Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 38

Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ EIN besta gamanmynd sem komið hefur frá Hollywood á síðustu árum er ökuþórsfarsinn Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, en þar eru ýmsir ríkjandi þættir banda- rískrar menningar dregnir sundur og saman í háði. Nú hafa forkólfar Talladega Nights, gamanmynda- framleiðandinn ötuli Judd Apatow, leikstjórinn Adam McKay og leik- ararnir Will Ferrell og John C. Reilly, sent frá sér Stjúpbræðurna, nýja gamanmynd í sams konar anda, þar sem þeir Ferrell og Reilly fara með aðalhlutverkin. Almenn skírskotun sögunnar til bandarískrar menningar er undir- strikuð með tilvitnun í eitt af mörg- um, fleygum misviturmælum George W. Bush Bandaríkjaforseta í upphafi myndarinnar. Ef til vill er ekki við miklu að búast af hinum venjulega borgara ef Bush er hinn þjóðkjörni leiðtogi, má ímynda sér að aðstandendur myndarinnar ýji hér að og eru aðalpersónurnar, þeir Brennan Huff (Ferrell) og Dale Do- back (Reilly), ef til vill svarið við þeirri hugleiðingu. Ljóst er að Adam McKay og félagar hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra í sköpun hálfvitalegra persóna en þeir hafa gert hingað til. Hér er beinlínis farið alla leið með þá per- sónugerð sem er helsta viðfangsefni bandarískra gamanmynda um þess- ar mundir, þ.e. fullorðna karlmanns- ins sem vill ekki verða stór. Þeir Brennan og Dale eru bókstaflega staðnaðir í þroska, þeir hafa engan áhuga á að standa á eigin fótum þegar þeir geta auðveldlega búið heima hjá foreldri sínu og horft á sjónvarpið allan daginn, og hegða sér að flestu leyti eins og 12 ára drengir. Þegar mamma Brennans og pabbi Dales taka saman verða þessir tveir karl-strákar að deila herbergi og upphefst þá aðlögunar- ferli sem sveiflast frá öfgafullri óvin- áttu yfir í mikið bræðralag. Þrátt fyrir skemmtilega söguupp- byggingu fer Stjúpbræðurnir dálítið stirðlega af stað, en smám saman sækir gamanleikurinn þó í sig veðrið og fyrr en varir er fáránleikakóme- dían komin á fullt skrið. Þeir Ferrell og Reilly höndla allt að því grótesk hlutverk sín á máta sem fáir gætu leikið eftir og aukapersónur á borð við Adam Scott sem leikur flottræf- islegan bróður Brennan, breikka kómedíuna enn frekar. Það eru stundir í Stjúpbræðrunum sem eru við það að springa af hreinni kóm- ískri snilld og leikgleði, en segja má að söguþráðurinn sé að mörgu leyti aukaatriði, hér eru Ferrell og Reilly fyrst og fremst saman komnir til þess að leika listir sínar og snúa karlmennskuímyndum á rönguna. Bræður munu berjast Stjúpbræðurnir „Þeir Ferrell og Reilly höndla allt að því grótesk hlutverk sín á máta sem fáir gætu leikið eftir …“ segir meðal annars í dómi. KVIKMYND Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Leikstjórn: Adam McKay. Aðalhlutverk: Will Ferrell, John C. Reilly, Richard Jenk- ins, Mary Steenburger og Adam Scott. Bandaríkin, 93 mín. Stjúpbræðurnir (Step Brothers) bbbmn Heiða Jóhannsdóttir BANDARÍSKA söngkonan Jordin Sparks, sem bar sigur úr býtum í Idol-keppninni 2007, gengur með sérstakan meydóms-hring sem tákn um að hún ætli ekki að stunda kyn- líf áður en hún gengur í hjónaband. Sparks kom fram á MTV-verð- launahátíðinni á sunnudagskvöld, þar sem hún gerði þetta að umtals- efni. „Ég hef bara eitt að segja um svona hringa. Það er ekki slæmt að vera með þá vegna þess að það eru ekki allir sem vilja vera druslur, hvorki stelpur né strákar,“ sagði Sparks, sem er 18 ára gömul. Ástæða þess að Sparks ræddi þessi mál var sú að kynnir hátíðarinnar, Bretinn Russell Brand, gerði grín að hljómsveitinni Jonas Brothers, en meðlimir hennar ganga allir með samskonar hring. Brand sagði m.a. að þeir ættu að nýta frægð sína til þess að komast í kynni við stúlk- ur. „Smá kynlíf hefur aldrei skaðað neinn,“ sagði Brand meðal annars. Brand er þekktur af bleksvörtu skopskyni sínu, einkum í Bretlandi, þar sem hann hefur m.a. stýrt sér- stökum umræðuþætti um Big Brother-raunveruleikaþættina. Meydómurinn Jordin Sparks var ekki skemmt yfir ummælum grínistans Russell Brand um meydóms-hringa hljómsveitarinnar Jonas Brothers. Ekkert kyn- líf fyrir hjónaband06.09.2008 24 28 31 35 36 7 2 4 9 0 9 0 3 0 7 3 03.09.2008 17 23 27 31 43 48 3334 39 Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650k r. ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA 650k r. Geggjuð gamanmynd Frá leikstjóra Full Monty -Empire ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Rocker kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára Make it happen kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X - Files kl. 5:40 - 8 B.i. 16 ára The Strangers kl. 10:20 B.i. 16 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Grísirnir þrír kl. 6 LEYFÐ 650kr. -Kvikmyndir.is - Mannlíf 650k r. 650kr. 650k r. 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞEIR ERU KANNSKI FULLORÐNIR, EN HAFA SAMT EKKERT ÞROSKAST. SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Langstærsta mynd ársins 2008 - 97.000 manns. eeee - Ó.H.T, Rás 2 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga SÝND HÁSKÓLABÍÓI Step Brothers kl 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Sveitabrúðkaup kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Skrapp út kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 6 LEYFÐ Step Brothers kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Tropic Thunder kl.8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 6 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 6 LEYFÐ 6 SÝ OG SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! -S.V., MBL “FERRELL OG REILLY… ERU DREPFYNDNIR VEL HEPPNUÐ “FÍLGÚDD” GAMANMYND”. -Þ.Þ., D.V. „MYNDIN NÆR NÝJUM HÆÐUM Í ÆRSLAGANGI OG FÍFLALÁTUM.” - L.I.B.,TOPP5.IS/FBL. FRÁ SNILLINGUNUM SEM FÆRÐU OKKUR TALLADEGA NIGHTS STÆRSTA FRUMSÝNING Á WILL FERRELL MYND Á ÍSLANDI ! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.