Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 37 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 14/9 kl. 14:00 Lau 20/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 5/10 kl. 13:00 ath. breyttan sýn.atíma Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 13/9 kl. 20:00 Fös 19/9 kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Fös 3/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Engisprettur Fös 26/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Fim 9/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Leikhúsperlur - afmælishátíð Atla Heimis Sun 21/9 kl. 16:00 Kassinn Utan gátta Þri 21/10 fors. kl. 20:00 Ö Mið 22/10 kl. 20:00 Ö Fim 23/10 kl. 20:00 Ö Fös 24/10 frums. kl. 20:00 U Lau 25/10 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 Lau 1/11 kl. 20:00 Ath. takmarkaðan sýningatíma Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Lau 13/9 aukas. kl. 12:30 Sun 14/9 kl. 11:00 U Sun 14/9 kl. 12:30 U Sun 21/9 kl. 11:00 Ö Sun 21/9 kl. 12:30 Sun 28/9 kl. 11:00 Sun 28/9 kl. 12:30 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fló á skinni (Stóra sviðið) Þri 9/9 aukas kl. 20:00 U Mið 10/9 aukas kl. 20:00 U Fös 12/9 kl. 19:00 U 4. kortas Fös 12/9 kl. 22:00 Ö ný aukas Lau 13/9 kl. 19:00 U 5. kortas Lau 13/9 kl. 22:00 Ö ný aukas Sun 14/9 aukas kl. 20:00 U Fim 18/9 aukas kl. 20:00 U Fös 19/9 kl. 19:00 U 6. kortas Lau 20/9 kl. 19:00 U 7. kortas Lau 20/9 kl. 22:30 U 8. kortas Fim 25/9 kl. 20:00 U 9. kortas Fös 26/9 kl. 19:00 U 10. kortas Fös 26/9 kl. 22:00 U ný aukas Lau 27/9 kl. 19:00 U 11. kortas Lau 27/9 kl. 22:00 Ö ný aukas Fim 2/10 kl. 20:00 U 12. kortas Fös 3/10 kl. 19:00 U 13. kortas Fös 3/10 aukas kl. 22:00 U Lau 4/10 kl. 19:00 U 14. kortas Lau 4/10 aukas kl. 22:00 U Mið 15/10 ný aukas kl. 20:00 Sun 19/10 ný aukas kl. 20:00 Mið 22/10 ný aukas kl. 20:00 Fim 23/10 ný aukas kl. 20:00 Fös 24/10 ný aukas kl. 19:00 Ath! Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða í áskriftarkortum. Gosi (Stóra sviðið) Sun 14/9 aukasýnkl. 14:00 Ö Sun 21/9 aukasýn kl. 14:00 Ö Sun 28/9 aukasýn kl. 14:00 Síðustu aukasýningar. Fýsn (Nýja sviðið) Fim 11/9 fors. kl. 20:00 U Fös 12/9 frums. kl. 20:00 U Lau 13/9 kl. 20:00 Ö 2. kortas Sun 14/9 kl. 20:00 Ö 3. kortas Fös 19/9 4. kortas kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Ö 5. kortas Sun 21/9 6. kortas kl. 20:00 Ekki við hæfi barna. Almenn forsala hafin. Tryggðu þér sæti í áskriftarkortum. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Þri 7/10 forsýn kl. 20:00 U Mið 8/10 forsýn kl. 20:00 U Fim 9/10 forsýn kl. 20:00 U Fös 10/10 frumsýn kl. 20:00 U Lau 11/10 kl. 19:00 Ö Sun 12/10 kl. 20:00 Ö 2. kortas Fim 16/10 kl. 20:00 Ö 3. kortas Fös 17/10 kl. 19:00 Ö 4. kortas Lau 18/10 kl. 19:00 5. kortasýn Forsala hefst 24. september, en þegar er hægt að tryggja sæti í áskriftarkorti. Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (Samkomuhúsið ) Lau 13/9 kl. 17:00 Ö ný aukas Sun 14/9 ný aukas kl. 15:00 Síðustu sýningar Fool for love (Rýmið) Fim 11/9 frums. kl. 20:00 U Fös 12/9 kl. 19:00 U 2. kortas Fös 12/9 aukas. kl. 21:00 U Lau 13/9 3. kort kl. 19:00 U Lau 13/9 4. kort kl. 21:00 U Sun 14/9 5. kort kl. 20:00 Ö Fim 18/9 6. kort kl. 20:00 Ö Fös 19/9 7. kort kl. 19:00 Ö Lau 20/9 8. kort kl. 19:00 Ö Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (ferðasýning) Mán 15/9 kl. 09:00 F grunnskóli borðeyrar Mán 15/9 kl. 13:00 F hólmavík Þri 16/9 kl. 08:30 F grunnskóli bolungarvíkur Þri 16/9 kl. 11:00 F leiksk. sólborg ísafirði Þri 16/9 kl. 14:00 F leikskólinn flateyri Mið 17/9 kl. 08:30 F grunnskólinn ísafirði Mið 17/9 kl. 09:15 F grunnskólinn ísafirði Mið 17/9 kl. 12:00 F suðureyri Fim 18/9 kl. 08:30 F bíldudalur Fim 18/9 kl. 11:00 F grunnskóli patreksfjarðar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 U Sun 21/9 kl. 20:00 Ö Fim 25/9 kl. 20:00 Ö Lau 27/9 kl. 20:00 Ö Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Ö Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 