Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 31

Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 31 ótrúlegur kjarkur. Hverjum hefði til dæmis dottið í hug að skafa veg utan í Hrafnholur á Svalvogaleið með jarðýtupísl nema Ella á Kjar- ansstöðum – í standberginu þar sem jafnvel hvítfuglinn átti erfitt með að fóta sig? Jú, vel má vera, að ein- hverjum hafi dottið það í hug, en að framkvæma það: af og frá, enda löttu margir hann þess. Það efldi Ella fremur en hitt. Eiginlega var Elli einn af náttúrukröftum lands- ins. Góðar vættir ákváðu því að vaka yfir honum og syni hans við þetta einstæða verk og fleiri: „Geisli og orka fjallsins unnu með mér“, sagði hann löngu seinna. Elli var ljúfmenni og einstaklega bóngóður. Þess nutu margir og í mörgu. Þannig létti hann búendun- um tveimur í Lokinhamradal síð- ustu búskaparárin þar meðal ann- ars með því að leggja þangað vegi og halda við árlega, á meðan það virtist til þess settum stofnunum samfélagsins um megn. Dyttaði að húsum og öðrum mannvirkjum eða reisti og smíðaði ný, enda bráðhag- ur. Okkur Kirkjubólsfólki var hann góður. Mörg undanfarin ár kom Elli til sauðburðarverka. Til þeirra vors- ins starfa hlakkaði hann jafnan; bóndinn í hjarta hans sagði til sín. Hans deild fjárhúsanna var í örugg- um höndum. Systkinum mínum létti Elli þannig bústörfin með margvís- legri aðstoð, og smitandi hressileik- inn fylgdi honum hvert spor. Móður minni og móðurbróður þótti líka sérlega gaman að fá Ella í heimsókn þegar minna lá við og næði gafst til þess að spjalla og njóta stundarinn- ar. Fyrir allt þetta er nú þakkað af heilum hug um leið og ástvinum Ella eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ella frá Kjaransstöðum. Bjarni Guðmundsson. Elís Kjaran Friðfinnsson er örugglega einn þekktasti Dýrfirð- ingur samtímans. Framlag hans til vegagerðar á Vestfjörðum verður minnisvarði um hann til framtíðar. Þar fór hann ekki troðnar slóðir heldur lagði nýjar í bókstaflegri merkingu. Þegar ég var tólf ára gamall í sveit á Hrafnabjörgum í Arnarfirði sumarið 1974 varð sú bylting að vegur kom í hlað. Þar átti Elís Kjaran stærstan þátt þó fleiri hafi komið þar að. Bátur eða tveir jafnfljótir voru ekki lengur einu tækin til að komast í Lokinhamra- dal. Hrafnholur yst í vestanverðum Dýrafirði, þar sem vegurinn liggur á klettasyllu, og vegurinn í fjörunni undir Skútabjörgum milli Hrafna- bjarga og Stapadals eru án efa með mögnuðustu vegastæðum landsins. Á fyrstu árum vegarins jókst um- ferðin jafnt og þétt en vorið 1984 lagði Elli veg frá Hrafnabjörgum inn í Stapadal og þar með var orðið fært á bíl hringinn fyrir Nes eins og margir heimamenn orða það. Það vor hélt hann til á Hrafnabjörgum. Eitt kvöldið sagði hann okkur að hann teldi sig komast með vegar- slóðann inn fjörur daginn eftir og ef það gengi myndi hann gista á Hrafnseyri næstu nótt. Á hvorugan bæinn skilaði hann sér það kvöld né um nóttina. Áhyggjur vöknuðu og ég var sendur af stað til að athuga málið. Vegurinn var þá afar mjór og hallaði víða og engin leið að snúa við og ekki bætti úr skák að ég hafði áhyggjur af ýtustjóranum. Þegar ég nálgaðist Hilluháls sá ég ýtuna. Hún var á hreyfingu og þegar ég ók nær sá ég Ella sjálfan í sætinu, ber- an að ofan í morgunsólinni, en þá var liðinn rúmur sólarhringur frá því að hann fór frá Hrafnabjörgum morguninn áður. Hann stökk bros- andi út úr ýtunni þegar hann sá mig og