Morgunblaðið - 20.09.2008, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
EFTIR að hafa kannað þúsundir gervihnattamynda fundu vísindamenn út
að nautgripir og hirtir hefðu ríka tilhneigingu til að snúa sér eins og átta-
vitanál, þ.e. í norður-suður. „Það tók stundum marga klukkutíma að finna
nógu skýrar myndir,“ sagði einn vísindamannanna. Vitað er að fuglar,
fiskar og nagdýr haga sér eftir segulsviði en þetta er fyrsta vísbendingin
um að stór landdýr geri það líka.
"
#$%&'
(
)
*(
(
+ &%!
!)
!"
#$%%
%
"
$
&
"
%
# $ % & ' ( ) * +
'
,-%'.,/0(12+(2+
,
-
!
0
Segulmögnuð landdýr
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
JOHN McCain, forsetaframbjóðandi
repúblikana, hefur vakið furðu
margra með yfirlýsingum sínum um
Spán og forsætisráðherra landsins,
Jose Luis Rodriguez Zapatero. Var
ekki annað á þeim að skilja en að
hann liti á Spán sem fjandsamlegt
ríki og hann hafði ekki áhuga á að
eiga fund með Zapatero. Grunar
marga, að McCain hafi talið NATO-
ríkið Spán vera í Rómönsku Amer-
íku og skipað Zapatero á bekk með
mönnum eins og Hugo Chavez, for-
seta Venesúela.
Kom þetta fram í viðtali, sem út-
varpsstöð á Florida, sem útvarpar á
spænsku, átti við McCain en viðtalið
fór fram á ensku.
„Að lokum, víkjum talinu að
Spáni,“ sagði fréttamaðurinn. „Verð-
ir þú kjörinn forseti, muntu þá eiga
fund með Zapatero í Hvíta húsinu?“
„Ég er fús til að eiga fund með
þeim leiðtogum, sem eru vinir okkar
og vilja eiga við okkur gott sam-
starf,“ sagði McCain og fór síðan að
tala um Mexíkó. Fréttamaðurinn
ítrekaði spurninguna og þá sagði
McCain: „Það þarf að hafa samskipti
ríkja og annað í huga en ég get full-
vissað þig um, að ég vil treysta
tengslin við vini okkar og ég mun
snúast af hörku gegn þeim, sem vilja
skaða Bandaríkin. Ég kann hvort
tveggja.“
Skásti kosturinn?
Randy Scheunemann, ráðgjafi
McCains í utanríkismálum, vísar því
á bug, að forsetaframbjóðandinn hafi
verið búinn að gleyma því hvar
Spánn er niðurkominn og að landið
væri NATO-ríki. Segir hann einnig,
að McCain hafi ekki útilokað fund
með Zapatero.
Vitað er, að bandarískir repúblik-
anar hafa ekki fyrirgefið Zapatero
að hafa kallað heim spánska her-
menn frá Írak og samskipti Banda-
ríkjastjórnar og Spánarstjórnar
hafa verið heldur stirð. Margir
bandarískir fréttaskýrendur telja
samt, að McCain hafi orðið alvarlega
á í messunni og gagnrýna hann fyrir
að vilja ekki gangast við því. Telja
sumir, að ráðgjafar hans hafi talið
það best fyrir McCain að standa við
stóru orðin fremur en að viðurkenna,
að hann, sem er kominn nokkuð til
ára sinna, hafi talið Zapatero vinstri-
sinnaðan „forseta“, eins og hann
kallaði hann, í Suður-Ameríku.
Yfirlýsingar McCains hafa vakið
athygli á Spáni. Er um þær skrifað í
spænskum fjölmiðlum, t.d. El Pais,
og þar er því velt upp hvort McCain
hafi ruglað saman Zapatero og Zap-
atista, uppreisnarhreyfingu í Chi-
apas, einu fátækasta héraði Mexíkó.
Er Spánn
óvinaríki?
McCain sakaður um að telja Spán vera
vinstrisinnað ríki í Rómönsku Ameríku
AP
Brosmild John McCain ásamt Söru
Palin, varaforsetaefni sínu.
JÓGÚRT, sem ætluð er dönskum
börnum, er ekkert annað en sykur-
sprengja og hana ættu börnin alls
ekki að fá nema sem eftirrétt um
helgar. Er það niðurstaða nýrrar
rannsóknar.
Jógúrtdósirnar, sem blasa við
börnum í verslunum, eru litfagrar og
lokkandi og svo er í þeim ýmis holl-
usta, kalk og ávextir. Í raun ætti þó
að flokka þessa vöru með sælgæti og
sætum kökum. Sagði frá þessu á
fréttavef Politiken í gær.
Sætari en gosdrykkir
Sisse Fagt, sem vinnur við neyslu-
rannsóknir í matvæladeild DTU,
Tækniháskóla Danmerkur, segir, að
sykurinnihaldið í lítilli dós sé 14
grömm eða um helmingur þess, sem
talið er vera algert hámark fyrir
börn, fimm ára og yngri. Þar að auki
sé jógúrtin oft allt of feit.
