Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Það er mjög erfitt að horfaupp á aðstandendur sína fáþennan sjúkdóm,“ segirGuðbjörg Kristín Jóns- dóttir, sem þekkir vel til Alzheimer og heilabilunarsjúkdóma. Þrír ein- staklingar í fjölskyldu hennar hafa fengið sjúkdóminn, eiginmaður henn- ar, móðir og móðursystir manns henn- ar, sem nú er látin. Guðbjörg Kristín er bæði gagnrýnin á þau úrræði sem fólki með heilabilunarsjúkdóma bjóð- ast og á stuðning við fjölskyldur þeirra. „Mér finnst vanta fyrir þetta fólk sértæk úrræði. Það er fársjúkt, það er ekki litið á það þeim augum sem það á skilið. Það er hvorki metið af skilningi né virðingu þar sem því er komið fyrir, því það passar ekki inn í. Það er stimplað vonlaust og sett í geymslu.“ Maður Guðbjargar Kristínar er nú 77 ára gamall. Ekki fyrir alls löngu fékk hann pláss á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Áður hafði hún annast mann sinn heima í meira en tíu ár í veikindum hans, en fyrstu ein- kenni heilabilunar hjá honum komu fram um 63 ára aldur. Guðbjörg Krist- ín segir að fyrst um sinn hafi fjöl- skyldan ekki áttað sig á því hvað var að. „Við fórum með hann til læknis sem sá ekkert að honum. Mér var meira að segja boðin meðferð, því fólk hélt að eitthvað væri að gerast með mig,“ segir Kristín. Hún hafi fengið aðstoð„sem ég þurfti ábyggilega á að halda“, bætir hún við. Maður Guð- bjargar Kristínar fékk greindist með heilabilun um 65 ára aldur. „Þetta var búið að vera hræðilegt ferli hjá mér og dætrum mínum tveimur að annast hann í því ástandi sem hann var,“ seg- ir hún. Engin sértæk úrræði séu fyrir fólk sem greinist fremur snemma með heilabilun. Það eina sem sé í boði séu pláss á hjúkrunarheimilum. „Það er ótrúlegt að þetta gerist núna á þessum tímum. Það er framkvæmt fyrir millj- arða og við höfum það svo gott. Og það er einmitt þetta fólk sem hefur átt stóran hlut í að búa til það þjóðfélag sem við búum í í dag. Og svo er það eins og umrenningar í þessu nútíma- þjóðfélagi, það er eins og enginn vilji vita af því.“ Guðbjörg Kristín segist hafa hætt í sínu starfi þegar maður hennar veikt- ist. Þau hjónin höfðu rekið gistiheimili og sneri hún sér að vinnu þar. „Ég gat unnið þar og verið með hann hjá mér og jafnframt dætur okkar, sem voru 10 og 11 ára þegar pabbi þeirra greindist. Þegar við gátum ekki haft hann lengur hjá okkur á gistiheimilinu voru þær með hann heima. Okkur tókst að brúa bilið,“ segir hún. Beðið eftir plássi Hún segir að eftir að séð varð fram á að að fjölskyldan gæti ekki lengur annast mann hennnar hafi tekið við erfitt ferli við að útvega honum pláss á hjúkrunarheimili. Meðan á þeirri leit stóð varð hún m.a. að grípa til þess að neita að taka mann sinn heim, eftir að hann hafði legið á sjúkrahúsi í kjölfar heilablæðingar. Reynt hafi verið að pressa á hana að taka mann sinn heim, en hún hafi ekki séð sér það fært. Á meðan maðurinn hennar beið eftir plássi á hjúkrunarheimili hafi hann stöðugt verið færður úr einni stofu í aðra á sjúkrahúsinu. „Þá var það út af því að það varð að sýna fram á hreyf- anleika á sjúklingunum,“ segir hún. Hið sama hafi verið uppi á teningnum eftir að hann var fluttur á Landakot. „Allar breytingar eru svo erfiðar fyrir fólk með heilaskaða,“ bendir hún á. Guðbjörg Kristín segir að fjöl- skyldan hafi leitað lengi að stað þar sem þeim fannst þau geta treyst því að fjölskyldufaðirinn væri í góðum höndum. Hún segir að víða skorti á aðbúnaðinn og meðhöndlun heilabil- aðra á hjúkrunarheimilum. „Fólk þarf svo mikla umönnun. Á hjúkr- unarheimilunum er frumþörfum