Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 36
36 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
Jóhannes Gunnar
Brynjólfsson fæddist í
Bólstað í Vestmannaeyj-
um 20. september 1908.
Hann andaðist í Reykja-
vík 27. maí 1973. Foreldr-
ar hans voru hjónin Brynj-
ólfur Stefánsson frá Teigi í
Vopnafirði, síðar skósmið-
ur og kaupmaður á Akur-
eyri, og Halla Jónsdóttir
frá Dölum í Vestmanna-
eyjum. Hálfsystkin hans,
börn Höllu, d. 1918, og
seinni manns hennar Guð-
laugs Brynjólfssonar, þá í
Odda og síðar á Lundi, voru Svein-
björn Óskar og Halla Bergsteina.
Pabbi (Jóhannes Gunnar) ólst upp
hjá Guðlaugi og Valgerði Guðmunds-
dóttur, seinni konu hans; börn þeirra
Valgerðar og Guðlaugs voru níu. Val-
gerður reyndist honum sem besta
móðir.
Pabbi var börnum Guðlaugs hinn
besti bróðir og hafa þau margoft haft
orð á því. Heimilið var mannmargt
eins og títt var hjá formönnum á þeim
tíma. Guðlaugur sagði okkur systk-
inunum að hann hefði sannarlega
unnið fyrir sínu, því hann hafi verið
svo bóngóður, m.a. ræsti hann iðulega
sjómennina á báti Guðlaugs.
Pabbi fór í Samvinnuskólann í
Reykjavík, var þar tvo vetur, 1930–
32. Að námi loknu varð hann fram-
kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna-
eyja og vann þar mestalla sína starfs-
ævi. Árið 1935 kvæntist hann Öldu
Björnsdóttur, f. 20 apr. 1915, frá
Kirkjulandi í Vestmannaeyjum. Börn
þeirra eru Lára Halla, gift Páli Sig-
urðarsyni, börn þeirra eru þrjú, Birna
Valgerður, gift Jóhanni Inga Einars-
syni, þau eiga tvær dætur, Guðbjörg
Ásta, gift Adolf Bjarnasyni, þeirra
börn eru þrjú, Jóhannes Sævar (lést
sl. vor), kvæntur Ágústu Ágústsdótt-
ur, þeirra dætur eru tvær, og Brynj-
ólfur, kvæntur Maríu Filippusdóttur,
eiga þau þrjú börn. Ungur var hann í
6 manna hópi sem
kallaði sig Hóla-
menn, markmið
þeirra var að græða
og snyrta landið og
þar voru þeir á undan
sinni samtíð. Sér til
ánægju fóru þeir fé-
lagar saman í smá-
ferðir um Eyjuna,
m.a. hestaferðir.
Pabbi var félagslynd-
ur, var m.a. í Oddfel-
lowstúkunni Herjólfi,
Akoges og Knatt-
spyrnufélaginu Tý og
oft í Þjóðhátíðarnefnd.
Elsku pabbi, þegar mamma veikt-
ist í blóma lífsins og þurfti að fara á
Vífilsstaði, þar sem hún dvaldist í eitt
ár, stóðst þú þig eins og hetja og
hugsaðir um hópinn ykkar, eldaðir
hafragrautinn áður en þú fórst í vinn-
una og sást um að við færum snyrtileg
og ekki svöng í skólann. Ekki var
verra að amma og afi voru í næsta
húsi, á Kirkjulandi, þar sem mamma
átti sín bernskuár. Á þessum tíma var
það nánast eins og dauðadómur að fá
berkla eða í besta falli að hún myndi
lifa en koma ekki heim aftur. Pabba
var gefinn slík ró að aldrei vorum við
látin finna annað en að hún kæmi
heim. Það var hringt einu sinni í viku
og öll fengum við að tala við mömmu,
og óstaðfestan grun höfum við að við-
talsbilin hafi verið extra löng. Elsku
pabbi, árið sem mamma var í burtu
var okkur öllum erfitt og ekki síst þér,
þú hjálpaðir okkur systkinunum að
takast á við þennan tíma, eins alla tíð
sem þú lagðir okkur lið.
