Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 9
Eftir Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
LÁGT gengi íslensku krónunnar
undanfarið hefur komið sér vel fyrir
suma ferðaþjónustuaðila, en ekki
aðra, segir Árni Gunnarsson, formað-
ur Samtaka ferðaþjónustunnar og
framkvæmdastjóri Flugfélags Ís-
lands.
Þeir sem selja þjónustu sína í er-
lendri mynt njóta góðs af lágu gengi
krónunnar, en það er misjafnt eftir
fyrirtækjum hvort verðlistarnir eru í
erlendum myntum eða íslenskum
krónum, segir Árni.
„Aftur á móti hefur það verið al-
gengt undanfarin ár að menn reyni að
jafna gengissveiflur með því að taka
erlend lán gagnvart tekjum í erlendri
mynt,“ segir hann ennfremur. Þessi
erlendu lán hafi nú hækkað með
lækkandi gengi krónunnar.
„En almennt má segja að þeir
ferðamenn sem komið hafa til lands-
ins hafi notið þess að verðlag er hag-
stæðara. Þetta hefur sýnt sig í tölum
frá fyrirtækjum sem endurgreiða
söluskatt,“ segir Árni.
Hvað Flugfélag Íslands varði segir
Árni að allur gengishagnaður hverfi
þó í skuggann af mikilli hækkun elds-
neytisverðs.
Aukin framlegð
Friðrik J. Arngrímsson, formaður
LÍÚ, segir að lágt gengi krónunnar
komi að sjálfsögðu vel við sjávar-
útveginn, sem og þau fyrirtæki sem
framleiða og selja vörur innanlands,
og keppa við innfluttar vörur.
Vissulega leiði lágt gengi til þess að
útgjöld hækki nokkuð, en aukning á
framlegð, þ.e. tekjur að frádregnum
kostnaði, vegi hækkunina upp, og
gott betur, hjá eðlilega skuldsettum
fyrirtækjum.
„Það má segja að þumalputt-
areglan sé sú, að um helmingur tekju-
aukningarinnar sem verður vegna
lækkunar gengis krónunnar komi
fram sem framlegðaraukning. Þær
krónur sem þannig bætast við eru
mjög mikilvægar því að það verður
svo mikið eftir af þeim,“ sagði Frið-
rik.
Að undanförnu hafi aðstæður að
vísu ekki verið með eðlilegum hætti
sökum þess hve olíuverð hafi verið
hátt en engu að síður sé tekjuaukning
sem rekja megi til gengisins.
„Eðlilega skráð gengi kemur okkur
til góða, rétt eins og háa gengið hefur
verið mjög erfitt fyrir okkur. En það
sem við viljum auðvitað er geng-
isjafnvægi. Svona sveiflur eru slæm-
ar fyrir okkur,“ sagði Friðrik.
Erlendar skuldir hækka
Eggert Claessen, formaður Sam-
taka upplýsingafyrirtækja, sagði lágt
gengi „enga algjöra blessun“ fyrir
hugbúnaðarfyrirtæki sem selji á er-
lendum mörkuðum. Flest fyrirtæki
hafi skuldir í erlendri mynt, og þær
hækki líka með lækkuðu gengi. Hátt
gengi krónunnar undanfarin ár hafi
staðið hugbúnaðarfyrirtækjum fyrir
þrifum, og því sé ljóst að leiðrétting á
genginu hafi verið orðin löngu tíma-
bær, þótt hún hafi farið út í öfgar
undanfarið.
Erna Indriðadóttir, upplýsingafull-
trúi Alcoa Fjarðaáls, segir að allar
tekjur fyrirtækisins séu í dollurum,
en það séu stærstu kostnaðarliðirnir
líka. Því hafi gengissveiflur lítil áhrif.
Mjög mikilvægar krónur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Rígaþorskur Lágt gengi krónu kemur sér vel fyrir sjávarútveginn og þau fyrirtæki sem keppa við innfluttar vörur.
