Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
breyta þessu, þannig að umbunað
verði fyrir afköst og getu. Einnig hef-
ur spilað inn í yfirmannavæðinguna
þannig er það þó ekki alltaf enn í dag.
Ríkislögreglustjóri hefur ekki beint
boðvald yfir lögreglustjórum, þvert á
það sem margir halda, og hann fær
aðeins lögregluvald samkvæmt ráð-
herraumboði takmarkaðan tíma í
senn. Og komið hafa upp árekstrar,
þar sem lögreglulið hafa talið sig full-
fær um að stýra aðgerðum, en engu
að síður hefur valdið verið tekið af
þeim og fært sérsveitinni, svo sem við
komu vítisengla til landsins í vetur.
Innan sérsveitarinnar eru áhyggj-
ur af því að „framþróun“ hennar
gengi ekki eins vel ef hún væri innan
almennrar lögreglu og hætt væri við
að hún „týndist“ í öðrum verkefnum.
„Við þurfum að æfa og vera tilbúnir
þegar til útkalls kemur.“
Kristín Völundardóttir, lögreglu-
stjóri á Ísafirði, vill sérsveitina áfram
undir ríkislögreglustjóra og segir það
hafa gefist vel, en Jóhann segir að
þar sé hún vannýtt. „Þetta eru ein-
hverjir bestu og metnaðarfyllstu lög-
reglumenn sem við eigum og það er
mikilvægt að virkja þá sem best,“
segir Jóhann. „En þeim leiðist á köfl-
um, enda fá þeir ekki það aksjón sem
þeir vilja – veðhlaupahestur á ekki að
vera frjáls úti í haga!“
Mikil yfirbygging er uppsafnaður
vandi innan lögreglunnar. Mótast það
af því að launahækkanir hafa löngum
verið bundnar stöðuhækkunum og
fullyrt er að margir „hafi hrakist inn í
hús, sem langar út á götuna“. Lög-
reglustjórafélagið og Landssamband
lögreglumanna hafa lýst áhuga á að
að í sameiningum embætta hafa orðið
til tvöföld sett af yfirmönnum. Þá eru
dæmi um að samkeppnin sé slík um
lögreglumenn að þeir gangi beint inn
í yfirmannastöður, nýútskrifaðir úr
Lögregluskólanum. Ef rannsókn-
arlögreglumenn eru taldir með, þá er
svo komið að tveir stjórnendur eru á
hvern óbreyttan lögreglumann.
„Með því að færa löggæsluverkefni
frá ríkislögreglustjóra til lögreglulið-
anna skapast hagræðingarmögu-
leikar og tækifæri til að taka til í yf-
irmannalagi lögreglunnar,“ segir
Stefán. „Það tekur nokkur ár að ná
slíkum breytingum í gegn hjá ríkinu
og því þarf að byrja sem fyrst.“
Og lögreglumaður sem rætt var við
tekur undir þetta: „Einn félagi minn
sagði að fjölmargir yfirmenn löbbuðu
um gangana, vissu ekkert hvað þeir
ættu af sér að gera, og væru með blöð
í höndunum, svo það liti út fyrir að
þeir væru að vinna. Þeir hengja jakk-
ana á stólana og fara svo út úr húsi.
Það er kominn tími á sársaukafullar
ákvarðanir. Ef það á að spara, þá eiga
menn að byrja á sjálfum sér.“
Árangur mælikvarðinn?
Kvartað er undan ójafnri skiptingu
lögreglumanna um landið. Ójafnt sé
gefið og stokka þurfi spilin. Ef fjöldi
þeirra er skoðaður miðað við höfða-
tölu skera Selfoss og Akureyri sig úr
með fæsta lögreglumenn. Sagt er að
þeim hafi verið refsað sem ekki
keyrðu fram úr fjárlögum.
En svo eru þeir sem segja það
gamaldags að mæla árangur lög-
gæslu eftir fjölda lögreglumanna. Á
það er bent að þrátt fyrir barlóminn,
hafi markverður árangur náðst í
starfi lögreglunnar. Tilkynntum inn-
brotum hafi fækkað um 17,7% á
þessu ári frá meðaltali síðustu
tveggja ára og umferðarslysum um
45%. Sú spurning vaknar hvort lög-
gæslu sé í nokkru ábótavant?