skildi ekkert í því að nokkur hefði haft áhyggjur af honum. En svona var Elli, ákefðin og hugsjónin ofar öllu. Kynni okkar og vinátta hefur staðið samfellt frá þessum tíma. Við Beta minnumst með þakk- læti og ánægju margra samveru- stunda með Ella á liðnum árum og þá ekki síst í öll þau skipti sem við dvöldum hjá honum í húsinu hans á Þingeyri. Ástvinum hans öllum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Skarphéðinn Garðarsson (Batti). ✝ Héðinn Breið-fjörð Valdimars- son fæddist í Efri- Miðvík í Aðalvík 27. febrúar 1933. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Þor- bergsson bóndi í Efri-Miðvík, f. 14.11. 1906, d. 7.9. 2001 og Ingibjörg Guðrún Bjarnadótt- ir f. 19.9. 1908, d. 11.10. 2002. Héðinn var elstur þriggja systk- ina, en systkini hans eru Birgir, búsettur á Ísafirði, f. 30.7. 1934, kvæntur Maríu Erlu Eiríksdóttur og Birna Unnur, f. 1936, búsett í Reykjavík. Héðinn ólst upp í foreldra- húsum í Miðvík til ársins 1944, en þá flutti fjölskyldan að Sæbóli í Aðalvík. Árið 1947 flutti fjöl- skyldan til Ísafjarð- ar og hefur Héðinn átt þar heima alla tíð síðan. Ævistarf Héðins var sjómennska, fyrst á land- róðrabátum, síðan á togskipum og síðast á skuttogaranum Guðbjarti IS. Þegar hann hætti sjómennsku fór hann að vinna hjá Hraðfrystihúsinu Norðurtanga h.f. og starfaði þar allt þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Héðinn verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Í dag kveðjum við Héðin föður- bróður okkar. Héðinn kvæntist ekki og bjó í foreldrahúsum meðan afi og amma voru á lífi. Eftir að afi og amma dóu með árs millibili 2001 og 2002 fluttist Héðinn á Hlíf, íbúðir fyrir aldraða á Ísafirði. Hann var þá að nálgast sjötugt. Það má segja að honum hafi ekki verið ætlað að búa lengi einn. Sjötíu og fimm ára er ekki hár ald- ur í dag að manni finnst. Afi, pabbi Héðins, var tæplega 95 ára þegar hann dó og amma 94 ára. Ég átti því von á því að hann yrði með okkur mun lengur og því er eins og Héðinn hafi dáið fyrir aldur fram. Héðinn frændi hafði sjálfur húmor fyrir því hversu lengi hann bjó í for- eldrahúsum. Fyrir stuttu sagði hann mér að hann hefði hitt mann sem bar systkinum hans, Birgi og Birnu, vel söguna og hældi þeim óspart. Héð- inn sagðist hafa svarað að það hefði tekist ótrúlega vel með uppeldið á þeim miðað við hvað það hafi verið stutt. En sjálfur bjó hann í foreldra- húsum í tæp sjötíu ár. Héðinn fylgdist afar vel með okk- ur börnum systkina sinna og afkom- endum okkar. Það má því segja að þótt hann hafi ekki átt börn sjálfur átti hann stóra fjölskyldu í okkur, börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum systkina sinna. Sér- staklega var hann mikið með barna- barni Birnu systur sinnar, Heiðari Birni, og reyndist honum ávallt vel. Það var margt gott í Héðni og sýndi hann það í umgengni við okk- ur. Hann var ljúfmenni sem sjaldan hallaði orði á nokkurn mann þótt hann hefði sterkar skoðanir. Þar var hann líkur föður sínum sem aldrei talaði illa um nokkurn og vildi öllum vel. