Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 48
48 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
SPARBÍÓ
850 krr
á Journey To The Centre Of The Earth sýningar merktar
með grænu Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNI
Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways.
DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER,
ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH
- H.G.G., POPPLAND
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS GUARDIAN- S.V. MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
-DV-S.V., MBL
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
- B.S., FBL
- Þ.Þ., D.V. - 24 STUNDIR - S.V., MBL- Ó.H.T., RÁS 2
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
CHARLIE BARTLETT kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 1:30 3D - 3:40 3D -5:50 3D - 8 3D - 10:10 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL
TROPIC THUNDER kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8:20 LEYFÐ
DARK KNIGHT kl. 5:30 - 10:30 B.i. 12 ára
DARK KNIGHT kl. 2 - 5:50 - 8:40 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
DEATH RACE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STAR WARS: C. W. kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
WALL • E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Þegar Charlie Bartlett
talar þá hlusta allir!
CHARLIE BARTLETT kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 1:403D - 3:503D -63D - 8:103D - 10:203D LEYFÐ 3D - DIGITAL
SMART PEOPLE kl. 3:40 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
GET SMART kl. 1:30 - 3:40D - 5:50 LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D LEYFÐ DIGITAL
Munun að hönnun er auð-lind til framtíðar,“sagði Guðbjörg KristínIngvarsdóttir skart-
gripahönnuður, er hún tók við Sjón-
listaorðunni við hátíðlega athöfn á
Akureyri í gærkvöldi. Hún var til-
nefnd fyrir fimm skartgripalínur
sem kynntar voru á síðasta ári.
Steingrímur Eyfjörð myndlist-
armaður hlaut Sjónlistaorðuna fyrir
framlag Íslands til Feneyjatvíær-
ingsins í fyrra, sýninguna Lóan er
komin.
Tvær milljónir króna koma í hlut
hvors listamanns en þetta eru hæstu
verðlaun sem veitt eru á sviði mynd-
listar og hönnunar hér á landi.
Þá hlaut Steina, Steinunn Bjarna-
dóttir Vasulka, heiðursorðu Sjón-
listar fyrir einstakt æviframlag til
sjónlistanna. Steina er einn af frum-
kvöðlum myndbandalistarinnar en
hún hefur um áratuga skeið verið
búsett í Bandaríkjunum.
Hvetur sem flesta til afreka
„Hógværð er ágæt út af fyrir sig,
en í seinni tíð hafa menn hér á landi,
líkt og annars staðar, áttað sig á því
að sinnuleysi um vel unnið verk er
ekki til þess fallið að hvetja menn til
frekari dáða. Er ástæða til að fagna
því að á síðari árum hefur verið auk-
inn skilningur á því að það beri að
hrósa þeim sem hrós eiga skilið, og
viðurkenna þá sem eru leiðandi á
sínu sviði, og þar með hvetja sem
flesta til enn frekari afreka í fram-
tíðinni,“ sagði Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
áður en hún afhenti heiðursorðuna.
Þetta er þriðja árið sem Sjón-
listaorðan er veitt. Markmiðið með
henni er í fyrsta lagi að beina sjón-
um að framúrskarandi framlagi ís-
lenskra myndlistarmanna og hönn-
uða sem starfa hér heima og
erlendis. Í öðru lagi á hún að stuðla
að aukinni þekkingu, áhuga og að-
gengi almennings að sjónlistum, og
loks að hvetja til faglegrar þekking-
arsköpunar og bættra starfsmögu-
leika sjónlistafólks á Íslandi.
Hjalti Geir Kristjánsson og Sig-
urður Eggertsson voru einnig til-
nefndir til hönnunarverðlaunanna,
og Margrét H. Blöndal og Ragnar
Kjartansson til myndlistarverð-
launanna. efi@mbl.is
„Hrósa ber þeim sem hrós eiga skilið“
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir og Steingrímur Eyfjörð hlutu Sjónlistaorðuna í gærkvöldi
Steina, Steinunn Bjarnadóttir Vasulka, hlaut heiðursorðu fyrir æviframlag til myndlistar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Orðuhafar Steina, Steingrímur Eyfjörð og Guðbjörg Kristín.
Myndaði Steina tók athöfnina upp á
myndband, fyrir dagbók sína.