„Auðvitað á lögreglan ekki ein
heiðurinn af þessum árangri,“ segir
Stefán. „Öryggi hefur verið bætt í
gatnakerfinu, bílar eru öruggari og
hærri sektir, hraðamyndavélar og
akstursbann ungmenna hefur dregið
úr hraðakstri. Loks spilar inn í sú
hugmyndafræði lögreglumanna að
einbeita sér að slysastöðum, þannig
að markmiðið er ekki að taka sem
flesta heldur þá sem skapa mesta
hættu. En þetta er viðkvæmt, inn-
brotatíðnin er svo lág að aðeins þarf
einn hópur að koma til landsins, sem
brýst inn í 30 hús á einum mánuði, og
þá erum við komin með innbrota-
hrinu eða faraldur.“
Hann bendir á að löndum hafi
fjölgað á EES-svæðinu, sem þýði
meira flæði bæði góðra og slæmra
borgara. „Ef við bregðumst ekki við
af fullri hörku missum við tökin. Við
erum ekki samanburðarhæf við Ósló
þegar horft er til fjárveitinga til lög-
reglu. Þar tekur gildi ný vændis-
löggjöf um áramótin, sem bannar
vændiskaup eins og gert er í Svíþjóð,
en götuvændi kvenna frá Nígeru hef-
ur verið stórt vandamál í Ósló. Og við
höfum heyrt frá norsku lögreglunni
að nú segi þær: „Jæja, við förum þá
bara til Reykjavíkur!“
Höfuðborgarsvæðið 298 196.161 658 16.084 341,0 9.252.473
Suðurnes og sýslum. 76* 20.415 269 36.796 88,6 8.478.468
Akranes 7 6.345 906 17.107 13,4 8.100.157
Borgarnes 9 5.195 577 21.709 9,7 11.626.466
Snæfellsnes 10 3.912 391 24.080 10,0 9.420.145
Vestfirðir 21 7.309 348 28.097 23,4 8.776.129
Blönduós 7 3.128 447 26.715 8,0 10.445.713
Sauðárkrókur 9 4.231 470 19.570 8,8 9.408.997
Akureyri 35 23.833 681 13.326 38,7 8.206.934
Húsavík 9 4.964 552 20.921 9,7 10.706.566
Seyðisfjörður 10 6.002 600 17.852 11,0 9.740.570
Eskifjörður 15 7.899 527 20.340 15,4 10.432.725
Hvolsvöllur 7 4.413 630 21.751 8,8 10.907.604
Vestmannaeyjar 12 4.040 337 25.012 21,1 8.351.241
Selfoss 23 15.025 653 14.156 27,1 7.848.565
Samtals 548 312.872 571 22.945 625,7
Ríkislögreglustjóri 89 93,7 14.053.124
Lögregluskólinn 9 10,5 16.135.975
Samtals 646 484 729,9
Staðtölur um löggæsluembættin
Lögreglustjóra- Starfandi Íbúa- Fjöldi Kostn. pr. Fjöldi Kostn. pr.
embætti lögreglum. fjöldi íbúa pr. íbúa í kr. ársverka ársverk
faglærðir ** lögreglum. 2007 í kr.
* Þar af starfa 36 lögreglumenn eingöngu við verkefni í flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýtast ekki í þjónustu við
almenna borgara í sveitarfélögunum.
** Tölur um íbúafjölda eru reiknaðar úr grunngögnum frá Hagstofu Íslands og miðast við 1. desember 2007
vegna gagna um árið 2008.
Haraldur: „Hugsunin er sú að opna nýja möguleika í
stjórnun, rekstri og verkefnatilfærslu.“
Jóhann: „Þess vegna verður að hafa umdæmisstjórnun
[lögreglunnar] í vatnsþéttum hólfum.“
Stefán: „Þá er eins hægt að sameina embætti ríkislög-
reglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.“
Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Júlíus
erum í miðjum storminum, en ég er
viss um að við gerðum það eina
rétta. Það breyttist ekki mikið í
Kaupmannahöfn, þar sem lög-
regluliðið var fjölmennt, en nú eru
umdæmin úti á landi nógu stór til að
annast rannsóknir og takast á við
metnaðarfull verkefni, meðal annars
glímuna við skipulagða glæpastarf-
semi.“
Aldrei nógu margir
– Eru lögreglumennirnir nógu
margir?
„Aldrei nógu margir! Hvað er
nóg? Við höfum 2.500 lögreglu-
menn, en ef við fengjum þúsund í
viðbót gætum við framkvæmt meira.