fólks sinnt en þetta fólk þarf handleiðslu í öllu. Það þarf mjög að vita af nærveru því það er mjög öryggislaust. Það þarf í raun og veru sérmenntað fólk til þess að umgangast það,“ segir hún. „Ég kynntist því þegar var verið að vísa mér á staði fyrir manninn minn. Þá fór ég á staði sem við gætum ekki ímyndað okkur að væru til. Þar eigr- ar heilabilað fólk um, það er í sam- neyti við aðra og hefur ekkert út af fyrir sig. Það er þarna í geymslu,“ segir hún. Svona sé aðstaðan á stöð- um sem vottaðir séu af heilbrigðisyf- irvöldum. „Ég hef oft borið þetta saman við að reka gistiheimili. Það koma eftirlitsmenn árlega. Okkur er gert að uppfylla ákveðin skilyrði. Ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég sá þessa staði fyrir gamla fólkið hvort einhver hafi eftirlit með þeim,“ segir Guðbjörg Kristín. Lágmarks starfskraftar Hún kveðst ánægð með dvöl manns síns á Droplaugarstöðum, sem og hjúkrunarheimilið Sóltún, þar sem móðir hennar, sem er heilabiluð, dvelst. „En það er sama vandamálið þar og annars staðar, það er verið að manna þessi heimili á lágmarks starfskröfum og það er sparað í öllu,“ segir hún. Guðbjörg Kristín segir það vera gríðarlegt álag á fjölskyldur þegar fólk greinist með heilabilun. Hér vanti tilfinnanlega stuðning við fjöl- skyldur sjúklinganna. „Þessi sjúk- dómur er í raun sjúkdómur allrar fjölskyldunnar. Sjúklingurinn hefur sjálfur ekki sýn á ástand sitt en fjöl- skyldan þarf að horfa upp á hann hrörna og hverfa frá sér,“ segir hún. Hér á landi sé mjög lítill stuðningur við fjölskyldur þessa fólks. Að vísu hafi verið fjölskyldufundir á Landa- koti fyrir aðstandendur og Guðbjörg Kristín kveðst heppin að hafa frétt af þeim. „Það eru í raun fá, sértæk úrræði hérna. Reyndar er vel búið að hlut- unum á Landakoti. En þar fer aðeins fram grunngreining og þaðan er fólk fært yfir á hjúkrunarheimilin. Þegar það kemur á hjúkrunarheimilin er það oft nokkuð áfall, því það fær ekki þá umönnun sem það fékk á Landa- koti,“ segir hún. Guðbjörg Kristín segir mjög algengt að fólk viti ekki hvert það á að leita þegar aðstand- endur þess greinast með Alzheimer eða heilabilun af öðru tagi. Þess vegna ríði á að gera félag aðstand- enda meira áberandi. Hún segir það skoðun sína að fólk með Alzheimer og aðrar minnistengda sjúkdóma fái litla athygli í samfélaginu, meðan aðrir sjúklingahópar séu háværari. Þrýsti- hópar hljóti hér að skipta máli. Þá sé ljóst að það ferli sem á sér stað eftir að einstaklingur greinist með heila- bilun og þar til yfir lýkur sé mjög erf- itt. „Þegar Alzheimer-sjúklingur deyr er það svo mikill léttir fyrir að- standendur að þeir sem hafa farið í gegnum það láta gjarnan ekki heyra í sér meir. Fólk vill bara gleyma þessu eins fljótt og það getur. Það er svo hræðilegt að horfa upp á fólkið sitt umbreytast svona og verða svona hjálparvana,“ segir hún. Lífið ekki búið Guðbjörg Kristín leggur þó áherslu á að þrátt fyrir að fólk veikist af heilabilun sé lífið ekki búið. Henni og fjölskyldu hennar hafi tekist að láta ýmsa drauma sína rætast þrátt fyrir veikindi manns hennar. Meðan heilsa hans leyfi hafi þau ferðast ásamt dætrum sínum tveimur, en þau hafi bæði haft yndi af ferðalögum. „Þegar dætur okkar voru um ferm- ingaraldurinn fórum við með þær í langt ferðalag til Bandaríkjanna. Þetta var óskaplega skemmtilegt ferðalag og dætur okkar gleyma þessu aldrei.