Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
DEATH RACE kl. 8:10D - 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL
DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára
GET SMART kl. 5:50D - 8D - 10:10 LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR.
YFIR 68.000 MANNS
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
-L.I.B.TOPP5.IS
-T.S.K - 24 STUNDIR
-ÁSGEIR J. - DV
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SPENNA, HASAR OGTÖFFARASKAPUR
EINS OG ÞAÐ GERIST BEST
ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ
INNAN 16 ÁRA.
EKKI FYRIR BÍLVEIKA!
"ALVÖRU STRÁKAMYND SEM KREFST
ÞESS EINUNGIS AÐ ÞÚ SLÖKKVIR Á
HEILANUM OGTAKIR VEL Á MÓTI HÖRÐU
OFBELDI, FLOTTU KVENFÓLKI OG
HEILMIKLUM TÖFFARASKAP"
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ ÁLFABAKKA
DEATH RACE kl. 5:50D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL
DEATH RACE kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP
TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
THE DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára
THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára
STAR WARS: CLONE WARS kl. 5:50D LEYFÐ DIGITAL
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
GRÍÐARLEG velgengni söngva-
myndarinnar Mamma Mia! hefur
fengið margan Íslendinginn til að
klóra sér í kollinum og menn í kvik-
myndageiranum klóra sér líka, að
sögn framkvæmdastjóra Smáís,
Samtaka myndréttahafa á Íslandi,
Snæbjörns Steingrímssonar. Vissu-
lega áttu menn von á því að myndin
gengi vel í landann en Mamma Mia!
er, þegar þetta er skrifað, önnur
tekjuhæsta myndin í íslenskum
kvikmyndahúsum frá því skipuleg
skráning hófst hjá Smáís. Sú tekju-
hæsta er íslensk, Mýri Baltasars
Kormáks, með um 7,2 milljónum
krónum meira en Mamma Mia!.
Haldi Mamma Mia! áfram sinni sig-
urför gæti hún auðveldlega varpað
Mýrinni úr hásæti sínu.
Þegar listi Smáís hér til hliðar er
skoðaður, yfir tíu tekjuhæstu mynd-
irnar í íslenskum kvikmyndahúsum
frá því að skráning hófst árið 1995,
kemur í ljós að leikstjórarnir Baltas-
ar Kormákur og Friðrik Þór Frið-
riksson eiga tvær myndir hvor á
lista og sú í ellefta sæti er einnig
verk Baltasars Kormáks, Hafið.
125.000
Athygli skal hins vegar vakin á því
að mikil aðsókn að íslenskum mynd-
um er áratugagamalt fyrirbæri.
Drottningin situr enn í hásæti
sínu sallaróleg, með öruggt Íslands-
met, þó svo staðfestar tölur yfir
tekjur af henni sé ekki að fá. Þetta
er söngva- og gleðimyndin Með allt á
hreinu, um 125.000 miðar voru seldir
á hana á einu ári, að sögn Stuð-
mannsins Jakobs Frímanns Magn-
ússonar, framleiðanda hennar. Það
var Íslandsmet og jafnvel heimsmet
sé miðað við höfðatölu. Ef miðað er
við 1.100 króna miðaverð fyrir ís-
lenska kvikmynd (sem er verðið á
aðgöngumiða að Sveitabrúðkaupi),
myndi miðasala á Með allt á hreinu
nema 137,5 milljónum króna ef hún
væri í bíói í dag og 125.000 miðar
seldust. Þessi talnaleikfimi er á
ábyrgð blaðamanns. Fram-
kvæmdastjóri Smáís bendir á að
miðað við miðaverðið árið 1983
kæmist myndin aldrei inn á listann
yfir tíu tekjuhæstu myndirnar. List-
inn sé ekki verðtryggður.
Íslandsmetið stendur enn
Gaman- og söngvamyndir virðast höfða
til Íslendinga ef marka má velgengni
Mamma Mia! og Með allt á hreinu
).5;)
E 0!&
E
+ +
H+
I+
.D&
.
.
E &6
3 ! / &
3 ! / &
,& 5/
&
3 ! / &
E/ 0 <&/
8%$
&&
0! - &
)&
.-&!
)&
.-&!
.-&!
)
!
.-&!
)
!
)&
)
!
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
MAMMA Mia! hvað? Um
96 þúsund manns hafa séð
þá gaman- og söngvamynd
en hún er þó rétt í hæl-
unum á Með allt á hreinu
frá árinu 1982.