Þá gætum við fylgst betur með hrað-
akstri, mannsali, eiturlyfja-
viðskiptum – öllum þessum kimum
mannlífsins þar sem fólk hringir
ekki og lætur vita. Fólk klagar ekki
hvað annað fyrir hraðakstur og fólk
sem kaupir af eiturlyfjasölum kvart-
ar ekki við lögregluna. Lögreglan
verður að komast að því með því að
senda einhvern út af örkinni. En al-
mennt talað, þá finnst stjórn-
Alls eru 10.500 lögreglumenn í Dan-
mörku, þar af 2.500 á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem búa 680 þúsund
manns. Lögreglan í Kaupmanna-
höfn hefur einnig eftirlit með flug-
vellinum, þar sem 20 milljónir eiga
leið um á ári.
Mikil endurskipulagning átti sér
stað á starfsemi lögreglunnar 1. jan-
úar 2007, en þá var lögreglu-
umdæmum fækkað úr 54 í 12 og rík-
islögreglustjóri settur yfir
umdæmin, en þar vinna 200 til 250
manns. Ríkislögreglustjóri sinnir
einungis stjórnsýslu, sér um mark-
miðssetningu og fjárveitingar til
umdæmanna, og undir honum er
einnig alþjóðadeild og lögregluskól-
inn. Þá stýrir hann greiningu á al-
þjóðlegri glæpastarfsemi, svo sem á
glæpagengjum eins og Hells Angels,
sem eru erlend að uppruna.
Tíðir skotbardagar
„Þau hafa átt í tíðum skotbardög-
um og á síðustu tveim vikum voru
sautján skotárásir á götum úti,
þannig að mikilvægt er að þekkja
vel til þessarar starfsemi,“ segir Mo-
gens Kjaergaard Möller, aðstoð-
arlögreglustjóri í Kaupmannahöfn.
„Í þeirri glímu er mikilvægt að
stjórn aðgerða og ábyrgð á þeim sé
alltaf í umdæmi viðkomandi lög-
reglustjóra. Það á líka við um sér-
sveitina þegar hún tekur þátt í að-
gerðum, þó að hún heyri annars til
öryggislögreglunnar.“
– Hversu margir eru í sérsveit-
inni?
„Við gefum það ekki upp. En þeir
eru nógu margir,“ segir hann og
brosir. „Við höfum þurft að grípa til
varúðarráðstafana gegn hryðju-
verkum eftir skopteikningarnar af
Múhameð og aðeins eru liðnir
nokkrir dagar síðan við fengum
upplýsingar um að Danmörk væri
skotmark hryðjuverkamanna. Þeg-
ar hafa komið upp fjögur eða fimm
mál í Danmörku, þar sem fólk hefur
verið sett í fangelsi fyrir að skipu-
leggja hryðjuverk og það hafði náin
tengsl við Afganistan og Pakistan.
Þannig að í þessu felst mikil áskor-
un.“
Möller segir að mikið hafi verið
skrifað um endurskipulagningu lög-
reglunnar í Danmörku og hafi hún
sætt harðri gagnrýni fjölmiðla og
stjórnmálamanna. „Ég er þeirrar
skoðunar að sú gagnrýni sé ekki
sanngjörn. En slíkar grundvall-
arbreytingar valda alltaf ólgu meðal
starfsmanna. Nú hafa þeir fjarlægst
yfirstjórnina, hitta ekki lög-
reglustjórann á hverjum degi, hafa
jafnvel þurft að færa sig um set, og
tryggðin er ekki sú sama og áður.
Fólk horfir alltaf fyrst á sína hags-
muni, hvort sem það er blaðamaður,
starfsmaður einkafyrirtækis eða
lögreglumaður. Og það má ekki
gleyma því að fólk úti á landi hugsar
hlýtt til gömlu daganna þegar það
hafði eigin lögreglu. En ég segi að
þetta sé ekki sanngjörn gagnrýni. Í
gömlu góðu lögreglunni gættu
margir lögreglumenn fyrst og
fremst lampanna á skrifborðinu.
Þeir sátu bakvið glugga og horfðu á
lampana. En þar voru glæpamenn-
irnir ekki. Þeir voru á meðal fólksins
hinumegin við glerið. Og þar á lög-
reglan líka að vera. Þess vegna þarf
fjölmenn lögreglulið, þar sem nýt-
ingin er hagkvæmari og betri. Við
málamönnum og almenningi að
fleiri ættu að vera í dönsku lögregl-
unni, en það er samkeppni um ungt
fólk. Það er ekki hægt að taka 500 til
600 manns inn í lögregluna í einni
hendingu og við verðum að bjóða
upp á fjölbreytta vinnu, sem hentar
einnig skrifstofufólki.“
Varðmenn lampanna
Kaupmannahöfn Endurskipulagn-
ing veldur alltaf ólgu meðal starfs-
manna, að sögn Mogens Kjaergaard
Möller aðstoðarlögreglustjóra.
Morgunblaðið/Júlíus