Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 18

Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 18
18 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GJALDÞROT fjárfestingabankans Lehman Brothers, 158 árum eftir stofnun, mun að öllum líkindum hafa áhrif á starfsemi fjölda listasafna og þá einkum í Bandaríkjunum, að því er kemur fram á vefsíðunni Artnet. Bankinn hefur stutt starfsemi mikils fjölda listasafna í heiminum. Lehman hefur á seinustu árum verið aðalstyrktaraðili stórra sýn- inga í Museum of Modern Art og Guggenheim í New York, Museum of Art á West Palm Beach í Flórída og Bruce Museum í Greenwich í Connecticut. Þá hefur hann einnig stutt mörg önnur söfn í New York: Metropolitan Museum of Art, Am- erican Folk Art Museum, Asia So- ciety, Brooklyn Museum of Art, Da- hesh Museum of Art, Frick Collec- tion, International Center of Photo- graphy, Japan Society, Jewish Museum, Morgan Library & Mu- seum, Museum of Arts & Design, New Museum of Contemporary Art og Whitney Museum of American Art, hvorki meira né minna. Auk þeirra má svo nefna söfn víða um Bandaríkin, m.a. Art Institute of Chicago, the Dallas Museum of Art, Miami Art Museum, Museum of Contemporary Art í Los Angeles, Philadelphia Museum of Art og San Francisco Museum of Art. Utan Bandaríkjanna studdi bank- inn starfsemi National Gallery, Tate Modern, Tate Britain, Royal Aca- demy of Arts og Victoria & Albert Museum í London. Í Frankfurt naut svo Städel Museum góðs af styrkj- um frá bankanum, Louvre-safnið í París, auk Mori-safnsins í Tókýó. Söfnin verða nú af þessum styrkj- um og þurfa að leita fjárins úr öðr- um áttum. Verða af styrkjum Söfnin missa styrki frá Lehman Reuters Búið Starfsmaður Lehman í London búinn að tæma úr skrifborðinu. BÓKIN Halldór Laxness – ævi- saga, eftir Hall- dór Guðmunds- son sem komin er út bæði á sænsku þykir vekja verð- skuldaða athygli á Nóbels- verðlaunahaf- anum. Rithöfund- urinn og gagnrýnandinn Nicholas Shakespeare, sem eitt sinn var gest- ur á Bókmenntahátíð í Reykjavík, skrifaði um verkið í Daily Telegraph og gaf bókinni góða umsögn. Hann lýsir í gagnrýninni hrifningu sinni á Laxness og segir m.a: „Hann skapar heim sem tilheyrir annarri vídd, líkt og landslag heimalands hans, kunn- uglegt og framandlegt í senn eins og draumur. Þetta er heillandi og ógleymanleg rödd, og við verðum að taka ofan fyrir Halldóri Guðmunds- syni fyrir að setja þetta allt í sam- hengi.“ Gagnrýnendur verksins í Svíþjóð virðast vera sama sinnis og Shakespeare, því þeir telja Halldóri takast að ná utan um það það þver- sagnakennda ferli þegar ákaflega sjálfhverfur, snobbaður ungur mað- ur verður eins konar „þjóðskáld“. Góðar umsagnir Halldór Laxness Á MORGUN munu þær Guð- björg R. Tryggvadóttir söng- kona og Elsebeth Brodersen píanóleikari flytja frönsk og ítölsk ljóð eftir Bizet, Fauré, Poulanc, Debussy, Bellini, Tosti og fleiri. Guðbjörg lauk bæði burtfar- arprófi og söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Síðan stundaði hún framhalds- nám í Kaupmannahöfn. Else- beth Brodersen sem leikur á píanó á tónleikunum á að baki glæsilegan feril sem einleikari og er þekkt fyrir flutning kammertónlistar. Hún hefur einnig leikið undir fyrir söngvara á alþjóðavett- vangi. