Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 26

Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 26
26 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ljósmæðurog fjár-málaráð- herra samþykktu í gær miðl- unartillögu rík- issáttasemjara. Ljósmæður samþykktu tillöguna með mjög afgerandi hætti og virt- ist ríkja ánægja meðal þeirra með niðurstöðuna. Kjarabarátta ljósmæðra snerist um grundvallaratriði. Þær lögðu áherslu á að fá leiðréttingu launa þannig að þau yrðu sambærileg við stéttir með sambærilega menntun. Þótt ljósmæður hafi ekki lagt á það áherslu blandast inn í þessa kröfu viðvarandi vandi mismununar í launum karla og kvenna á Íslandi. Laun kvennastétta eru ekki sambærileg við laun karlastétta þrátt fyrir sam- bærilega menntun. Nýi samningurinn gildir aðeins fram í mars. Kveðið er á um 22,6% hækkun grunn- launa ljósmæðra, sem jafn- gildir 70 til 90 þúsund krón- um á mánuði. „Við erum sáttar við þetta,“ segir Guðlaug Ein- arsdótttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands, í Morg- unblaðinu í dag. „Þetta er enginn fullnaðarsigur, en stórt skref.“ Kvaðst hún telja að laun ljósmæðra þyrftu að hækka um 10% til viðbótar ætti takmarkið um að gera ljósmæður að jafnokum sam- bærilegra stétta að nást. Ljósmæður hafa átt mikla samúð meðal al- mennings í kjara- baráttu sinni. Launamismunun er ekki boðleg og óverjandi. Leiðrétting á launamuni kynjanna er á stefnuskrá sitj- andi ríkisstjórnar og er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvaða tillögur koma frá þeim nefndum, sem haft hafa málið með höndum. Það verður líka forvitnilegt að sjá hvað gerist eftir því sem líður á haustið og vet- urinn því að brátt verður mikill fjöldi samninga laus. Verða aðrir launþegar til- búnir að fallast á það að hækkunin til ljósmæðra byggist á leiðréttingu? Gott hefði verið að kanna grund- völl fyrir slíkum skuldbind- ingum fyrir fram og fá að vita hvort aðrir hygðust nýta sér leiðréttingu á kjörum rúm- lega 200 ljósmæðra til að hleypa af stað skriðu. Ljósmæður þurftu á leið- réttingu að halda. Þær fengu minna en þær vildu, en gátu þó nálgast markið. Afrakstur þeirra baráttu er vatn á myllu baráttunnar gegn mismunun kynjanna á launamarkaði, en hann á ekki að vera stökk- pallur til að hrinda af stað hækkunum, sem á endanum gætu gert leiðréttinguna að engu og klekkt á efnahagslífi, sem ekki má við miklu um þessar mundir. „Enginn fullnaðarsigur, en stórt skref“} Verðskulduð leiðrétting Víða í borgum ínágranna- löndum okkar hættir fólk sér ekki inn í almenn- ingsgarða á kvöldin og nótt- unni vegna ótta við ræningja, fíkniefnasala og annan óald- arlýð. Miðað við frásögn móður, sem rætt var við í Morg- unblaðinu í gær, mætti halda að ástandið í Laugardal í Reykjavík væri orðið svona í björtu. „Við keyrum börnin okkar alltaf í íþróttir í Laugardalinn vegna þess að við viljum ekki láta þau ganga í gegnum dal- inn. Hann er einfaldlega ekki öruggur,“ segir konan. Hún bendir á að sonur hennar hafi fundið sprautu- nálar í dalnum, að á göngustíg við Húsdýragarðinn vanti lýs- ingu og þar hafi börn og ung- lingar verið rænd, að mótor- hjólamenn leiki lausum hala á göngustígunum. Að útigangs- menn haldi til í dalnum og fíkniefnasalar sitji fyrir ung- lingum. „Það liggur við að svæðið sé orðið eins og fríríki,“ segir konan. Talsmenn lög- reglu og íþrótta- starfs í Laugardal segjast í Morgunblaðinu í dag ekki kannast við neina glæpi eða afbrot í Laugardal. Lög- reglan bendir á að ekki hafi borizt tilkynningar um slíkt. En er ástæða til að horfa framhjá því ef eitthvað er á seyði á útivistarsvæðum í borginni, sem gerir borg- arana óörugga? Hvert er eft- irlit lögreglunnar í Laugar- dal? Fer hún þar í eftirlitsferðir, hirðir upp fíkniefnaneytendur og róna, stuggar við strákum á mótor- hjólum og sýnir sig almennt? Víða í nágrannalöndum okkar er sýnilegt eftirlit lög- reglu á útivistarsvæðum talið nauðsynlegt til að almenn- ingur geti talið sig öruggan þar. Því miður er einnig svo komið hjá okkur. Það á ekki að gera lítið úr áhyggjum fólks af öryggi sínu og barna sinna. Er lögreglan sýnileg í Laugardal?