Framleiðandi kvikmynd-
arinnar, Jakob Frímann
Magnússon, sem jafnframt
lék í myndinni og samdi og
flutti tónlist með félögum
sínum í Stuðmönnum og
Grýlunum, segir það staðreynd að myndin
hafi slegið aðsóknarmet í íslenskum kvik-
myndahúsum sem enn standi. Og verði lík-
lega aldrei bætt.
118 þúsund í fyrstu atrennu
„Það var vottað og staðfest af framleiðand-
anum, dreifiaðilanum og öðrum eftirlits-
aðilum á þeim tíma að myndin náði, í fyrstu
atrennu (þ.e. frá frumsýningu í desember
1982 til loka sýninga 1983, innsk. blm.),
82.000 manns í þeim eina sal sem hún var
sýnd í, í Háskólabíói. 36.000 manns að auki í
þeim virku bíósölum landsbyggðarinnar sem
þá voru, s.s. um 118.000 manns í fyrstu at-
rennu.
Fyrstu endursýningar bættu liðlega 7.000
manns við það, og þá erum við bara að tala
um fyrstu 12 mánuði sýninga á þeirri ágætu
kvikmynd,“ segir Jakob Frímann um aðsókn-
ina.
Aðrar aðstæður þá en nú
Þetta hafi þótt undur og stórmerki á Ís-
landi og víðar um lönd, að öllum líkindum
hafi verið slegið heimsmet í aðsókn á kvik-
mynd með tilliti til höfðatölu Íslendinga.
„Á þessum tíma var þjóðin rétt liðlega 270
þúsund manns þannig að það hjó ansi nærri
því að helmingur þjóðarinnar hefði farið í
kvikmyndahús að sjá þessa mynd.“
Jakob Frímann segir að skrifað hafi verið
um þetta og rætt á þessum tíma og þessar
tölur hafi aldrei verið vefengdar.
„Þetta var allt vottað og skjalfest af endur-
skoðendum og skattayfirvöldum þess tíma,
nánast í beinni útsendingu fjölmiðla,“ bendir
hann á.
Þegar þessi aðsókn sé borin saman við að-
sókn að myndum í dag verði að taka tillit
breytts þjóðfélags. Í upphafi 9. áratugar síð-
ustu aldar hafi kvikmyndahúsin ekki átt í
eins mikilli samkeppni við annars konar af-
þreyingu og þau eiga nú, t.d. tölvur, tölvu-
leiki, DVD-diska, myndbandaleigur, sjón-
varpsdagskrá o.s.frv.
Tegund sem höfðar til fjöldans
„Við sjáum það núna með söngva- og gleði-
myndinni Mamma Mia! að það er kannski
svona tegund af kvikmyndum sem höfðar
hvað mest til fjöldans á Íslandi,“ bendir Jak-
ob Frímann á.
„Þetta heimsmet sem þarna var slegið í
bíóaðsókn, per capita á eina kvikmynd, verð-
ur því að líkindum aldrei slegið aftur.“
Nær helmingur þjóðarinnar í bíó
Jakob Frímann telur
líklegt að Íslendingar
eigi heimsmet
í bíóaðsókn
Stuðmenn og Grýlur Frá frumsýningu Með
allt á hreinu í desember árið 1982.
Jakob Frímann
Magnússon
Koppafeiti Kvikmyndin Grease sló öll met á
sínum tíma en svo kom Með allt á hreinu.
FRIÐBERT Pálsson var forstjóri Háskólabíós
þegar Með allt á hreinu var sýnd þar. Hann
staðfestir að rúm 80.000 hafi séð myndina í
Háskólabíói frá frumsýningu til sýningarloka
næsta árs og tæp 40.000 úti á landi. Hann
man þó ekki nákvæmar tölur því langt er um
liðið. ,,Munurinn er sá að oft var uppselt á
fjórar sýningar á dag í þessum stærsta bíósal
landsins en í dag þyrfti að vera uppselt í
mörgum bíósölum til að ná viðlíka fjölda,“
segir Friðbert. Hann segist ekki vita til þess
að menn rengi þessar tölur, að kvikmyndin
eigi aðsóknarmetið.
,,Það var ,,möst“ að sjá þessa mynd, hún sló
Grease við í aðsókn en hún átti fyrra aðsókn-
armet.“ Friðbert segir gleði og skemmtan
greinilega ráða miklu hvað varðar aðsókn að
kvikmyndum, sé litið til vinsælda Mamma
Mia! nú og Grease og Með allt á hreinu. Fólk
komi aftur og aftur á slíkar myndir.
„Möst“ að sjá
þessa mynd