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Tónlist Tónlistarveisla í Laugaborg Guðbjörg R. Tryggvadóttir FEÐGARNIR Bergþór Páls- son og Bragi Bergþórsson munu ásamt Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur píanóleikara flyta perlur Inga T. Lár- ussonar á morgun í Iðnó. Á efnisskránni eru tónlög eftir þetta ástsæla tónskáld þjóðarinnar. Flestir þekka lög á borð við Það er svo margt, Hríslan og lækurinn og Ég bið að heilsa. Ljóðræna, birta og fegurð eru, að sögn Bergþórs og Braga, aðalsmerki Inga og í lög- um hans er tónn sem snertir streng í hverju brjósti. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Tónlist Feðgar syngja perlur Inga T. í Iðnó Bergþór Pálsson HLYNUR Hallsson heldur úti óvenjulegu sýningarrými á heimili sínu og Kristínar Kjart- ansdóttur á Akureyri, að Ása- byggð 2. Sýningarrýmið sem gengur undir heitinu Kunst- raum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Á morgun milli 11 og 13 verður þar opnuð ný sýning Örnu Valsdóttur sem hún nefnir Brot úr verkum. Arna sýnir vídeómálverk, kyrr- myndir úr hreyfimyndum og innsetningum, teikn- ingar, ljósmyndir og fleiri brot úr fyrri verkum. Sýninguna hugsar hún sem yfirlitssýningu þar sem farið er yfir eftirhreytur fyrri sýninga henn- ar. Myndlist Ný sýning í Kunst- raum Wohnraum Arna Valsdóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG kann vel að meta fjölbreytileika í tónlist. Fólk er eins og listin, með margar hliðar, og ég vil sýna hinar ólíku hliðar á mér og á tónlistinni. Það er mikilvægt að gleðja fólk og lyfta anda þeirra með fegurðinni. Við þurfum hlýju og fegurð. Rétt eins og peninga, góða heilsu, ást og vináttu,“ segir Inessa Galante og brosir sannfærandi. Gagnrýni um söng lettnesku sópr- ansöngkonunnar Inesse Galante er yfirleitt á einn veg; hástemmt lof. Hún er sögð ein áhrifamesta söng- kona samtímans, með afar bjarta rödd og mikla útgeislun. Stjórnand- inn Zubin Metha segir fáar söng- konur í veröldinni skarta annarri eins rödd. Galante kemur fram víða um heim, á óperusviði og í tónleika- sölum. Hún kom fram á Tíbrár- tónleikum í Salnum árið 2006, á tón- leikum sem eru afar eftirminnilegir þeim sem viðstaddir voru. Eigin tónlistarhátíð í Ríga Nú er Galante aftur komin til landsins og kemur í dag fram með Jónasi Ingimundarsyni í Salnum. Á efnisskránni eru, auk Ave Maríu eft- ir Caccini, sem skaut Galante eft- irminnilega upp á stjörnuhimin (það má sjá hana flytja verkið glæsilega á YouTube-vefnum), meðal annars söngvar eftir Stradella, Rachm- aninoff, Catalani og Verdi. „Ég er að syngja allt mögulegt, úti um allt,“ segir hún. „Síðustu fjögur sumur hef ég líka verið með mína eigin tónlistarhátíð í Ríga þar sem ýmsar stjörnur af ólíkum sviðum tónlistarinnar hafa komið fram.“ Meðal flytjenda hafa verið Mosk- vusinfónían, Vladimir Ashkenazy, Gideon Kramer, flamenco-sveit, fadósöngvarar, djassleikarar, kórar og þjóðlagaflytjendur; flutt hefur verið kirkju- og kammertónlist, vita- skuld óperutónlist. „Allt mögulegt, bara að það séu fyrsta flokks tónlist- armenn sem geri áhorfendur ham- ingjusama,“ segir Galante. Íslenskir söngvarar vinalegir Galante segir að sér líði afar vel á Íslandi og að hún eigi gott með að tengjast Íslendingum. „Ég hef gegnum tíðina sungið með nokkrum Íslendingum á óp- erusviði og þeir hafa allir verið opnir og vingjarnlegir og miklir atvinnu- menn. Mjög góðir söngvarar. Þegar Jónas bauð mér að koma aftur, var ég mjög ánægð með að geta fundið tíma sem hentaði.