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona fólki eins og þeim feðgum og Ingu ömmu enda var allt- af gott að koma við í Tangagötunni þar sem þau bjuggu fyrst á Ísafirði eða í Sundstræti og ávallt var vel tekið á móti okkur. Í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu Ingu ömmu, móður Héðins. Nú eru þau öll farin, Valdi afi, Inga amma og Héðinn frændi. Í uppvextinum voru þau þrjú svo stór hluti af lífi okkar. Oftast komum við systkinin og frændsystkini til þeirra í frímínútum í barnaskóla og fengum kaffi og brauð, og minnumst við þeirra stunda með mikilli hlýju. Héðni viljum við þakka þá vináttu og væntumþykju sem hann gaf okk- ur og fjölskyldum okkar. Stefanía, Oddný, Valdimar og Erla Kristín Birgisbörn. Frændi minn, Héðinn B. Valdi- marsson lést 11. sep sl. á Sjúkrahús- inu á Ísafirði. Frændi ólst upp í Að- alvík en fluttist á unglingsárum til Ísafjarðar þar sem hann bjó síðan. Það er margs að minnast þegar ég lít nú til baka yfir farinn veg og hugsa um tímann sem ég fékk með honum. Alla tíð höfum við verið nánir og óhætt er að segja að á þeim tæplegu þrjátíu árum sem liðin eru frá fæð- ingu minni, höfum við eytt miklum og dýrmætum tíma saman. Það byrjaði fljótt að renna í þann tímatank. Má segja að runnið hafi jafnt og þétt í gegnum árin, þó stundirnar hafi verið fleiri áður, en ég flutti suður og hóf minn búskap fyrir um áratug. En heimsóknir hafa verið reglulegar og t.a.m á þessu ári, meðan heilsan leyfði töluðum við saman nánast daglega símleiðis, eins reyndi ég eftir megni að fara til Ísa- fjarðar, því við vissum jú báðir hvað var í nánd. Frændi var sjómaður í húð og hár. Hann var sæfari sem var einn af þeim duguðu og færðu björg í bú til handa íslensku þjóðinni um áratuga skeið. Hinsvegar vildi þannig til að frændi hætti til sjós þegar ég var um fjögurra vetra og kom í land eins og sagt er. Var það kannski öðru frem- ur til þess að tengsl okkar urðu eins djúp og raun bar vitni. Sá tími, reynsla og arfleið sem frændi lét mér í té, og ekki er hægt að þakka í orðum. Mun ég búa að um ókomna tíð. Maður huggar sig við þessar aðstæður að í framtíðinni verði ógjarna hægt að ylja sér við glóðir minninganna . Það var hinn 31. ágúst sl. sem ég sá hann frænda minn í síðasta sinn. Var hann þá á lokastigum sinna veik- inda eftir erfiðar þrautir við þann vá- lega sjúkdóm sem krappameinið er. Sú upplifun að sjá allan þann lífsvilja sem ætíð einkenndi frænda minn fær ungann mann eins og mig til að staldra við og sjá ákveðna hluti í ann- arskonar ljósi. Má segja að sú bar- átta hafi komið hvað best í ljós á okk- ar síðasta fundi á sjúkrahúsinu. Frændi hafði sofið djúpt í tölu- verðan tíma við agnarsmáan hjart- slátt þegar mig bar að garði rétt fyr- ir hádegi, og virtist sem svo að hans tímaglas væri senn orðið fullt. Þegar fokið virtist í skjólin flest seinni part sama dags opnaði hann augun, rétt eins og um gamlan hádegisblund í Sundstræti 26 hefði verið um að ræða. Beið ég eftir að næsta skref yrði að fara fram í eldhús og ræða við ömmu og afa um nýjustu tíðindin þjóðmálunum. Já, hann frændi minn barðist vel en nú fær hann loks sína hinstu hvíld við hlið gömlu hjónanna í Sundstræt- inu, sem ekki síður höfðu djúpstæð áhrif á mig. Þetta hafa verið forrétt- indi alla tíð að fá að njóta samveru- stunda þeirra þriggja. Má segja að hvarmurinn örlítið vökni þegar hugsað er um árin sem liðin eru og sólina sem alltaf skein. Það var aldr- ei rigning í Sundstræti 26. Heiðar Birnir Torleifsson. Á myndskeiði minninganna frá bernskuárunum er Héðinn frændi, bróðir mömmu, á öllum myndum. Hann bjó alltaf heima hjá ömmu og afa sem var mitt annað heimili, og þar sem ég átti heima í sömu götu var stutt að hlaupa í heimsókn. Héð- inn kenndi mér að fara vel með hluti. Hann gaf mér mitt fyrsta