“ Þá hafi hún oft farið með mann sinn til sólarlanda og hann hafi notið þess. „Einu sinni fór ég bæði með mömmu og manninn minn í slíka ferð, þótt þau væru bæði veik. Það er svo mikið atriði að sjá ljósu punktana og gera það sem maður getur, meðan tími vinnst til,“ segir Guðbjörg Kristín. Hún segir þakk- arvert að margt fólk, bæði innan heil- brigðisgeirans og þeir sem þekkja til, vinni gott starf við að aðstoða þá sem veikir eru og fjölskyldur þeirra. Mikið álag á fjölskyldur Corbis Veikindi Það er gríðarlegt álag á fjölskyldur þegar fólk greinist með Alzheimer eða aðra minnistengda sjúkdóma. Fólk veit oft ekki hvert það á að snúa sér.  Fólki með Alzheimer hvorki sýndur skilningur né virðing heldur „stimplað vonlaust“  Má ekki gleyma ljósu punktunum í tilverunni þrátt fyrir veikindi  Alþjóðlegur dagur Alzheimers er í dag Í HNOTSKURN »Alzheimer-sjúkdómur eralgengasti heilahrörn- unarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir, að því er segir á Vísindavef Háskóla Íslands. » Eitt aðaleinkenni hans erskert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni »Heilarýrnun í Alzheimer-sjúkdómi kemur fyrst fram í þeim hluta heilans sem kallast dreki. Síðar verður vaxandi rýrnun í heilaberki. Um 900 manns eru í Félagi áhugafólks og aðstand- enda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS), en það var stofnað árið 1985. Samtökin berj- ast fyrir bættum hag skjólstæðinga sinna, sem eru fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma, að sögn Maríu Th. Jónsdóttur, formanns FAAS. María segir samtök á borð við FAAS vinna brýnt starf og eftirspurn eftir þjónustu þess hafi aukist mjög. „Við veitum félagslegan stuðning, tökum fólk í viðtöl, reynum að vera með fólk í okkar þjónustu sem hleyp- ur í skarðið og hjálpar inni á heimilum í styttri tíma yfir daginn, ef þess þarf,“ segir hún. Þá reki félagið dagþjálfun fyrir heilabilaða á þremur stöðum, en slík þjónusta er alls í boði á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að þegar nýjasta dagþjálfunin, Maríuhús, var opnuð, hafi 90 manns verið á biðlista eftir þjónustunni, en 20 pláss voru í boði í Maríuhúsi. Jafnframt sé ljóst að mikill skortur sé á sérhæfðum fyrir fólk með heilabilun. María segir að fjármögnun FAAS byggist á félagsgjöldum, minning- argjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ásamt því sem fáist frá hinu opinbera. FAAS hefur hingað til ekki komist á föst fjárlög frá ríkinu, þótt óskað hafi verið eftir slíku ár hvert. Ekki hafi reynst auðvelt að fá styrki til starfsins. Sótt hafi verið um slíkt hjá sjóð- um á borð við Pokasjóð og fyrirtækjum en heimtur hafi verið litlar. „Gam- alt fólk á ekki upp á pallborðið í þjóðfélaginu í dag,“ segir María. „Gamalt fólk á ekki upp á pallborðið“ María Th. Jónsdóttir Ætla má að nokkur þúsund Íslendingar séu með heila- bilun af einhverju tagi. Það er mjög sjaldgæft að fólk greinist með Alzheimer eða aðra heilabilunarsjúkdóma undir 65 ára aldri. Þó eru dæmi þess að fólk allt niður í fimmtugt greinist, segir Björn Einarsson, aðstoðaryf- irlæknir á minnismóttöku Landakotsspítala - LSH. Ætla megi að um 20% aldraðra sem náð hafa átt- ræðisaldri þjáist af heilabilun af einhverju tagi, en Alz- heimer sé algengasta orsök heilabilunar. Björn segir að fólk þurfi að bíða að minnsta kosti um tvo mánuði eftir því að fá greiningu á Landakoti, en það ferli tekur um mánuð. Þá fara flestir á lyf. Til eru þrjú lyf af sama lyfjaflokki sem notuð eru við Alzheimer. Lyfin eiga að bæta minnið og Björn segir að ástand fólks batni í um 25% tilvika, óbreytt, sjúkdómurinn haldist í skefjum í 50%, en í 25% tilvika hjálpi lyfin ekki. Nokkur þúsund Íslendingar með heilabilun Landakotsspítali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.