}Öryggi á útivistarsvæðum V ið Íslendingar höfum löngum verið hjátrúarfull. Við trúum á stokka og steina, álfa og huldufólk og ým- islegt annað gott. Það verður hins vegar að við- urkennast að á undanförnum árum höfum við farið offari í hjátrúnni og orðið hindurvitnum fullkomlega að bráð. Þannig gerðist það á undraskömmum tíma að samfélagið allt varð heltekið af milljarðamær- ingavæðingu. „Strákarnir okkar“ í útrás og yf- irtöku urðu sem hendi væri veifað að góðhjört- uðum töfranornum á kústskafti einkaþotunnar sem þeystu heimshorna á milli til þess víst eins að gera Íslendinga alla auðugri. Töfrateppi einkavæðingar var slíkt að meira að segja Bessastaðir lutu í gras og gáfu út hástemmdar yfirlýsingar um hvernig heimurinn gæti lært af íslenskum undradrengjum milljarðanna. „You ain’t seen nothing yet“ sagði stóra Ísland við litlu heimsbyggðina. Nú þykir mér á margan hátt vænt um þennan eiginleika þjóðarsálarinnar. Við erum nýjungagjörn og auðtrúa og við erum snillingar í að „redda“, auk þess sem við höfum dálítið krúttlega tilhneigingu til mikilmennskubrjálæðis. Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál eða Jón Ásgeir og ekki heldur fyrir okkur hin. Trúin á okkur sjálf, að ekkert vaxi okkur í augum, sveigj- anleiki okkar og smæð, stuttar boðleiðir og kappsemi – allt er þetta auður í sjálfu sér. En oft er það jú þannig að manns stærsti kostur er um leið manns augljósasti veikleiki. Við verðum ítrekað trúnni á „reddinguna“ að bráð. Eitt árið er það loðdýrarækt, það næsta fiskeldi, annað árið er það stóriðja og hitt árið útrás, næsta árið evran: Alltaf finnum við eitthvað sem á að redda okkur frá hinni reddingunni sem brást. En þannig er bara ekki lífið. Heilbrigðar und- irstöður og manngildi verða aldrei til á kústskafti reddinga heldur byggjast upp með tíma, ráðum og dáð – og ævinlega af einhvers konar blöndu af hugrekki, hugmyndaauðgi, aga, vinnusemi og út- haldi. Erfiðustu hindurvitnin eru hins vegar þau sem við tökum ekki eftir að við trúum heldur gefum okkur sem augljós sannindi. Við erum meðvituð um að trúin á álfa er bara trú; við erum hins veg- ar ómeðvituð um að trúin á „lögmál markaðar- ins“ er kennisetning en ekki vísindi. Staðreyndin blasir þó við: Kerfi fjölþjóðlegs auðvalds, arðráns og spá- kaupmennsku er rotið inn að rótum og meira að segja Bandaríki Norður-Ameríku kalla nú á þjóðnýtingu. Hver hefði trúað því fyrir 2 árum síðan þegar „þjóðnýting“ var sagt með fyrirlitningu en „einkavæðing“ var sæt sem sykur? Gildin sem aldrei skulu hvika er það sem nú þarf að end- urreisa í okkar litla samfélagi, samfélagi sem vissulega á æv- inlega að hugsa stórt: Jöfnuður, jafnrétti, framsýni, frum- kvæði, sanngirni, sjálfbærni, sjálfstæði. Það er í fínu lagi að trúa áfram á huldufólk en trúin á töfrateppi græðginnar og reddingarinnar skal víkja. Þótt fyrr hefði verið. