Morgunblaðið - 20.09.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 20.09.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » Yfirtakan á Fannie Maeog Freddie Mac mun kosta allt að 200 milljörðum dala. » Yfirtakan á AIG munkosta seðlabankann 85 milljarða dala. » Fjármálaráðuneytið hefurgefið út skuldabréf að and- virði 100 milljarða dala til að styrkja sjóði seðlabankans. FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is UNDANFARNAR vikur hafa bandarísk stjórnvöld hlaupið undir bagga með illa stöddum fjármálafyr- irtækjum með einum eða öðrum hætti og hleypur kostnaðurinn á hundruðum milljarða dala. Yfirtakan á lánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac mun kosta ríkið allt að 200 milljörðum dala og yfir- takan á tryggingafélaginu AIG mun kosta 85 milljarða til viðbótar. Þá sagði Henry Paulson, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, á frétta- mannafundi í gær að frekari aðgerða yfirvalda sé að vænta og að þær muni kosta hundruð milljarða dala til viðbótar. Koma þær aðgerðir til viðbótar við 145 milljarða dala að- gerðir ríkisstjórnarinnar í upphafi árs og innspýtingar á hundruðum milljarða dala frá seðlabankanum undanfarin misseri. Er nú svo komið að fjármálaráðu- neytið bandaríska taldi rétt að gefa út skuldabréf að andvirði 100 millj- arða dala á þriðjudag og miðvikudag til að styrkja sjóði seðlabankans. Samtals er um að ræða hátt í fimm hundruð milljarða dala hið minnsta. Þessir peningar vaxa ekki á trjánum, frekar en annað fé, og á endanum munu bandarískir skattgreiðendur þurfa að borga brúsann. Spurningin er hins vegar sú hve mikið af áður- nefndu fé er tapað að fullu. Eitthvað kemur til baka Gera margir til dæmis ráð fyrir að „fjárfesting“ hins opinbera í AIG muni borga sig á endanum. Er mark- miðið að koma tryggingafélaginu aftur á réttan kjöl og selja svo þann 80% hlut sem ríkið fékk í kjölfar að- gerðanna. Óljóst er enn hver áform- in eru með Fannie Mae og Freddie Mac, en hugsanlega verður hægt að bjarga einhverjum verðmætum þar. Hefur í þessu sambandi verið bent á að árið 1979 hafi bandaríska ríkið gengist í ábyrgð fyrir 1,2 milljarða króna láni til Chrysler bílaframleið- andans. Fjórum árum síðar komst fyrirtækið á lappirnar á ný og arður ríkisins af láninu reyndist um 300 milljónir dala. Burtséð frá því er ljóst að ekki munu öll útgjöld ríkis og seðlabanka verða greidd til baka með þessum hætti. Munu þarlendir skattborgar- ar þurfa að standa undir þeim, sem og áðurnefndum fjárlagahalla. Hvernig unnið verður úr þeim vanda er hins vegar óljóst enn. Vandasamt verður fyrir stjórnvöld að hækka skatta á fyrirtæki í því árferði sem nú ríkir á mörkuðum. Fjármagns- tekjuskattur er nú 15% á eignir sem viðkomandi hefur átt í meira en ár, en skemmri fjármagnseignir eru skattlagðar eins og um venjulegar tekjur sé að ræða. Spurning er því hvort samkeppnisstaða Bandaríkj- anna muni skaðast verði þessi skatt- ur hækkaður frekar. Telja verður hins vegar að al- menningur í Bandaríkjunum muni taka því afar illa verði tekjuskattur á einstaklinga hækkaður til að greiða fyrir mistök auðmanna á Wall Street. Skattgreiðendur munu þurfa að borga brúsann Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda hlaupa á hundruðum milljarða dala Reuters Aðgerðir Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, kynnti í gær aðgerðir ríkisins til að koma böndum á fjármálakreppuna þar í landi. *+ *+   ! "#$ "$% , , *+ 1 -+ !