Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 40
40 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er laugardagur 20. september,
264. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú
um skamma stund hafið orðið að
hryggjast í margs konar raunum.
(1Pt. 1, 6.)
Víkverji hitti á dögunum fyrrumskólasystur sína við heldur
óvenjulegar aðstæður. Kona þessi er
vel menntuð og hæfileikarík og hef-
ur gegnt skapandi og eftirsóknar-
verðum störfum. Þegar Víkverji
hitti hana var hún við störf en starfið
slíkt að Víkverji myndi aldrei taka
það að sér, of vandur er hann að
virðingu sinni. Starf sem engrar
menntunar krefst, hæfileika eða
hugsunar. Víkverji ræddi um daginn
og veginn við þessa gömlu skólasyst-
ur, en forðaðist að spyrja hana út í
hið nýja starf. Þegar heim kom sagði
Vikverji sínum betri helmingi frá
þessum óvenjulega fundi og kom þá
ágætis skýring og líkleg. Konan var
líklega í þegnskylduvinnu, hafði
sjálfsagt hlotið dóm og þurfti að taka
hann út í hinu hrútleiðinlega starfi.
Víkverji er þó ekki laus við að
skammast við þennan hugsunarhátt.
Þegar hann var yngri, á mennta-
skólaaldri, gegndi hann ýmsum
störfum ekki ósvipuðum og hug-
leiddi þá aldrei hvort þau væru
virðuleg eða ekki. Þau voru líka betri
en núverandi starf Víkverja að því
leyti að þau kröfðust hreyfingar og
reyndu oft mjög á skrokkinn. Þessi
hugsunarháttur, að ákveðin störf
séu fyrir neðan virðingu ákveðins
fólks, er auðvitað fáránlegur.
x x x
Eitthvað lærist af hverju starfi ogþað er deginum ljósara að
margar skrifstofublókir hefðu gott
af því að dýfa hendi í kalt vatn, míga
í saltan sjó, moka skurð eða flytja pí-
anó. Fjölbreytt starfsreynsla hlýtur
að gagnast mönnum, líkt og fjöl-
breytt lífsreynsla almennt. Ekki svo
að skilja að forstjóri fyrirtækis
sinnti sínu starfi betur fengi hann að
vinna á lager eða skúra gólf. En
hann myndi ábyggilega eiga auð-
veldara með að setja sig í spor undir-
manna sinna. Kannski varð gamla
skólasystirin einfaldlega atvinnulaus
og tók því starfi sem gafst, fjárþurfi
og ekki mátt vera að því að bíða vik-
um eða mánuðum saman eftir svör-
um við atvinnuumsóknum. Ekkert
að því. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 duglaus mað-
ur, 8 fugl, 9 óframfærnir
menn, 10 raklendi, 11
kremja, 13 fífl, 15 lífs, 18
lúin, 21 ætt, 22 bál, 23
fiskar, 24 hryssingslegt.
Lóðrétt | 2 gangfletir, 3
garma, 4 haf, 5 land, 6
hæðum, 7 vex, 12 hestur,
14 andi, 15 ágeng, 16
bárur, 17 rusl, 18 mat-
arsamtíningur, 19 heið-
arleg, 20 dauft ljós.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kólga, 4 flæsa, 7 impra, 8 úðinn, 9 lýk, 11 aðan,
13 stór, 14 áliti, 15 gnoð, 17 flas, 20 ógn, 22 Regin, 23
orkan, 24 aurar, 25 paufa.
Lóðrétt: 1 keipa, 2 loppa, 3 aðal, 4 fjúk, 5 æsist, 6 agnar,
10 ýfing, 12 náð, 13 Sif, 15 gúrka, 16 orgar, 18 lukku, 19
senda, 20 ónar, 21 norp.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5.
Rxd4 g6 6. Rc2 Bg7 7. e4 O–O 8. Be2 d6
9. O–O b6 10. Be3 Bb7 11. Dd2 Hc8 12. b3
He8 13. Had1 Dc7 14. f4 Db8 15. Bf3 Da8
16. Rd5 Rb8 17. Bd4 Rbd7 18. Ba1 e6 19.
Rxf6+ Rxf6 20. e5 dxe5 21. Bxb7 Dxb7
22. fxe5 Re4 23. Df4 Hed8 24. Re3 h5 25.
Df3 Rc5 26. Hxd8+ Hxd8 27. Dxb7 Rxb7
28. Hd1 Hxd1+ 29. Rxd1 Rc5 30. Rf2 g5
31. Bd4 Rd7 32. Rd3 Kh7 33. b4 Rb8 34.
b5 Rd7 35. a4 Kg6 36. a5 Kf5 37. a6 Ke4
Staðan kom upp í landsliðsflokki Skák-
þings Íslands sem lauk fyrir skömmu í
húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í
Faxafeni 12. Guðmundur Kjartansson
(2328) hafði hvítt gegn Róberti Lager-
man (2354). 38. c5! bxc5 svartur hefði
einnig haft tapað tafl eftir 38… Kxd4 39.
c6 Rxe5 40. c7. 39. Rxc5+ Rxc5 40. Bxc5
og svartur gafst upp enda óumflýjanlegt
að hvítur komi öðru hvoru peði sínu á
drottningarvæng upp í borð.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Þreföld merking.
Norður
♠7653
♥--
♦ÁKG63
♣K976
Vestur Austur
♠Á9 ♠D1084
♥DG1097 ♥ÁK85432
♦10974 ♦82
♣D10 ♣--
Suður
♠KG2
♥6
♦D6
♣ÁG85432
Suður spilar 4♠.
Hver sögn hefur þrjár merkingar,
skrifaði Eddie Kantar eitt sinn í frægri
grein. Fyrst er að telja hvað sögnin
þýðir samkvæmt kerfinu, í öðru lagi
hvernig sögnin er meint og loks hvern-
ig hún er skilin. Í fullkomnum heimi
fara þessar þrjár merkingar saman,
segir Kantar, en eins og allir vita þá er
bridsheimurinn ekki fullkominn. Ragn-
ar Magnússon og Páll Valdimarsson
eru enn að ræða um kerfisbundnu
merkinguna, en þeir voru ekki sam-
mála um hinar tvær við borðið í spili
dagsins, sem er frá úrslitaleik bik-
arkeppninnar. Páll vakti í suður á
Precison 2♣ og Ragnar stökk í 3♥ á
móti – meint sem “splinter“, skilið sem
litur. Páll sagði 3G og allir pass. Hjarta
út og vörnin tók átta fyrstu slagina, en
hinum megin fórnuðu AV í 6♥ yfir
laufslemmunni sem stendur í NS.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er mikil vinna að vera
heillandi og skemmtilegur á öllum
mannamótum. Þú þarft að kunna að
brydda upp á samræðum. Hvernig væri
að ræða stjörnumerkin?
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þig langar helst til að jarða sam-
band - koma því undir græna torfu að ei-
lífu. Reyndu að standast þá freistingu.
Kannski er egóið að tala, ekki hjartað.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Vanalega viltu leyfa fólki að vera
í friði með sín mál. En sumir þurfa greini-
lega á afskiptum þínum að halda. Réttu
hjálparhönd og drífðu þig svo í burtu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Eftir fundarhöld, samræður og
íhugun veistu enn ekki hvert næsta skref
ætti að vera. Það er góð vísbending um að
þú eigir ekki að gera neitt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Eyddu tíma í að líta geðveikt vel út.
Útlitið skiptir miklu máli, ekki af því að
öðrum er ekki sama, heldur líður þér best
þegar þú ert ánægður með sjálfan þig.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ástin kemur við sögu. Ekki bæla
tilfinningarnar til að koma í veg fyrir
hjartasár. Þú gætir misst af miklu. Ef þú
vilt ekki virka of æstur, skaltu fela þær.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert líklegur til að ganga út á ystu
nöf. Þótt þú sért tilfinngaríkur í dag,
skaltu ekki leyfa þeim að taka yfirhöndina
- þú róast niður seinna.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Heimurinn á svar við skörp-
um húmor þínum. Útpældur húmor bætir
einkalífð og vinnuna. Ný sambönd hefjast
á því að þú kemur fólki til að hlæja.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert til í að lenda í ævintýr-
um, eins og vanalega. Allt fer vel ef þú
spilar af fingrum fram. Samt myndu 20
mínútur af skipulagningu ekki spilla fyrir.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert sagnfræðingurinn í
hópnum: sá sem man áríðandi smáatriði
sem aðrir virðast gleyma. Sumt sem þú
manst kemur sér mjög vel. Deildu öllu
sem þú veist.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú treystir innsæi þínu. Stund-
um er þó erfitt að greina muninn á innra
hjali yfir hugsunum og rödd innsæisins.
Æfðu þig með andlegri íhugun.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert eins og kúrekahetjan sem
bjargar rænda póstvagninum. Þú bjargar
deginum. Með þig við stjórn slakar fólk á
og öll verkefni ganga upp.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
20. september 1900
Ofsaveður olli slysum og tjóni
á skipum og húsum. Meira en
þrjátíu manns fórust, þar af
drukknuðu átján menn á Arn-
arfirði. Kirkjurnar á Urðum
og Upsum í Svarfaðardal fuku
og brotnuðu í spón.
20. september 1917
Bæjarstjórn Rekjavíkur sam-
þykkti að leigja Eimskipa-
félagi Íslands til 90 ára lóð „á
uppfyllingunni“ við Hafnar-
stræti. Þar voru höfuðstöðvar
félagsins í marga áratugi.
