Morgunblaðið - 20.09.2008, Síða 51

Morgunblaðið - 20.09.2008, Síða 51
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Taxi Driver Myndin sem kom Scorsese og De Niro endanlega á kortið og inniheldur ein- hverja frægustu setningu kvikmynda- sögunnar. Alveg þokkaleg ræma framan af en lokaatriðið er eitt það tilgangslausasta í gervallri kvik- myndasögunni og skilur mann eftir með óbragð í munni, auk þess að vera í engum takti við hegðun aðalpersónunnar fram að því. The Godfather Fékk Óskarsverðlaun sem besta mynd og er ósjaldan efst á topplista IMDb.com. Heil kynslóð bíóspe- kúlanta fær óstjórn- legt bræðiskast í hvert skipti sem listi yfir bestu myndir allra tíma birtist og Guðfaðirinn er ekki á toppnum. Vissulega góð bíómynd en ekki meistaraverk og langt frá toppnum, auk þess sem það má draga hana til ábyrgðar fyrir óteljandi skelfi- lega ofmetnar mafíumyndir og sjónvarpsþætti á borð við Goodfellas og Sopranos. Mýrin Tekjuhæsta mynd Íslandssögunnar sem hlaut 5 Edduverðlaun og vann Krystals- hnöttinn á Karlovy Vary-hátíðinni. Kostirnir við Mýrina eru margir. Ágætis saga og mögnuð tónlist. En að mögnuðu upphafs- atriðinu slepptu passar tónlistin sjaldnast við myndina, eins og þegar hádramatísk tónlist skekur bíósalinn meðan þeir félagar Erlendur og Sigurður […] eru að rúnta. Við þetta bætist að Ingvar E. Sigurðsson virkar að minnsta kosti tuttugu árum of ungur í hlutverk Erlend- ar og niðurstaðan er einhver mestu vonbrigði íslenskrar kvikmyndasögu. The Last Emperor Vann níu Óskarsverðlaun árið 1987, þar á meðal sem besta mynd. Ég get því miður ekki sagt ykkur hvað er svona vont við þessa mynd, ég man nefnilega ekkert eftir henni. Ég mundi heldur ekkert um hvað hún var fimm mínútum eftir að ég sá hana og ég er ennþá að leita að einhverjum sem man eitthvað. Prófið að „gúgla“ henni, það hlýtur einhver að vita þetta þarna úti. Lost in Translation Skaut Scarlett Johansson upp á stjörnuhimininn og fékk fjórar Óskarstilnefningar. Charlotte og Bob eru í erlendri stórborg, með næg fjárráð og enga sjáanlega ástæðu til þess að njóta ekki alls þess sem Tókýó hefur upp á að bjóða, en nei, best að hanga heima á hót- elherbergi á bömmer yfir nákvæmlega engu. Verstir eru þó brandararnir um að, jeremías! – það tala ekki allir ensku hérna! Að auki ber myndin ábyrgð á hróðri ofmetnustu leikkonu sinnar kynslóðar, Scarlett Johansson. Listi yfir vanmetnustu myndir kvikmynda- sögunnar birtist í Morgunblaðinu næsta mánudag. Tíu ofmetnustu bíómyndir sögunnar The Graduate Mynd sem skilgreindi heila kynslóð og kom Dustin Hoffman á kortið. Saga um ráðvilltan ungan mann sem finnur sér ekki stað í samfélaginu – lætur það þó á end- anum buga sig og velur ranga konu af því hann er of hræddur við álit annarra til þess að ganga gegn viðteknum borgaralegum gildum. Í stuttu máli, Dustin Hoffman var of mikil gunga til þess að velja frú Robinson og endaði með gufunni dóttur hennar. Napoleon Dynamite Mynd sem allir nördar elska og þeir voru margir enda kom hún út þegar nörda- tískan reis hvað hæst. Allir nördar nema þessi. Það hefur komið út fjöldi frábærra nördamynda undanfarna áratugi, bæði um gáfunörda (Rushmore) og aulanörda (Bill & Ted og Wayne’s World) en Dýnamíts-Napóleon er einfaldlega móðgun við alla heiðarlega nörda. Napoleon er guð- hræddur og íhaldssamur, þetta er nörd að hætti Bush. Traffic Færði Steve Soderbergh Óskars- verðlaun og sýnir mikinn metnað í því að takast á við fíkniefnaheiminn frá öllum hliðum. Þetta er væntanlega handritshöfundinum, Stephen Gagan, að kenna enda leikstýrði hann sjálfur Syriana sem er gölluð á nákvæmlega sama hátt. Hann er fullur metnaðar og reynir því að tvinna saman fjölda lítið tengdra sagna í hverri mynd, en ólíkt mörgum færari kollegum sínum ræður hann ekki við það og útkoman er að handritshöfundurinn virðist haldinn athygl- isbresti á háu stigi. A Beautiful Mind Óskars- verðlaun sem besta mynd ársins 2001. Lélegasta mynd sem hlotið hefur styttuna gylltu síð- asta aldarfjórðung- inn. Russel Crowe, þú ert betri en þetta! Ron Howard, hættu að gera bíó- myndir! MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 51 Viltu hætta að reykja? Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 29. september 2008. Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is Nánari upplýsingar á www.krabb.is Gone With the Wind Langvinsælasta mynd allra tíma og vann til tíu Óskarsverðlauna. LISTINN yfir vinsælustu bíómyndir allra tíma miðast oftast við tekjur og er sjaldnast framreiknaður. Það má færa góð rök fyrir því að það sé ósanngjarnt gagnvart eldri myndum en það eru ein mótrök sem trompa allar slíkar sanngirniskröfur – ef við framreiknum verðum við föst með þessa ofmetnustu mynd allra tíma á toppnum til eilífðarnóns. Hún hefði sloppið fyrir horn ef síðasti klukkutíminn hefði verið skor- inn af, hann er fullkomlega óþarfur. Þeim annars ágæta leikara Clark Gable (leigið ykkur It Happened One Night til að sannfærast um leik- hæfileika hans) leiðist allan tímann og þótt Vivienne Leigh sýni magn- aðan leik þá breytir það engu um að Scarlett O’Hara er, rétt eins og Rhett Butler, ekkert annað en orðheppinn vælukjói á bömmer yfir að geta ekki haldið áfram að lifa þægilegu yfirstéttarlífi með þræl við hvert fótspor. Myndin er í raun ósköp svipuð Scarlett, falleg og vinsæl en alveg skelfilega leiðinleg og siðlaus í kaupbæti. Það hlýtur að vera smekksatriði hvað er ofmetið og hvað vanmetið. Margir upphefja tiltekin verk á stall, og eru kvikmyndir eng- in undantekning. Þeir sem viðra aðra skoðun teljast þá til helgibrjóta. En eru þetta ekki örugglega ofmetnustu kvikmyndirnar?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.