Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Í HNOTSKURN
» Sveinbjörn Egilsson (1791-1852)Fyrsti rektor Menntaskólans í Reykjavík (Lærða skólans); einnig
skáld og þýðandi – þýddi m.a. kviður Hómers, tók saman orðabók yfir
íslenzkt skáldamál og þýddi Snorra Eddu og Íslendingasögur á latínu.
» Benedikt (Sveinbjarnarson) Gröndal (1826-1907)Nam náttúrufræði og bókmenntir við Hafnarháskóla og lauk
meistaraprófi í norrænum fræðum fyrstur Íslendinga. Hann var
snilldar teiknari, ljóðskáld og samdi leikrit og sögur; þ.á m. Helj-
arslóðarorrustu og skrifaði endurminningar; Dægradvöl.
» Einar Benediktsson (1864-1940)Skáld, ritstjóri, lögfræðingur, embættismaður og athafnamaður
og umsvifamikill á þeim sviðum öllum. Bezt lifir hann nú með þjóðinni
í ljóðum sínum og þýðingum.
» Ragnar Ásgeirsson (1895-1974 )Garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags Íslands. Ritaði margt um
garðyrkju, einnig æskuminningar og safnaði þjóðlegum fróðleik;
Skrudda I-III. Orti og safnaði myndlist. Á síðustu starfsárum sínum
lagði hann lið stofnun byggðasafna víða um land.
» Úlfur Ragnarsson (1923-2008)Læknir og starfaði sem héraðslæknir víða um land, einnig á
Kleppsspítala, Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og á Kristnesspítala.
Hann nam m.a. kínverskar nálastungulækningar. Málaði myndir og
orti.
» Ragnar Önundarson (1952)Viðskiptafræðingur, bankastjóri og framkvæmdastjóri banka og
kortafélags. Hefur á síðustu árum ritað greinar í Morgunblaðið um
efnahags- og bankamál.
Ragnar setur Heljarslóð-arorrustu á borðið, svonatil þess að andinn komiyfir okkur, við gefum
okkur að Benedikt Gröndal hafi
skrifað þá sögu á þessu púlti. Og
líka Odysseifs-kvæði og Ilíons-
kvæði, sem Sveinbjörn Egilsson
þýddi, en Benedikt sonur hans lauk
þýðingu seinna kvæðisins eftir að
hann féll frá. Vísast hafa þeir glímt
við Hómer á þessu púlti. Þegar
Ragnar hefur sett Dýraríki Íslands
með teikningum Benedikts Grön-
dals á borðið líka, telur hann nóg
gert og tekur til máls:
„Þegar ég var í menntaskóla,
kringum 1970, sýndi afi minn;
Ragnar Ásgeirsson, mér þetta
skrifpúlt og sagði mér sögu þess.
Hann hafði keypt það ásamt fleiri
hlutum úr búi Einars Benedikts-
sonar, þegar hann fór í Herdís-
arvík. Afi var kunningi skáldsins og
Hlínar Johnson sem flutti með hon-
um.
Afi sagði að Einar hefði fyrst og
fremst haldið púltinu til haga af því
sem hann vissi að hafði verið skrif-
að á því, Einar fékk púltið úr búi
Benedikts Gröndals, sem hafði
fengið það frá föður sínum; Svein-
birni Egilssyni.“
Þarf að varðveita og gera upp
„Afi sagði við mig: þetta þarf að
varðveita og gera upp. Þannig gaf
hann til kynna væntingar sínar
varðandi framtíð púltsins og má
segja að ég sé nú loksins að upp-
fylla þær. Milli okkar afa hafði Úlf-
ur Ragnarsson læknir, móðurbróðir
minn, púltið undir höndum.
Þeir afi voru báðir hagyrðingar
og gerðu jafnvel alvarleg ljóð. Sig-
valdi Kaldalóns samdi lög við tvö
ljóð afa og Sigfús Halldórsson gerði
lög við nokkur ljóð Úlfs.“
– Heldurðu að púltið hafi inspí-
rerað frænda þinn og afa?
