Morgunblaðið - 20.09.2008, Síða 28
Heyrðu snöggvast
Snati minn
Sjálfstæðisflokk-
urinn á einn vin sem
aldrei bregst og kem-
ur nú til hjálpar þeg-
ar flugfjaðrirnar tæt-
ast af fálkanum knáa
í hörðum mótvindi.
Það er ósýnilegi skrí-
bentinn (ÓS) á bak
við Staksteina. Við
framsóknarmenn
fengum kaldar og
þóttafullar kveðjur í
Staksteinum mið-
vikudagsins. Nú var
það afbrýðisemi út í
faglega skoðun okkar
á framtíðarspursmáli
Íslendinga í gjaldeyr-
ismálum sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hef-
ur ekki innri styrk til
að skoða. Færasti og
faglegasti ritstjóri ís-
lensku blaðaflórunnar
tekur annan pól í
hæðina sama dag og
færir rök fyrir máli
sínu, ólíkt Stak-
steinum. Í leiðara Fréttablaðsins
segir ritstjóri blaðsins skýrslu
okkar um gjaldeyrismálin „þakk-
arvert pólitískt framlag“ og fer
virðingarorðum um Framsókn-
arflokkinn. Telur hann flokkinn í
rauninni eina stjórnmálaflokkinn
sem leggur vinnu í málefnalegar
úttektir, bæði hvað varðar evru og
Evrópusambandið. Ég vil þakka
Þorsteini Pálssyni málefnaleg
skrif. Þau eru þeim
mun þakkarverðari
vegna þeirrar póli-
tísku uppdráttarsýki
sem einkennir Morg-
unblaðið. Ég man eft-
ir því frá æsku hvað
hann Snati, þessi frá-
bæri smalahundur frá
Brúnastöðum, fór oft
ógætilega að góðum
gestum og gelti ógur-
lega og beraði tenn-
urnar. Það var jafn-
framt eins og hann
væri harðari við póli-
tíska andstæðinga
föður míns. Þótt mér
þætti vænt um Snata
fannst mér þetta ósið-
ur hjá greyinu og
ómaklega að gestum
vegið.
Staksteinahöfundur
minnir mig oft á
þennan trygga fjár-
hund. Hann er alltaf
verstur þegar hann
finnur að Sjálfstæð-
isflokkurinn á undir
högg að sækja.
Aðgerðarleysið er ekki góð
aðgerð
Sjálfstæðisflokkurinn liggur ein-
mitt vel við höggi í pólitískri um-
ræðu dagsins í dag. Hann hefur
neitað að horfast í augu við og tak-
ast á við alvarlegan efnahagsvanda
þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn
sagði ekkert vera að í fyrrasumar.
Hann sagði að ekkert væri að í
fyrrahaust. Hann sagði að það
væri ekkert að á þorra og fyrir
nokkru átti botninum að vera náð.
Aðgerðaleysið er enda góð aðgerð
til að leysa málin, að mati for-
sætisráðherra. Morgunblaðið lýsir
reyndar sama dag afleiðingum að-
gerðaleysis á forsíðu blaðsins. Þar
segir að erlendar skuldir heim-
ilanna hafi hækkað um 129% á
einu ári, á sama tíma og gengið
hefur fallið um 43%. Hjá Láns-
trausti koma þær upplýsingar
fram að 1100 fyrirtæki stefni nú í
vanskil og séu komin á vanskila-
skrár til viðbótar við þau sem þar
eru fyrir. Þúsundir einstaklinga
stefna sömu leið. Er nú að undra
þótt einhverjir undrist yfir forystu
eða forystuleysi Sjálfstæðisflokks-
ins. Hvað myndi höfundur Stak-
steina segja ef forystan í ríkis-
stjórninni væri Samfylking-
arinnar? Staksteinar halda áfram í
morgunógleði sinni og telja að 90%
lán Íbúðalánasjóðs hafi sett allt af
hjörunum hér á landi. Flestir vita
hins vegar að það var bankakerfið
sem fór út af í offorsi sínu 2004
þegar það tók að veita 100% lán út
á íbúðarhúsnæði, án fjárhæðar-
takmarkana. Nú þakka heimilin og
þjóðin fyrir varðstöðu okkar um
Íbúðalánasjóð og er margur feginn
að eiga skuldir sínar þar. Sam-
kvæmt nýrri könnun Capacent
Gallup eru ríflega 9 af hverjum 10
fasteignakaupendum ánægðir með
Íbúðalánasjóð og svipaður fjöldi
telur að sjóðurinn eigi að starfa
áfram í óbreyttri mynd. Stak-
steinasnati ætti að vekja heim-
ilisfólkið á bænum, sem stendur í
ljósum logum, en ekki urra og
gelta að góðum nágrönnum sem
mættir eru með skjólur til að
hjálpa við að slökkva eldinn. Öðru-
vísi koma ekki, kæri minn, „kakan
þín og jólin“.
