Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 23
Morgunblaðið/Anna Sigríður Einarsdóttir
Gourmet
Gr. Kambans gøtu 13, Tórshavn
Sími: 298 322525
netfang: gourmet@post.olivant.fo
vefsíða: www.gourmet.fo
sykur
15 belgbaunir
rjómi
púrrulaukur
kaldpressuð repjuolía
Kartöfluravíólíið er búið til með því
að kartöflurnar eru skornar í þunnar
hringlaga sneiðar, t.d. með trufflu-
járni. Sneiðunum er þá dýft í sjóðandi
vatn í ca. fjórar sekúndur og því næst
í kalt vatn. Vatnið er síðan þerrað af
þeim og örsmár skammtur af harð-
fiski og skötusel lagður á miðju
hverrar skífu. Brúnirnar er þá pensl-
aðar með eggjarauðu öðrum megin
og hinn hluti skífunar því næst
beygður varlega yfir svo úr verði
hálfmáni. Kartöfluskífurnar eru síðan
geymdar í olíu-ediklegi þar til á að
nota þær.
Sveppirnir eru steiktir í olíu og
smjöri. Þeir eru síðan kryddaðir eftir
smekk og 3 msk. balsamikediki og ½
msk. sykri bætt saman við. Sveppina
má laga nokkrum dögum fyrir notkun.
Því næst er sósan búin til. Smá
skammtur af harðfiski er látinn liggja
í hálfum lítra af kjúklingaseyði yfir
nótt. Soðið með hálfum púrrulauk og
1½ stórri kartöflu, þar til kartöflurn-
ar eru við það að verða soðnar. 2½ dl
af rjóma er þá bætt saman við og látið
malla smástund. Blandað saman í
matvinnsluvél og smakkað til með
salti og pipar og e.t.v. örlitlu af harð-
fiski.
Sveppirnir og sósan eru hituð upp
hvort í sínum pottinum. Hörpuskelin
er því næst sett í sjóðandi vatn, raví-
ólíinu bætt í pottinn einni mínútu síð-
ar og baunirnar loks settar í pottinn
einni mínútu eftir það. Látið sjóða í
hálfa mínútu áður en þetta er sett á
disk ásamt sósunni og sveppunum og
borið fram.
Það fer vel um farþegana á skonn-ortunni Norðlýsið þar sem húnvaggar letilega á leið sinni milli
Þórshafnar og Nólsoy. Við stýrið er skip-
stjórinn Birgir Enni og jú, eftir því sem
einn samferðamanna minna tjáir mér þá
er hann frændi tónlistarmannsins Brands
Enni.
Ég veit ekki hvort Birgir býr yfir sömu
tónlistarhæfileikum og frændi hans, en
honum er engu að síður margt til lista
lagt. Auk skipstjórahlutverksins er Birgir
nefnilega listakokkur sem í ofanálag kaf-
ar sjálfur eftir sumu því hráefni sem hann
býður gestum á Norðlýsinu upp á.
Þennan dag býður Birgir upp á kræk-
ling, öðuskel og risakrabba og klærnar
eru raunar svo stórar að íslensku gest-
irnir reka upp stór augu. Maturinn renn-
ur ljúflega niður og skyldi engan undra,
því Birgir hefur getið sér gott orð víða
um heim, m.a. í Japan, fyrir meðferð sína
á sjávarfangi. Og það er ekki amalegt að
gæða sér á slíkum krásum á sólríkum
haustdegi á sjó.
Birgir Enni Vílar ekki fyrir sér að vera kokkur, kapteinn og kafari.Hnossgæti Beint úr sjónum.
Vaggandi
veisla
tómstundir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 23
Engjateigi 5 • Sími 581 2141
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Ertu tannlæknir, verð-bréfamiðlari, kennari eðapípulagningamaður enhefur alltaf gengið með
leikara í maganum? Það er aldrei of
seint að láta drauminn rætast, ef
marka má Ólöfu Sverrisdóttur leik-
konu sem heldur nú í annað skipti
leiklistarnámskeið fyrir „fullorðna“
ásamt leikkonunum Ástu Sighvats
Ólafsdóttur og Þóreyju Sigþórs-
dóttur.
„Ég hef svo oft heyrt í fólki sem
langar í leiklist en er kannski yfir þrí-
tugt svo það hefur ekki mikil tækifæri
til þess,“ segir hún. „Í fyrra datt mér
því í hug að setja upp leiklistar-
námskeið fyrir fullorðna, þ.e. 16 ára
og eldri, og það fylltist eins og skot.“
Ólöfu finnst ekki erfitt að fá fólk til
að sleppa fram af sér beislinu. „Það er
yfirleitt enginn vandi því þegar fólk er
komið af stað lætur það bara gossa.
Það er ótrúlega gaman að sjá hvað
fólk nýtur sín og finnst þetta gaman.“
Hún segist hafa á tilfinningunni að
það vanti stað fyrir fólk til að fá útrás
fyrir ýmiskonar sköpun sem allir hafi
í sér. „Maður er með þessa hæfileika
frá barnæsku en mótast svo af uppeld-
inu og reglum þjóðfélagsins. Í raun-
inni er maður alltaf að keppast við að
haga sér eins og á að gera en þegar
fólk fær tækifæri geta flestir látið
vaða. Það tekur kannski mislangan
tíma en yfirleitt er fólk til í hvað sem
er í lok námskeiðsins.“
Frá 16 upp í 60
Og það er fjölbreyttur hópur fólks
sem sækir í að daðra við leiklistar-
gyðjuna.
„Það kemur úr öllum starfsstéttum.
Í fyrra voru til að mynda hjá okkur
bankastarfsmenn, viðskiptafræðingar
og íslenskufræðingur. Þeir sem voru í
yngri kantinum voru kannski meiri
listatýpur og þannig voru nokkrir
ungir dansarar og ungt fólk sem var
að sækja um leiklistarskóla á nám-
skeiðinu í fyrra. En almennt er þetta
alls konar fólk.“
Leiklistin spyr heldur ekki að aldri,
ef marka má Ólöfu. „Aldursbilið var
frá 16 og upp í 60 í fyrra og það virkaði
mjög vel. Stundum þegar maður er að
kenna unglingahópum vill verða svo-
lítið agaleysi en þarna stilltu ungling-
arnir sig inn á að hlusta og fylgjast vel
með eins og fullorðna fólkið svo það
varð meira úr tímunum fyrir vikið.“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Við kennslu Leiklistarnámskeið Ólafar fyrir fullorðna fá góðar viðtökur.
Allir með einhverja
sköpun í sér