Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 45

Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 45
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Síðustu ár hefur Spánn blómstrað semmikil miðstöð hönnunar af öllum toga, oghreykja Spánverjar sér raunar við hverttækifæri af því hvernig hönnuðum þeirra hefur tekist að raka inn verðlaunum og viðurkenningum síðustu ár. Þegar afraksturinn af nýlokinni tískuviku í Madríd er skoðaður sést að það er innistæða fyr- ir grobbinu, og raunar mesta furða að nöfn þeirra hönnuða sem sýnt hafa sköpunarverk sín skuli ekki vera orðin íslenskum heims- borgurum jafntöm og nöfn margra þeirra sem sýnt hafa flíkur í Mílanó, London og New York á árinu. Spænskur þokki Á heildina litið voru flíkurnar sem voru til sýnis í Madríd klæðilegar og hefðbundinn þokki ráðandi. Spænsku hönnuðirnir virðast ekki vera sér- staklega hrifnir af „fríkí“ fatnaði og „abstrakt“ sniðum, þó vissulega hafi stöku óvenjuleg flík læðst með og vitaskuld hafi ekki skort á hugmyndaauðgina í þeim tilbrigðum sem gerð voru við hefðbundin þemu. Áberandi er líka að spænskir hönnuðir virðast ekki sérstaklega hrifnir af því að hafa konur í buxum. Pils í ýmsum lengdum og útfærslum voru ráðandi, en varla ein einasta buxnaskálm sjáanleg á spíg- sporunarpöllunum. Á stöku stað gætti örlítið hippalegra tóna sem birtust bæði í formi sterkra og líflegra lita og blómabarnalegum höfuðklútum og hárgreiðslum, en hefðbundinn smekkur og um leið kröftugur sumartónn ráðandi. Það er ljóst að sýningin í Madríd gefur tískumeðvit- uðum Íslendingum tilefni til að fylgjast vel með því sem kemur frá Spáni næstu misserin. Svo er bara að bíða og vona að gengi krónu og evru verði ekki sérstaklega óhagstætt þegar flíkurnar koma í verslanir. Amaya Arzuaga Alma Aguilar Elio Berhanyer Juana Martin Francis Montesinos Kröftugir straumar Ana Locking Angel Schlesser Sumartískan 2009 sýnd á Cibeles Madrid Fashion Week R eu te rs Vanessa Soria Lima MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 45 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur 26. september kl. 19.30 Eldur og ís - tónleikar utan raða Íslensk efnisskrá sem verður einnig flutt í tónleikaferð hljómsveitarinnar til Japan í október. Einstakt tækifæri til að hlýða á nokkur áheyrilegustu tónverk íslenskrar tónlistarsögu. Stjórnandi: Petri Sakari Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk Jórunn Viðar: Eldur Hafliði Hallgrímsson: Poemi Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine Áskell Másson: Rún Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000 ■ Laugardagur 27. september kl. 17.00 Bandarískt brass - kristaltónleikar í Þjóðmenningarhúsinu Málmblásarasveit hljómsveitarinnar hefur leikinn í kammertónleikaröðinni Kristalnum með alkunnum glæsibrag. ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LA US LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER KL. 17 TÖFRAR Í TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR INESSA GALANTE OG JÓNAS INGIMUNDARSON Tónleikar í samstarfi við BM VALLÁ, SKIPTI OG SAMTÖK IÐNAÐARINS SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER kl. 20:30 HÁTÍÐARTÓNLEIKAR: ATLI HEIMIR SVEINSSON SJÖTUGUR FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER kl. 20 KINKI – SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNAN KERTALJÓSAKONSERT TÓNLIST OG TExTI BENÓNÍ ÆGISSON LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER KL. 17 TÖFRAR Í TÍBRÁ: KLARINETTUTÓNLEIKAR EINAR JÓHANNESSON OG MARTIN BERKOFSKY Tónleikar í samstarfi við BM VALLÁ, SKIPTI OG SAMTÖK IÐNAÐARINS EKVADOR – SUÐUR – AMERÍSK MENNINGARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI 4. – 11. OKTÓBER 2008 MIÐASALA Á SÝNINGAR JACCHIGUA-HÓPSINS HEFST MÁNUDAGINN 22. SEPTEMBER KL. 10 Gömludansarnir Gömludansanámskeið hefjast mánudaginn 22 sept . kl. 20.00 Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.