Guðni Ágústsson
svarar Staksteinum
» Staksteina-
höfundur
minnir mig oft á
þennan trygga
fjárhund. Hann
er alltaf verstur
þegar hann
finnur að Sjálf-
stæðisflokk-
urinn á undir
högg að sækja
Guðni Ágústsson
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
28 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ERLING Ásgeirsson
formaður bæjarráðs
Garðabæjar og leiðtogi
sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn skrifar pistil í
Morgunblaðið 6. ágúst
sl. þar sem hann m.a.
kveinkar sér undan úr-
skurði samgöngu-
ráðuneytisins vegna
kæru minnar varðandi
ólöglega álagningu fast-
eignaskatts í Garðabæ.
Málflutningur Er-
lings í pistli þessum er
vægast sagt ómerki-
legur. Hann segist vilja
lækka eða fella niður
fasteignagjöld en framkvæmir svo
allt annað í bæjarstjórn.
Kjarni þessa máls er að sam-
kvæmt lögum má veita tekjutengd-
an afslátt af fasteignaskatti en Er-
ling og fylgifiskar hans í
bæjarstjórninni hafa hækkað fast-
eignagjöld á tekjulágum elli- og ör-
orkulífeyrisþegum en á móti veitt
öllum eldri en 70 ára ólöglegan fast-
an afslátt af fasteignaskatti óháð
tekjum.
Í pistlinum segir Erling „Á tylli-
dögum er rætt um að gera þyrfti
átak í málefnum aldraðra. Eitt það
fyrsta sem þá kemur til umræðu er
að gera þurfi eldra fólkinu kleift að
búa sem lengst heima í íbúðum eða
húsum sínum.“ Fallega skrifað, en
hér er greinilega maðkur í mysunni.
Nauðsynlegt er að Erling skýri
betur þessi félagslegu viðhorf sín,
hvernig það gagnast öldruðum og
öryrkjum til að búa lengur í eigin
húsnæði að skattpína þá sem litlar
tekjur hafa og á sama tíma að hygla
þeim sem hafa rúmar tekjur og eng-
an lagalegan rétt til ívilnunar.
Erling ruglar stöðugt saman fast-
eignaskatti og fasteignagjöldum.
Það er kannski ástæða þess að í
Garðabæ er aðeins veittur afsláttur
af fasteignaskattinum en ekki öðr-
um fasteignagjöldum eins og gert er
í nágrannasveitarfélögunum.
Hann virðist ekki vita annað en
að þessi mál séu í góðu lagi í Garða-
bæ. Ég vil því benda honum á að
kynna sér hvernig þessum málum
er fyrir komið vítt og breitt um
landið. Samkvæmt álagningu ársins
2007 greiddi ég í fasteignagjöld af
húsi mínu í Garðabæ kr 159.000.
Miðað við reglur nágrannasveita-
félaganna hefði ég greitt: Í Reykja-
vík kr 77.000 á Seltjarnarnesi kr
82.000, í Kópavogi kr 68.000. Það er
því augljóst að skattheimta á lág-
tekjufólki er miklu hærri í Garðabæ
en hjá þessum sveitarfélögum.
Þetta hefur ekkert breyst en hroka-
fyllri yfirlýsingar heyrast nú frá
valdsmönnum Garðabæjar en áður,
gagnvart lágtekjufólki.
Það er því ljóst að
það er alrangt hjá Er-
ling að bæjarstjórn
Garðabæjar vilji
lækka skatta hjá öldr-
uðum Garðbæingum,
a.m.k. innan gildandi
lagaramma.
Svo er hann undr-
andi á að ég kvarti!