Í dag eru liðin 100 ár síðan þú
fæddist. Þú lést snögglega og allt of
fljótt. Mikið hefði verið frábært að þið
mamma hefðuð átt fleiri ár saman.
Nú situr hún og raular með handa-
vinnuna sína og lætur hugann reika
til liðinna ára. Það er gott að rifja upp
gleðistundir og kærar minningar.
Börnin þín.
Jóhannes Gunnar
Brynjólfsson
HJÖRVAR Steinn Grétarsson er í
baráttunni um efstu sætin á Evrópu-
meistaramóti barna og unglinga í
flokki keppenda 16 ára og yngri. Mót-
ið fer fram í smábænum Herceg Novi
í Svartfjallalandi en Íslendingar eiga
tíu keppendur á mótinu. Í fyrra þegar
mótið fór fram í Króatíu voru íslensku
þátttakendurnir aðeins þrír en þar
sem Skáksamband Íslands hefur þeg-
ar tekið þá ákvörðun að senda ekki
keppendur á heimsmeistaramót ung-
linga sem fram fer í Víetnam seinna í
haust var ákveðið að gefa fleirum kost
á að fara með nú. Herceg Novi er lítill
bær sem liggur við strendur Adría-
hafsins. Bærinn er einkum þekktur í
skáksögunni fyrir fyrsta óopinbera
heimsmeistaramótið í hraðskák sem
fram fór árið 1970 og Bobby Fischer
vann með fáheyrðum yfirburðum.
Keppendur á Evrópumótinu eru tæp-
lega þúsund talsins og er keppt í fimm
aldursflokkum pilta og stúlkna. Elsti
aldursflokkurinn er skipaður kepp-
endum 18 ára og yngri en sá yngsti
inniheldur börn 10 ára og yngri. Mót-
ið er geysilega sterkt því meirihluti
keppenda kemur frá fyrrverandi lýð-
veldum Sovétríkjanna. Rússar, Úkra-
ínumenn og Aserar koma hingað í
hópum. Ýmsar aðrar þjóðir eru sífellt
að bæta hlut sinn, t.d. Tyrkir. Hjörvar
Steinn Grétarsson teflir í flokki pilta
16 ára og yngri og eftir fjórar umferð-
ir hefur hann hlotið 3 vinninga, með
tvo sigra og tvö jafntefli. Hann hefur
teflt af miklu öryggi. Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir hefur einnig
farið vel af stað með sigur og þrjú
jafntefli eða 2 ½ vinning. Hún hefur
átt sigurmöguleika í öllum jafnteflis-
skákunum. Skák hennar í fyrstu um-
ferð gegn stigahæsta keppandanum
og heimsmeistaranum í flokki 14 ára
og yngri frá mótinu í Tyrklandi í fyrra
vakti mikla athygli. Lítill tími var til
undirbúnings fyrir þessa skák en
skákin sem hér fer á eftir einkennist
af miklum skotgrafahernaði en and-
stæðingur Hallgerðar kemur frá höf-
uðvígi skáklistar kvenna í Georgíu og
er öllum hnútum kunnug. Hallgerður
reyndist vandanum vaxin og á einu
augnabliki missti hún af vænlegum
millileik í snúnu miðtafli, 27. Bxf6 gxf6
28. Kxf3 og hvíta staðan er betri. Þeg-
ar fram sótti teygði Paikidze sig of
langt og taldi sig vera að vinna með
44. … Hf1 en sást yfir bráðsnjallan
millileik Hallgerðar, 45. Re7+ sem
byggist á hugmyndinni 45. … Kh8 46.