lokasýn. kl. 20:00 Aðeins átta sýningar! Janis 27 Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö Fim 9/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Bergþór , Bragi og Þóra Fríða Tónleikar Sun 21/9 kl. 16:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 14/9 kl. 20:00 Ö Fim 18/9 kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 U Lau 4/10 kl. 20:00 Ö Lau 11/10 kl. 15:00 U Lau 11/10 kl. 20:00 U Sun 12/10 kl. 16:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 15:00 Ö Sun 2/11 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 25/10 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum virðast allir sem einn vera yfir sig hneykslaðir á breska leik- aranum Russell Brand sem kynnti MTV-tónlist- arverðlaunin á sunnudag. Segja þeir að Brand hafi rekið ómengaðan áróður fyrir Barack Obama á kostnað Bush auk þess sem hann hafi ofsótt kristilegu drengja- sveitina The Jonas Brothers. Brand sagði m.a. þetta um Bush: „Sumir, ég held þeir séu kallaðir kynþáttahatarar, segja að bandaríska þjóðin sé ekki tilbúin fyrir svartan forseta. En ég veit að Bandaríkin eru framsækið land því af hverju hefðuð þið annars látið þennan heimska kúreka vera forseta í átta ár?“ „Okkur þykir til um þetta,“ bætti hann við. „Okkur finnst fallegt af ykkur að hafa leyft hon- um að spreyta sig, því að heima á Englandi hefði honum ekki einu sinni verið treyst fyrir skærum.“ Brand var svo að segja óþekktur í Bandaríkj- unum áður en honum bauðst hlutverk í kvik- myndinni Forgetting Sarah Marshall sem kom út á þessu ári. Í Bretlandi er hann hins vegar þekkt nafn, bæði sem kynnir og uppistandari. Reuters Breskur háðfugl Russell Brand kom áhorfendum í opna skjöldu með kímnigáfu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni. Ófyndinn brandara- kall? ROKKSVEITIN We Made God hafnaði í þriðja sæti Músíktilrauna árið 2006. Sá árangur ýtti henni út í plötuvinnslu sem bar loks ávöxt í ár, í formi þeirr- ar sex laga plötu sem nú liggur undir mæli- kerinu. Óhætt er að segja að blóð, sviti og tár hafi runnið í nokkuð stríðum straumum við gerð hennar, upptökur fóru fram út um hvippinn og hvappinn á tveggja ára tímabili og lenti sveitin meira að segja í því óláni að öllum upptökum var stolið frá henni úti á Spáni og urðu með- limir því að byrja frá grunni með tvær hendur tómar. Með tilliti til þessa rúllar platan merkilega heildstætt áfram; hljóm- ar eins og sveitin sé að spila í einu óslitnu rennsli inni í skúr (í gríð- argóðum fíling) frekar en að um tveggja ára púsluspil sé að ræða. Nafn hljómveitarinnar og titill plötunnar gefa margvíslegar vís- bendingar um áferð tónlistarinnar. Um er að ræða sveimkennt, dreym- ið rokk sem sveiflast á milli stórra, dramatískra kafla og surgandi há- vaðaspretta, fer úr ljúfasta sælu- draumi yfir í organdi martröð. Framvinda laganna einkennist þó af öryggi og festu og maður finnur að meðlimir eru greinilega búnir að spila sig sundur og saman síðustu misseri, samspilið er telepatískt og sveitin er afar þétt. Hljómur plöt- unnar er þá geysifínn og umslagið fullkomlega í takt við innihaldið. Þegar best lætur klifrar hljóm- sveitin upp tilfinningaþrungnu hæðirnar eins auðveldlega og að drekka vatn en að sama skapi getur líka verið stutt í tilgerðina. Laga- smíðarnar eru þá fulleintóna. Þó að platan beri ýmis merki þess að vera fyrsta atrenna sveitar að slíkri vinnu eru flestir misbrestir vegnir upp með auðheyranlegri einurð og ástríðu. Þetta er efnilegt band með hjartað á réttum stað, nokkuð sem skipt getur sköpum er fram í sæk- ir. Platan verður nefnilega gefin út í Bretlandi í október komandi og það verður spennandi að sjá hvernig þarlendir taka henni – en platan hefur reyndar þegar verið dæmd hjá stórblaðinu Q, fékk þar fjórar stjörnur, ekki handónýtt veganesti það. Drynjandi draumarokk TÓNLIST Geisladiskur We Made God – As We Sleep bbbmn Arnar Eggert Thoroddsen Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.