reiðhjól, sem var rautt með hvítum dekkjum, er ég var 6 ára, hann kom með það heim úr siglingu frá Noregi. Engin stelpa átti svona hjól á Ísafirði og það fékk enginn að prufa hjólið, hann hjálpaði mér að fara vel með það. Í herbergi hans var gott að koma, þar var yfirleitt til Mackintosh kon- fekt eða annað góðgæti. Eftir að ég eignaðist dæturnar, þá nutu þær góðsemi hans í hvívetna. Hann fór oft með þær í bíltúr í rauða bílnum inn í fjörð eða niður á höfn að skoða skipin, og svo var farið niður í fjöru að kasta steinum í sjóinn. Er heim var komið þá gaf hann þeim Nóa Sí- ríus súkkulaðilengju og bláan ópal. Alltaf hringdi hann rétt eftir hádegið á jóladag til að óska okkur gleðilegra jóla og vildi fá að tala við alla á heim- ilinu. Héðinn var alltaf boðinn og bú- inn að rétta mér og mínum hjálp- arhönd. Það er skrýtin tilfinning að þau séu öll farin, amma, afi og nú Héðinn frændi. Það verður tómlegra að koma heim á Ísafjörð í framtíðinni. Þeim fer fækkandi er standa manni næst frá æskuárunum. Takk fyrir allt, elsku frændi minn, þín verður sárt saknað af okkur öllum. Hvíl í friði. Þórný María Heiðarsdóttir og fjölskylda. Lítill strákur stendur við eldhús- gluggann heima hjá ömmu sinni og starir út á götuna. Það er farið að rökkva. Allt í einu kemur maður fyr- ir hornið. Hann er meðalmaður á hæð, grannur og fer hratt yfir. Strákurinn hópar upp yfir sig: „Hann er að koma.“ Hann hleypur út úr eldhúsinu og fer í loftköstum nið- ur stigann. Nær að koma sér í gúmmískóna áður en hann hleypur í átt að manninum. Þeir fagna hvor öðrum og ganga síðan saman hönd í hönd heim. Þetta var Héðinn frændi að koma heim af sjónum. Í minning- unni frá þessum uppvaxtarárum á Ísafirði var Héðinn ýmist að fara á sjóinn eða koma af sjónum. Sjó- mennskan var hans ævistarf þar til hann af heilsufarsástæðum neyddist til að taka sjópokann sinn. Eftir það vann hann í landi. Þegar hann var heima var oft kátt á hjalla í herberginu hans heima hjá afa og ömmu. Þá komu vinirnir ein- att í heimsóknir og drukku fullorð- insdrykki. Þessar heimsóknir voru oft og tíðum gulls ígildi fyrir strák- inn því vinunum fylgdi einatt gnótt af gosdrykkjum. Héðinn gat verið launfyndinn og fljótur að sjá spaugi- legar hliðar á tilverunni. Stundum titraði eldhúsið í Tangagötunni stafna á milli undan hlátrasköllum þegar hann var að segja sögur af sjónum. Þær kryddaði hann með því að herma eftir söguhetjunum. Fyrir vikið stóðu þær ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum þeirra sem á hlýddu. Seinna þegar strákurinn hafði ald- ur til kom oft fyrir að Héðinn hringdi og spurði hvort menn hefðu ekki tíma til að kíkja yfir og fá sér í glas, jafnvel fara á ball síðar um kvöldið. Þá sem nú var flotinu ekki neitað. Var þá gaman að sitja í stofunni hjá afa og ömmu eða í herberginu hjá Héðni, spjalla saman, hlusta á tónlist og heyra nýjar og sígildar sögur af sjónum. Þess á milli tók hann strák- inn oft með sér í bíó og á leiksýn- ingar á Ísafirði. Eftir því sem árin liðu og strák- urinn var langdvölum í öðrum lands- fjórðungum og jafnvel erlendis urðu samskiptin ekki eins tíð og áður. Það voru þó alltaf fagnaðarfundir þegar þeir hittust, sagðar fréttir af hvor öðrum og skipst á skoðunum af mönnum og málefnum. Héðinn var einn af þeim stóru í lífi unga stráks- ins. Verður honum seint fullþakkað fyrir allt það sem hann gerði fyrir þennan frænda sinn. Blessuð sé minning Héðins Valdimarssonar. Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Mig langar að minnast hans Héð- ins frænda með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um Héðin frænda kemur alltaf strax upp í huga minn heimili hans og langafa og langa- ömmu þar sem alltaf var heitt á könnunni og alltaf einhver til að veita manni félagsskap með ýmsum hætti og þá sérstaklega með spilum. Þær eru óteljandi stundirnar sem Héðinn deildi með manni sem strákling en aðal-sportið var alltaf að fara með honum á rúntinn á For- dinum í ýmsum erindagjörðum eða í hjólatúr niður á bryggju og taka á móti togurum sem voru að koma í land eða veiða á bryggjukantinum og oftar en ekki var Heiðar Birnir stóri frændi með í för. Héðinn var alltaf svo góður við okkur frændsystkinin og tók m.a alltaf upp á vídeóspólur alls konar efni úr sjónvarpinu sem manni þótti ekki leiðinlegt að horfa á þegar mað- ur kom í heimsókn og man ég þá sér- staklega eftir Jón Oddi og Jóni Bjarna. Eins má ekki heldur gleyma Kim Larsen sem Héðinn spilaði oft fyrir mann í segulbandstækinu sínu. Nú er Héðinn farinn frá okkur, lagstur til hinstu hvíldar og kominn til Valda afa og Ingu ömmu. Ég er þakklátur Héðni fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman og þær mun ég varðveita í huga mínum um ókom- inn ár. Þar sem ég sé mér ekki fært að vera viðstaddur útförina vegna náms erlendis vil ég votta öllum ættingjum mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá ykkur. Hávarður Olgeirsson. Elsku frændi. Ávallt munum við minnast þín um ókomna tíð. Alltaf varstu til staðar er við komum í heimsókn. Undarlegt er það nú að þú sért farinn. Aldrei munum við gleyma bíltúrunum góðu er við bjuggum á Ísafirði. Þá var alltaf stoppað við litlu bláu sjoppuna inn í firði og keyptur þar blár ópal. Þú sast oft með okkur og horfðir á sjón- varpið, alltaf beinn í baki alveg sama hvað við sátum lengi. Þú tókst barnaefnið alltaf upp á spólu svo við gætum horft er við kæmum í heim- sókn. Hvíl í friði, elsku besti frændi. Díana Ósk, Unnur Birgitta, María og Rakel. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Héðins Valdimarssonar. Í mörgum húsum á Ísafirði á árum áður bjuggu margar fjölskyldur og oft mannmargar. Á Tangagötu 17 bjó Héðinn með fjölskyldu sinni á efri hæðinni og mín fjölskylda á neðri hæðinni. Þetta hús var og er oft nefnt Guðmundar Sæmundsson- ar húsið. Árið 1968 fæddist sonur minn og farinn var að heyrast barnsgrátur frá neðri hæðinni. Aldrei mætti ég Héðni án þess að hann spyrði hvern- ig litli kútur hefði það. Einu sinni sem oftar hittumst við í forstofunni og rétti hann mér þá góða peninga- upphæð með þeim orðum að nú skyldi ég kaupa eitthvað hlýlegt og gott fyrir litla piltinn fyrir veturinn því það yrði kalt í vetur. Þetta var rausnarlegt af honum og tveimur dögum áður en Héðinn lést hafði ég tækifæri til að rifja þetta upp með honum. Nú eru að verða 40 ár síðan blái gallinn var keyptur. Síðar fluttu Héðinn og fjölskylda í Sundstrætið og fór ég oft þangað í kaffi og heimabakkelsi því eins og Inga mamma hans sagði þýddi ekk- ert annað að bjóða þeim feðgum. Ég sendi ættingjum Héðins sam- úðarkveðjur og hef þá trú að minn- ingin um Héðin lifi um ókomin ár með börnum og barnabörnum systk- ina hans. Héðinn var góður frændi. Ingibjörg Sigurlaugsdóttir. Héðinn Valdimarsson                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.