Rf5! og vinnur. Hin leiðin var ekkert
björgulegri og Hallgerður var með
gjörunnið tafl þegar hún leyfði Pai-
kidze að sleppa með þráskák. Hún var
í smávegis tímapressu en gat tryggt
stöðu kóngsins með ýmsum hætti t.d.
54. f5+ og 55. Df3 í stað 54. Dc2 eða
58. Dc8+ og 59. Dg4. En skákin segir
manni hinsvegar að hún hefur í fullu
tré við stöllur sínar frá austurblokk-
inni enda komst rússneski andstæð-
ingur hennar í 2. umferð ekkert áfram
gegn henni.
EM ungmenna 2008; 1. umferð:
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
– Nazi Paikidze ( Georgíu ) Sikileyj-
arvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4.
Bxd7+ Rxd7 5. O–O Rgf6 6. He1 e6 7.
c4 Be7 8. d4 cxd4 9. Rxd4 a6 10. b3
O–O 11. Rc3 Hc8 12. Bb2 Dc7 13. Kh1
Hfe8 14. Dd2 Db8 15. Had1 Bd8 16. f4
Bc7 17. g3 Da7 18. Kg2 Hcd8 19. He2
Rf8 20. f5 Ba5 21. Dd3 R8d7 22. fxe6
fxe6 23. a3 Re5 24. Dc2 Bc7 25. Ra4
Db8 26. Rf3 Rxf3 27. Kxf3 b5 28. cxb5
axb5 29. Rc3 Hf8 30. Kg2 Db7 31.
Dd3 Hb8 32. Ra2 Rd7 33. Rb4 Hf7 34.
Hf1 Hbf8 35. Hxf7 Hxf7 36. Kh3 Rc5
37. De3 Bb6 38. Dd4 Dd7 39. Kg2
Dd8 40. Dc3 Da8 41. Dd4 Df8 42. Rc6
Rd7 43. Dd3 Rc5 44. Dxb5 Hf1
45. Re7+! Dxe7 46. Kxf1 Rd7 47. a4
Dd8 48. b4 Re5 49. Bxe5 dxe5 50.
Kg2 h6 51. Dxe5 Dd1 52. Dxe6+ Kh8
53. Dc8+ Kh7 54. Dc2 Dg1+ 55. Kh3
Df1+ 56. Hg2 Df7 57. e5+ Kh8 58.
He2 Df1+ 59. Kg4 h5+ 60. Kxh5
Dh3+ 61. Kg6 Dg4+ 62. Kf7 Dd7+
63. Kg6 Dg4+
– Jafntefli.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
hafa báðar 50% vinningshlutfall en
skákir Jóhönnu eru yfirleitt afar við-
burðaríkar og skemmtilegar.
Frammistaða Geirþrúðar er frábær
því hún hefur enga reynslu af svo
sterku móti. Daði Ómarsson er einnig
með 2 vinninga og hefur teflt vel en
Sverrir Þorgeirsson og Dagur Andri
sem voru með á HM í Tyrklandi í
fyrra hafa enn ekki náð sér á strik.
Friðrik Þjálfi Stefánsson hefur einnig
staðið sig vel en skortir reynslu úr svo
harðri keppni eins og Tinnu Kristínu
Finnbogadóttur og Patrek Maron
Magnússon. Þjálfarar íslensku kepp-
endanna eru undirritaður og Davíð
Ólafsson.
Hjörvar Steinn í toppbaráttunni
SKÁK
Herceg Novi, Svartfjallalandi
EM ungmenna
15. – 24. september 2008
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Við kynntumst
Sveppa þegar hann
byrjaði í Langholts-
skóla og urðum strax bestu vinir.
Okkur langar, með þessum fáu orð-
um, að þakka fyrir allar góðu stund-
irnar sem við höfum átt með honum,
og þær eru ekki fáar. Hann var sá sem
fékk okkur alltaf til að brosa og hlæja
þegar við þurftum á því að halda.