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Bábiljunni að bráð Hlutur tíu stærstu útgerðanna eykst FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is T íu stærstu útgerðir landsins ráða 52,8% heildarkvótans. Er það örlítið meira en í maí þegar Fiskistofa gaf síð- ast út lista yfir stærstu útgerðirnar. HB Grandi hf. er sem fyrr kvóta- hæsta félagið, með liðlega 11% heild- arkvótans, heldur minna en í vor. Fiskistofa hefur reglulegt eftirlit með kvóta stærstu handhafa afla- heimilda og eignatengslum þeirra og gefur út lista um 100 stærstu út- gerðirnar með aflahlutdeild og 50 stærstu útgerðir með krókaafla- hlutdeild. HB Grandi á tindinum Langkvótahæsta fyrirtækið, HB Grandi, er með rétt rúmlega 11% hlutdeild í heildarkvótanum. Er það nokkru minna en í maí þegar fyr- irtækið var með 11,9%. HB Grandi er því vel innan við þau 12% sem lög kveða á um að sé hámark hjá ein- stökum útgerðum. Ekki hafa orðið miklar breytingar í röðun tíu stærstu útgerðarfélag- anna frá síðustu athugun Fiskistofu. Fjögur efstu fyrirtækin halda sínum sætum, Samherji er í öðru sæti, Brim í þriðja og Ísfélag Vest- mannaeyja í fjórða sæti. Hins vegar færist Þorbjörn upp í fimmta sætið og skiptir þar við FISK-Seafood. Síldarvinnslan er hástökkvarinn, fer úr ellefta sætinu og upp í það sjö- unda. Í samantekt Fiskistofu kemur fram að breytingarnar megi að mestu skýra með litlum loðnukvóta sem getur breytt innbyrðis röðun fyrirtækjanna. Töluverðar breyt- ingar geti orðið við úthlutun tegunda uppsjávarfiska. Allir innan við mörkin Samherji er með mesta þorsk- kvótann, 7,67% hlutdeild, og HB Grandi er með mesta ýsukvótann, 5,95%. Í báðum tilvikum eru fyr- irtækin langt innan við hámarkið sem er 12% í þessum tegundum. Hámarkskvótaeign einstakra fyr- irtækja í ufsa, grálúðu, síld, loðnu og úthafsrækju er 20% og öll fyrirtækin eru innan þeirra marka. HB Grandi er með 16,7% ufsakvótans, Brim er með 19,36% grálúðukvótans, Skin- ney-Þinganes er með 16,42% af síld- arkvótanum, Ísfélag Vestmannaeyja með 17,69% loðnunnar og Vísir með 12,45% af úthafsrækjukvótanum. Tíu stærstu með meirihlutann Tíu kvótahæstu útgerðarfyrirtæki landsins eru samtals með meirihluta aflaheimildanna. Hlutdeild þeirra er nú 52,8%, á móti 52,47% í maí. Sam- kvæmt því hefur hægt á sam- þjöppun aflaheimilda. Þetta hlutfall var 47,7% fyrir réttum þremur ár- um. Þegar litið er til þrjátíu kvóta- hæstu útgerðanna sést að samanlagt hlutfall þeirra hefur minnkað örlítið frá því í maí, úr 79,2% niður í 78,5% Fiskistofa mun einnig kanna eignatengsl þeirra fyrirtækja sem stærst eru eða eiga hæsta hlutdeild í umræddum tegundum, í þeim til- gangi að athuga hvort samanlögð hlutdeild tengdra fyrirtækja fari yfir tilsett mörk. *+   ,& - .   ,& * . ,& / ,0 1 .   ,& 23 4  ,& 56-7 - ,33 ,& -    ,&  ..  ,& 1  4  ,& 1  ,& -  2    ,&  ,    + 4 ,& 8   ,& 9 ,  ,& +4 ,& *   ,& : ,& -  ; ,& 3   ,& 7+,   ,& +.  < , 3  ,& 5  ; ,&   ,& -   ,& -3,,  => 3  ,&  ,       ,& ?  ,& 53   ,& +  ,& +   ,& @ % A                                      #) ) K) &) !) %) ') ") $) # ) ##) #) #K) #&) #!) #%) #') #") #$)  ) #) ) K) &) !) %) ') ") $) K )    /  / / /         /        /       /                          /   / / /    /  / //    /   /       ;L B                        ! "   #          $   %                &  '    (  )(                  (  )( *          $   * 4; 7 6  %:     ;    : #&) :)  " BM   =   ;  : B B    3                                   TVÆR útgerðir krókabáta eru yf- ir settum mörkum í krókaafla- markskerfinu, bæði í heild og helstu tegundum. Þær hafa frest til 1. september á næsta ári til að ráðstafa hluta af kvóta sínum þannig að hlutfall þeirra verði innan tilsettra marka. Stakkavík ehf. í Grindavík er með mesta kvóta krókaaflabáta, 7,36% af heildinni. Fyrirtækið er með 6,62% af kvótanum í þorski og 7,79% ýsukvótans. Hverri út- gerð er leyfilegt að eiga allt að 5% heildarkvótans og sömuleiðis allt að 5% í hvorri tegund fyrir sig. Guðbjartur ehf. á Vestfjörðum er með 6,08% hlutdeild í króka- kerfinu, þar af 4,38% í þorski og 6,78% í ýsu. Einhamar ehf. í Grindavík er með þriðja mesta kvótann. Tveir yfir hámarki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.