Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 31
Að leik Dagný, amma Trausta, ásamt Birgi bróður sínum þar sem SPRON stendur nú. Húsið og bærinn Sigfús Halldórsson málaði þessa mynd af Vegamótastíg 9 og Herdísarbæ en hann og afi Trausta, Ágúst Benediktsson, voru kórfélagar í Fóstbræðrum. Sigfús gaf Ágústi og Þórdísi myndina. ottur við það sem var Gamli tíminn Húsið séð frá Grettisgötu sem þarna hefur nýlega verið framlengd. Hér er Ágúst, afi Trausta, með Einar son sinn. Morgunblaðið/Frikki Þar sem sólin bjó og býr enn Trausti stendur fyrir aftan Jóhann í stofunni í gamla fjölskylduhúsinu við Vegamótastíg 9 þar sem Laxness sá Kjarval „mála dreka úr gulli á svart silki.“ Húsið býr yfir mikilli menningarsögu og fær að lifa áfram á sama stað, bara aðeins hærra uppi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 31 Arkitektar hússinsvið Vegamótastíg7-9 eru Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda. Hönnunin hefur strax vakið athygli og fjallað hefur verið um hana í tveimur virtum arkitektatímaritum, The Architectural Review og Forum Aid. „Það er óvenjulegt að óskað sé eft- ir birtingu á hlutum sem eru enn í þróun,“ segir Steve, sem verður fyrir svörum fyrir hönd arkitektanna. Hann segir þetta að mörgu leyti erfitt verkefni. Í fyrstu hafi þau komið með tillögu um nútímabyggingu á þessum stað en þá var miðað við að gamla húsið yrði flutt. „Það var eitthvert tómarúm í verkefninu,“ segir Steve og bætir við að úr löngum hugmyndafundi hafi síðan komið upp sú hugmynd að flytja húsið uppá þak. „Úrlausnarefnið er ekki auðvelt og lóðin er þröng. Það þarf að koma þessu til skila án þess að þetta verði að leiðinlegum brandara. Það hefur óhemjumikil vinna farið í verkið. Ég held að við höfum teiknað 45-50 tillögur að því hvernig húsið ætti að líta út,“ segir hann en er sáttur við útkomuna. „Hið gamla og nýja er ein heild. Í þessu felst líka athugasemd um þróun skipulags í Reykjavík og hvaða áhrif skipulag hefur á umhverfi okkar. Gamla húsið er komið á pall, endurreist á nýjum stað,“ segir Steve og útskýrir nánar hvað honum finnst um þróun miðbæjarins. Græðgi og vantraust á fortíðinni „Mér finnst hún ekki góð. Peningar og græðgi hafa ráðið alltof miklu. Þetta snýst líka um vantraust fólks á sinni eigin fortíð. Fólk áttar sig ekki á hvaða verðmæti liggja í fortíðinni. Þegar þú átt lítið þarftu að passa þessa hluti sem þú átt. Mörgum finnst það sem til er ekki merkilegt, hér er ekkert Stonehenge eða Pantheon. En þetta er það eina sem fólkið hér á, það á náttúruna og nokkra kofa,“ segir hann og útskýrir nánar: „Fólk vill endurskrifa söguna eins og hefur verið gert í fullt af harðstjórn- arríkjum. Það vill gleyma gamla tímanum og hugsa ekki um að hér hafi einhvern tímann verið fátækt.“ Varðandi hönnunina er eitt atriði sem hann vill sérstaklega benda á í sambandi við útlit hússins. „Þarna kemur saman hið gamla og nýja. Húsið er klætt í kopar en „nýi hlutinn“ er klæddur með sléttum kopar en gamla húsið með bylgjuðum kopar, sem er eins og bárujárn. Útlitið er eins og það var nema hvað við erum með betri klæðningu. Það er skemmtilegt að nota koparinn, hann virkar eins og ryðgað bárujárn og er tilvísun í það sem var.“ Enginn brandari Frá Studio Granda Líkanið sýnir húsið og umhverfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.