Hann gat endalaust prakkarast í
kennurum og bekkjarfélögum en auð-
vitað fyrirgáfu það allir vegna þess að
hann var svo yndislegur og góður
strákur. Við gátum talað saman í sím-
ann heilu kvöldin og næturnar, alltaf
fundum við eitthvað til að tala um.
Síðustu ár hefur sambandið
kannski ekki verið eins náið og áður,
en þegar við hittumst þá var alltaf eins
og við hefðum hist í gær. Það var yf-
irleitt Sveppi sem hóaði hópnum sam-
an til að gera eitthvað skemmtilegt,
passaði alltaf upp á að missa ekki sam-
bandið.
Þó að það sé erfitt að átta sig á því
að hann sé farinn og við eigum ekki
eftir að hitta hann aftur, þá reynum
við bara að rifja upp góðu stundirnar
sem við áttum saman. Það verður allt-
af bara einn Sveppi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar,
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja‘ í friðarskaut.
(V. Briem)
Elsku Gunnar, Guðný, Ari og Vala,
við sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Silja og Sigurborg.
Elsku vinur,
það er erfitt að trúa því að þú sért
farinn og það svona fljótt. Núna hefur
maður bara minningarnar um þig og
þær eru rosalega margar. Ég hef síð-
ustu daga hugsað mikið til baka og
áttaði mig á því að ég á aðeins góðar
minningar um þig, og það sýnir
hversu frábær þú varst í alla staði.
Það var alltaf hægt að treysta þér
fyrir öllu því ég vissi að það færi ekk-
ert lengra, við vorum kannski miklar
Sverrir Franz Gunnarsson
✝ Sverrir FranzGunnarsson
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Akranesi
19. maí 1986. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 8. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Langholtskirkju 19.
september.
andstæður í útliti og
áhugamálum, en húm-
orinn var sá sami. Okk-
ur fannst fátt skemmti-
legra en að stríða fólki
og hvor öðrum. Ég á
aldrei eftir að finna
annan vin eins og þig,
enda sjaldgæft að eign-
ast vini sem maður get-
ur sagt að sé vinur í
raun.
Sverrir ég á eftir að
sakna þín mjög mikið,
það hefur verið mjög
skrítið þessa síðustu
daga að hafa ekkert heyrt í þér og á
söknuðurinn eflaust eftir að verða
meiri þegar dagarnir verða fleiri.
Guðný, Gunnar, Ari og Vala, ég
samhryggist ykkur innilega og veit að
söknuðurinn hefur og á eftir að vera
mikill, en vonandi er að ykkar minn-
ingar um Sverri hjálpi ykkur að kom-
ast í gegnum þessa tíma eins og þær
hafa hjálpað mér.
Takk fyrir allar góðu tímana,
Sverrir, ég mun aldrei gleyma þeim.
Þinn vinur,
Óskar Jón.
Elsku Sverrir minn.
Ég sit hér með tárin í augunum og
veit ekki hvar ég á að byrja að minn-
ast þín, elsku frændi minn. Ég bíð eft-
ir að þú komir inn um dyrnar hjá mér,
setjist á gólfið og byrjir að leika við
hana Helgu Marý mína eins og þú
varst vanur að gera. En það gerist
ekkert, þú kemur ekki, þú ert farinn
og ég vil ekki trúa því að svona ynd-
islegur og hugljúfur drengur hafi ver-
ið tekinn frá okkur.
Það er erfitt að hugsa sér lífið án
þín en ég á minningarnar okkar og
þær tekur enginn frá mér, þegar sorg-
in verður mér erfið og mér finnst eins
og hjarta mitt þoli ekki meiri sorg
hugsa ég bara um gleðistundirnar
okkar og hvernig þú komst mér til að
hlæja með fyndnum tilsvörum, hvern-
ig þú gerðir grín að öllu og öllum,
hvernig þú gast tuðað í henni Völu
þinni eins og þið væruð búin að vera
gift í 25 ár og alltaf endaði það með
hlátri. Þú varst einstakur gleðigjafi
sem mér þótti óendanlega vænt um,
þú varst svo hlýr og með alveg ein-
staklega gott hjarta þó svo það hafi
verið það sem gaf sig á endanum.