&! % !' "$( "$) , , . / 0  1  2 ''&' !&!() "$) "$) , , 3456 .7+ &'' #&'% "$ " $# , , *+ 2#! *+ 3& )&% # ! " $! "$' , ,  4    345 6 "  6 7 3478#97:  ; ! "!  &6  %7 %   78 ) 7 9 : ) - ; 9 : ) 6< ) 9 =   ) ) 6 : > ?  @8   9 : ) A :B -  ) C =   ?  )   ) 5DE*1 5  F-   3 )=) ) G ) $6   7 8 7 /  7 8 D  D(3 6 -   3H  -  1I   ) 4 )  ) & 3' 48 ) J  7 J ) - 9  )  :  ) 9,: 5  #$( $' !$(% #$  ')$) )$)% !%$) (')$%% !!$(% %$%% $% $)! )$%% !%%$%% ' '%$%% ' $%% '##$ % !'$( '$%% $ % #'%$%%                                          :   4=      A : 5 #!%)#')$&K K)KK)$%$ #&#)%#%)K&$ 'K )K#)# K)K!!)K'&)"!# $"')'$ K#)K%) % #)$"!)!K")%K% K)K$%)K&K)%!" # K)%'#)K& #)'&$)'"K #) "")#!%)&!& &") %)'%# K)K"')! #)K&$)"&K #)"#)"$" F F F &)%#!) F F %' !#! K% %!" #&K& &K&  & '#& ' $  K# "K' $K"  % #!  #'  #%&! F F F K&"  F F %'" !#% K' %% #&K! &&  ! '#! '! $ % KK "& $&' # #!K    #%%! #'! #$ F K!K  # ! ! 3 ; : #$ &# K$ #K$ #& #K ! #&K ##$ #& " $# #K F " K % F F F ! F F .  ; );  #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #")$) " #$)$) " #$)$) " #$)$) " #%)') " !)") " K)%) " #$)$) " ##)$) " ')K) " 74 74 74 ÓHÆTT er að segja að aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að draga úr áhrifum fjármálakrepp- unnar hafi vakið kæti fjárfesta á mörkuðum heimsins í gær. Vest- anhafs tóku markaðir gleðikipp þegar í fyrrakvöld þegar út spurðist að stjórnvöld myndu grípa til að- gerða. Þessi gleði smitaðist yfir á aðra markaði og víða hækkuðu vísi- tölur meira en þær hafa gert um áratugaskeið. Þannig hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 9,61% í gærmorgun og í Tókýó hækkaði Nikkei-vísitalan um 3,76. Þar með var tónninn gefinn og eftir því sem leið á daginn og vestar var komið héldu hækkanirnar áfram. Helstu vísitölur Evrópu hækkuðu verulega; FTSE-vísitalan hækkaði um tæp 9%, þýska DAX-vísitalan um 5,6% og CAC-vísitalan franska hækkaði um 9,3%. Lokað þrisvar Mest allra hækkaði þó RTS-vísi- talan í Rússlandi. Við lokun mark- aðar í Moskvu hafði vísitalan hækk- að um rúm 22%. Ef til vill er réttara að segja við síðustu lokun dagsins því kauphöllinni í Moskvu var lokað þrisvar í gær. Fyrst um klukku- stund eftir opnun og síðan aftur um hádegið. Ólíkt því sem gerðist fyrr í vikunni var það þó hin mikla hækk- un sem olli lokununum í gær. Norðurlöndin voru enginn eftir- bátur annarra markaða. Í Stokk- hólmi hækkaði aðalvísitalan um 8,2% sem að sögn sænskra miðla er mesta hækkunin í áratug. Svipaða sögu er að segja frá Finnlandi, Danmörku og Noregi og hér á Ís- landi hækkaði úrvalsvísitalan um 5,23%. Engum blöðum er um það að fletta að það eru aðgerðir banda- rískra stjórnvalda í kjölfar hrunsins fyrr í vikunni sem ollu þessari gleði- bylgju en eins og nærri má geta er alltof snemmt að segja til um hvort áhrifin verða varanleg. Alltént hækkuðu helstu vísitölur vestan- hafs aftur í gærkvöldi, eins og sjá má efst á síðunni. sverrirth@mbl.is Gleðistökk á mörkuðum heimsins Miklar hækkanir í Evrópu og áfram- haldandi hækkanir í Bandaríkjunum Reuters Upp TSX-vísitalan í Kanada hækk- aði síðast svona mikið árið 1987. FLEIRI evrópsk flugfélög eiga eftir að leggja upp