“ Síðustu árin hefur Galante sungið á þriðja tug óperuhlutverka og þá hefur hún hljóðritað ýmiskonar tón- list; óperur, ljóð og nýja tónlist í óvenjulegum búningi. „Ég leita sífellt að einhverju nýju. Auðvitað hafna ég því sem ég tel ekki henta mér, en ég hef komið fram í dúett með frábærum saxófón- leikara og einnig með djasssveit. Ég vil alltaf læra meira. Sumir tónlistarmenn eru ragir við að fara út fyrir þann heim sem þeir þekkja best, en mér finnst mikilvægt að hafa sem flestar hliðar á því sem ég geri. Það skiptir ekki máli hvað verkið er langt eða um hvað það er. Það er eins og kvikmynd, ég er með mynda- vél á mér; þetta er drama og ég finn þá fyrir hverri taug líkamans. Það er draumur minn að flytja tónlist þann- ig, að leita sífellt fullkomleikans. Ég vil að áheyrendur finni að flutningurinn og túlkunin sé mín og aðeins mín. Þetta er mín útgáfa af tónlistinni. Ég vil að þú sem áheyr- andinn sért í fangelsi hjá mér!“ segir brosmildur fangavörðurinn Inessa Galante. Leita sífellt fullkomleika  Hin kunna lettneska sópransöngkona Inessa Galante kemur fram í Salnum  Vill opna glugga út í heim þar sem litir og blæbrigði hreyfa við tilfinningunum Morgunblaðið/Einar Falur Kröfuhörð „Ég vil að áheyrendur finni að flutningurinn og túlkunin sé mín og aðeins mín.“ Inessa Galante kemur fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni. VIÐ í Camerarctica höfum verið með norræna tónleika á sumarsólstöðum undanfarin ár. Nú færum við okkur aftur á haustjafndægur,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari. „Það er gam- an að vekja athygli á þessum degi. Þá er frískleiki og eftirvænting í loftinu. Við erum að kveðja sum- arið og höldum full af eldmóði inn í veturinn.“ Kammerhópurinn Camerarctica leikur nor- ræna tónlist í sal Norræna hússins á haust- jafndægrum, mánudagskvöldið kemur, 22. sept- ember, og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Á efnisskránni eru norræn einleiks- og kamm- erverk frá barokktímanum, klassíska tímanum og nútímanum, eftir Jörgen Bentzon, Johann Rom- ann, Áskel Másson, Hafliða Hallgrímsson og Bernhard Crusell. Flytjendur eru, auk Ármanns, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðs- dóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson selló- leikari. Ármanni finnst þessi norræna tónlist henta vel á haustjafndægrum. „Það eru talsverð litbrigði í þessari norrænu tónlist. Þá er gaman að grafa upp þá eldri því hana vantar í okkar keðju hér. Við eigum bara skrifaða tónlist frá síðustu öld, fyrir utan þjóð- lögin, en þarna munum við spila norræna tónlist sem nær alveg aftur í barrokk. Þetta er alveg jafn góð tónlist og var samin sunnar í Evrópu á þessum tíma, en engu að síður finnst mér vera einhver sam-norrænn tónn í henni. Ákveðin heið- ríkja sem gaman er að kynna.“ Camerarctica hefur starfað frá1992 og m.a. leikið á Myrkum músíkdögum og á Listahátíð. Ákveðin heiðríkja Camerarctica „Það eru talsverð litbrigði í þess- ari norrænu tónlist,“ segir Ármann Helgason. Leika fjölbreytilega norræna tóna á haustjafndægrum Hvernig lýsir Galante efnisskrá tónleikanna í Salnum? Dagskráin á tónleikunum er blanda af hinu og þessu. Svolítill pipar, salt, hvítlaukur, agúrka... Það er eitthvað fyrir alla. Barokk og kirkjutónlist, rússnesk ljóð, ítölsk ópera. Þetta er blandað salat og ég vona að það bragðist vel! Við erum ólík og ekki hafa allir sama smekk. Ég vil gleðja alla. Er það satt, að Galante geri ætíð miklar kröfur til sjálfrar sín? Ég geri kröfur um gæði og fag- mennsku hjá sjálfri mér, rétt eins og öðrum flytjendum. Það er mikilvægt fyrir mig að áheyr- endur hreinsi huga sinn á tónleik- unum; ég vil draga þá inn í minn heim, opna nýja glugga. Þar eru litir og blæbrigði sem geta hafið sálina upp og hreyft við tilfinningunum. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.