Þú komst alltaf að passa þegar ég
bað þig um og aldrei með hangandi
hendi. Þú gerðir allt sem þurfti að
gera hvort sem það var að baða hana,
gefa henni að borða eða hugga hana
þegar hún var veik. Eina sem þú baðst
mig sérstaklega um var að hafa mat-
seðilinn ekki mjög flókinn þegar þú
áttir að elda ofan í hana. Mikið sem ég
var öfunduð af svona einstakri barna-
píu eins og þér. Þegar þú fórst svo til
Brasilíu með Völu að passa frænd-
systkini hennar biðum við mæðgur
eftir því að þú kæmir heim því ég fann
sko fyrir því að þú værir ekki á staðn-
um. Ég fann hvað þú varst búinn að
vera mér mikil stoð og stytta, alltaf
tilbúinn að koma og hjálpa mér. Þú
skrifaðir á heimasíðuna hennar Helgu
Marý:
„Sverrir frændi í Brazil
1.7.2008 23:54
Hæhæ litla.
Er hún mamma þín alveg að fara
yfir um nú þegar barnapían þín er í
Brasilíu??“
Ég hugsaði brosandi með mér að þú
hefðir hitt naglann á höfðið þar, enda í
gríni kvartaði ég statt og stöðugt við
þig hvurslags þetta væri að vera að
fara alla leið til Brasilíu til að passa
börn þegar þessi stutta frænka þín
væri nú rétt við fætur þína. Ég er feg-
in að þú og Vala þín fenguð þetta tæki-
færi til að upplifa ævintýrið í Brasilíu.
Ég bið guð að geyma þig, elsku
frændi minn.
Þínar frænkur
Ingveldur Oddný (Inga Odda),
Helga Marý.
Kveðja frá Menntaskólanum
í Kópavogi
Á þessum fallegu haustdögum þeg-
ar skólastarfið er að hefjast og nem-
endur að koma til baka úr sumarleyf-
um berst sú harmafregn að nemandi
Menntaskólans í Kópavogi Sverrir
Franz Gunnarsson hafi látist skyndi-
lega í lok skóladags 8. september. Við
erum óþyrmilega minnt á hve lítils
megnug við erum andspænis dauðan-
um. Einu sinni enn verður okkur sú
spurn á vörum því forsjónin hrífi svo
skyndilega brott ungan og efnilegan
mann í blóma lífsins frá ástvinum og
ættingjum. Þegar slíkir sorgaratburð-
ir gerast verður mönnum orðs vant.
Sverrir Franz Gunnarsson hóf nám
við Menntaskólann í Kópavogi haustið
2006 á félagsfræðibraut eftir náms-
dvöl í Iðnskólanum í Reykjavík.
Sverrir Franz var ljúflyndur, íhugull
og dagfarsprúður piltur og tók virkan
þátt í starfi og leik skólasystkina.
Hann var farsæll námsmaður og hafði
allt til að bera til að farnast vel í lífinu.
Það var því mikið áfall þegar okkur
barst fregnin af andláti hans. Sverris
er sárt saknað af starfsfólki og nem-
endum Menntaskólans í Kópavogi en
eftir lifir minning um góðan dreng og
þakklæti fyrir að hafa mátt njóta sam-
vistanna við hann í tvo vetur. Fyrir
hönd allra í Menntaskólanum í Kópa-
vogi sendum við aðstandendum
Sverris Franz okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan guð að
styrkja þá og blessa í óbærilegri sorg
þeirra.
Margrét Friðriksdóttir
skólameistari.
MINNINGAR
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNU JÓNSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Höfða, fyrir góða umönnun.
Börn, tengdabörn og ömmubörn.