Fagt segir, að barnajógúrtin sé í
raun sætari en gosdrykkir og rann-
sóknir sýna, að dönsk börn neyta að
meðaltali 40 g af jógúrt daglega.
Rannsóknir sýna líka, að sex af
hverjum tíu börnum fá allt of mikinn
sykur og sykursýki er vaxandi
vandamál hjá börnum. svs@mbl.is
Barnajóg-
úrtin er syk-
ursprengja
YFIRVÖLD á Spáni hafa ákveðið að
borga atvinnulausum innflytjendum
fyrir að koma sér aftur til síns heima.
Var það samþykkt á ríkisstjórnar-
fundi og er búist við að tillagan fái
skjóta afgreiðslu á þingi og verði að
lögum eftir mánuð.
Tillagan tekur til tugþúsunda
manna, sem ekki eru borgarar í öðru
ESB-ríki, og fær fólkið strax 40% af
þeim atvinnuleysisbótum, sem það
hefði annars fengið, og 60% þegar
það er komið til síns heimalands. Á
móti verður það að afsala sér land-
vistarleyfi og heita því að koma ekki
til Spánar í þrjú ár. svs@mbl.is
Borgað fyrir
að fara heim
EFNT var til mótmæla í Manila á
Filippseyjum í gær en þar er nú að
hefjast ráðstefna um farandverka-
fólk og þróun. Var þess krafist, að
lágmarksaldur þeirra kvenna, sem
leyft er að fara til vinnu erlendis,
yrði hækkaður úr 23 í 30 ár.
Er ástæðan sú, að þær verða
margar fyrir kynferðislegu ofbeldi
en flestar eru þær í öðrum Asíuríkj-
um og í arabaríkjunum. Hefur verið
gripið til sams konar ráðstafana og
af sömu ástæðum á Sri Lanka.
Meira en átta milljónir Filippsey-
inga, aðallega kvenna, eru við störf
utan heimalandsins en það svarar
til 8,8% af heildaríbúatölu eyjanna.
Byggist afkoma og lífsviðurværi
þúsunda fjölskyldna fyrst og fremst
á því fé, sem farandverkafólkið
sendir heim. svs@mbl.is
AP
Kynferðislegu ofbeldi mótmælt í Manila
DMÍTRÍ Medve-
dev, forseti Rúss-
lands, sakaði í
gær vestræn ríki
um að vera að
reyna að girða
Rússland af með
nýju „járntjaldi“.
Lét hann þau
ummæli falla
daginn eftir að
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði, að yf-
irgangur Rússa utan eigin landa-
mæra færi vaxandi.
„Það er verið að ýta okkur á bak
við nýtt járntjald en ég legg áherslu
á, að þar viljum við ekki vera. Það er
engin skynsemi í því að hverfa aftur
til fortíðar,“ sagði Medvedev á fundi
með forystumönnum ýmissa óháðra
eða borgaralegra samtaka í Rúss-
landi. Hét hann því að gera allt, sem
í hans valdi stæði, til að koma á eðli-
legum samskiptum við stjórnvöld í
Georgíu en sakaði NATO um að
hafa róið undir með þeim og átt sinn
þátt í herhlaupi þeirra í Suður-Osse-
tíu.
Rice sagði í ræðu í Washington í
fyrradag, að viðbrögð Rússa við at-
burðunum í Suður-Ossetíu hefðu
verið allt of hörð og í innrás þeirra í
Georgíu hefði kristallast hin nýja
stefna þeirra. Sagði hún, að ástæða
væri til að efast um, að þeir vildu
hafa fullt samstarf við efnahagsleg-
ar og pólitískar alþjóðastofnanir, til
dæmis Heimsviðskiptastofnunina og
OECD. Sakaði hún einnig Rússa um
að beita olíu og gasi sem vopni í
samskiptum sínum við önnur ríki.
Sagði hún, að þróunin í Rússlandi
hefði breyst til hins verra og það
birtist m.a. í því, að tjáningarfrelsi
borgaranna hefði verið skert með
ýmsum hætti.
Ekki nýtt, kalt stríð
Rice sagði, að þrátt fyrir þetta
væri ekkert nýtt, kalt stríð í uppsigl-
ingu. Bandaríkjamenn myndu áfram
styðja rússneska borgara með ýms-
um hætti, t.d. námsmenn, kennara,
lækna o.fl.
Medvedev hæddist í gær að þess-
um orðum Rice og sagði, að kannski
væru Bandaríkjamenn fáanlegir til
að bæta rússneskum forsetum í
þennan hóp. svs@mbl.is
Rússar vara við
nýju járntjaldi
Í HNOTSKURN
» Átökin í Georgíu hófust 7.ágúst síðastliðinn þegar
georgískir stjórnarhermenn
reyndu að endurheimta Suð-
ur-Ossetíu.
» Rússar, sem styðja að-skilnað S-Ossetíu og Abk-
asíu-héraðs frá Georgíu, svör-
uðu þá með gagnárás og
réðust inn í Georgíu.
» Rússar hafa viðurkenntsjálfstæði héraðanna og
einnig Nicaragua, eitt ríkja.
Dmítrí Medvedev