Erling telur að
samgönguráðuneytið
hafi gert Garðabæ að
falla frá frekari af-
slætti til 70 ára og
eldri. Þetta er aðeins
rétt að hluta. Sam-
kvæmt lögum má af-
slátturinn vera víð-
tækari en ekki
aldurstengdur. Veita
má öllum örorku- og
ellilífeyrisþegum af-
slátt miðað við tekjur. Upphæð
tekjumarkanna skal ákveðin af bæj-
arstjórn og er hún án nokkurra há-
markstakmarkana frá hendi löggjaf-
ans.
Eftir lestur á Moggapistli þínum
hvarflar það að mér að þú hafir
kannski ekki skilið erindið frá mér
og þá ekki heldur leiðbeiningar og
reglur sem félagsmálaráðuneytið
sendi bæjarstjórn Garðabæjar
haustið 2005 varðandi álagningu
fasteignagjalda. Ég hef ítrekað bæði
rætt við þig og aðra bæjarfulltrúa
um þetta mál ásamt því að senda
bæjarstjórn skrifleg erindi.
Þrátt fyrir endurtekin loforð þín
um leiðréttingu fasteignagjalda
minna varð ekkert um efndir. Því
þurfti ég að leita réttar míns hjá
æðra stjórnvaldi sem úrskurðaði að
Garðabær hefði brotið á rétti mín-
um og þar með annarra eldri borg-
ara í bænum. Því er það furðulegt
að þú skulir tala um kæru mína sem
„blauta tusku“ framan í þá sem um
málið fjölluðu og ekki síst eldri
borgara. Ég held þú ættir að hug-
leiða hver kastaði fyrst þessari
„blautu tusku“ og í hverja.
Margir eldri borgarar í Garðabæ
hafa haft samband við mig og þakk-
að mér fyrir að hafa hreyft við
þessu réttlætismáli, með góðum ár-
angri. Einu óánægjuraddirnar sem
ég hef heyrt eru frá Ragnheiði Erlu
Árnadóttur þingmanni og einstaka
bæjarfulltrúa.
Ágæti bæjarfulltrúi, Erling Ás-
geirsson, hvernig væri að skella sér
nú til Vestmannaeyja og kynna sér
málin þar? Í Eyjum þyrfti ég engin
fasteignagjöld að greiða og fara þeir
þó að landslögum. Geta þeir ekki
verið góð fyrirmynd fyrir ykkur
sjálfstæðismenn í Garðabæ? Mér
virðist að eldri borgarar í Vest-
mannaeyjum búi í sannkölluðum
„blómabæ“ en hjá Garðabæ, bæ í
blóma, séu þau farin að visna og
deyja.
Það má
lækka skatta
Jón Fr. Sigvaldason
svarar grein
Erlings
Ásgeirssonar
»Nauðsynlegt
er að Erling
skýri betur þessi
félagslegu við-
horf sín...
Höfundur er ellilífeyrisþegi
í Garðabæ.
Jón Fr. Sigvaldason
VARAFORMAÐUR
stjórnar Íslandspósts,
Guðmundur Oddsson,
ritar athyglisverða
grein í eitt dagblaðið
nýverið um póstþjón-
ustu og súr ber. Þar
reynir hann að réttlæta
niðurskurð og skerð-
ingu á póstþjónustu,
einkum í dreifbýli.
Hann hælir sér af því að hafa verið
mörg ár í stjórn Íslandspósts g tekið
þátt í að stýra honum inn í „ breytt
rekstrarumhverfi,“ les markaðs-
væðingu.
Það er í sjálfu sér áhyggjuefni
þegar maður með svo eindregna af-
stöðu markaðshyggju er settur í
stjórn almannaþjónustufyrirtækis
eins og Íslandspósts. Þess sjást enda
ýmis merki að nú eigi að búa í hag-
inn fyrir einkavæðingu og sölu fyr-
irtækisins á komandi árum.
Undan því verður hins vegar ekki
vikist enn sem komið er að Íslands-
póstur er í 100% eigu ríkisins og
samgönguráðherra fer með eina
hlutabréfið. Íslandspóstur á að
þjóna jafnt öllum landsmönnum
óháð búsetu – og óháð duttlungum
mismunandi stjórnarmanna eða ráð-
herra.
Talsmenn landsbyggðarinnar
koma úr VG
Nú getur það svo sem verið erfitt
fyrir þéttbýlisbúann og markaðs-
hyggjumanninn Guðmund Oddsson,
sem fær sinn póst reglulega inn um
bréfalúguna á hverjum degi, að setja
sig inn í aðstæður á landsbyggðinni.