„Nei. Það er engin ástæða til
þess að búa það til. Þeir voru löngu
byrjaðir að yrkja þegar púltið kom
til þeirra. Áhugi þeirra, eins og
Einars Benediktssonar, beindist
fyrst og fremst að sögu púltsins. En
ég hygg að bæði Sveinbjörn og
Benedikt hafi notað púltið í dag-
legum ritstörfum sínum.“
Púltið er úr massífri eik, greini-
lega vinnupúlt. Í því eru rúmgóðar
hirzlur og skrifborðið sjálft er gott
pláss.
Ragnar hefur geymt púltið síð-
ustu árin á Eyrarbakka; hjá Hall-
dóri Gunnlaugssyni. „Hann er lista-
maður og þegar hann er með þá
húfuna, kallar hann sig Forna. Ann-
ars er hann lærður smiður og nam
húsgagnaforvörzlu í Versölum.
Halldór er minn ráðgjafi í þessu
öllu.
Nú er móðir mín, Eva Ragn-
arsdóttir, 86 ára og farin að kalla
eftir aðgerðum í sambandi við púlt-
ið og eftir tilvísun Þjóðminjasafns-
ins er það nú komið í hendurnar á
Gunnari Bjarnasyni.“
Kallar eftir viðbrögðum
Og Ragnar segir mér sögu af
langömmu sinni og Benedikt Grön-
dal:
„Amma móður minnar; Jensína
Björg Matthíasdóttir, kom til Bene-
dikts Gröndals þegar hann lá bana-
leguna og spurði hann hvernig hann
hefði það. „Ég get ekki gengið. Ég
get ekki setið og ég get ekki andað.
En annars líður mér ágætlega,“
svaraði skáldið. Hann gat allavega
haft húmorinn uppi!“
Þegar ég spyr Ragnar um fram-
tíð púltsins segir hann:
„Ég kalla eftir viðbrögðum við
því hvar fólki finnst púltið eiga
heima, þegar Gunnar hefur lokið
við að hressa upp á það. Sveinbjörn
Egilsson kom víða við; hann bjó á
Bessastöðum, var rektor Lærða
skólans og líklega hefur hann auk
alls annars samið Heims um ból á
þessu púlti. Kirkjan og Þjóðmenn-
ingarhús gætu því gert tilkall til
þess eins og Bessastaðir og
Menntaskólinn í Reykjavík.“
– Hvað um Gröndalshús?
„Já, svo er það. En það er ein-
hver óvissa með það. Við sjáum til,
en ég sendi ekki púltið út í ein-
hverja óvissu.
Öllu máli skiptir að koma því í
vist, þar sem það er velkomið og því
verður sýndur sá sómi, sem það á
skilið.“ freysteinn@mbl.is
Þar voru dýr
verk skrifuð
Skrifpúlt Sveinbjarnar
Egilssonar er komið í
viðgerð og Ragnar Ön-
undarson veltir því fyr-
ir sér í samtali við
Freystein Jóhannsson,
hvert það eigi að fara
að henni lokinni.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Dýrgripur Ragnar Önundarson við skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar.
Sveinbjörn
Egilsson
Úlfur
Ragnarsson
Benedikt
Gröndal
Einar
Benediktsson
Ragnar
ÁsgeirssonSkógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Búda-
pest 23. október. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og haust-
ið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heims-
ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi
menningu. Fjölbreytt gisting í boði. Búdapest býður einstakt
mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja
auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Tryggðu þér sæti!
Þetta eru síðustu lausu sætin til Búdapest í haust!
Verð kr. 34.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum.
Verð kr. 59.990
- helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur
á Hotel Mercure Duna *** með morgun-
mat. Sértilboð 23. okt.
Helgarferð á einstökum tíma!
Búdapest
23. október
frá kr. 34.990
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn