Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 42
Þetta er nákvæmlega
myndin sem myndi
slá í gegn ef hún fengi
almennilega kynningu … 43
»
reykjavíkreykjavík
KVIKMYNDHÁTÍÐ í Reykjavík
verður sett með pomp og prakt á
fimmtudaginn, og er dagskrá hátíð-
arinnar fjölbreytt að vanda. Einn af
skemmtilegri liðum hátíðarinnar
verður haldinn strax á sunnudaginn,
en þá verður efnt til bílabíós.
Í tilkynningu frá hátíðinni segir að
menn þurfi ekki fimm háskólapróf til
að koma á bílabíó, bara bílpróf (eða
keyrandi vin) og miða.
Í bílabíóinu býðst hátíðargestum
að berja augum nýja og eldri klassík,
en næturlíf Reykjavíkur og dagvinna
á landsbyggðinni sameinast á hvíta
tjaldinu fyrir utan Kringluna.
Sýndir verða gullmolar í íslenskri
kvikmynda- og þáttagerð, þar á með-
al er frumsýning á einum eft-
irvæntasta sjónvarpsþætti Íslands á
seinni tímum.
Annar þáttur Dagvaktarinnar
verður frumsýndur samhliða sýn-
ingum í sjónvarpinu og hin ódauð-
lega klassík Sódóma Reykjavík snýr
aftur á hvíta tjaldið í kjölfarið.
Sódómu þarf vart að kynna fyrir ís-
lenskum kvikmyndaáhugamönnum,
en þar er á ferðinni óborganleg gam-
anmynd Óskars Jónassonar frá árinu
1992. Myndin segir frá ótrúlegum
ævintýrum Axels sem ferðast vítt og
breitt um höfuðborgarsvæðið í leit að
sjónvarpsfjarstýringu móður sinnar.
Með aðalhlutverkin fara Björn Jör-
undur Friðbjörnsson, Sigurjón
Kjartansson, Helgi Björnsson, Egg-
ert Þorleifsson og Sóley Elíasdóttir.
Bílabíóið fer fram á annarri hæð
Kringlubílastæðisins. Verður þá öllu
hljóði sýningarinnar útvarpað á
tíðninni 91.9 svo allir kvikmynda-
unnendur geti komið sér vel fyrir í
bílum sínum, kveikt á græjunum og
notið krásarinnar. Herlegheitin
hefjast kl. 20 og miðaverð er 1.000
kr. á bíl.
Sódóma Reykjavík sýnd í bílabíói
Í Hafnarfirði Einhverjir skemmtilegustu karakterarnir í Sódómu eru smá-
krimmar sem falsa peninga og brugga landa í heimahúsi í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar um hátíðina
má finna á riff.is.
Ein ástsælasta gamanmynd þjóðarinnar sýnd fyrir utan
Kringluna Annar þáttur Dagvaktarinnar einnig sýndur
Hljómsveitin
Sigur Rós er nú á
leið til Kanada, en
Norður-Ameríku-
hluti tónleika-
ferðar sveitar-
innar hófst með
tónleikum í New York á miðviku-
dagskvöldið. Þar lék sveitin í hinu
stórglæsilega United Palace leik-
húsi og endurtók svo leikinn á
sama stað kvöldið eftir, en í gær-
kvöldi hélt sveitin tónleika í Bost-
on. Sigur Rósar-menn fara svo til
Kanada í dag, en þeir verða með
tónleika í Montreal í kvöld. Alls
verður um 17 tónleika að ræða á
þessum hluta tónleikaferðalagsins,
og er uppselt á nánast alla tón-
leikana. Strákarnir eru einir á svið-
inu að þessu sinni því þeir njóta
hvorki aðstoðar Amiinu né blásara-
sveitar. Hins vegar hitar hljóm-
sveitin Parachutes upp fyrir þá, en
svo skemmtilega vill til að einn
meðlimur þeirrar sveitar heitir
Alex Somers og er kærasti Jónsa,
söngvara Sigur Rósar.
Kærasti Jónsa hitar
upp fyrir Sigur Rós
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þ
að hefur verið heilmikill slagur að ná
því markmiði að gera hátíðina hnit-
miðaðri og það felst m.a. í því að það
getur ekki allur heimurinn og amma
hans verið með,“ segir Kira Kira, þ.e.
Kristín Björk Kristjánsdóttir, listrænn stjórnandi
Sequences-listahátíðarinnar sem brestur á 11.
október og lýkur þann 17. Á hátíðinni er lögð
áhersla á gjörninga, myndbandslist og hljóðverk,
auk þess sem myndlist og tónlist er oft tvinnað
saman.
„Við erum að pródúsera 27 verkefni,“ segir
Kristín. Fjöldi þeirra segi þó ekki alla söguna um
umfang hátíðarinnar. „Lortur leggur t.d. undir sig
Kling & Bang og þar inni verður afar krassandi
dagskrá, mjög spennandi,“ nefnir Kristín til dæm-
is. Af öðrum spennandi verkefnum megi nefna
flutning Hildar Ingveldar- og Guðnadóttur selló-
leikara og Caput-hópsins á verki Brians Eno,
„Music for Airports“, í útsetningu Hildar. Elín
Hansdóttir myndlistarmaður kemur að flutningi
verksins með myndlistarverki en hún og bróðir
hennar Úlfur verða einnig með listrænan gjörning
í Gróttuvita, sem byggist á hljómi sem fer enda-
laust upp eða niður, e.k. hljómblekking. Myndlist-
armaðurinn Rúrí er heiðurslistamaður hátíðar-
innar í ár og flytur gjörninginn Vocal IV í
Hafnarhúsi við tónverk Jóhanns Jóhannssonar,
12. september kl. 20.
Inngrip í umhverfið
„Svo erum við mjög spennt fyrir því að ganga í
eina sæng með Bedroom Community (plötuútgáf-
unni) og Airwaves í Iðnó, föstudaginn 17. október.
Við sláum upp audio-visual tónleikum, fljúgum til
landsins nokkrum frönskum og þýskum myndlist-
armönnum. Þarna verða t.d. þýskir, experimental
kvikmyndagerðarmenn,“ heldur Kristín áfram.
Þá mun Egill Sæbjörnsson einnig flytja efni af
nýrri plötu, með nokkrum Flís-liðum, og bjóða
upp á eitthvert myndrænt góðgæti um leið. En
veit fólk hvað Sequences er?
„Algjörlega, ég held að hátíðin hafi snúið bæn-
um algjörlega á hvolf seinustu tvö ár,“ svarar
Kristín. Krafturinn hafi verið mikill í listamönn-
um sem hafi verið með inngrip í umhverfið. Heil-
mörg verkefni séu því þess eðlis að fólk gangi
fram á þau á götuhornum. „Hátíðin er í hörku
blóma og verður helvíti massífur pakki.“
Afar krassandi dagskrá
Þriðja Sequences-listahátíðin verður haldin í október 27 verkefni og
viðburðir verða í boði víða um Reykjavík, tón- og myndlist gjarnan í bland
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kira Kira Listræni stjórnandinn tók sér örstutta hvíld í gær, á fagurbláu kaffiborði í safninu sem kennir sig við nýlist, þ.e. Nýlistasafninu.
Ítarlega dagskrá með staðsetningu viðburða og
tímasetningum verður að finna innan skamms á
vefsíðu Sequences, sequences.is.
Allt bendir til þess að barátta
Sjónvarpsins og Stöðvar 2 um
áhorfendur verði harðari í vetur en
nokkru sinni fyrr, og þá sérstak-
lega á sunnudagskvöldum þegar
fyrrnefnda stöðin sýnir Svarta
engla og sú síðarnefnda Dagvakt-
ina, en báðir þættirnir hefja göngu
sína annað kvöld. Upphaflega stóð
til að þættirnir hæfust á sama tíma,
en Stöð 2 ákvað að færa Dagvakt-
ina 10 mínútum framar til þess að
ná áhorfendum áður en Svartir
englar hefjast. Nú hefur Sjónvarpið
hins vegar bætt um betur og fært
Svarta engla enn framar, og verða
þeir á dagskrá löngu áður en Dag-
vaktin hefst. Allt útlit er því fyrir
að áhorfendur missi ekki af neinu.
Svartir englar færðir