20. september 1963
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti að leyfa kvöldsölu
gegnum lúgu í söluturnum til
kl. 22. Afgreiðslutími var gef-
inn frjáls rúmum aldarfjórð-
ungi síðar.
20. september 1979
Flóttamenn frá Víetnam, alls
34, komu til landsins. Þetta
var þá stærsti flóttamanna-
hópur sem hingað hafði kom-
ið.
20. september 1995
Ný brú yfir Jökulsá á Dal var
formlega tekin í notkun. Hún
er 125 metra löng og er hærra
yfir vatnsborði en nokkur önn-
ur brú, um 40 metra. Eldri brú
var frá 1931.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Edna Sólbrún
Falkvard verður
sjötug 22. sept-
ember mæstkom-
andi. Í tilefni
þess tekur hún á
móti gestum á
heimili dóttur
sinnar, Vest-
urfold 15 í Graf-
arvogi, á morgun, laugardaginn 20.
september frá kl. 17 til 20.
70 ára
„ÉG ætla að fara út úr bænum og hafa það gott
með fjölskyldu minni í sumarbústað,“ segir grín-
istinn, söngvarinn og þáttagerðarmaðurinn Sig-
urjón Kjartansson sem í dag fagnar fertugsafmæli
sínu. Aðspurður segir hann einna eftirminnileg-
asta afmælisdaginn vera þegar hann varð 11 ára.
„Þá leystist afmælisveislan upp í slagsmál. Það var
mjög skemmtileg afsmælisveisla fannst strákun-
um. Þeir nauðuðu í mér í skólanum marga daga á
eftir að endurtaka afmælisveisluna því það var svo
gaman að geta slegist.“
Sigurjón hefur haft í nógu að snúast að skrifa
og framleiða sjónvarpsþætti sem ýmist fara fljótlega í sýningu eða
verða teknir upp fljótlega. Má þar helst nefna Ástríði, spennuþættina
Svarta engla sem fara í sýningu annað kvöld og byggjast á bókum
Ævars Arnar Jósepssonar og loks réttardramað Rétt.
Sigurjón hefur einnig tekið að sér það vandasama verk að skrifa
áramótaskaupið ásamt Hjálmari Hjálmarssyni. „Það er mjög spenn-
andi verkefni,“ segir Sigurjón. „Það er mikið „brainstormað“ um
þessar mundir. Þetta á eftir að verða asskoti gott enda valinn maður í
hverju rúmi. Ég get ábyrgst að þetta áramótaskaup verður með nýju
sniði.“ Þegar blaðamaður rifjar upp Nýársbombu Fóstbræðra fyrir
næstum tíu árum segir Sigurjón: „Það var okkar áramótaskaup en nú
fær maður tækifæri til að búa til alvöru áramótaskaup.“ | ylfa@mbl.is
Sigurjón Kjartansson fertugur
Veislu lauk með slagsmálum
Frumstig Miðstig Efstastig Lausn síðustu Sudoku.
9 5 2 1 8
6 3
8 1 6 2
9 5 3 7 6
8 7 3 2
4 3 7 8 1
6 1 5 7
8 3
4 1 3 9 5
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Sudoku
5 9 8 3 4
4 7 1
7 9 6
3 5 2 9
8 9 4 7
4 8 6 1
8 3 1
1 5 9
9 6 7 5 8
8 1 6 9 5
9 2 8
7 8 1 4
1 8 6
8 2
2 3 4
3 6 8 1
6 5 9
8 9 1 6 7
1 3 6 8 2 7 5 9 4
7 9 8 5 4 1 2 6 3
4 2 5 3 6 9 1 8 7
2 4 1 6 3 8 7 5 9
6 8 7 4 9 5 3 2 1
3 5 9 7 1 2 6 4 8
5 1 3 9 8 6 4 7 2
9 6 2 1 7 4 8 3 5
8 7 4 2 5 3 9 1 6
3 9 6 2 4 1 7 5 8
8 2 7 5 6 9 4 1 3
1 5 4 8 3 7 2 6 9
5 4 2 6 1 8 3 9 7
9 8 1 7 5 3 6 2 4
7 6 3 4 9 2 5 8 1
2 1 5 9 7 4 8 3 6
6 7 9 3 8 5 1 4 2
4 3 8 1 2 6 9 7 5
5 6 2 4 9 3 7 8 1
7 1 9 6 5 8 4 2 3
4 3 8 2 7 1 9 6 5
8 9 7 1 3 5 6 4 2
3 2 5 7 6 4 8 1 9
1 4 6 9 8 2 5 3 7
6 5 3 8 2 9 1 7 4
9 7 1 3 4 6 2 5 8
2 8 4 5 1 7 3 9 6
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is