Sum fyrirtæki hafa notið góðs af því hversu lágt gengi íslensku krónunnar
hefur verið Hátt olíuverð vegur þó hið lága gengi upp að einhverju leyti
Í HNOTSKURN
»Þau fyrirtæki sem seljavörur eða þjónustu í er-
lendri mynt njóta góðs af lágu
gengi íslensku krónunnar, en
ekki þau sem selja í íslenskri
mynt.
»Skuldir í erlendri mynthækka með lækkun geng-
isins.
»Gengissveiflur hafa lítilsem engin áhrif á fyr-
irtæki hérlendis sem hafa
bæði tekjur og helstu kostn-
aðarliði í erlendri mynt.
HALLDÓR J.
Kristjánsson,
bankastjóri
Landsbankans,
hyggst ekki sækja
um forstjórastöð-
una hjá Lands-
virkjun, en hún er
nú laus til um-
sóknar. Þær sögur
hafa gengið fjöll-
unum hærra að
Halldór hafi augastað á forstjóra-
stólnum en þær eru ekki á rökum
reistar. „Ég er mjög ánægður í mínu
starfi hjá Landsbankanum. Áhugi
minn á málaflokknum og fyrri
reynsla kunna að hafa komið slíkum
sögum af stað,“ segir Halldór. „Það
eru hins vegar mörg aðkallandi og
krefjandi verkefni sem ég glími við í
bankanum og það er því ekkert far-
arsnið á mér,“ bætir hann við.
Umsóknarfrestur er til 26. sept-
ember. Staðan var auglýst laus til
umsóknar í byrjun september en
Friðrik Sophusson hefur ákveðið af
láta af störfum. Fresturinn átti að
renna út 12. þessa mánaðar en var
framlengdur m.a. til að sýna að ekki
væri búið að ráðstafa starfinu, að
sögn Ingimundar Sigurpálssonar,
stjórnarformanns Landsvirkjunar.
thorbjorn@mbl.is
Halldór ekki
í stólinn hjá
Landsvirkjun
Halldór J.
Kristjánsson
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Óvæntur glaðningur
fylgir hverjum kaupum
Komdu og kíktu
á nýju vörurnar
YFIRHAFNIR
frá PAS
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið í dag:
Bæjarlind 10-16, Eddufell 10-14.
Haustfagnaður Hríseyinga
verður haldin í Húnabúð, Skeifunni 11,
laugardaginn 4. október nk.
Húsið opnað kl. 19. Miðaverð kr. 4.000.
Miðapantanir hjá Valgerði í símum 864 3599/566 6610
fyrir 27. september nk.
Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val
BORGARALEG FERMING 2009
Skráning er í fullum gangi
Upplýsingar á heimasíðu félagsins:
www.sidmennt.is og í símum
567 7752, 557 3734 eða 553 0877.
Skráning í sömu símum
eða á eyðublaði á heimasíðunni.
Boðið verður upp á helgarnámskeið,
ætlað landsbyggðarfólki.
10
47
82
5
BRIDS
SKÓLINN
Byrjendur: Hefst 22. september - 10 mánudagskvöld.
Framhald: Hefst 24. september - 10 miðvikudagskvöld.
Upplýsingar og innritun í síma 564-4247
á milli kl. 14 og 18 um helgina.
Sjá nánar á Netinu undir Bridge.is / fræðsla.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
www.fi.is, fi@fi.is
sími: 568-2533,
m
bl
10
19
54
6
Ferðafélag Íslands
Jóhannes Ellertsson langferðabílstjóri og ferðafélagi sýnir
kvikmyndir úr ferðum félagsins, allt frá árinu 1958. Jóhannes
sem var á meðal fyrstu manna á landinu sem eignaðist
kvikmyndatökuvél og tók fjölmargar kvikmyndir á ferðum sínum
með félaginu. Ótal margir gamlir og góðir félagsmenn koma við
sögu í þessari sýningu Jóhannesar sem sýnir á skemmtilegan
hátt stemmingu í ferðum, búnað, leiðsögn og fleira.
Aðgangseyrir á myndakvöldið er kr. 600. Innifalið er kaffi og
meðlæti.
Allir velkomnir.
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Kvikmyndir úr ferðasafni F.Í.
Myndakvöld FÍ miðvikudag
24. september kl. 20