Ég velti hins vegar fyrir mér hvað
Guðmundur í Kópavogi myndi segja
við því að vera gert að sækja póstinn
sinn í póstkassa sem stæði við þjóð-
veginn uppi í Ártúns-
brekku. Guðmundur
talar um „sjálfskipaða
talsmenn landsbyggð-
arinnar úr VG“ sem
vilja verja þjónustu
póstsins á lands-
byggðinni. Það er al-
veg hárrétt. En þar
eigum við samleið með
fjölmörgum öðrum
íbúum landsbyggð-
arinnar, sveit-
arstjórnum sem sent
hafa bréf, beiðnir og
kærur til Íslandspósts, til stjórn-
valda um að vera ekki settir á „
dauðalista“ Íslandspósts. Að vera
taldir svo óarðbærir og samfélags-
lega íþyngjandi að verði að skera af
þeim þjónustuna. Hér fylgir úrdrátt-
ur úr bréfi sveitarstjóra Reykhóla-
hrepps frá 26. ágúst sl., en fleiri slík
hafa borist úr öðrum héruðum:
14 kílómetrar í póstkassann
„Eins og þér er kunnugt um eru
uppi áform um að fækka póstburð-
ardögum í hluta Reykhólahrepps úr
fimm í þrjá á viku. Mun þetta taka
gildi frá 1. sept. 2008 að telja. Sömu-
leiðis er búið að ákveða að leggja
niður einu póstafgreiðsluna í sveit-
arfélaginu sem er í Króksfjarðar-
nesi. Við mótmæltum, en árangurs-
laust, og bentum á að flytja bæri
póstafgreiðsluna úr dreifbýlinu og í
þéttbýliskjarnann sem er hér á
Reykhólum. Hér búa um 130 manns
í þorpinu en engin póstafgreiðsla er
hér. Hér eru fyrirtæki í fullum
rekstri og við þurfum á þessari þjón-
ustu að halda, hvað sem aðrir halda.
Hluta af kostnaði við póstdreif-
ingu er velt yfir á móttakendur
póstsins, t.d. á einum bæ er póst-
kassinn í 7 km fjarlægð frá heim-
ilinu, þar sem ein ekkja býr og þarf
hún að aka 14 km til að tæma póst-
kassann sinn eða til að komast að því
að hann er tómur. Hingað til hefur
þessi kona fengið póstinn sinn heim
eins og aðrir.“
Á „dauðalista“ Íslandspósts
Þegar nú Íslandspóstur ákveður
upp á sitt einsdæmi að fækka póst-
ferðum, skilja póstinn eftir úti við
þjóðveg langt frá bæjum sem áður
var keyrður heim rétt eins og í stór-
þéttbýlinu eða loka einu póst-
afgreiðslunum í heilum byggð-
arlögum, þá er hann að setja þær
byggðir á „dauðalista“ sinn: það sé
ekki arðbært að þjónusta þær þó svo
í lögum sé skýrt kveðið á um að jafn-
ræðisregla stjórnarskrárinnar gildi í
póstþjónustu landsmanna.
Fyrir Kópavogsbúann Guðmund
getur það virst einföld aðgerð að
loka póstafgreiðslu og skera niður
póstferðir í heilum byggðarlögum og
segja starfsmönnum upp. En með
því er ekki aðeins verið að skera nið-
ur þjónustuna og skerða samkeppn-
ishæfni búsetunnar heldur er verið
gefa skýr skilaboð um að íbúarnir
séu annars og þriðja flokks: Guð-
mundur í Kópavogi sé þjóðinni
miklu mikilvægari og arðbærari en
ekkjan í Reykhólasveit; það sé rétt
og eðlilegt að mismuna fólkinu í
landinu. Þar skilur á milli okkar
Guðmundar.
Guðmundur í Kópavogi
og ekkjan á Reykhólum
Jón Bjarnason skrif-
ar um póstþjónustu á
landsbyggðinni
» Fyrir Kópavogsbú-
ann Guðmund getur
það virst einföld aðgerð
að loka póstafgreiðslu
og skera niður póst-
ferðir í heilum byggð-
arlögum...
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í Norðvesturkjördæmi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna
greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefn-
um mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna
viðburði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Formið er
undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í tölvu-
pósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt en
boðið er upp á birtingu lengri
greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina