskar.
Vertu viss um að þetta sé ekki misskiln-
ingur.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Sambönd og verkefni eru tilbúin,
taktu næsta skref. Þú þarft bara að ýta
við þeim. Hringdu, sendu ávísun.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú heillast af hvatvísri manneskju
sem fylgir tískustraumunum. Ef þú vilt
elta hana gerðu það þá af öllum huga og
njóttu ferðarinnar vel.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú finnur fyrir viðvæmni
þessa dagana, og þarft að vita af sterkum
stuðningi. Hringdu nokkur símtöl. Þú
kemst að því að ástvinir þínir elska þig og
þekkja þig út í gegn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert ekki í miðju eldsins en
þú skynjar hitann vel. En þér er nokk
sama um það sem fólk er að æsa sig yfir,
og skilur að þú þarft ekki að taka þátt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú hefur mikinn sannfæringar-
kraft en einnig sterka réttlætiskennd. Þú
gætir fengið allan heiminn, en ef einhver
tapar á því hefurðu ekki áhuga.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það eru alltof margir mögu-
leikar í boði. Reyndu að þrengja valið.
Þegar þú leiðbeinir öðrum skaltu aðeins
sýna þeim eina leið.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Semdu um smáatriðin. Leystu litlu
vandamálin á meðan þau eru lítil. Mundu
að tala mest við venjulegt fólk. Þinn innsti
hringur þarfnast mikillar umhyggju.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
9. september 1208
Víðinesbardagi var háður í
Hjaltadal í Skagafirði. Nokkrir
höfðingjar sóttu með 360
manna lið að Guðmundi bisk-
upi Arasyni og mönnum hans. Í
bardaganum féllu tólf menn,
þeirra á meðal Kolbeinn Tuma-
son, 35 ára. Sagt er að á bana-
dægri sínu hafi Kolbeinn samið
sálminn Heyr himna smiður.
9. september 1926
Alhvítt var að morgni dags í
Reykjavík. Ekki er vitað að
snjó hafi fest þar fyrr að
hausti.
9. september 1933
Hlaup kom í Jökulsá á Sól-
heimasandi, eitt hið mesta í
manna minnum. Áin flæddi
„yfir allar eyrar,“ sagði
Morgunblaðið, „og voru jaka-
hrannir til og frá alla leið frá
jökli og fram í sjó“.
9. september 1942
Bresk flugvél brotlenti í kart-
öflugarði við hús í Elliða-
árdalnum. Flugmanninum
tókst að beina vélinni frá hús-
inu á síðustu stundu.
9. september 1955
Söngkvart-
ettinn
Delta
Rhythm
Boys hélt
söng-
skemmtun í
Austurbæj-
arbíói í
Reykjavík
við mikla hrifningu. Lokalagið
var Vögguvísa eftir Emil Thor-
oddsen og ætlaði fagnaðar-
látum aldrei að linna.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá …
FARI svo að knattspyrnulið Selfyssinga vinni sigur
á liði Fjarðabyggðar á föstudaginn kemur, er óhætt
að fullyrða að tvöföld gleði muni ríkja á laugar-
dagskvöld. Þá heldur Hermann Ólafsson, landslags-
arkitekt og formaður knattspyrnudeildar UMFS,
upp á stórafmæli – en hann er fertugur í dag. Sel-
fyssingar eru sem stendur í öðru sæti 1. deildar
karla, og með hagstæðum úrslitum á föstudag getur
liðið tryggt sér sæti í efstu deild að ári. „Það væri
stórfín afmælisgjöf,“ segir Hermann en bætir við:
„En ætli það ráðist nokkuð fyrr en í síðustu umferð-
inni.“ Taka ber fram að í efsta sætinu hefur ÍBV
þriggja stiga forskot og tveimur stigum á eftir Selfossi er Stjarnan. Ná-
grannaliðin Selfoss og ÍBV eigast svo við í lokaumferðinni.
Hvernig svo sem fer á föstudag verður haldið upp á afmælið í Hvíta
húsinu á laugardagskvöld. „Þetta verður mátulega lítið samkvæmi,“
segir Hermann sem ákvað í tilefni af áfanganum að lífga við hljómsveit-
ina Lótus en á sínum tíma tók hann við míkrófóninum af Kjartani
Björnssyni rakara á Selfossi og söng með sveitinni um árabil. „Við erum
á fullu að æfa þessa dagana og gengur vel. Við erum ekki búnir að
leggjast yfir það hvenær við lékum saman síðast en það eru ábyggilega
hátt í tuttugu ár,“ segir Hermann.
Sambýliskona Hermanns er Arna Ír Gunnarsdóttir og eiga þau þrjá
stráka. andri@mbl.is
Hermann Ólafsson landslagsarkitekt fertugur
Vill sigur sinna manna í gjöf
dagbók
Í dag er þriðjudagur 9. september-
, 253. dagur ársins 2008
Reyðarfjörður Birkir Örn
fæddist 29. maí kl. 20.15.
Hann vó 16 merkur og var 53
cm langur. Foreldrar hans
eru Heiða Rut Ingólfsdóttir
og Einar Örn Hallgrímsson.
Reykjavík Karólína Björg
fæddist 18. júní. Hún vó
3.115 g og var 48 cm löng.
Foreldrar hennar eru Erla
Sigurðardóttir og Árni Pétur
Reynisson.
Sandgerði Ásta Maren fædd-
ist 19. ágúst kl. 13.57. Hún vó
16 merkur (4.000 g) og var 54
cm löng. Foreldrar hennar
eru Katrín Júlía Júlíusdóttir
og Ólafur Þór Ólafsson.
Nýirborgarar
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 c6 4. c4
Bg4 5. Re5 dxc4 6. Rxg4 Rxg4 7.
Ra3 e6 8. O–O Bxa3 9. bxa3 O–O 10.
Hb1 b5 11. Hxb5 cxb5 12. Bxa8 Dd6
13. Bg2 Rc6 14. Bb2 Hd8 15. Db1
Dc5 16. De4 Rge5 17. Df4 Rd4 18.
He1 h6 19. h4 a5 20. Be4 f5 21. Bg2
b4 22. axb4 axb4 23. De3 Kh7 24.
Bh3 Dd5 25. Bg2 Dd6 26. Hc1 Rg4
27. Dxd4 Dxd4 28. Bxd4 Hxd4 29.
Hc2 Re5 30. Bf1 f4 31. Kg2 Kg6 32.
e3 b3 33. Hb2
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Antwerpen
í Belgíu. Kínverski stórmeistarinn
Xiangzhi Bu (2710) hafði svart gegn
þýska stórmeistaranum Gerhard
Schebler (2453). 33… Hxd2! 34.
Hxd2 f3+ 35. Kh3 c3 og hvítur gafst
upp enda ræður hann ekki við frípeð
svarts.
Svartur á leik.
Birna G.
Jóhannsdóttir
frá Hauganesi
verður níræð 12.
september næst-
komandi. Af því
tilefni er fjöl-
skyldu, ættingj-
um og vinum
hennar boðið til
afmælisveislu laugardaginn 13.
september í Árskógi á Árskógs-
strönd milli kl. 15 og 19.
90 ára
Reykjavík Jökull Fannar
fæddist 18. júlí kl. 8.47. Hann
vó 3.300 g og var 49 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru Jór-
unn Harpa Ragnarsdóttir og
Haukur Claessen.
;)
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd,
og nafn foreldra,
á netfangið barn@mbl.is