laupana á næstu vik- um, að mati forstjóra Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, Michael O’Leary. Undanfarið hafa flugfélögin Zo- om, Futura og XL Airways hætt starfsemi vegna greiðsluerfiðleika. Eins er útlitið ekki bjart fyrir ítalska flugfélagið Alitalia og stefnir allt í gjaldþrot þess. „Við teljum að fleiri evrópsk flug- félög eigi eftir að verða gjaldþrota á næstu vikum á sama tíma og sí- fellt fleiri evrópsk flugfélög sem eru rekin eru með tapi verða uppi- skroppa með fé og lánstraust þeirra verður rú- ið trausti,“ sagði O’Leary. Hann sagði einnig að ljóst væri að æ fleiri evrópsk flugfélög ættu eftir að sam- einast og verða hágjaldaflugfélög. Þau félög sem ættu eftir að leiða þessar breytingar væru British Air- ways, Air France og Lufthansa. Hlutabréf í Ryanair hækkuðu talsvert í verði í gær eftir hluthafa- fund Ryanair í gær þar sem fram kom í máli forstjórans að ekki væri lengur hætta á að Ryanair yrði rekið með tapi á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í mars. Skýringuna er að finna í lækkunum á eldsneytisverði að undanförnu. guna@mbl.is Fleiri evrópsk flugfélög í hættu á gjaldþroti Forstjóri Ryanair svartsýnn á framtíð evrópsks flugiðnaðar Michael O’Leary ● VÍSITALA byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan september 2008, er 447,7 stig. Það er hækkun um 1,5% frá fyrri mánuði. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 18,8%, en í júní 1987 var vísitalan 100 stig. Vísitala byggingarkostnaðar mæl- ir, eins og nafnið gefur til kynna, heildarkostnað við byggingu íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir að gengi krónu og verðbólga ráði mestu um hækkun vísitölunnar nú. bjarni@mbl.is Byggingarkostnaður hækkar milli mánaða ● HEILDAREIGNIR tryggingafélag- anna námu 154,9 milljörðum króna í lok júlí og höfðu þá lækkað um 2,5 milljarða milli mánaða. Frá júl- ímánuði 2007 hafa eignir trygginga- félaganna lækkað um 27,7 milljarða króna, eða um 15%. Eigin vátryggingaskuld jókst milli mánaða um 3,4 milljarða króna og nam 72,3 milljörðum í lok júlí. Eigið fé tryggingafélaga stóð í 52,6 milljörðum króna í lok júlí og hafði þá dregist saman um 4,9 millj- arða, eða 8,5%, frá því í mánuðinum á undan. bjarni@mbl.is Minnkandi eignir tryggingafélaganna ● MEÐAL vinsæl- ustu hluta til sölu á uppboðs- vefnum Ebay eru nú alls kyns hlutir merktir fjárfest- ingarbankanum Lehman Brot- hers. Lehman hefur óskað eftir greiðslustöðvun og gera fáir ráð fyrir að hægt verði að bjarga honum frá gjaldþroti. Það eykur mjög verð- mæti hluta sem bera vörumerki bankans. Á vef danska blaðsins Bør- sen er talað við fyrrverandi starfs- mann bankans, sem selur nú m.a. vatnsflöskur merktar Lehman fyrir 20 dali stykkið. bjarni@mbl.is Fjármálasagan boðin upp á Ebay-vefnum Lehman Verðmæti í kassanum. ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 5,23% í gær og stendur hún nú í 4.055,84 stigum. Bréf Exista hækkuðu um 17,29% og SPRON hækkaði um 10,0%. Þá hækkuðu bréf Føroya Banka um 8,82%, en ekkert félag lækkaði í verði í gær. Gengi krónunnar styrkt- ist um 2,15% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 172,2 stig. Gengi dollarans er nú 91,2 krónur. bjarni@mbl.is Mikil hækkun ÞETTA HELST ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.